Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1992, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1992, Blaðsíða 8
HOLLU STUHÆTTIR Hvítlaukur og áhrif hans á líkamsstarf- semi og meinsemdir Fyrstu heimildir um notkun hvítlauks, sem krydd- og lækningajurtar, munu vera frá því 2600-2100 f.Kr. Samkvæmt þeim fengu þeir, er unnu að byggingu pýramídanna, hvítlauk, til að auka mótstöðuafl sitt gegn sjúkdómum. 100 árum e.Kr. ráðlagði griski læknirinn Pedanoios Dioskurides, í. hinni fimm binda lyfjabók sinni, „Materia Medica“, hvítlauk gegn gyllinæð og sem þvag- örvandi lyf. Galen, líflæknir rómverska keisar- ans Marc Aurel, notaði hvítlauk við eitrunum, slöngu- og skordýrabitum, einnig blandaðan mjöli, sem sárabakstur. Á miðöldum var hvít- laukur mikið notaður gegn alls kyns sjúkdóm-. um. Þannig er hans m.a. getið í verkum Hilde- gard von Bingen, Paracelsusar, Lonicerusar, Matthiolusar og Tabemaemontanusar. Sér- staklega áhrifaríkur þótti hann gegn band- ormum og kláðamaur og eins og allar lyktar- sterkar jurtir, til að halda alls kyns árum í hæfilegri fjarlægð. I Rómaríki hinu foma var hvítlaukur vin- sæll meðal alþýðunnar sem krydd, en af yfir- stéttinni var hann einkum notaður, til að auka kynhvötina. Á 19. öld staðfesti Louis Pasteur áhrif hvítlauks á vissar bakteríur. Árið 1864 fyrirskipaði Ulysses Simpson Grant, amerískur hershöfðingi og síðar 18. forseti Bandaríkjanna, að hvítlaukur skyldi hafður til taks, fyrir herlið hans, sem sótt- hreinsunarlyf. Hvítlaukur heyrir undir liljuættina (Lili- aceae). Plantan, sem á upprana sinn að rekja til Asíu, verður u.þ.b. 30-100 cm há. Allt fram á þennan dag hefur hvítlaukur verið notaður í sérlega ríkum mæli í Balkanlöndun- um, Rússlandi, Afríku, Kína og Indlandi. Nú er hann einnig ræktaður í Evrópu sem og Suður- og Norður-Ameríku. Árið 1983 nam heimsframleiðslan 2.400 tonnum. INNIHALDSEFNI Ferskur hvítlaukur inniheldur u.þ.b. 64% vatn, 27,5% kolvetni, 6% prótein og 0,12% fítu. Aðalkolvetnið er sinistrin, sem er forða- næring hvítlauksins en hins vegar inniheldur hann enga sterkju. Hin alkunna hvítlaukslykt stafar aðallega af efninu allicin. Heill hvítlaukur inniheidur efnið alliin (S-allyl-L-cystein-sulfoxid) og Hvítlaukur er talinn vera kjörin fæðubót, þó ekki komi hann í stað lyfja. En hann getur aukið mótstöðuafl gegn ýmsum sjúkdómum og þykir hafa góð áhrif á blóðrás, hann lækkar of háan blóðþrýsting og hefur hemjandi áhrif á ýmis efni, sem geta valdið krabbameini. Eftir STEFAN NICLAS STEFÁNSSON ensýmið alliin-lyasa (alliinasa, alkylsulfínatyl- asa) aðskilin. Þegar laukurinn er skorinn, komast þessi efni í snertingu hvort við annað og mynda allicin og díallyldísúlfíð. Allicin er mjög óstöðugt efni. Fyrir tilstilli súrefnis og vatns myndar það fjölmörg niðurbrotsefni, s.k. polysúlfíð, sem sum hver eru ekki síður athyglisverð, með tilliti til líffræðilegrar verk- unar. Má þar m.a. nefna efnin cis-ajoen og trans-ajoen, sem og 2-vinyl(4H)-l,3-dithiin, 3-vinyl-(4H)-l,2-dithiin og diallyltrísúlfíð. í hvítlauk er einnig að fínna marga glykósíða, en það era efnasambönd, sem sam- anstanda af sykri, tengdum öðram lífrænum efnum, t.d. fenólum, alkohólum, thiolum og amínum. Nýlega hefur tekist að einangra úr hvítlauk glykosíða með sterabyggingu. Hér er um að ræða furostanolglykosíðan sativosid- B1, sativosid-R1, proto-erabosid-B, proto- desgalactotigonin og spirostanolglykosíðana F-gitonin og desgalactotigonin. Ennfremur inniheldur hvítlaukur scordinin Al, sem er svonefndur thioglykosíði. Af öðram innihalds- efnum má nefna adensonín, garlicín, allistat- ín, 2-propensulfensýra, thiocrolein, flavono- íða, 2-propenthioI, mercapatana, dimethylth- iophen og thiosulfinsýraestana dimethyl-, dipropyl-, allyl-methyl- og allyl-propylthio- sulfinat. Auk þess er hvítlaukur auðugur af víta- mínunum A, Bi, B2, og C. sem og ýmsum snefílefnum, t.d. selen. Algengt er, að 100-300 nanógrömm af selen séu í hveiju grammi af hvítlauk. Frásog Brennisteinssambönd hvítlauks frásogast greiðlega gegn um húð, jafnt sem slímhúð. Utskilnaður þeirra er sömuleiðis hraður. Allt að 10% þessara rokgjörnu efnasambanda skiljast út um lungu, en að mestu leyti fer þó útskilnaðurinn fram um Iifur, þarma og nýra en aðeins að örlitlu leyti um húð. Skýr- ingin á greiðlegu frásogi og útskilnaði þess- ara efna, er fólgin í tvískauta (dipolar) bygg- ingu þeirra, þar sem neikvæða hleðslan er á súrefnisatóminu og sú jákvæða á brenni- steinsatóminu. Auk þess að komast greiðlega gegn um frumuhimnumar, geta þessi brennisteinssam- bönd auðveldað flutning annarra efna gegn- um þær. Japani nokkur, að nafni Odata, veitti því athygli árið 1882, að hvítlaukur hafði góð áhrif á hörgulsjúkdóminn beri-beri, sem stafar af Bi-vítamínskorti. Skýringin á þessu reyndist vera sú, að allicin gengur í efnasamband við Brvítamín og myndar alli- thiamin, sem frásogast mun betur en B,-vít- amín, en hefur þó sömu verkun. ÁHRIF Enda þótt hvítlaukur hafi öldum saman verið notaður við margvíslegum meinsemdum, hafa áhrif hans á blóðrásina þótt einkar at- hyglisverð. Truflun á efnaskiptum fitu, aukin virkni blóðflagna og of hár blóðþrýstingur eru allt þæþtir, sem auka hættuna á æðakölkun. í 15 athugunum, sem fram fóru á mismun- andi hvítlaukssamsetningum, var fylgst með áhrifum á tríglyceríða, kólesterol, þéttni LDL (Low-Density-Lipoproteine) og HDL (High- Density-Lipoproteine), samloðun og virkni blóðflagna, niðurbrot fíbríns (fíbrínolysu) og blóðsykur. Dagsskammturinn samsvarar 0,9-4,0 grömmum af ferskum hvítlauk og stóðu athuganir þessar yfir í 24-130 daga. Blóðrannsókn leiddi í ljós, að marktæk lækk- un hafði orðið á magni kólesteróls, sem og tríglyceríða. Helztu lípíðin, sem til staðar eru í blóðrás- inni, eru tríglyceríðar, kólesterol, kólesteryl estar og fosfólípíð. Þau berast um líkamann, sem s.k. lípóprótein, þar sem vatnsfælr.u lípíð- in (tríglyceríðar og kólesteryl estar) mynda kjarna, sem umlukinn er mismunandi prótein- um, s.k. apólípópróteinum. Ef magn lípóprót- eina í blóði er of hátt, er það nefnt hyperlipo- proteinemia. Fjörutíu og níu sjúklingar, er höfðu hyperlipoproteiníu, fengu daglega hvítlauks- samsetningar, er samsvöraðu 3,6 grömmum af ferskum hvítlauk, í 12 vikur. Þéttni HDL í blóði jókst um 5%, HDC2i um 30% og apró- próteins A-I um 12%. Á sama tíma lækkaði þéttni HDL), um 8%. Þessar niðurstöður undir- strika þýðingu þess, að ákvarða hina mismun- andi HDL-flokka, svo unnt sé að sýna fram á verkun hvítlauksins gegn æðakölkun. Á grandvelli mismunandi hlutfalls apólípóprót- eins og lípíðs, má greina á milli a.m.k. þriggja HDL-flokka: HDLi , HDL2 og HDL3.. Þar eð hlutfall apólípróteins E í HDLi, er hátt, getur það, vegna samkeppni, ýtt LDL frá viðtækjum sínum (LDL-receptors). Lifrin tekur til sín HDLi, og HDL2, sem gegna þýðingarmiklu hlutverki við flutningi kólesterols frá æðaþel- inu. Hvítlaukur lækkar einnig of háan blóð- þrýsting. Lækkunin á neðri mörkunum (diastolískum þrýstingi) hefur við athuganir numið 4-12% og á efri mörkunum (systolísk- um þrýstingi) 1-6%. Athygli vakti, að meðal þeirra, sem höfðu eðlilegan blóðþrýsting, varð engrar blóðþrýstingslækkunar vart, en mest varð blóðþrýstingslækkunin hjá þeim, sem' hæsta blóðþrýstinginn höfðu. Með hvaða hætti hvítlaukur getur lækkað blóðþrýsting, er ekki að fullu kannað, en þó er vitað, að hann hefur væg ACE (angio- tension-converting-enzyme) — hemjandi áhrif. Aukin fíbrinolysuvirkni er mælanleg eftir einstakan hvítlauksskammt, samsvarandi 0,9 grömmum af ferskum hvítlauk og eykst með auknum skammti. Marktæk aukning mældist einnig eftir langtímameðferð, með dags- skömmtum, er svöraðu til 1,8-3,6 g af fersk- um hvítlauk. Ennfremur minnkaði seigjustig blóðvökvans (plasma viscosity) og hematokrít blóðsins lækkaði. Meðal 30 hjartasjúklinga, sem daglega fengu 1,116 g af ákveðinni hvít- lauksolíusamsetningu í 3 mánuði, jókst fibrinolysuvirknin að meðaltali um 26%. Þeg- ar sömu sjúklingum var síðan gefið platlyf (placebo) í 1 mánuð, minnkaði fibrinolysu- virknin aftur í nokkrum tilvikum jafnvel niður fyrír upphafleg gildi. Einnig hefur sýnt sig, að innihaldsefnin allicin, ajoen, 2-vinyl-(4H)-l,3-dithiin og 3- vinyl-(4H)-l,2-dithiin, sem hemja ensýmið cyclooxygenasa, geta hindrað að blóðflögum- ar myndi kekki. Þetta er reyndar sami verkun- armáti og aspirín hefur, en það er stundum gefíð í litlum skömmtum, til að draga úr hættu á blóðtappamyndun. Auk þess hafa innihaldsefni hvítlauks hemjandi áhrif á PAF (platelet aggregating factor), sem gegnir mikilvægu hlutverki við storknun blóðsins. Rannsóknir leiddu í ljós, að dagleg neyzla 0,8 gramma af hvítlauksdufti í 30 daga dró veralega úr fjölda blóðflögukekkja í blóði. In vitro athuganir sýna ennfremur, að inni- haldsefni hvítlauks hemja 5-Lipoxygenasa, sem hvatar myndun leukotriens A,B,C,D og E, en þessi efni eru m.a. talin eiga þátt í myndun astma, bronkítis og auknu gegndræpi háræða við bólgur. ÁHRIF Á BAKTERÍUR, SVEPPI OG VÍRUSA Árið 1858 sýndi Louis Pasteur, fyrstur manna, fram á bakteríuhemjandi áhrif hvít- lauks. 1 mg af allicíni samsvarar u.þ.b. 15 AE pencillíns. Allicin-upplausn af styrkleikan- um 1:125000 hemur vöxt gramjákvæðra og gramneikvæðra baktería, sér í lagi Staphylokokka, Streptokokka og taugaveikis- baktería. Athyglisvert er, að skammtar, sem drepa bakteríurnar E. coli og Salmonella typ- himurium, raska ekki jafnvægi þarmaflórunn- ar. Enda þótt bakteríudrepandi áhrif hvít- lauks hafi lengi verið þekkt, er ekki nákvæm- lega vitað, hver verkunarmátinn er, en talið er, að allicin hemji bakteríuensým, sem inni- halda s.k. thiol-hópa. Þegar diallyldísúlfíd (DADA) myndast við afoxun allicíns, dregur veralega úr hinum bakteríudrepandi áhrifum, enda hafa dísúlfíð, thioetrar 0g súlfoxíðsam- bönd ekki áhrif á ensým með thiol-hópa. Vit- að er, að hvítlaukur veldur stökkbreytingum í bakteríum. Sumuni þykir ótækt að neyta hvítlauks vegna lyktarinnar, sem óneitanlega er sterk. Hvítlaukspillur fást og þá er neyzlan lyktarlaus með öllu. Þá eru ekki öll efni hvítlauksins með og vís- indamenn eru þeirrar skoðunar, að bezt sé að borða hvítlaukinn sjálfan. Sjúklingum, sem þurft hafa að nota ónæm- isbælandi lyf, eins og barkstera, breiðspektra fúkalyf og viss krabbameinslyf, er oft hætt- ara en öðrum við að fá sveppasýkingar, sem erfiðlega getur gengið að ráða bót á. í slíkum tilfellum hefur hvítlauksmeðferð oft gefið góða raun. Á sjúkrahúsi einu í Þýzkalandi, Krankenhaus fúr Naturheilwesen, Múnchen Harlaching, hefur hvítlauk verið beitt, með góðum árangri gegn ýmsum sveppasýkingum. Einnig hafa innihaldsefni hvítlauks hemj- andi áhrif á bandorm, tríkínur og ýmsa vír- usá, þ. á m. Herpes simplex. Önnur ÁHRIF Nokkur þeirra brennisteinssambanda, sem hvítlaukur hefur að geyma, geta dregið úr áhrifum margra krabbameinsvaldandi efna. Athyglisverðast þykir efnið díallylsúlfíð (DAS), en það dregur einkum úr áhrifum efna, sem ekki era sjálf beinir krabbameins- valdar, heldur mynda krabbameinsvaldandi efni, eftir að þau komast í líkamann. 1,2- dímethylhydrazín er dæmi um slíkt efni. Brennisteinssambönd hvítlauks geta einnig bundizt þungum málum, t.d. blýi, og dregið úr eitranum af þeirra völdum. Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós, að hvítlaukur eykur starsemi s.k. NK-framna (natural killer cells), en þær gegna veiga- miklu hlutverki í vömum líkamans gegn æxlismyndun. Ef til vill er hefðbundin notkun hvítlauks, til að auka kynhvöt ekki alveg út í bláinn, því nú hafa tilraunir á músum sýnt, að hvít- laukur eykur fjölda sæðisfruma og fækkar um leið afbrigðilegum sæðisframum. Enn er þó ekki vitað, hvaða innihaldsefni það eru, sem þessu valda, en nokkur þeirra hafa svip- aða efnafræðilega byggingu og kynhormón. Áhugavert er, að hvítlaukur getur haft góð áhrif á andlega líðan fólks. Tvær rannsóknir, sem fram fóra fyrir nokkram árum, leiddu í ljós, að dagleg neyzla 2,7 gramma af ferskum hvítlauk jók einbeitingu, virkni og sjálfstraust og dró jafnframt úr þreytu og kvíða. Lokaorð Ég hef í þessari grein tekið saman það markverðasta, sem komið hefur fram við rannsóknir á áhrifum hvítlauks. í Þýzkalandi var hvítlaukur tilnefndur lækningajurt ársins 1989 og segir það nokkuð um vinsældir hans. Sú aukaverkun, sem helzt fælir fólk frá því að borða hvítlauk, er hin hvimleiða hvít- laukslykt. Árum saman hafa menn reynt, með misjöfnum árangri, að setja á markað hvítlaukssamsetningar sem ekki valda and- remmu. Þar eð slíkar samsetningar innihalda sjaldnast öll efni hvítlauksins, eru flestir vís- indamenn, sem til þessara rannsókna þekkja, þeirrar skoðunar, að bezt sé að borða hvítlauk- inn sjálfan. Þótt hvítlaukur geti hjá sumum valdið of- næmi, þola þó flestir hann vel. Sé hans neytt í miklum mæli, getur hann valdið meltingar- truflunum. Ágætt er að borða hálft eða heilt rif rrieð kvöldmatnum og er þá lyktin horfin að morgni. Sykursjúkir ættu öðrum fremur að gæta varúðar við neyzlu hvítlauks,~þar eð hann gæti aukið blóðsykurlækkandi áhrif sykursýkilslylja. Enda þótt hvítlaukur hafi áhrif á ýmsa sjúkdóma, er mikilvægt að hafa hugfast, að hann kemur ekki í stað neinna lyfja. Á hinn bóginn er hann kjörin fæðubót og getur auk- ið mótstöðuafl líkamans gegn ýmsum sjúk- dómum. Hið fornkveðna, að allt sé bezt í hófi, á þó ekki síður við um hvítlaukinn en annað. Höfundurer lyfjafræðingurog býrf Danmörku.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.