Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 6
OSKASTAÐAN AÐ GETA DVALIÐ HEIMA HLUTA ÚR ÁRI Sólrún Braqadóttir hefur átt annríkt undanfarió oq sungió í óperum víóa um lönd. Framundan er meó- al annars aó taka upp íslensk lög fyrir geislaplötu. EINN þeirra íslensku óperusöngvara sem starfað hafa erlendis mörg undanfarin ár er Sólrún Bragadóttir sem býr í Þýskalandi ásamt fjölskyldu sinni. Eftir að hafa verið á föstum samningi síðustu árin við óperuhús í Kaiserslautem og Hannover sagði hún upp og hefur tvö síðustu árin verið lausráðin. Hafa henni boðist ýmis óperuhlutverk og annars konar tónleikahald víða í Þýskalandi, í Belgíu, írlandi og Japan svo nokkuð sé nefnt. Sólrún Bragadóttir segist kunna því vel að starfa með þessum hætti en áður en hún fer nánar út í þá sálma í spjalli við blaða- mann er hún fyrst spurð hvernig hafi verið að starfa með Japönum en síðast liðið haust söng hún hlutverk Greifaynjunnar í Brúð- kaupi Fígarós á vegum alþjóðlegu listahátíð- arinnar í Tsuyama: „Japanir eru alvarlegir og nákvæmir í við- skiptum en jafnvel þótt þeir séu mjög agaðir listamenn hafa þeir þann dásamlega eigin- leika að taka sjálfa sig ekki of hátíðlega. Mér var tekið opnum örmum og naut ég góðs af því að vera eini útlendingurinn í hópnum því allir kepptust við að kynna mér japanska menningu. Hvert veitingahúsið á fætur öðru var heimsótt eftir æfingar og listrænir réttir framreiddir hver öðrum gómsætari. Svo var auðvitað öllu skolað niður með volgu hrís- gtjónavíni og bjór. Það var mjög sérstök tilfinning að vera skrítni fuglinn í hópnum og voru vegfarendur ófeimnir við að benda á mig og skríkja af kátínu. En þótt ótrúlegt megi virðast fann ég marga samhljóma með þessu fólki. Kannski lifa eyjarskeggjar víða um heiminn í svipaðri veröld. Japanir vildu til dæmis ólmir komast til íslands og dreymdi um að sjá Vetrarbraut- ina. Mikið var spjallað okkar á milli um að koma á auknum menningartengslum milli þjóðanna til dæmis með því að koma með óperusýningar til íslands." Meira frjálsræói Hvernig hefur þér fallið að starfa sem laus- ráðin söngkona? „Mér hefur fallið það vel. Sem listamaður þrífst ég betur að vera minn eigin herra. Vissulega lærði ég heilmikið þessi ár á föstum samningum við óperuhúsin og hefði alls ekki viljað missa af þeim en hugur minn var far- inn að stefna á breiðari mið. Ég er líka mik- il ferðafuða og finnst stórkostlegt að fá tæki- færi á þennan hátt til að kynnast bæði söng- list og menningur annarra þjóða. Söngvari er venjulegast mjög bundinn við leikhús sitt og því oft erfitt að fá leyfi til að vinna að óperuuppfærslum annars staðar. Ég ákvað því að sleppa stöðunni og vaða útí óvissuna. Mér fellur það nefnilega miklu betur að geta skipulagt tíma minn sjálf óháð geðþótta- ákvörðunum óperustjóranna og valið úr verk- efnum. Þessu fyrirkomulagi fylgir þó sá ókostur að þurfa að búa við atvinnuóöryggi og mikið veltur á því að hafa góðan umboðsmann til að vinna fyrir sig en þeir vaxa svo sannar- lega ekki á tijánum. Að sjá um praktísku hliðarnar á starfinu er kannski ekki mín sterk- asta hlið en jafn nauðsynleg og sjálfur söngur- inn. Þegar köllun er svona sterk að gleðja fólk með söng dugar sturtan skammt! Þetta er svipað ferli og meðganga og fæðing; barn- ið verður að fá að fæðast í heiminn. Áheyrend- ur eru mjög mikilvægir í lífi mínu. Að snerta tilfinningar annarra á jákvæðan veg og heilla með söng eru mín markmið." Sólrún segir að verkefnin hafi komið dálít- ið í bylgjum, þau hafi verið alltof mörg á tíma- bili en síðan komi rólegir kaflar. En stundar söngkona sem sífellt æfir ný verk og hefur mikið á sinni könnu einnig aðra almenna radd- eða söngþjálfun? Aginn grundvallaratriói „Já, það er hveijum söngvara alveg nauð- synlegt meðfram daglegum störfum. Ég reiði mig á vissa gagnrýnendur, fæ til dæmis Halldór Hansen oft til að hlusta á mig og hef einnig reynt að hitta gamla kennarann minn í Bandaríkjunum og raddþjálfara sem býr hér í Hannover. Ég hlakka mikið til sum- arsins því þá get ég heimsótt kennarann í Bandaríkjunum og verð líkiega hjá henni í tvær vikur í einkatímum - verð í hálfgerðri endurmenntun. Þá gefst tækifæri til að njóta leiðsagnar hennar og æfa ný hlutverk, eitt- hvað sem mig dauðlangar sjálfa til að syngja hvort sem ég þarf að nota það síðar eða ekki. Ég tek mikið mark á þessu fólki, þessum einkagagnrýnendum mínum, og það veitir mér mikla hjálp. Ég er líka gagnrýnin á sjálfa mig og held til dæmis sérstaka dagbók þar sem ég geymi upplýsingar og ábendingar um ýmislegt varðandi hvernig mér hefur gengið í hinum og þessum sýningum og þar fram eftir götunum. Aginn er hins vegar grundvall- aratriðið og þar á ég við aga á öllum sviðum: Mataræði, svefn, hvíld - röddin fylgir alveg almennu líkams- og sálarástandi. Slímhúð lík- amans þjónar mikilvægu hlutverki í lífi söngv- arans þar sem öllu skiptir að hún sé í góðu jafnvægi. Við beijumst ýmist við of mikla slímframleiðslu, sem hamlar auðvitað söng, eða ofþornun á slímhúð sem getur valdið bólgum í nefi, kinnholum og ennisgöngum sem er ótrúleg hindrun í tónmyndun. Venju- legt fólk verður ekki svo mikið vart við rösk- un á þessu hárfína jafnvægi slímhúðarinnar sem getur aftur orsakað martröð fyrir okkut' söngvara. Kannski á þessi svokallaða hyster- ia söngvaranna rætur að rekja til baráttunnar „HIÐ DEYJANDI LEIKHÚS ERSÍGILT VIÐFANGSEFNI" Mexíkó og Mólmey fylla landakort Kjartans Ragn- arssonar þessar vikurnar. í Mexíkó kannar hann lifn- aóarhætti Majaindíónanna, en skrapp þaóan til Mólmeyjar til aó leikstýra hjó nemendaleikhúsi borg- arinnar og þar hitti SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR hann. LEIÐIR okkar liggja saman við aðkomu flug- bátanna í Málmey á gráleitu síðdegi þegar vorið vill ekki almennilega láta sjá sig. En á nokkrum andartökum hverfur vorleysið úr huganum og ljós og litir Mexíkó koma í stað- inn, því þó Kjartan Ragnarsson leikstjóri sé að setja upp leikrit með nemendum leiklistar- skólans í Málmey, þá er hugur hans í Mex- íkó, þar sem hann hefur dvalið í vetur og þangað fer hann aftur frá Málmey. Og svo stefnir hugurinn fram á við til nýrra verk- efna, enda þýðir lítið fyrir þá lausráðnu að hanga í fortíðinni. Út af kortinw Ferðin til Mexíkó er uppfylling gamals draums Kjartans og konu hans Sigríðar Mar- grétar Guðmundsdóttur um að fara eitthvert út af kortinu eins og Kjartan segir. Suður- Ameríka heillaði og á endanum varð fjalla- borgin San Cristóbal í Mexíkó fyrir valinu. Borgin liggnr í sömu hæð og Öræfajökull, en það tekur aðeins um tvo tíma að keyra niður fjöllin og í regnskóginn, sem þar tekur við. Þarna er aðalsvæði Majaindíánanna „og það er ekki rétt að tala um þá í fortíð, því það búa um tuttugu milljónir Majaindíána á þess- um slóðum", segir Kjartan. En spjallið um Mexíkó er aðeins útúrdúr um það sem Kjartani er ofarlega í huga, þar sem hann er brátt á förum þangað aftur og talinu víkur að Málmey og starfinu þar. Kjart- an sagði upp föstum samningi sínum við Leik- félag Reykjavíkur fyrir þremur árum til að láta reyna á lífið í lausamennsku og prófa að vera á ftjálsum markaði. Hann bætir við að hann hafi fundið að breytinga væri þörf í Borgarleikhúsinu „og ein breytingin var að ég breytti sjálfur til“, segir hann með bros á vör, því það er alltaf stutt í bros og hlátur og hlýlegan glampa í augum, þegar Kjartan er annars vegar. í fyrra var hann gestaprófess- or við ieiklistarskólann, setti þá upp Kirsu- beijagarðinn eftir Anton Tjekov. Sú sýning hlaut einróma lof og varð til þess að hann var beðinn að koma aftur og það liggur í loftinu að skólinn vilji enn fá hann aftur næsta vetur. í ár er það Strætið eftir Jim Cartwright, sem er á dagskrá, enda býður verkið að sögn Kjart- ans bæði upp á hlutverk fyrir tólf leikara að spreyta sig á og eins á verkið ríkt erindi við fólk. Og Riksteatern er einnig í viðræðum við Kjartan um verkefni á þess vegum. Vinnan við nemendaleikhús heillar Kjartan. „Það er alltaf sérlega skemmtilegt og spenn- andi að vinna í nemendaleikhúsi. Skólinn hef- ur mjög gott leikhús af skemmtilegri stærð og það er góður og samstilltur hópur, sem vinnur við skólann. Og það er mikill léttir að koma hingað eftir starfið við Borgarleikhúsið og þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af afkomunni. Það er eins og steini af mér létt.“ En hvað er það þá sem fær mann til að hverfa frá tryggri vinnu og róa á ótrygg mið? Morgunblaóið/Sigrún Davíósdóttir „ÞAÐ er sorglegt hve mikið hefur þurft að ganga á þar [hjá Leikfélagi Reykjavíkur]. Við sem höfum starfað í Borgarleikhúsinu frá byrjun vissum að það var tikkandi tíma- sprengja að hefja rekstur nýs húss án nægilegs fjár og að miklu leyti eiga innri vanda- mál hússins rætur að rekja til þess,“ segir Kjartan Ragnarsson. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. MAÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.