Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 13
VALHÖLL: GRÍSKT HOF FYRIR ÞÝSKAR ÞJÓÐHETJUR EFTIR PÁL BJÖRNSSON Valhöll í Bæjaralandi er eftirmynd gf grísku hofi sem vígt var 1842, en innan dyra er þó flest í anda norrænnar goóa- fræði. I hofinu eru nær 190 brjóstmyndir þýzkra þjóóhetjg, en þaó er lýs- andi fyrir vióhorfió ó 19. öldinni, aó aóeins eru níu hetjur kvenkyns. MEGI Valhöll verða til þess að styrkja og breiða út þýska vit- und! Megi allir Þjóð- veijar ... ætíð skynja að þeir eigi sér sam- eiginlegt föðurland, föðurland sem þeir geti verið stoltir af; og megi hver og einn gera það sem í hans valdi stendur til að auka vegsemd þess,“ sagði Lúðvík I, konungur Bæjaralands og aðalhvatamaður að byggingu Valhallar, við vígslu hennar í október 1842. Þýskaland þess tíma var iaustengt ríkjasam- band Prússlands, Austurríkis og fjölmargra smáríkja; það var ekki fyrr en árið 1871 sem smærri ríkin sameinuðust undir forystu Prússa. Valhöll átti að búa menn undir samein- inguna, vekja þjóðernisstolt hjá þeim sem höfðu ekki áttað sig á þjóðerni sínu — búa til Þjóðverja. Þetta mikla mannvirki er hátt í 70 metrar á lengd, rúmir 30 metrar á breidd og 20 metrar á hæð. Upp á hvorum gafli eru út- höggnar myndraðir. A annarri eru fimmtán tákn fyrir einstök ríki Þýskalands en hæst trónir merkisberi hins sameinaða Þýskalands, gyðjan Germanía. Hin myndröðin sýnir sigur germönsku stríðshetjunnar Hermanns yfir hetjum Rómveija. Hjarta Valhallar er salur mikiil sem geymir bijóstmyndir úr marmara og áletraðar stein- töflur með nöfnum þýskumælandi þjóðhetja. Þótt sumar hetjurnar hafi fallið í valinn — sem var jú skilyrðið fyrir inngöngu í hina norrænu Valhöll - þá eru flestar þekktar fyrir annað en vopnaskak, margar fyrir framlög sín til lista og vísinda. Steind 85 metra löng mynd- röð upp á miðjum vegg segir sögu Germana frá því þeir fluttu frá Kákasus til Mið-Evrópu og tóku kristna trú. Norrænar goðsagnir birt- ast í þremur myndröðum á bitum undir þaki. Hver um sig er fjórtán metra löng og mest tveir metrar á hæð. Sú fyrsta segir frá sköpun heimsins: Askur og Embla eru látin stíga upp úr herðum Ýmis. Þeim á vinstri hönd er Surt- ur en á þá hægri Hel. Önnur myndin lýsir blómaskeiði hinna norrænu goðheima: fyrir miðju standa hæstráðendur Asgarðs í Hlið- skjálfu, Óðinn og Frigg. Þeim til sitt hvorrar handar eru Bragi, Iðunn, Þór og Baldur. Þriðja myndir lýsir Ragnarökum: fyrir miðju vökva örlaganornirnar Urður, Verðandi og Skuld rætur Yggdrasils með vatni úr Mímisbrunni. Þeim á aðra hönd er Fernisúlfur en Miðgarðs- ormurinn á hina. Við enda hverrar myndraðar standa fjórtán tæplega þriggja metra háar steinrunnar valkyijur og bjóða hetjurnar ódauðlegu velkomnar. Valhöll hýsir í dag tæplega 190 bijóstmynd- ir og rúmlega 60 steintöflur. Lúðvík I réð miklu um val hinna fyrstu en þeim fjölgar hægt og bítandi því að á fimm til sjö ára fresti er nýrri bijóstmynd bætt við. Almenningur má gera tillögur um nýjan íbúa Valhallar en Bæverska Akademían segir síðan álit sitt á þeim og úrslitavaldið hefur landsstjórn Bæj- aralands. Einkaaðilar standa síðan straum af kostnaði við gerð bijóstmyndanna en hann VALHÖLL stendur hátt yfir bökkum Dónár skammt frá Regensburg í Bæjaralandi og styngur mjög í stúf við skógi vaxið landslagið. einingu sína með málhreinsun, rannsóknum á uppruna sínum, skipulagningu á þjóðhátíð- um, samningu þjóðlegrar tónlistar og hönnun á táknum, til að mynda þjóðfánum. Að auki fóru menn að heyja styijaldir í nafni þjóð- ríkja og reisa þjóðlegar byggingar, þjóðminja- söfn, þjóðarbókhlöður, þjóðlistasöfn og þjóðar- minnisvarða. * Valhöll er því aðeins lítið dæmi um við- leitni manna til þess að styrkja þjóðareiningu. Hún er aðeins sérstök að því leyti að þar bland- ast norrænn menningararfur forngrískri byggingarlist. Það endurspeglar ekki aðeins áhugann á þessum tveimur menningarheim- um heldur sýnir og glöggt hve langt menn gátu gengið í því að laga blöndu sem gera átti fólk þjóðerniskennt. Slík kennd getur þó verið af ýmsum toga og víst er að sú sem Lúðvík I vildi breiða út á ekkert skylt við þýska heimsvaldastefnu áranna 1914 til 1945. Sumir fræðimenn hafa líkt þjóðernishyggju við trúarbrögð. Þeir benda á að menn hafi lýst sig auðsveipna þjóðríkinu og reiðubúna til að færa því fórnir, gert fallnar hetjur að píslarvottum og gengið andaktugir að gröfum þeirra, farið í pílagrímsferðir til þjóðlegra sögustaða, sýnt heilögum táknum þjóðríkisins lotningu og skapað þjóðlegar gyðjur, til dæm- is Germaníu, Pólóníu, Ítalíu, Brittanníu, Hel- vetíu og Fjallkonuna. Því verður ekki á móti mælt að helgiblær hvílir yfir Valhöll. Það sama gildir raunar um marga aðra þjóðlega minnisvarða. Stærsta evrópska mannvirkið af þessu tagi er Völ- kerschlachtdenkmal í Leipzig, það er minnis- varðinn um sigurinn yfir her Napóleóns Bóna- parte árið 1813. Hann er rúmlega 90 metrar á hæð og vegur um 300.000 tonn. Þegar maður stendur andspænis slikum risum verð- ur manni ljóst að tvær heimsstyijaldir hafa orðið til að draga úr þjóðerniskennd Vestur- landabúa. í dag standa þessi steinrunnu tröll nefnilega þögul - eins og vel varðveittar minjar aftan úr fornöld. Stærð þeirra ætti þó að vekja alla til umhugsunar um hve mikl-’ um fjármunum hefur verið fórnað á altari þjóðernisins á síðustu tveimur öldum. Islenska þjóðin hefur reist fáa minnisvarða sjálfri sér til dýrðar. Með þjóðargrafreitnum á Þingvöllum komust menn líklega hvað næst því að reisa íslenska Valhöll. Sú tilraun virð- ist þó hafa runnið út í sandinn. Ef til vill hafa augu manna opnast fyrir því hve erfitt er að skera úr um hver sé þess verðugur að vera hafinn til ódauðlegrar þjóðhetju. Hingað til hefur Jón Sigurðsson þó verið óumdeildur og kemur það því ekki á óvart að menn skyldu fyrir skömmu reisa fæðingarbæ hans á Hrafnseyri. Hér er ekki rúm til að ræða hvort slíkar nýbyggingar séu skynsamlegar. Hins vegar er ljóst að trúin á mátt minnisvarðans lifir enn. Höfundur er sagnfræðingur. LÚÐVÍK I var mikill aðdáandi forngrískrar menningar og því kemur ekki á óvart að Valhöll skuli líkjast mjög Meyjarhofinu á Akrópólishæðinni í Aþenu. VALHÖLL er klædd að innan með marmara. Brjóstmyndum af þjóðhetjunum er raðað upp með fram báðum langhliðum. getur farið yfir tvær milljónir króna. Greinilegt er að valið á þjóðhetjunum hefur endurspeglað tíðaranda síðustu 150 ára. Til dæmis eru einungis níu hetjur kvenkyns og þar af eru bijóstmyndir af aðeins þremur. Val á fræðimönnum er einnig umdeilanlegt, til dæmis eru fáir mannvísindamenn; Sigmund Freud, Karl Marx, Leopold von Ranke og Max Weber eru allir utan dyra. Þá voru áhrif ka- þólskunnar ljós sem sést best á því að Mar- teinn Lúther fékk ekki inngöngu fyrr en eftir að Lúðvík I var fallinn frá. Þar að auki er hlutfall Bæjara hátt. Nýjasti íbúi Valhallar er Albert Einstein; maðurinn sem 1933 hraktist í útlegð hefur því snúið aftur til síns heima. Nú vaknar sú spurning hvort að Vaihöll sé einstakt mannvirki. Við vitum jú að nítjánda öld var gróskutímabil þjóðernishyggju í Norðurálfu. Margar þjóðir voru „uppgötvaðar" og þær sem höfðu nægilegt bolmagn, styrktu 1ESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. MAÍ 1997 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.