Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1992, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1992, Blaðsíða 11
Agora, torgið í miðborg Aþenu eins og menn hugsa sér að það hafi litið út á blómatíma hellenskrar menningar. Til vinstri sést „Stoa ", súlnagöngin þar sem Stóuspekipgarnir komu saman. Hvernig heimspeki kom inn í guðspjallið hún upp í frumeindir sínar (atóm) skv. frum- eindakenningu Demókrítesar (460-370 f.Kr.) frá Abderu í Þrakíu. Annar hópur heimspek- inga, sem hittust í hinni marglitu (poikile) Stóu voru Stóuspekingamir. Það var Zenón frá Kítion (333-262 f.Kr.) á Kýpur, sem sett- ist að í Aþenu um 312 og stofnaði þennan skóla, sem átti mikla framtíð fyrir sér. Stóu- heimspeki leggur mikla áherslu á siðfræði, þ.e. hvernig maðurinn eigi að lifa. Hann á að lifa skv. náttúrulögmálum, þ.e. skv. „log- os“ heimspeki Herakleitosar. En það þýðir að lifa í samræmi við skynsemi, og það er ekki mögulegt nema með að útrýma valdi ástríðu og girndar yfir oss. Meira um „log- os“, þegar ég fjalla um Jóhannes postula. Snúum aftur til Páls postula (Post. 17,17.) Nokkrir heimspekingar, Epikúringar og Stóu- menn áttu í orðakasti við Pál á torginu. Sum- ir þeima sögðu: „Hvað mun skraffinnur sá að flytja?" Aðrir sögðu: „Hann virðist boða ókennda guði. Getum við fengið að vita hver þessi nýja kenning er, sem þú ferð með?“ Svo fóru þeir upp brekku Akrópolisar til Aresar- hæðar. Þar er rólegur staður, hringlaga, þar sem svört steinplata minnir á ræðu Páls. Það má segja að augnablikið var sögulegt. Hér, nánast í skugga Parþenons, hins heimsfræga Meyjarhofs gyðju Aþenu, dóttur Seifs, átti sér stað fyrsta mót hellenskrar heimspeki og opinberunar Guðs, þ.e. á milli mannlegrar þekkingar og yfírnáttúrulegrar kennslu. Það hafði ekki verið erfitt fyrir heimspekinga að hrekja kenningar um fjölgyðistrú. Það hafði heimspekingurinn Xenófanes þegar gert á sjöttu öld, þegar hann í hæðni sagði: „Ef dýrin hefðu hendur, þá væru guðir okkar í uxa-, kinda- og ljónslíki o.s.frv." En það sem var nýtt var að Páll prédikaði ekki heims- kraft sem frumorsök, heldur persónulegan guð, sem hafði tekið upp beint persónulegt samband við gyðingaþjóðina, þ.e. með Abra- ham, ísak, Jakob og síðar meir við Móse og spámennina. Að lokum hafði Guð sent sinn eingetna son í mannsmynd til jarðarinnar. Hann var kominn til að sýna mönnum kær- leika Guðs og að opna mönnum leið til him- ins, deyjandi á krossi sem sáttarfóm. En, eins og hann hafði þrisvar spáð, þá reis hann á þriðja degi eftir dauða sinn aftur lifandi upp úr gröfínni. „Rísa upp frá dauðum"? Nei, það var auðvitað hlægilegt. Heimkspek- ingar vissu nú nóg. Guð, sem lét krossfesta Páll postuli segir í 1. Kor. (1,21): „því að heimur- inn í speki sinni þekkti ekki Guð í speki hans, þóknaðist Guði að frelsa þá er trúa, með heimsku prédikunarinnar“. Páll postuli tekur enn sterkar til orða í Kólossubréfinu (2,8): „Gætið þess, að enginn verði til að jiertaka „Efesos var á fyrstu öld fjórða stærsta^borg rómverska ríkisins og mikilvægasta borg Litlu-Asíu. Hér en ekki í Aþenu hafði verið vagga grískrar heimspeki.“ eftir JAN HABETS yður með heimspeki og hégómavilju, sem byggist á mannasetningum, sem er runnið frá heimsvættinum en ekki frá Kristi." Hafði Páll staðið í rökræðum við heimspekinga? Já, í Aþenu, tveimur árum áður en hann skrifaði áðurrituð orð í Korintubréfið. Við getum ekki efast um að Páll, sem var fæddur í Tarsos, borg með griskri menningu, hafí vitað að Aþena hafði verið miðdepill grískrar heim- speki frá 5. öld. í Aþenu höfðu frægir heim- spekingar kennt, t.d. Sókrates (470-399 f.Kr.), sem leit á sjálfan sig sem sóknarprest Aþenuborgar og var dæmdur til að tæma eiturbikar (399 f.Kr.) m.a. vegna þess að hann sagði að guðleg rödd (daimonion) vernd- aði hann með viðvörunum. Sókrates sagði að Aþena væri eins og eðalborinn en latur hest- ur, sem maðurinn átti að hvetja til dyggða. Síðustu orð hans til lærisveina sinna voru, að þeir mættu ekki gleyma að fórna hananum Æskulápi. Frægasti lærisveinn Sókratesar var Platón (427-347 f.Kr.), sem stofnaði akademíu (heimspekiskóla) skammt fyrir utan Aþenu. Fyrir Platón var allt það, sem við skynjum, aðeins skuggi hins sanna veruleika, sem felst í eilífum, óbreytilegum frummmynd- um, sem eru aðskitdar frá skynheimi okkar. Æðst væri frummynd hins góða, sem Platón tileinkar guðlega eiginleika. Sálin er ódauðleg en hún kom niður í líkama mannsins og er nú þar eins og í fangelsi (gröf). Það má segja að rök samviskunnar (I. Kant) og virk orsök í alheiminum (Tómas frá Aquino) um tilveru Guðs samræmist kennslu Platóns. Lærisveinn Platóns, Aristóteles (384-322 f.Kr.), sem var ekki síðri en Platón fyrir heimspeki okkar var einkakennari Alexanders mikla. Aristóteles stofnaði í Aþenu heimspekiskólann Lýkeion og fór kennslan fram í trjálundi, þar sem hann gekk um með lærisveinum sínum og fræddi þá. Hann hefur haft ómæld áhrif á þróun vísinda og heimspeki. Heimspeki hans var nær raunveruleikanum heldur en heim- speki Platóns og hann afneitaði hugmyndum Platóns um tilveru eilífra frummynda. Sem rökfræðingur rannsakaði hann hvernig allt er samsett úr frumefni og formi og síðan ályktaði hann að fyrsta hreyfíng heimsins hafi átt uppruna sinn í einhverri veru, sem sjálf er óhreyfanleg (Akineton Kinoun). Akropolis í Aþenu. Hér, nánast í skugga Parþenons, hins heimsfræga Meyjarhofs gyðju Aþenu, dóttur Seifs, áttisérstað fyrsta mót hellenskrar heimspeki og opinberunar Guðs, þ.e. á milli mannlegar þekkingar og yfirnáttúrlegr- ar kennslu. Snúum aftur til Páls postula. í annarri kristniboðsferð sinni kom hann frá Þessalon- íku til Aþenu (árið 51). í Post. 17. kafla seg- ir að hann ræddi hvern dag á torginu við þá, sem urðu á vegi hans. Torg (agora) í grískum borgum var staður, þar sem maður gat heyrt fréttir, líkt og við heyrum þær í dag í blöð- um, útvarpi og sjónvarpi. Torg (agora) Aþenu hafði byggingar allt um kring. Ein byggingin voru stór súlnagöng (Stóa), sem nú hafa ver- ið endurbyggð í fullri dýrð og eru eins og ný. Hér var mikil forsæla og því var það æskilegur staður fyrir heimspekinga Aþenu, Epikúringa og Stóumanna, til að hittast og rökræða heimspeki. Epikúros (341-270 f.Kr.) stofnaði skóla í Aþenu og voru fylgismenn hans kallaðir Epikúringar. Hann kenndi að vellíðan, sálarró (ataraxía) og lausn frá öllum sársauka væru hin æðstu gæði. Sálin væri ekki ódauðleg og við dauða líkamans leystist sig og kemur síðan skríðandi úr gröfínni! Það var augljóslega fráleitt. Sumir gerðu grín að Páli, en aðrir, kuiteisari, sögðu: „Vér munum hlusta á þetta hjá þér öðru sinni.“ Páll skildi að opinberunartrú hans og heimspeki þeirra rákust á. Sambandið rofnaði og Páll fór frá Aþenu. Hann rnun einu ári seinna hafa skrif- að með beiskju í Korintubréfinu (1. 22-23): „Grikkir leita að speki en vér prédikum Krist krossfestan, gyðingum hneyksli og heiðingj- um heimsku." Var nú samband opinberunar- trúar og heimspeki í alvöru rofíð? Nei, um 50 árum seinna sjáum við greinilega áhrif heimspeki í Jóhannesarguðspjallinu. Hvemig átti það sér stað? Við vitum að Jóhannes postuli hefur lifað til enda fyrstu aldar í Efes- os. Það er vitað að þegar á annarri öld var gröf Jóhannesar í Efesos sýnd lotning og nú er ennþá mögulegt að fara niður til þessa staðar á milli rústa stórrar basilíku. Efesos LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22.. FEBRÚAR 1992 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.