Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1992, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1992, Blaðsíða 5
höfðingjar og Ari varð smám saman svo einráður á Vestfjörðum að hann fékk viður- nefnið „Vestfjarðakóngur". Hann safnaði miklum auði, en ekki beitti hann alltaf vönduðum aðferðum við að ná undir sig jörðum og eflast að auði og völdum. Fræg- ust eru viðskipti hans við erlenda hvalveiði- menn árið 1615, en þeir atburðir hafa ávallt varpað nokkrum skugga á nafn Ara Magn- ússonar. Erjur Milli Íslendinga Og Erlendra Manna Þegar á 15. öid tóku erlendir menn að sækja á íslandsmið til fiskveiða. Þetta voru aðallega Englendingar, Þjóðveijar og Hol- lendingar, og vildu þeir gjarnan versla við landsmenn, en það var illa séð af dönskum yfirvöldum og reyndar stranglega bannað eftir 1602, þegar ákvæði um einokunarversl- un tóku gildi. Útlendingar sem komu hingað til fiskveiða og verslunar fóru ekki alltaf með friði og eru til margar sagnir af yfir- gangi þeirra, ránum og jafnvel morðum. Voru því íslendingar að vonum oft smeykir við þessa menn og spunnust um þá alls kyns sögur. Árið 1578 komu slíkir óeirðaseggir til Vestfjarða og rændu þar og rupluðu bæði sauðfé og öðrum verðmætum. Þeir tóku Eggert Hannesson sýslumann, móðurafa Ara Magnússonar, til fanga og reiddu hann nakinn langan veg og fluttu hann í skip. Þar héldu þeir honum föngnum þar til Ragn- heiður dóttir hans leysti hann út með nærri hálftunnu af silfri, þar á meðal kvensilfri af þrettán búningum. Einn ræningjanna hafði áður haft vetur- setu hjá 'Eggert í Bæ á Rauðasandi og hélt því fram að þá hefði Eggert svikið af honum nokkra fálka, en fálkar voru á þessum tíma mikil verðmæti og eftirsóttir af kóngum og furstum í Evrópu, sem borguðu fyrir þá hátt verð. Þessir sömu ræningjar fóru síðan með ránum norður alla Vestfirði og drápu mann í Súgandafirði. Þeir ætluðu í Ógur þar sem þeir vissu af miklum verðmætum, en fengu ekki byr og urðu að snúa frá. Ræningjarnir fengu síðar makleg málagjöld, því Eggert tókst að hafa uppi á þeim flestum í Ham- borg og voru þeir dregnir fyrir dóm og líf- látnir. Atburðir þessir hafa vafalaust verið ein orsök þess að Magnús prúði, tengdasonur Eggerts og faðir Ara, samdi mikinn laga- bálk árið 1581, þar sem fjallað er um land- varnir gegn útlendu illþýði. Magnús átti einnig stóran þátt í því að Vestfirðingar báru leng^ur vopn en aðrir landsmenn og gátu því betur varið sig og sína. Þegar hann reið til Alþingis var flokkur hans auð- þekktur, því þar voru allir vopnaðir og báru skartklæði að fornmanna sið. í upphafí 17. aldar tóku Spánveijar, eða réttara sagt Baskar frá Norður-Spáni, að sækja hingað til hvalveiða. Árið 1613 er þess getið að umhverfis landið hafí legið átján spánsk skip. Sumarið 1615 urðu nokkrar eijur milli íslendinga og baskneskra hvalveiðimanna norður á Ströndum. Spánveijamir, eins og þeir voru oftast kallaðir, höfðu selt mönnum hval á vægu verði, en ýmsir reyndu þó að svíkja þá um greiðslu og þóttust ekkert skilja þegar þeir kvörtuðu undan svikunum á sínu hrognamáli. Spánveijarnir voru einn- ig ásakaðir um að hafa stolið sauðum og nautgripum. RÁÐIST GEGN SPÁNVERJUM Til er frásögn af atburðum þessa sumars eftir Jón Guðmundsson lærða, en hann bjó á Ströndum og þekkti marga Spánveija af eigin raun. Frásögn hans er Spánveijum í hag og hann segir marga þeirra hafa verið vel menntaða og mæta menn, sem kunnu latínu og stunduðu bóklestur í frístundum. Jón segir, að þetta sumar hafí þijú hvalveiði- skip legið í Reykjafírði á Ströndum og hétu skipstjórarnir Pedro de Arguirre, Stephan de Tellaria og Martinus Villa de Franca, en íslendingar kölluðu þá einfaldlega Pétur, Stefán og Martein. Marteinn átti í erfiðleik- um með að fá greitt fyrir þann hval sem hann seldi íslendingum og lenti meðal ann- ars í útistöðum við prest nokkurn, séra Jón Grímsson, sem skuldaði honum fé. Þegar prestur neitaði að borga brá fylgdarmaður Marteins snæri að hálsi hans og hótaði að hengja hann og lofaði prestur þeim þá sauð- um upp í skuldina. Nótt eina brotnuðu öll þijú skip Spánveij- anna í miklu hvassviðri sem gekk yfír Strandir. Þeir voru mjög illa staddir af kulda og vosbúð og urðu fáir til að hlynna að þeim. Spánveijar fréttu þá að bóndinn á Dynjanda í Jökulfjörðum ætti skútu, sem þeir ættu að geta siglt yfír hafíð til Eng- lands eða jafnvel alla leið til Spánar. Þeir héldu því af stað norður fyrir Strandir, fundu skútuna og tóku hana traustataki og sigldu af stað vestur fyrir land. Sumir þeirra fóru til Súgandafjarðar og stálu frá prestinum þar og síðan til Dýrafjarðar þar sem þeir voru drepnir allir nema einn, sem komst undan naumlega. Marteinn og sautján menn með honum sögðu skilið við hina og fóru á bátum til Æðeyjar, þar sem þeir hófu físk- og hval- veiðar. Þegar Ari í Ogri frétti af drápi Spán- veija í Dýrafírði ákvað hann að safna liði og ráðast að Marteini og mönnum hans í Æðey. Hann taldi nauðsyn á að losa landið við þennan óþjóðalýð, en einnig hafði hann frétt að Spánveijarnir ættu ýmsar gersemar í fórum sínum. Ári lofaði liðsmönnum sínum því að þeir fengju hlut af herfanginu, en ferðina yrðu þeir að fara á eigin kostnað. Urðu þá margir fúsir til fararinnar og töldu að þarna væri gróðavon. Þann 10. október 1615 voru samankomn- ir fimmtíu menn í Ögri og átti nú hið snar- asta að ráðast gegn útlendingunum og koma þeim fyrir kattarnef. Þá skall á óveður sem stóð til föstudagsins 13. október, og var þá loks hægt að senda njósnaskip til Æðeyjar. Það kom til baka með þær fréttir að í Æðey væri aðeins Pétur stýrimaður Mar- teins með fjóra menn, en Marteinn og hinir tólf væru á Sandeyri á Snæljaílaströnd og hefðu þeir veitt hval og dregið hann upp á eyrina. Ari hélt nú til Æðeyjar með herlið sitt og réðst inn í bæinn. Pétur stýrimaður hafði setið við lestur um kvöldið eins og hann var vanur, en var nýsofnaður. Einn úr liði Ara réðst að honum með kylfu og rotaði hann, en síðan var hann stunginn til bana. Hinir fjórir voru einnig drepnir umsvifalaust, líkin afklædd, bundin saman og kastað fyrir björg. Sagt er að á Pétri hafi fundist lítill kross með Kristsmynd úr silfri og fjórar tréflísar, vafðar í umbúðir. Slíkar flísar báru kaþólsk- ir menn oft innan klæða og áttu þær að vera úr krossi Krists. Jón lærði lýsir Pétri sem sannkristnum og vel menntuðum manni og ber honum í alla staði vel söguna. Marteinn Og Menn Hans Vegnir Frá Æðey hélt herliðið til Sandeyrar. Marteinn var þá staddur í litlu húsi ásamt nokkrum mönnum, en aðrir sátu í baðstofu. Menn Ara röðuðu sér fyrir dyr og glugga og hófu skothríð inn í húsið þar sem Mar- teinn var. Hann kallaði þá út til þeirra og spurði hvað hann hefði til saka unnið. Séra Jón Grímsson af Ströndum, sem Marteinn hafði átt í útistöðum við, var þarna með Ara. Hann svaraði Marteini og sagði að þetta væri honum mátulegt fyrir að hafa hótað að hengja sig. Marteinn baðst þá fyrir- gefningar'og ræddu þeir saman um stund á latínu. Séra Jón spurði Ara hvort hann vildi ekki gefa Marteini líf úr því að hann iðraðist gjörða sinna og tók Ari því vel. Marteinn kom þá út og kraup á kné á hlað- inu, en áður en nokkur fengi að gert hljóp einn liðsmanna Ara að Marteini og ætlaði að höggva af honum höfuðið, en höggið geigaði og lenti á viðbeininu svo af varð smáskeina. Jón lærði lýsir framhaldinu með þessum orðum: „Við þetta högg brá Marteinn hart á fætur og tók á rás svo harða að það hafa þeir í minni sagt er það sáu, og fram á sjó, og rambaði þar á bárum. (...) Þá var með miklu ópi og eggjan fólks gert að honum gijótkast. Hafði hann sig þá lengra fram á sjóinn og söng þá við tón. Það þótti mörgum mikil lyst að heyra, og sjá hans sundfarir. Hann sat stundum á sjónum og strauk koll sinn með annarri hendi; en hélt annarri undir læri sér; ýmist skipti hann um hend- urnar. Hann hafði og synt á bak aftur upp í loft og á ýmsar hliðarnar og með öllu móti“. Ekki var langri stund eytt í að dást að söng og sundlistum Marteins, en bátar sett- ir fram og hann eltur vítt og breitt um sjó- inn með gijótkasti. Loks tókst einum að henda steini í höfuðið á honum svo að hann rotaðist og var hann þá færður í land, af- klæddur og lagður í fjöruna. Þar sem hann lá rotaður og nakinn í fjörunni og menn Ara stóðu umhverfis hann, hreyknir af af- reki sínu, stökk skyndilega einn þeirra fram og risti Martein á hol frá bringubeini og niður úr, svo að innyflin ultu út úr kviðnum. Sagt er, að þá hafi allir hlaupið þar að til þess að skoða hvernig maður liti út að inn- an, en því miður hafi Marteini blætt svo mikið að sú fræðsla hafi að mestu farið forgörðum. Þegar foringi Spánveijanna var fallinn hófust menn Ara handa við að ganga milli bols og höfuðs á þeim sem eftir lifðu og voru það hinar hrottalegustu aðfarir. Líkun- um var misþyrmt, skorin af þeim eyru og útlimir, gerð göt í þau og þau bundin sam- an áður en þeim var varpað í sjóinn. Sagan segir, að hvem mann hafi síðar rekið upp á landareign þess sem drap hann. ÞÁ VILDIKLINGJA ÖNNUR Bjalla Nú vildu liðsmenn Ara skipta herfanginu eins og þeim hafði verið lofað í upphafi, „en þá vildi klingja önnur bjalla“. Ari lýsti því yfir að herfangið væri eign konungs og sem umboðsmaður hans skipaði hann svo fyrir að allt skyldi flutt heim í Ögur. Ari fékk síðan dijúg umboðslaun fyrir sitt ómak en menn hans fengu aftur á móti ekki annað en blóðug fötin af líkunum, nema nokkrir, sem þótti sér misboðið og afþökkuðu. Ekki er hægt að segja að þessi „afrek“ Ara Magnússonar séu honum til sóma, en þótt einkennilegt megi virðast var hann í fullum rétti og síðar var staðfest á Alþingi að hann hefði unnið þarft landhreinsunar- verk. Útlendir ræningjar voru á þessum árum réttdræpir á íslandi samkvæmt lögum. Spánveijarnir höfðu að því er virðist tekið skútuna í Jökulíjörðum ófijálsri hendi og eins var sagt að þeir hefðu stolið búfé, en vissulega var þeim aldrei gefið tækifæri til að skýra mál sitt. Islendingar notfærðu sér oft hvað útlendingarnir áttu erfitt með að gera sig skiljanlega og hafa eflaust átt sinn þátt í því að upp úr sauð á stundum. Ef til vill hafa Spánveijarnir einnig fengið að gjalda fyrir misgjörðir annarra útlendinga sem hér höfðu látið greipar sópa á undan þeim. Ævilok Ögurhjóna Þau hjón Kristín og Ari bjuggu í Ögri til dauðadags árið 1652 er þau létust bæði úr farsótt og voru aðeins tíu dagar á milli þeirra. Þau eignuðust fimm börn, Magnús sýslumann á Reykhólum, Þorlák bónda í Súðavík, síðar á Staðarfelli og Rangárvöll- um, séra Jón prest í Vatnsfirði, Halldóru sýslumannsfrú í Húnaþingi og Helgu sem dó í Ögri 28 ára gömul og ógift. Tii er mynd af þeim hjónum, svokölluð minningartafla, sem máluð var um 1650. Slíkar töflur létu heldri menn mála og gáfu kirkjum til minningar um sig. Á minningar- töflum er fólk oft látið standa eða kijúpa við kross Krists, rétt eins og það hefði ver- ið viðstatt krossfestinguna forðum daga. Margar þessara mynda eru málaðar af er- lendum mönnum, en listamennirnir eru oft óþekktir, því ekki tíðkaðist að merkja sér myndir í þá daga. Reyndar eru til fleiri myndir af Kristínu og Ara. Eitt málverk er í Ögurkirkju, málað í lok 19. aldar eftir mynd Þjóðminjasafnsins og annað frá svipuðum tíma er í einkaeign. Síðastnefnda myndin olli miklum deilum þegar hún var sett á uppboð árið 1990, eii hún var upphaflega talin jafngömul mynd Þjóðminjasafnsins. Með nútíma tækni var hægt að greina aldur myndanna út frá litun- um sem notaðir voru þegar þær voru málað- ar og kom þá í ljós að Þjóðminjasafnsmynd- in var rúmum tvö hundruð árum eldri en hin. Þessir atburðir urðu þess valdandi að Kristín og Ari Magnússon urðu fréttaefni þegar Iiðið var hátt á fjórðu öld frá dauða þeirra. Höfundur er þjóðháttafræðingur. Helstu heimildir: Annálar 1400—1800. Hið fsl. Bókmenntafélag, Rvík 1922—38. Bogi Benediktsson: Sýslumanna- ævir Rvk 1905—8. Jón Espólin: íslands Árbæk- ur. Lithoprent 1947. Jón Guðmundsson lærði: Spánverjavígin 1915. Jón Kristjánsson bjó til prentunar. K.höfn 1950. Páll Eggert Ólason: Saga Islendinga IV. og V. bindi. Safnskrár Þjóðminja- safns Islands. Sandeyri 'JíéUu þeir síðan áfram að Sandeyri á Snœfjattaströnd ‘Þar voru iMartdnn og tóíf menn með fionum i fivai og voru þeir alíir drepnir Sumarið 1615 höfðu þeiríPétur, Stefán og iMarteinn aðsetur í ‘Reykjafirði áStröndum Unaðs- daluiy- Súðavík Æðeyjarsund Húnaflói Sumarið 1594 fór Slri iMaynússon tiíki’on- Éœna að Jíóíum Reykhólar ilillllilll Slri og rnenn hans fiéídu j ) Cj / r tií Æðcyjar, fundii þar (Vigur í \'% / rA fyrir ‘Péturstýrimann og Y?? ^ fjóra aðra og drápu þá LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. FEBRÚAR 1992 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.