Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 9
sem fór að mestu í að hressa upp á heimili og búskap á Bessastöðum. Mun fjárhagur þeirra Gríms hafa verið frekar þröngur. Um tíma var talið að Grímur væri lítill trúmaður því að hann sótti ekki messur hjá séra Þórami í Görðum en það var af mis- sætti þeirra. Höfðu hross séra Þórarins sótt í haga Bessastaða og lauk svo að Grímur lokaði þau inni í hlöðu. Þurfti séra Þórarinn að sækja þau. En ekki hafði þetta áhrif á vináttu Jakobínu og prestshjónanna og skrýddi Jakobína ávallt séra Þórarin fyrir messu og svo komu prestshjónin ásamt öðr- um gestum í kaffi að lokinni messu. Mörgum árum síðar fór Grímur til Þórarins og þeir sættust. Grímur var trúmaður, las alla helgi- daga húslestur og faðir vor og vildi að allir væru viðstaddir. Grímur andaðist haustið 1896 úr lungna- bólgu. Þegar hann fann dauðann nálgast bað hann Jakobínu að kveikja á öllum kert- um heimilisins og var þeim komið fyrir inni hjá honum. Grímur var jarðsettur að Bessa- stöðum. Eftir dauða hans seldi Jakobína Bessastaði og lauk þar búsetu fyrstu ís- lensku bændanna á þessum fræga stað í margar aldir. Fluttist nú Jakobína til Reykjavíkur og kvaðst ekki fara aftur til Bessastaða fyrr en hún yrði lögð við hlið manns síns. Frú Jakobína var hámenntuð og víðlesin. Gáfur og góðmennska voru aðaleinkenni hennar. Eftir að hún varð ekkja kvartaði hún um að sér þætti einna verst hve sjaldan hún hefði tækifæri til að tala við og hlýða á tal menntaðra manna. Hún andaðist 1919 og var jarðsett við hlið Gríms á Bessastöð- um. Þetta sem ég hef hér skrifað, er mest frá tengdamóður minni, Kristrúnu, en hún var á heimili sonar síns, Ragnars Tómasar, í mörg ár. Þegar hún var að segja mér frá „töntu Bínu“ talaði hún oftast eins og Jakob- ína væri lifandi, þetta var allt svo ljóslifandi fyrir henni. Einnig hef ég farið í aðrar frá- sagnir í bókum og tímaritum til að fá stað- festingu á þessu, t.d. Frásögn Sigrúnar Bjarnason, frænku Gríms, í viðtalsbók Val- týs Stefánssonar við Sigrúnu, einnig það sem Málmfríður Sigurðardóttir skrifaði í Arbók Þingeyinga um prestsdótturina frá Reykjahlíð. Þá las ég bók Vilhjálms Vil- hjálmssonar, Fólkið í landinu þar sem hann ræðir við Kristrúnu Ketilsdóttur sem var vinnukona nokkur ár á Bessastöðum. Stenst allt sem tengdamóðir mín hafði sagt mér. Einnig má nefna bréf Jakobínu til Sólveig- ar, systur sinnar á Gautlöndum. Að lokum ætla ég til gamans að segja eina sögu sem tengdamamma sagði mér. Þá var hún sjö ára og bróðir hennar, Guð- mundur, sem áður hefur verið nefndur, fimm ára í veislu með foreldrum sínum, frú Ástu og Tómasi Hallgrímssyni lækni, en þau voru einhveijir bestu vinir hjónanna á Bessastöðum. Þar voru margir gestir og lagt á langborð en börnin látin sitja við annað borð til hliðar. Einn gestur var ókom- inn er sest var að borðum en þegar hann kom er honum vísað til sætis hjá börnun- um. Honum þótti sér víst misboðið og ákvað að gera börnunum grikk. Hann fékk eins og aðrir rauðvín með matnum og segir börnunum að þetta sé saft, og lætur þau drekka með matnum. Lauk svo að börnin fóru að finna vín á sér. Eins og flestir vita átti Grímur á fyrstu Kaupmannahafnarárunum í ástarsambandi við danska stúlku, gáfaða og glæsilega, Magdalene Kragh, sem síðar giftist til Nor- egs prófasti og ekkjumanni, Thoresen, og gekk þá með barn Gríms Thomsens. Fæðir hún svo barnið í Kaupmannahöfn og kemur því fyrir á uppeldisstofnun. Var það skírt Axel Peter Jensen. Fékk Grímur ekki að vita um barnið fyrr en nokkrum árum síðar og gekkst aldrei formlega við því en tók þó drenginn að sér og borgaði fyrir hann sem ættingi. Er Magdalene heimsótti dreng- inn var hún líka „ættingi". Axel Peter tók sjóliðsforingjapróf, fór síðar með kaupskipi til Kína og hefur líklega látist þar. Magdelene Thoresen varð þekkt skáld- kona. Skrifuðust þau á, Grímur og hún. Eftir lát Gríms sendi Jakobína Magdalene öll bréfin en tvö þeirra urðu (óvart) eftir og eru þau hin einu sem til eru af bréfum þeim sem þeim Grími fóru á milli. Á Bessa- stöðum var einnig til gifsstytta af Magda- lene og er ekki annað vitað en Jakobína hafi látið sér það vel lynda. Reyndar talaði Grímur mjög lítið um það sem á daga hans hafði drifið þau 30 ár sem hann var erlendis. Höfundurinn er húsmóóir i Reykjovik og ekkja eftir Ragnar Tómas Arnason útvarpsþul. MEGAS SIGRÚN GÍSLADÓTTIR EIN TVEIR ÞRJÚ KVÆÐIÐ UM hann fer þessa leið og hún liðast um göng óralöng og allt svo dimmt og dautt uns hann er alltíeinu staddur í stjörnubjörtum geim KRÍURNAR og stendur við troðið dansgólf autt í rökkrinu birtist enn einn afturgenginn tími en það var einsog í draumi og hve hann sveið - sveið logsveið Krían er komin, því þarna var dísin með dökkrauða hárið hún dansar - það er víst - en jafnframt horfin um leið hún kom í gær, þær komu tvær utan af Atlantshafi, og það var dálítil telpa með dökkt ekta hár og hún dansaði svo hratt hún stóð kyr jú rétt hún minnti hann eitthvað svo margfalt á aðra á því er enginn vafi. Ég brosti við þeim báðum tveim, sem hann mætti á öðrum stað löngu fyrr bauð þær velkomnar hingað það var svoiítil stelpa nei hún stóð þarna upp við sviðið heim. ásamt stöllu sinni augnablik svo dönsuðu þær „Komið fagnandi ferðamóðar, og þá læddist hún til hans einsog launhalastjarna og hann lamast einsog ætíð er hún þokar sér nær fyrstar til okkar norðurslóðar. “ og ugla sat á kvisti Þær heilsuðu mér með hýrri brá, og þó varstu nú hann átti því hann missti hófu síðan að segja frá: það var ein - tveir - þrjú „ Við flýttum okkur, flugum ótt, og alla sína takmarkalausu trú flugum bæði dag og nótt. Landið ísa órafjarri, nei það var allsengu líkast og auðvitað hvarf hún ilminn þráðum úr votu kjarri. strax aftur en þó er hann enn hér Vonin okkur veitti þor, og til að lamast á ný og hann finnur brátt fyrir þessum vissum að nú var komið vor. furðum því hann sér að hún er þessi hlálega martröð og sá munaður að sleppa Á vængjum þöndum þreyttum þó að minnsta kosti lífs eftir slíkt blót - þetta mót flug, og með svo verðmæta tilfinningu og vandfengna að auki þurftum að sýna dáð og dug. og vissulega banvæna - og flestra meina bót Margt getur gerst á langri leið, hver og hver og vill - ég pant leiðin ekki ætíð greið. vera einhver þú Okkur vonskuveður hrelldi, svo svört og ill - einsog vini marga í hafið felldi. selur útúr kú Á öldum stundum fengum far, einsog kálfselur útúr rauðri kú framundan björt nóttin var. í háloftunum himinfley Þær dönsuðu líkteinsog dáleiddar af víðáttunni í dimmri hvelfmgunni þar sem leðurblökur héngu og fuglar gerðu hreiður sem soðin voru í súpur og síkvik myrkvuð skotin full af óhugnaði og engu hún hætti um Ieið og þessi hún kom auga á hann og það hraðaði sér til hans - ójú uppá grín og kyssti hann á munninn þétt og kvíðin og spurði: æ hvar hefurðu verið þennan tíma ástin mín en ugla sat á kvisti og hver varst þú? hann átti því hann missti - það var ein - tveir - þijú og alla sína tækifæristrú hröðuðu sér í sunnanþey. Úr Ægi sáum ísland rísa eins og þess var von og vísa. Fjallkonu með faldinn háan fagra bar við himin bláan. Snævikrýnd í hæstum hæðum, hugumstór með eld í æðum. Með heiðríkju og heiðalönd, hraunbreiður og eyðiströnd, hvíta fossa, svartan sand. Svipmikið er þetta land. Náðum landi um lágnættið, hún kyssti hann og spurði: ó hvar hefurðu verið? lofuðum báðar Almættið. það var hvortsemvar merkingarlaust Hvíldum lítil, lúin bein, víst hef ég leitað þín sárt og saknandi beðið lánsamar á fjöruhlein. þetta sumar og djúpt inní dapurt haust Seig á okkur svefninn fljótt, það var rauðhærð dama eitt dimmt síð-kvöld sváfum rótt í vorsins nótt. en hún var dökkhærð og þegar næstu nótt-löngu nótt ég hef beðið þín svo lengi og leitað þín svo víða Nú bíður okkar sól og sumar, og hún leystist upp og hvarf - og honum varð aftur rótt sandar lifna, mórinn brumar. hver og hver og vill - ég pant Og þegar haustar með unga vera önnur þú höldum svo svört og ill einsog selur útúr kú einsog kálfselur útúr dimmblárri kú héðan burt frá vetri köldum. En næsta vor þá vitjum þín, - - vertu blessuð, vina mín!“ klómvæddri - ránkú - hrækú Höfundurinn er listmólari og Höfundurinn (Magnús Þór Jónsson) er skóld og dægurlagasöngvari. kennari í Reykjavik. ENDUR FYRIR LÖNGU I iðandi umkomuleysinu, hann og hún, bijót- ast um í straumkaldri ánni. Fíngerð lausa- mjöllin feykir sér inn í þær, heldur þorrablót í fjöðrunum. Kælir þær inn að kviku. Níst- andi hálendisgjósturinn fylgir straumnum og styrkir hann. Tvær litlar endur mega sín lít- ils en leita vars þegar færi gefst. Skjól af helskafli er betra en ekkert skjól. Þar er straumurinn lygnari og þær hvílast um stund. Fá sér eitthvað ósýnilegt í gogginn. Auka sér áræði. Láta síðan berast endurnærðar EFTIR JÓHANN GUÐNA REYNISSON áfram eftir straumnum. Máttlítil fitin lialda við af veikum mætti en eru duglítil spyrna við endalausum flaumnum. Svo fíngerð og mjúk í klakahrönglinu. Andartak stefna þær þó á móti straumnum og verður um stund nokkuð ágengt. En hafa þá skyndilega enda- skipti á sjálfum sér og falla viðstöðulítið ör- laganornunum í fang. Sums staðar ber á æti svo þær snúa óæðri endanum móti alföður mannheimsins en rýna í mórauðan sortann og biðjast fyrir um leið. Biðla tii heilags anda um bannaðar bjargir. En það er ekkert að sjá sem er fyrirhafnarinnar virði. Svo þær láta berast niður eftir ánni. Norður og niður. Þar til við þeim blasir opið hafið. Opið og nakið og kalt og djúpt. Himnaríkið í allri sinni dýrð. Já, það er undarlegur fugl sem ekki getur flogið sér til frelsis. Höfundur er kennari vió Framhaldsskólann ó Laugum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. MAÍ1997 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.