Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1992, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1992, Blaðsíða 7
Ragna Róbertsdóttir við uppsetningu verka sinna í Bern. Kristinn G. Harðarson. bertsdóttir, sem var til húsa í Kunstmuseum Bern. — Gizkar undirritaður á, að ekki þurfi hann að fjölyrða um sjálf listaverkin, svo vei hljóta þau að vera landanum kunn frá sýning- um í Reykjavík á síðustu misserum. Hámarki náðu sýningarveizluhöld þessi með sýningu Rögnu Róbertsdóttur í Kunst- museum í Bern. Bern, sem vel gæti heitið Beruborg á íslenzku vegna þess að orðsifja- lega er nafnið komið af björnum, er reyndar höfuðborg Sviss. Listasafn borgarinnar, Kunstmuseum Bern, er viðfrægt, og þá eink- um fyrir að hýsa eitt umfangsmesta safn verka eftir Paul Klee. í vörzlu safnsins er og lífsverk Adolfs Wölfli, sem er frægasta dæmi heims um listsköpun innan veggja geðveikra- hælis. Elztu verk safnsins eru ítölsk málverk frá ijórtándu öld. Frá 15. til 19. aldar er samsafn svonefndra Bernarmálverka. Þá eru dæmi frá þýzkri og franskri nítjándu aldar myndlist: Spitzweg, Böcklin — Delacroix, Courbet, Cézanne, van Gogh, Renoir, Toulo- use-Lautrec, o.s.frv. Tuttugustu öldinni eru gerð skil með sýnishornum frá kúbisma, súr- realisma og konstrúktífri myndlist. Sam- tíminn er byggður upp á nöfnum eins og Tinguely, Luginbuhl, Eggenschwiler, Roth, Raetz, Vautier, Gertsch, Judd, Serra. Sérstak- lega er Dieter Roth gert hátt undir höfði í safninu; hann gegnir hálfgerðu Kjarvalshlut- verki þarna í Sviss. Verk Rögnu, fjórir skúlptúrar, voru í þrem- ur samliggjandi sölum, efniviðurinn torf og grjót frá Islandi. Bera Nordal, forstöðukona Listasafns íslands, sem var á vinnuferðalagi um Evrópu í desember síðastliðnum, hélt röggsama tölu við opnunina og útskýrði fyrir svissneskum meinta sérstöðu íslendinga í heiminum. Fleiri íslenzkir aðilar fyrir utan Listasafnið, studdu við bakið á listafólkinu með fyrirgreiðslum, Menntamálaráðuneytið, Eimskip og Flugleiðaskrifstofan í Zurich; var hér um að ræða góða auglýsingu fyrir til- nefnda aðila. — Samdægurs opnuninni í Bern birtust greinar um viðkomandi sýningar, þar sem skilmerkilega var greint frá fyrirtækinu í heild sinni, jafnframt því sem framlögum einstakra þátttakenda var sérstaklega lýst. Byggðust þessar umsagnir að verulegu leyti á upplýsingum úr viðkomandi sýningarskrám. Greinarhöfundar forðuðust allir hástemmda lofið, því það er ekki í tízku lengur að rita hástemmt lof í sambandi við myndlist — það gera aðeins leikmenn, sem eru að reyna að koma ættingjum á framfæri. Leiðarljós þess- ara greina var að beina athygli fólks að sýn- ingunum sjálfum, og voru þær blessunarlega lausar við þá fábjánalegu tóna sem oft vilja einkenna greinar um íslenzk málefni í erlend- um blöðum, s.s. röfl um eldfjallavirkni, hvera- gos, víkinga, brennivín og þorsk. Bar umfjöll- unin yfírleitt þess merki, að íslenzka myndlist- in, sem þarna var á ferð um Sviss, var for- gjafarlaust tekin alvarlega. Sýningarskrárnar voru gefnar saman út í öskju. Hver um sig, listamaður eða listakona, fékk eigin sýningarskrá, þar sem fagmaður frá viðkomandi safni skrifaði um þau kynn- ingu. Saman mynda þessar skrár e.k. kata- Ióg. Og fyrir þá, sem áhuga hafa á, að sjá hvernig listafólkinu voru gerð skil í svissnesk- um sýningarskrám, má benda á bókasafnið í listasafninu við Tjörnina, sem örugglega hlýtur að búa yfir sýnishornum til skoðunar og fróðleiks. Þarna er það sem sagt, þess virði að slá upp frétt um íslenzkar sýningar í útlöndum. Höfundur býr í Þýzkalandi. ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR Tilhneiging Þú í þínum öngstrætum ég á mínum krossgötum. Loks hittumst við og fórum yfir á rauðu ljósi hjá hvoi-t öðru. Enn er hætta á að við hittumst aftur því vegir Guðs eru órannsakanlegir og hjörtu okkar gjörn á að finna hvort annað. Mynd Strýk feimnislega marblettinn á öxlinni. I speglinum er hann fahegur eins og bláberi hafi verið roðið á öxl mína. Finnst ég vera með orðu á öxlinni líkt og ég hafi drýgt einhverja dáð. Strýk blátt blómið einu sinni enn og horfi í skær augu sjálfrar mín í speglinum. Höfundur er kennari og hefur gefið út tvær Ijóðabækur. JÓN BERGMANN KJARTANSSON Vináttan á einu dreymandi augnabliki varð vináttan tvöföld mannlegar snertingar og armbandsúrin féllu á gólfið tónlistin synti á milli eyrnanna og tingumir stjómuðu Iweyfíngunum á ógleymanlegri stundu tók ímyndunaraflið við ferðinni sem setti óendanleikann í eldspítu- stokk og kveikti í vináttan starði í hjarta logans og sá konu við mann mann við konu barn við barn Höfundur er í myndlistarnámi i Hollandi. Ljóðin eru úr nýrri Ijóðabók hans, sem heitir Neistar frá Niðurlöndum. ÞÓRDÍS GUÐJÓNSDÓTTIR Tilbrigði um líf Þú varst blærinn skógurinn vorið. Á ísblárri auðn stígur Næðingur dans við Nepju hlustar nakið tré á vængþýðan hljóm vornæturregns milli skjálfandi greina skyggnist gömul nútíð í storkandi þögn og Nístingur hlær. Höfundur starfar við Orðabók Háskólans. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. FEBRÚAR 1992 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.