Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 11
irgunarskýli SVFÍ rétt til vinstri við Messuklettinn, en það er við tættur gamla bæjarins í Keflavík. •orgeirshöfði er lengst til vinstri á myndinni, en bak við hann og til hægri Bjarnarfell sem er austan Hvalvatnsfjarðar. arins, nálægt háum sjávarkambi. Gangan frá Þönglabakka til Keflavíkur tók hátt í 6 stundir, þótt hún sé ekki öllu lengri en 8 kílómetrar. Að vísu var farið hægt yfir, enda útsýn bæði til sjávar og íjalla einstök. Hins er þó að geta að í tvígang þarf að fara upp í 300-400 metra hæð og tefur það að sjálfsögðu. Sumir meta það svo að hækk- un um 100 metra svari til þess að ganga einn kílómetra á sléttu landi. Síðari hluta leiðarinnar í Keflavík voru heimamenn samferða hópnum. Þegar í áfangastað kom voru reist tjöld og um leið var kvöldmatur undirbúinn, hangikjöjt með nýjum kartöflum úr Höfðahverfinu. Á eftir gengu nokkrir úr hópnum út og upp í Gjög- urfjail, nógu langt til að sjá fjöllin nyrst á Tröllaskaga vestan Eyjafjarðar. Gjögurljall er hrikaiegt, en jafnframt tignarlegt. Þar ganga víðast klettar í sjó fram, en á nokkr- um stöðum má ganga fram á klettahryggi sem skaga fram í sjóinn og þaðan sést klett- ótt ströndin vel. Þessi göngutúr er auðveld- ur vönum göngumönnum en ekki er hægt að mæla með honum fyrir lofthrædda. Um kvöldið sat hópurinn umhverfis varð- eld. Mikið var sungið og Halli sagði okkur sögur af fólki og mannlífi í Keflavík fyrr á tímum, en þangað á hann ættir að rekja. Nú vorum við ferðafélagarnir og heimamenn orðnir einn samstilltur kunningjahópur. Þrióji dagur Þennan dag lá leiðin inn Keflavíkurdal og upp í Uxaskarð. Enn var fylgt allgreini- legum gönguslóða. Undirlendi er mikið í Keflavíkurdal og grasgefið, enda þótti Keflavíkin góð bújörð þótt hún hafi alla tið verið óskaplega einangruð. Efst í Keflavíkurdal og í Uxaskarði lent- um við í þoku, en þegar komið var rétt yfir háskarðið, sem er í um 500 metra hæð, og fram á brún ofan Fossárdals Eyjafjarðar- megin var bjart veður. Nokkrir gengu á Gjöguríjall norðan Uxaskarðs. Það er varla meira en klukkutíma krókur, en vel þess virði að leggja hann á sig til að njóta útsýn- isins. Þaðan sést vel yfir Fossárdalinn næst en lengra bæði inn og vestur yfir Eyjafjörð. Til austurs er Keflavíkurdalur. Fremur bratt er niður úr skarðinu en góð slóð hlykkjast niður skriðuna. Alllöng leið er fram Fossárdalinn og niður á Látra- strönd. Frá Fossá eru um tveir kílómetrar suður að Látrum þangað sem ferðinni var heitið. Leiðin lá um öldótt land nokkuð fyr- ir ofan sjávarhamra Látrastrandarinnar. Gróðurinn var sérstaklega gróskumikill þarna og miðaði okkur heldur seint. Oft var stansað til að tína krækiber, bláber eða aðalbláber enda nóg af þeim. Þennan dag vorum við um 6 tíma á göngu. Að Látrum er svipmikið bæjarstæði og víðsýnt. Slysavarnafélagið hefur reist þar björgunarskýli á grunni gamla íbúðarhúss- ins. Látrar fóru í eyði á vordögum árið 1943. Fyrr á öldum var þarna stórbýli og hákar- laútgerð, en þekktust eru Látur fyrir að á 18. öld bjó þar hin þjóðkunna skáldkona, Látra-Björg, mestan sinn aldur. Ágætt tjaldstæði er í gamla túninu að Látrum. Eftir að tjöld voru reist tóku gest- gjafar okkar og leiðsögumenn til við að grilla lambakjöt sem borið var fram með kartöflum og Látra-salati. Það samanstóð af ýmsum gómsætum plöntum sem þær Jenný og Bára tíndu í túnjaðrinum. Kvöldið var sólríkt en fremur svalt. Dýrðlega fallegt var að horfa yfir Eyjaijörð og inn og út eftir Látraströnd- inni. Gengið var snemma til hvílu enda sum- ir lúnir eftir göngu dagsins. Fjórói dagur Nú var síðasti dagur gönguferðarinnar runninn upp. Lagt var af stað fyrr en áður eða um klukkan tíu eftir mikinn og góðan inorgunverð, enda lengsta dagleiðin fyrir höndum frá Látrum og inn að Svínárnesi, nálægt 13 kílómetrar. Þokuslæðingur lá yfir Eyjafirði sem byrgði nokkuð útsýn. Annars var veður milt og gott til göngu. Inn frá Látrum lá leiðin eftir glöggum götum, fyrst um votlendisfláka en síðan á ská upp brekkurnar upp fyrir Látrakleifar. Landið er kjarri vaxið og fallegt, víða gil- skorningar og smálækir en hvergi erfitt gangandi mönnum. Það er heldur orðum aukið í Árbók Ferðafélags íslands frá 1992 eftir Björn Hróarsson að þarna sé sumsstað- ar bratt og erfitt yfirferðar. Aldrei veittum við því athygli að slóðin lægi rétt ofan við klettabrúnina eins og þar er lýst. Ef til vill er þarna um fleiri en eina slóð að ræða. Þar sem gatan liggur hæst ofan Látra- kleifar í nálægt 300 metra hæð yfir sjó steypist Eilífsá fram af klettum niður í gil skammt neðan slóðarinnar. Þar var staldrað við enda útsýn fögur yfir Eyjafjörð og til suðurs inn Látraströnd að Grímsnesi. Eftir þetta hlykkjaðist gatan niður fallega grónar lyng-_ og kjarrbrekkur að eyðibýlinu Grímsnesi. Á npkkrum stöðum mátti sjá villtan reynivið. í Grímsnesi var áð. Bærinn stóð uppi undir brekkunni. Rústir bæjar- • og útihúsa eru heillegar, en jörðin fór í eyði árið 1938. Jarðýtuslóð nær að túnjaðrinum sunnan- verðum í Grímsnesi og gerir gönguna auð- velda þaðan þótt margir smálækir verði á leiðinni. Hvergi reyndist erfitt að stikla yfir þá á gönguskónum. Það gæti þó verið á annan veg í rigningartíð. Skammt fyrir innan Grímsnes breytir landið um svip. Undirlendið verður víðáttu- meira og kjarr- og lynggróður hverfur. Landið var þó mjög grasgefið og fagur- grænt en sumstaðar votlent. Nú var mann- skapurinn orðinn nokkuð heimfús, fór hver með sínum hraða og teygðist því á hópnum. Áð var við tætturnar af eyðibýlinu að Mið- húsum en á áfangastað í Svínárnesi var komið klukkan fimm eftir sjö stunda göngu. Þar biðu bílar til að flytja okkur inn á Greni- vík en ágætur bílvegur nær út að Svínár- nesi frá Grenivík. Þegar til Grenivíkur kom var farið beint í sund, en síðan kvöddum við samferðamenn okkar og ferðafélaga þau Harald, Heimi, Jennýju og Báru. Svo héldu fetfélagarnir inn á Akureyri. Skemmtilegri gönguferð var lokið um fallegt land, í góðu veðri, þeirri kyrrð sem einkennir ósnortna íslenska nátt- úru og með skemmilegum leiðsögumönnum og kokkum. Tættur Ijölmargra eyðibýla minnti okkur á sögu forfeðranna og þau kröppu kjör sem þeir máttu búa við. Feróafélagarnir Við undirbúning þessarar gönguferðar sýndist sitt hveijum í Fetinu að versla við heimamenn um skipulag hennar. Við erum vön ferðum sem þessum og töldu því marg- ir þá þjónustu sem í boði var óþarfa. Það varð þó ofan á að þiggja hana, ekki síst vegna þess að margir sáu kostinn við það að láta létta sér burðinn með því að hafa hesta með í för. Reynslan af ferðinni leiddi allt annað í ljós en nokkrum í hópnum datt í hug eða átti von á. Það voru fyrst og fremst kynnin við heimamenn, samfylgd þeirra og _ mikill fróðleikur um sögu þess fólks sem fyrr á tímum byggði þetta landssvæði sem' gerði þessa ferð eftirminnilega, þótt ekki sé verið að gera lítið úr hinu fagra landi í Fjörðum og á Látraströnd, sérstökum gróðri, útiveru og að hafa hesta til að bera farang- urinn. Vafalaust er þetta form ferðaþjón- ustu sem okkur var boðið upp á af Grenvík- ingum nokkuð sem fleiri ættu að hugsa um. Með því fær ferðalangurinn tækifæri til að kynnast þeim sem landið þekkja, blanda við þá geði í stað þess að þeytast um upp á sitt eigið án þess að tala við kóng eða prest. Þessi gönguferð er tiltölulega auðveld, dagleiðir stuttar og farangur sem hver þarf að bera (fatnaður og nesti til dagsins) ætti ekki að vera meiri en 6-8 kíló. Öryggi er líka mikið. Gististaðir eru alltaf við björgun- arskýli og farsími með í för, ef eitthvað skyldi koma upp á. Höfundur er jarófræóingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. MAÍ 1997 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.