Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1992, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1992, Blaðsíða 9
Hin virðulegu kaffihús Vínarborgar eru mörg búin að vera óbreytt síðan á síð- ustu öld. Með menningarlegu sniði: Café Dommayer er elzta tónlistar-kaffihúsið og þar leikur kvennahljómsveit fyrir gestina. i AFANGASTAÐIR Borg kaffíhúsanna Ihjarta borgarinnar við Michaelerplatz er Griensteindl- kaffihúsið. Andrúmsloftið ber í sér blæ aldanna, lágvært tal gestanna blandast kaffiilminum, en allt er hér nýtt. Þetta virðulega kaffihús sem tengist bókmenntaheimi Vínar var aftur opnað á síðast ári I Vínarborg eru þúsundir kaffihúsa, hvergi þamba menn önnur eins ókjör af kaffi. Og kaffi er ekki bara kaffi. Mörg hinna frægu kaffihúsa halda ótrúlega vel andblæ löngu liðinna tíma, þegar þar sátu menn eins og sálfræðingurinn Sigmund Freud, tónskáld eins og Richard Wagner og Johannes Brahms, málarar eins og Gustav Klimt og Egon Schiele, og rithöfundar eins og Elias Canetti og Franz Werfel. EftÍrLARS MOLIN en síðasti kaffibollinn var framreiddur þar fyrir enduropnunina árið 1897. Það eru minnst þijár tegundir af RaffLá boðstólum, eins og tíðkað er í kaffihúsum Vínarborgar. Það er merkingarlaust að biðja um „kaffi“, það eru margar tegundir af kaffi á boðstólum. Ég vel mér stóran bolla af nýmöluðu kaffi með mjólkurlögg. Þetta er borið fram á bakka ásamt hinu óhjákvæmilega vatnsglasi. Ég borgá 2.50 dollara, drekk og held áfram á rúntinum. Café Central er skammt frá Grien- steindl, það er eitt indælasta kaffihús Vínar og er í gömlu kauphöllinni, Ferstel-höllinni við Herrengasse 14. Central var opnað 1860 og varð fljótlega helsta bókmennta-kaffíhús borgarinnar. Um síðustu aldamót var þetta samkomustaður skálda, listmálara og arki- tekta. Nú á dögum er Café Central kaffíhús ljúfra tóna. Píanó-konsertar eru haldnir þarna daglega. Blær fortíðarinnar er þarna ennþá bæði í aðalsalnum og í húsagarðinum, sem er opinn og kjörinn staður til að sitja í, þegar heitast er í veðri. Þetta er líflegur staður, gestirnir eru af ýmsum toga, mikið um ferða- menn. Þeir eru færri sem vita af Café Sperl við Gumpendorferstrasse 11. Ég opna dyrnar og geng inn í horfna öld, utan úr ysi og'þysi 20. aldar. Allt er blessunarlega kyrrlátt. Og innan dyra er allt eins og aðeins getur verið í Vínar- borg: Forskálinn, með speglum allt um kring með skreytingum til hliðar, afgreiðsluskenkur- inn, borðbásarnir, bólstraðir setbekkir, marm- araborðin með járnfætur sem eru eftirmynd af ljónsfótum, stólar með sveigðum fótum, sem Michael Thonet tók að magnframleiða upp úr 1870, þeir minna á Jungend-stílinn um aldamótin og seldust um allan heim. Ég tek mér sæti á einum þessara stóla og panta'„café au Iait“, kaffi og flóuð mjólk til helminga. Dagblöð og vikublöð eru í blaðagrindinni. Nokkrar eldri konur eru að spila á spil. Sá sem situr við næsta borð — þunnhærð- ur, vel klæddur eldri maður sem talar þýsk- una með Vínarblæ — segir mér að leikarar og listamenn sæki staðinn mikið, þar sem leik- húsin séu í næsta nágrenni og listaakadem- ían. A haustin koma skáld og rithöfundar og lesa upp. Hann sækir staðinn á hveijum degi. „Ég borða morgunverð hér, les blöðin og nýt mín og horfi á fólkið." Honum líkar kaffihúsið sitt best af öllum, en hann gefur mér gjarnan upplýsingar um nokkur önnur, sem eru ekki beint í sviðsljós- inu, hann telur nokkur upp: Frauenhuber við Himmelfortgasse 6, Tirolerhof, Fúrichgasse 8, þar fást bestu ávaxta- eða ostfylltu flat- brauðin í Vínarborg, án þess að ferðamennirn- ir hafi hugmynd um það. Bráunerhof, Stall- burggasse 21, þar leikur tríó hússins hvert laugardagskvöld, Zartl, Rasumofskygasse 7, en þar sátu Thomas Mann og Robert Musil á sínum tima og skrifuðu, og Eiles, Josefstöt- efstrasse 2, en það var þar sem nasistarnir sem myrtu Dolfuss kanslara og bruggðu launr- áð sín á fjórða áratug aldarinnar. Þessi kunningi minn varar mig við túrista- gildrunum, svo sem Demel. Þar eru bestu smákökur Vínar fáanlegar en ólíft vegna túr- ista. Sama er að segja um Mozart, Albertina- platz 2, sem er í japanskri eign. Enginn Vínar- búi stígur fæti sínum inn fyrir dyr á Sacher, sem er frægasta kaffihús borgarinnar. Það þekkja það allir og þar er að hafa Sacher-tert- urnar, ekta tertur, en andrúmsloftið er dautt og þjónarnir eru tómlátir og kurteisir. Café Domayer er systurkaffihús Sperls- kaffihúsins, það er spölkorn frá Schönbrunn- höll. Café Domayer er elsta músikkaffihús Vínarborgar. Það var hér sem hin angurværa tónlist Franz Lehárs, Johanns Strauss og Jos- ephs Lanners hljómaði á síðustu öld og nú hefur hefðin verið endurlífguð með tónlistar- flutningi fyrsta laugardag í hveijum mánuði, þegar hljómar Vínai’valsanna hljóma frá kvennahljómsveitinni. Hefðarkonur með mikla hatta skiptast hér á síðustu slúðursögunum meðan þær drekka ,juste“ — sem er hliðstæða við fimm tíma teið — skiptast á slúðri við yngri kynslóðina af sama sauðahúsi. Þjónar í smóking færa gestunum hvert vatnsglasið eftir annað, löngu eftir að þeir hafa lokið úr kaffibollunum, hér geta menn setið eins lengi og þeir vilja. Teikn- arinn situr við skenkinn og reynir að ná svip og hreyfingum gestanna við hljóma tónlistar fortíðarinnar. Ekkert kaffihús er jafn hlaðið fortíðinni og Domayer. Samkvæmt arfsögninni rekja kaffihús Vín- ar uppruna sinn til annars umsáturs Tyrkja um borgina árið 1683, Georg Franz Kolsc- hitzky hét maður, pólskur kaupmaður, sem verslaði með nærföt. Hann tókst það á hendur að flytja umsetnum borgarbúum bráðbrýnar upplýsingar með því að hætta sér gegnum umsáturshring tyrkneskra hermanna og hætti þar með lífi sínu. Pólski herinn kom Vínarbúum til aðstoðar og Hund-Tyrkinn var sigraður. Georg kaup- maður var hylltur sem hetja og bjargvættur. Laun hans voru m.a. miklar birgðir af tyrk- nesku kaffi sem var herfang og mað þessu „brúna gulli“ opnaði hann fyrsta kaffihúsið í Vínarborg við Domgasse 8. Blómatími kaffihúsanna í Vínarborg hófst ekki fyrr en á 19. öld, þá var hundruðum kaffihúsa komið á fót. Hin íburðarmiklu kaffi- hús við Ringstrasse, glæsilegustu breiðgötu Evrópu, hófu starfsemi sína í tilefni af heims- sýningunni í Vínarborg 1873. Kaffihús í Vín- arstíl spruttu upp um alla Evrópu og einnig utan Evrópu. Ég yfirgaf Dommayer og fór í könnunar- ferð til að leita uppi horfinn glæsileika. Ég tók vagn nr. 1 eftir Ringstrasse. Skyndilega sá ég inn á milli halla stórborgarastéttarinn- ar, sem nú hafði flestum verið breytt í banka eða skrifstofur vátryggingarfélaga og höf- uðstöðvar ýmissa hlutafélaga, nokkur þessara gönrlu kaffihúsa, svo sem: Schwartzenberg, Imperial, Landtmann, Prúckel og Schottenr- ing. Oðrum hafði verið breytt í sýningarskála fyrir bílasölur eða verið skipt upp í expresso- bari á sjötta áratugnum. Lögræðingar og verðbréfasalar fá sér ex- presso-kaffi á Schottenring. Landtmann er sótt af blaðamönnum, stúdentum og stjórn- málamönnum. Café Shcwartzenber er líkt og mörg kaffihús við Ringstrasse, helgað tónlist og kaffidrykkju. Hér er hægt að panta sér flestar kaffitegundir sem 'falar eru í Vínar- borg. Ef mann langar í bita að áliðnum morgni getur maður pantað sér gullash og bjór. Café Imperial var opnað 1873 og þar hafa margir kunnir einstaklingar fengið sér kaffi. Richard Wagner, Gustav Mahler, Johannes Brahms og Anton Bmckner sátu hér og supu kaffið og hlustuðu á tóna úr hugardjúpunum, jafn- vel gerðu uppköst að verkum, sem síðar urðu víðkunn. Sigmund Freud, höfundur sálgrein- ingarinnar, kom hér stöku sinnum. Stjórn- málamenn og tilvonandi valdamenn sátu hér líka, Leon Trotsky beið hér eftir rússnesku byltingunni og Adolf Hitler beið hér eftir Þriðja ríkinu. Fjarri þessum íburðarmiklu kaffihúsum við Friedrichstrasse 6, er Café Museum, sem var hannað-af Adolf Loos 1899. Samkomustaður listamanna. Þetta er kaffíhús, einfalt að gerð og án allra skreytinga, átti að vera andmæli við íburðinn í Ringstrasse. Húsgögnin voru greinilega aðeins ætluð til brýnna nota, án alls skrauts og í stað kristalsljósakróna Ringst- rasse héngu perukúlur ofan úr loftunum. Café Museum varð fyrirmynd innanhússarkitektúrs síðar. Þarna komu arkitektar, hönnuðir og lista- menn, eins og Otto Wagner, Josef Hoffmann, Oskar Kokoschka og Gustav Klimt, einnig rit- höfundar svo sem Franz Werfel og nóbelsverð- launahafinn Elias Canetti. Margt hefur breyst, en enn einkennist kaffi- húsið af einföldum húsgögnum og íburðar- lausri hönnun, andrúmsloftið hefur haldist óbreytt. Þetta er lifandi staður, nýlistarmál- verk eru til sýnis á veggjunum og hér tala menn hver annan í kaf um listir og bókmennt- ir. Þetta er sá staður sem líkist mest andrúms- loftinu eins og það var í kaffihúsum aldamóta- áranna. Kleine Café er opið allar nætur. Það er við Franziskanerplatz í hjarta borgarinnar. Gakktu þijú skref inn fyrir dyrnar og þúr ert kominn að bar. Snúðu þér við og þá sérðu fjögur smáborð sem varla er pláss fyrir innan þessara nöktu veggja. Það er allt og sumt. Þarna er alltaf fullt. Við Báckerstrasse 9 er Altr-Wien, jafn íburðarsnautt, og þar er opið til klukkan 3 á nóttunni. Þarna er alltaf troð- fullt, iðandi mannlíf og endalaust tal. Áhugaverðasta 'kaffihúsið af næturkaffi- húsum er Café Havelka við Dorothergasse 6. Það var opnað 1938 og eftir síðari heimsstyij- öldina varð það vinsælt af ungum bóhemum, modérnistum og ýmsum rithöfundum og leik- listarskáldum. Enn þann dag í dag er það talið uppspretta margvíslegs nýjabrums í list- um, hér er alltaf fullt. Málverkin á veggjunum eru greiðslur blankra listamanna fyrir kaffi og meðlæti. Frú Hawelka, sem er nú orðin nokkuð öldruð, vinnur hér hvert kvöld. Hún er í snjáðum kjól, þykkum sokkum og hefur klút bundinn um höfuðið, hún þýtur til og frá, afgreiðir og færir til borð og stóla, til þess að rýma fyrir fleiri gestum. Þrifnaðurinn er ekkert sérstak- ur. Svo sest hún stundum og spjallar við ein- hvern gestanna. Það er dagrenning. Strætin eru auð. Hrá birtan umlykur styttur og bygg- ingar í morgunsárið. Ég held heimleiðis og í eyrum mér hljómar 19. aldar kvæði Cramaers: Af öllu góðu sem er til af öllum drykkjum jarðar, kaffið er af þeim allrabest það hreinsar höfuð, kveikirgleði hwssir líkama og sál styrkir líkamann gjörvallan hallellúja. Höfundur er sænskur blaðamaður sem býr í Vínarborg. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22.. FEBRÚAR 1992 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.