Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1992, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1992, Blaðsíða 12
MELKOT EFTIR MUGG í Lesbók 1. febrúar sl. fjallaði Guðjón Frið- riksson, sagnfræðingur, um Melkot við Suðurgötu í Reykjavík, sem er fyrirmynd Halldórs Laxness að Brekkukoti í Brekku- kotsannál. Ljósmyndin sem þar fylgdi með er alþekkt og gefur góða hugmynd um þenn- an bæ, þar sem amma Halldórs Laxness fékk húsaskjól með unga dóttur sína hjá góðu fólki. Nú hefur komið í ljós, að til er önnur mynd af Melkoti: Vatnslitamynd eftir Mugg (Guðmund Thorsteinsson) frá árinu 1913. Muggur hefur horft til norðurs; til hægri á myndinni sést í ráðherrabústaðinn og húsið í baksýn er Hólavellir. Eigendur myndarinnar, Sigríður og Hannes Johnson, leyfðu góðfúslega birtingu á henni í Lesbók, en hún var ekki á yfirlitssýningu á verkum Muggs, sem fram fór í Listasafni íslands á síðastliðnu ári, og hún hefur raunar aldrei verið á sýningu. gs. var á fyrstu öld íjórða stærsta borg róm- verska ríkisins og mikilvægasta borg Litlu- Asíu. Hér en ekki í Aþenu hafði verið vagga grískrar heimspeki. Fyrstu grísku heimspek- ingar, Þales (640-545 f.Kr.), Anaximandros (611-547?), Anaximenes (585-525 f.Kr.) t.d. voru frá Miletos. Þessir menn höfnuðu fjölgyð- istrú og leituðu heimspekilegra útskýringa heimsins. Við höfum áður lesið um háð Zen- ófanesar, sem talaði um guði í dýramyndum. Zenófanes var fæddur 570 f.Kr. í Kólófón, nær Efesos, og hafði verið kennari Parmení- desar (540-480 f.Kr.) frá Elea á Suður-Ítalíu. Eins og lærisveinn hans Zenón frá Eleu reyndu þeir að sanna að hreyfingar og breyt- ingar væru blekking. Jafnvel að hugsa og að vera væri eitt. Heimspekilegur andstæð- ingur þeirra var Herakleitos (535-470 f.Kr.) frá Efesos. Þegar maður heyrir nafn hans, þá hugsar maður strax t.d. um „ta panta rei“ (allt er streymandi) eða „frumefni heims- ins er eldur“. Með þessum orðum skiljum við ennþá ekki mikið um þennan merkilega og mikilvæga mann. En íbúar Efesos reistu hon- um standmynd á torginu og settu mynd hans á peningana. Herakleitos leiddi inn í heim- speki orðið „logos“ en hann notaði það ekki í venjulegri þýðingu, sem er „orð“, heldur í þýðingunni „heimssál". Bernard Jendorff seg- ir í bókinni „Der Logosbegriff bei Heraklit" (Hugtak af logos hjá Herakleitos) bls. 54: „Þú mátt líka útskýra „logos“ með fusis (nátt- úra), nomos (lögmál), nous (dómgreind) og jafnvel með þecs (guð)“. B. Jendorff talar líka um „heimssál". Já, eins og sálin í líkaman- um er aflið, sem stjórnar öllu, svo stjórnar „logos“ öllu í heiminum, stjórnar auðvitað sérstaklega manninum. Og hvað um eld? Eins og eldurinn tekur efni algjörlega á sitt vald, svo gerir „logos" það líka. En við eigum að hafa samstarf við logos, segir Herakleitos. Hann þekkti ekki persónulegan guð. En Páll postuli hafði sagt við heimspekinga í Aþenu, að hann vildi þeim kunngera ókunnan guð. Jóhannes postuli, sem lifði í Efesos, hefði getað sagt eitthvað í sama dúr, þegar hann boðaði Jesúm sem Guð. Hann byijar guðspjallið með orðum, sem voru íbúum vel kunnug, því þau voru í samræmi við heimspeki Herakleitosar. Hann segir (Jóh. 1,1): „í upphafi var Orðið (logos), og Orð- ið (logos) var hjá Guði, og Orðið (logos) var Guð“. Eins og áður er sagt hafði „lo- gos“ líka þýðingu „guð“ en nú kemur eitt- hvað, sem heiðingjar vissu ekki. Þessi heimssál var ekki hlutur heimsins, heldur er til utan heimsins en kom inn í heiminn (Jóh. 1,14): „Og Orðið (logos) varð hold, hann bjó með oss.“ Það var stór frétt, í orðum sem þeir skildu. „Logos“ Hera- kleitosar var fæddur í Betlehem, í ísrael. Búningur fagnaðarerindisins er hér heim- spekilegur og skiljanlegur. í fyrsta bréfi sínu og í Opinberunarbók kallar Jóhannes Jesús aftur „Orð (logos) lífsins" og „Orð (logos) Guðs“. Var nú öll fjölgyðistrú og öll heimspekileg andstæða búin? Nei, auðvitað ekki. Þvert á móti. Kirkjan átti ennþá eftir mörgum börnum sínum að fórna. Á fyrstu þremur öldum dó meira en helmingur af þijátíu eftirmönnum Péturs í Róm sem píslarvottar, Pétur sjálfur á krossi. Kirkjan er byggð á blóði píslar- votta. Sumir keisarar kröfðust guðlegrar lotn- ingar. Þegar kristnir menn neituðu því voru þúsundir af þeim drepnir. Tertúllianus gat skrifað á þriðju öld: „Blóð píslarvotta er sáð- korn nýrra kristinna manna." Og þá má spyija: Hvert er samband Krists og kirkjunn- ar? Hún er, segir Páll, „líkami hans“ og hann er „höfuð hennar" (Kol. 1, 18). Kirkjan er ekki „klæði, sem á að afklæðast, né blekk- ing“ (Mbl. 28.8. ’91). „Guð gaf kirkjunni Jesúm sem höfuðið" (Ef. 1, 22). Enginn get- ur kastað líkamanum án þess að týna líka höfðinu. Þegar Neró keisari (54-68) vildi byggja „gyllt hús“ sitt (domus aurea) lét hann brenna hluta af Róm en ákærði kristna Á fyrstu þremur öldum eftir Krist dó meira en helmingur af þrjátíu eftir- mönnum Péturs postula píslarvættis- dauda í Róm. Sumir keisarar kröfðust guðlegrar lotningar. Þegar kristnir menn neituðu því voru þúsundir þeirra drepnar. menn og bauð að brenna þá sem kyndla í Kólosseum til að skemmta fólki. Mjög kunnugur er einn píslarvottur, Ígantíus, biskup Antiokkíu, sem dó um. 110 og var kastað fyrit- villidýr í Kólosseum. Á leið- inni til Rómar skrifaði hann bréf til kris- tinna manna í Róm og bað að gera ekkert til að hiífa honum við píslardauða. „Það er sælt,“ skrifaði hann, „að fara niður frá heiminum til að rísa upp í Guði. Ef villidýr- in, sem eru undirbúin fyrir mig, hika að koma, mun ég þvingja þau.“ Hann vill verða „hveitið, til að verða hreint brauð Krists, malað fyrir tennur villidýranna“. Önnur öld kallast öld „trúarvarnar- manna", sem voru biskupar og leikmenn. Einn leikmann má nefna í sambandi við heim- speki, Justinus. Hann var fæddur í Síkem (Israel) af heiðnum foreldrum. Ástríða hans var að finna sannleikann og þess vegna rann- sakaði hann heimspeki af Pýþagoras frá Sam- os, af Platón og Aristóteles og af Stóu. Hann var kennari í Efesos og sagði m.a. að Hera- kleitos og Sókrates hefðu verið „kristnir fyrir Krist", því að hann dáðist að þeim. Árið 130 fann hann sannleikann í kristinni trú. Þá stofnaði hann heimspekiskóla í Róm og í 35 ár varði hann (sem frægur heimspekingur og guðfræðingur) líka kristna trú. Við höfum ennþá tvö af átta' varnarritum hans, sem hann sendi til keisarans, Antonínusar Píusar (138-161). Keisarinn lét hálshöggva hann ásamt sex lærisveinum. Eins og á tímum postulanna (2. Pt. 2, 1-222; 1 Tm 6, 19-20; 6,20; 2 Tm 3, 13: 1 Jóh. 4,15) átti kirkjan að veija rétta trú, sérstaklega ijórar fyrstu aldirnar og það er skýrt að hún á að halda áfram að gera það á okkar tímum. Mikilvægt var líka að rómverska kirkjan gaf okkur um 400 á nokkrum kirkjuþingum endanlegt bóka- safn Nýja testamentisins, sem Trident-þingið (1545-63) mundi staðfesta. Vor dýra móðir, kristin kirkja, svo kærleiksrík og blíð, vill hvetja, laða, styðja, styrkja til starfa Drottins lýð. (V. Snævarr.) Höfundur er kaþólskur prestur í Stykkishólmi. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.