Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 15
SÍÐASTI RÓM- ANTÍKERINN Minnst er 100 ára ártíðar Johannesar Brahms um þessar mundir Johannes Brahms JOHANNES Brahms var eitt síðasta tónskáld róman- tísku stefnunnar. Hann bast engri konu tryggðaböndum og fann seint ró í hjarta sinu. Hann var umdeildur maður en er hann lést, fyrir réttum eitt hundrað árum, var hans minnst sem mesta tónskálds á sinni tið. Faðir Brahms var tónlist- armaður, móðirin sauma- kona og sautján árum eldri en eiginmaðurinn. Johannes fæddist árið 1833 og reynd- ist hafa erft tónlistarhæfi- leika föðurins. Hann lærði á fiðlu, selló, horn og píanó og hann var ekki hár í loft- inu þegar hann fór að leika með föður sínum á vafasöm- um knæpum í Hamborg. Fuilyrt hefur verið að það hafi sett mark sitt á Brahms ævilangt, að hann hafi þrettán ára gamall kynnst dreggjum þjóðfélagsins. Tíu ára gamall hóf Jo- hannes nám hjá píanóleikar- anum Eduard Marxen, sem sá fljótt hversu efnilegur tónsmiður hér var á ferð. Kenndi hann Jo- hannesi undirstöðuatriði í tónfræði og tónsmíðum og kynnti hann fyr- ir tónlist Mozarts, Haydns og Bachs. Þeirra áhrifa gætti mjög í tónlist Brahms. Slraumhvörl i Diisseldorf En það var erfitt fyrir fjórtán ára dreng að vera i tónlistarnámi, í skóla og að spila á knæpum og hann var á barmi taugaáfalls, þeg- ar gæfan snerist honum i vil. Fjöl- skylduvinur bauð honum að dvelj- ast á sveitasetri sínu og þar kynnt- ist Brahms í fyrsta sinn sveitasæl- unni og náttúrunni. Á næstu árum stundaði hann tónlistarnámið af kappi, samdi og lærði, en 1853 urðu straumhvörf í lífi hans er hann var kynntur fyrir tónskáldinu Robert Schu- mann og eiginkonu hans, píanó- leikaranum Clöru. „Brahms kom í heimsókn, hann er snillingur,“ skrifaði Schumann í dagbók sína og Clara var ekki síður hrifin, sagði hann sendan af guði. Án þess að Brahms hefði hugmynd um, skrif- aði Schumann grein um hann í Neue Zeitschrift fiir Musik þar sem hann spáði tónlistarlegri endurnýj- un með tilkomu hins „unga arnar". Brahms varð þekktur um gjöi-v- allt Þýskaland í einni svipan, áður en ein einasta nóta hafði verið gefin út eftir hann. Brahms fór varlega í sakirnar, gaf lítið út, enda mætti hann ekki alls staðar skilningi, víða skildu menn einfald- lega ekki hvað hann var að fara. Samband hans við Schumann- hjónin jókst, og þegar geðveiki Roberts ágerðist, aðstoðaði Brahms Clöru á alla lund, svo að hún gæti séð ijölskyldunni far- borða með því að koma fram á tónleikum. Aóeins vinir Samband Brahms og Clöru varð æ nánara, þrátt fyrir að hann væri 14 árum yngri, en fullyrt hefur verið að það hafi eingöngu verið platónskt. Dauði Roberts árið 1856 varð ekki til þess að styrkja það, skömmu síðar ákváðu þau að vera aðeins vinir, þrátt fyrir ástina hvort á öðru. Ekki er vitað hvers vegna þetta varð, getum hefur verið leitt að því að kynni Brahms af knæpulífinu í Hamborg, er hann var á viðkvæmum aldri, hafi sett óafmáanlegt mark á hann. Brahms átti síðar í lauslegum samböndum við ýmsar konur, en bast engri þeirra tryggðaböndum. Hann hélt góðu sambandi við Clöru, sendi henni allar tónsmíðar sínar til að fá álit hennar. Hún og fiðluieikarinn Joseph Joachim urðu ötulustu baráttumennirnir fyrir því að koma tónlist Brahms á fram- færi, en þeir voru margir sem voru lítt hrifnir, og þá enn síður af tón- skáldinu, sem hafði orð á sér fyrir að vera skapstór og kaldhæðinn með afbrigðum. Sagt er að Brahms hafi eitt sinn yfirgefið samkvæmi með þeim orðum að væri einhver þar sem hann hefði ekki móðgað, bæðist hann afsökunar á því. Tiunda sinfónian Brahms var hins vegar feiminn maður, og mikill vinur vina sinna, studdi þá á alla lund. Þeirra á meðal var Anton Dvorak sem hann aðstoðaði í upphafi ferilsins. Dauði móður Brahms, og ýmis annar missir, varð honum yrkisefni í Þýskri sálumessu, sem var frum- flutt árið 1867. Hún hlaut blendn- ar viðtökur en varð þó til þess að staðfesta getu Brahms og stöðu í þýskri tónlist. Níu árum seinna sendi hann frá sér fyrstu sinfó- níuna. Stjórnandinn Hans von Bulow kallaði hana raunar „tíundu sinfóníuna", þar sem hann taldi að með henni væri loksins kominn fram á sjónarsviðið verðugur arf- taki níu sinfónía Beethovens. Ári síðar var önnur sinfónía Brahms gefin út og hún varð til þess að hann fékk loks viðurkenn- ingu í heimaborg sinni, en honum var þó aldrei treyst til að verða stjórnandi Hamborgarfílharmón- íunnar, þrátt fyrir að hann hafi án efa verið hæfur til starfans. Hann settist að i Vín, þar sem honum féll betur að búa en í Þýska- landi. Þegar langt var liðið á ævina, naut hann viðurkenningar og gat hann lifað af tónsmíðunum, þurfti ekki lengur að ferðast um til tón- leikahalds. Hann gat snúið sér að því sem honum þótti best, semja tónlist og rölta sér svo á „Rauða broddgöltinn", spjalla við vini og kunningja og fá sér ef til vill hænu- blund. t i I b o ð í bókabúðu m mm KVÆÐl .. OG SOGUít tilboðsverd I mal: jÓNAS HALLGRÍN4SSON voi-ð frá 1. Júnfs LfstaskáMið góða á bdk m kljHdski Bókinni fylgir nýútkominn geisladiskur: Jónasarlög. Atli Heimir Sveinsson tónskáld hefur samið ný lög við nokkur þekktustu Ijóð Jónasar. Flytjendur laganna eru þau Signý Sæmundsdóttir, söngur, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðla, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó, Sigurður Ingvi Snorrason, klarinetta, og HávarðurTryggvason, kontrabassi. Einstaklega skemmtiieg tónlist! f æst í r» æ s t u bókabúð Kvæði og sögur Jónasar Hallgrímssonar kom upphaflega út í tilefni af 20 ára afmæli Máls og menningar 1957. Nú þegar útgáfan fagnar 60 ára afmæli sínu er hún gefin út með sama sniði og áður en verulega hefur verið aukið við bókina, þannig að hún er eins konar heildarsafn allra þekktra kvæða og sagna Jónasar. Mörg kvæðanna sem við bætast eru af léttara taginu og hér birtist að ýmsu leyti ný mynd af þessu langvinsælasta Ijóðskáldi þjóðarinnar þar sem hann gefur skáldfáki sínum lausan tauminn. wr- O R L A G 1 Ð | IVI Á L_ O G IVl E ISI IM 1 IM ojd LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. MAÍ 1997 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.