Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1992, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1992, Blaðsíða 6
ÞÓRÐUR HELGASON Dímon Enn stendur hann milli hiíðar og jökuls með fljótið brúna við fætur Fyrrum var hann viði vaxinn og blóði drifinn og fljótið hljóp milli höfuðísa Enn stendur hann einn og fljótið rennur þungt við fætur hans eins og gamalt blóð Einn stendur hann með þetta undarlega nafn útlagi - ókunnur ferðalangur Ber að baki. Loðvíðir Það er eitthvað kunnuglegt við loðvíðinn þar sem hann skríður varlega með moldinni og gægist yfir þúfnakolla grár og gugginn Stundum réttir hann ögn úr sér reigir sig jafnvel í skjóli hærri trjáa Aðspurður gæfi hann loðin svör. Undrun í morgun þegar ég leit út sat þröstur á birkigrein og starði á mig með undrun í dökkum augum eins og hann væri að spyrja: Ert þú þá loksins kominn? Hinir gömlu Hinir gömlu sem ótal sinnum spurðu titrandi röddu Varð mannbjörg? róa nú fram í gráðið og bíða. Höfundur er kennari og skrifar stundum „Rabb" í Lesbókina. Ljóðin eru úr nýrri Ijóöabók hans, sem her heitið „Ljós ár" og er önnur Ijóöabók hans. ÍSLENZKIR USTAMENN ÍSYISS Asíðastliðnu ári voru haldnar fimm myndlistar- sýningar í Sviss með þátttöku íslenzks lista- fólks. Kristján Guðmundsson og Ingólfur Arn- arson, Kristinn Guðbrandur Harðarson, Birgir . Andrésson og Tumi Magnússon, Sólveig Aðal- Af fimm myndlistarsýningum íslenzkra listamanna, sem haldnar voru á fimm stöðum í Sviss. Eftir EINAR GUÐMUNDSSON steinsdóttir, og Ragna Róbertsdóttir sýndu verk sín í St. Gallen, Sierre, Biel, La Chaux de Fonds og Bern. Sýningarhald þetta gekk undir ensku slagorðunum „We won’t party alone“ og var hugsað sem listaverk í sjálfu sér, eða listrænt framlag listhjónanna Marie- Antoinette Chiarenza og Daniels Hausers til 700 ára afmælisins í Sviss í fyrra. Sviss hélt þá upp á sjö alda afmæli sitt, á árinu 1991. Yfirskrift sýninganna vísar til þess, að rifizt hafði verið út af fyrirkomulagi hátíðarhalds- ins, þar sem opinber vilji mun hafa haldið fram svissneskri naflaskoðun varðandi þátt myndlistarinnar; en í stað þess að halda lok- aða veizlu, lögðu Chiarenza og Hauser til að haldið yrði opið boð og stungu upp á sýning- um með þátttök'u erlendra listamanna, sem í reyndinni urðu sjö íslendingar. Chiarenza & Hauser eru par sem starfar saman að listsköpun. Leggja þau út af hug- myndinni um list sem þjónustu. Þau litu á nefnt sýningarfyrirtæki, allan undirbúning þess og útfærslu sem sjálfstætt listaverk. Þau komu til íslands ’89 og hittu myndlistarmann- inn Helga Þorgils, sem kom þeim í samband við ýmsa aðra aðila og listafólk. Upp úr heim- sókninni fæddist þeim svo hugmyndin, að halda sýningar með íslenzku listafólki á nokkrum marktækum, beztu listsýningastöð- um í Sviss. Taka skal fram, að tilgangurinn var ekki sá, að sýna þverskurð íslenzkrar myndlistar — og ábyrgð á vali listafólksins skrifast á svissneskan reikning. En hvers vegna ísland? Jú, sameiginlegt með_ þessum löndum væri, að þetta eru eyj- ar. ísland a.m.k. í náttúrufræðilegu tilliti, en Sviss í hagfræðilegu með hliðsjón af efna- hagslegri sameiningu landa í Evrópu. Bæði tilheyrðu löndin útjöðrum. Þeim væri lífsnauð- syn að halda tengslum við önnur lönd til að drepast ekki úr einangrun. Svissneskt lista- fólk gæti heilmikið lært af stéttarsystkinum sínum íslenzkum varðandi tæknibrögð við meðhöndlun einangrunarinnar. Ekki var þetta kannski sagt svona berum orðum, en hálf- nöktum, í kynningartexta sem blaðamönnum var afhentur. Milli eylandanna vildu Chiar- enza & Hauser byggja brú. Þegar talað er um marktæka sýningar- staði, er átt við myndlistarsöfn eða listhús, gallerí — ekki ráðstefnusali, bókasöfn eða ostakynningarbása. í myndlistarsöfnum og listhúsum er starfandi fagfólk á sviði mynd- listar og starf þess fær menningarlega um- fjöllun í listadálkum dagblaða og myndlistar- tímaritum. Það að sýna í marktækum sýning- Frá sýningu Kristjáns og Ingólfs í St. Gallen. arsölum táknar einfaldlega að upplýsingar listarinnar berast áfram. Oft eru sendiráð erlendra þjóða að standa fyrir eða styðja sýn- ingar frá löndum sínum, myndlist plús þjóðar- afurðir, í ráðstefnusölum og öðrum röngum sölum — og vilja slíkar sýningar, vel meint- ar, iðulega fara fyrir ofan garð og neðan, því sendiráðsfólk er yfirleitt út úr listheiminum. — Til þess að komast inn fyrir þröskuld hjá marktækum listastofnunum, þarf listafólk að vera með boðlega hluti. Og greinilega hefur islenzka listafólkið þótt frambærilegt i Sviss. Hafa má í huga, að það er í sjálfu sér enginn hægðarleikur að koma íslenzku myndlistar- fólki á framfæri í útlöndum, pallborðin eru oft svo há. Sýningarnar voru haldnar frá 30. ágúst í fyrra til 2. febrúar i ár. Á vaðið riðu Kristján Guðmundsson og Ingólfur Arnarsson, er sýndu samtímis í Kunstverein St. Gallen. Þá fylgdi í kjölfar Kristinn Guðbrandur Harðar- son; hann sýndi í Forum d’Art Contemporain, Sierre. Næstir sýndu Birgir Andrésson og Tumi Magnússon í Kunsthaus Biel/Centre PasquArt Bienne. í Musée des Beaux-Arts í La Chaux de Fonds var Sólveig Aðalsteins- dóttir með sin verk. Lestina rak Ragna Ró- Yfirlitsmynd; Sólveig í La Chaux de Fonds. 6 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.