Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1991, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1991, Blaðsíða 16
 R A N N S O K N 1 R A 1 S 1 L A N D 1 SELIR VIÐ ÍSLAND andselurinn getur orðið um 2 metrar og 150 kg að þyngd. Hann er ljósgrár á kviði og grá- hvítur eða grágulur og mjög flekkóttur á baki. Urturnar ná kynþroska 5—8 ára gamlar og eiga árlega kóp upp frá því. Brimlar verða Umsjón: Sigurður H. Richter Selir hafa verið nýttir hér við land allt frá landnámstíð. Rannsóknir á þeim eiga sér þó ekki langa sögu. Landselir og útselir kæpa við íslandsstrendur. Vöðuselur, hringanóri, blöðruselur, kampselur og rostungur koma hingað til lands sem flökkudýr. Útsel hefur Qölgað hér við land, en landsel fækkað, á síðasta áratug. Meira ber nú á blöðrusel fyrir Norðurlandi en oft áður. Eftir ERLING HAUKSSON kynþroska 7—10 ára. Þeir eru breiðleitari, sterklegri í vextinum og stærri en urtumar. Landselir geta orðið yfir 30 ára gamlir. Kóparnir fæðast í lok maí og byijun júní og kallast vorkópar. Þeir fæðast í gráum hárum. Urtan er með kópinn á spena í 3—4 vikur en síðan yfirgefur urtan afkvæmið og fullorðnu dýrin fara þá úr hárum. í lok ágúst tekur fengitíminn við. Að fengitímanum lokn- um fer landselurinn í æti og kýlir vömbina samfellt fram að næstu kæpingu. Útselurinn Utselur getur orðið um 3 m að lengd og 'h tonn af þyngd. Brimlar verða mun stærri en urtur. Þeir verða einnig dekkri, fá hærra og breiðara nef og kröftuglegri makka. Urt- urnar verða kynþroska 5—7 ára og brimiarn- ir 2—3 árum síðar. Útselir geta náð fertugs- aldri. Útselskóparnir fæðast á haustin og eru kallaðir haustkópar. Þeir fæðast í hvítum fósturháram og liggja í bæli á landi í 3 til 4 vikur. Urtan kemur til þeirra á flóði og gefur að sjúga. Að þessum tíma liðnum yfirgefur urtan kópinn og fengitíminn hefst. Yfirleitt er það einn brimill, sem lagt hefur undir sig svæðið sem urtan kæpir á, sem makast við hana og aðrar urtur á sama svæði. Að fengitíma liðn- um fer útselurinn í æti í einn mánuð eða svo. Þá safnast hann saman við ströndina á ný og fer úr hárum í febrúar til mars. Síðan fer útselurinn enn í æti fram að kæpingu í október. Fjöldi Sela Við Ísland Síðan 1980 hefur höfundur fylgst með fjölda sela við strendur landsins. Síðan taln- ingar á selum byrjuðu hefur landselsstofninn verið á niðurleið en útselsstofninn á uppleið. Stofnstærð landsels er nú 20—30 þúsund dýr en útsels 11—13 þúsund dýr. Fækkun landsels stafar sennilega af of- FÆÐA LANDSELS Hryggleysingjar Aflrtr ftskar Statnbttur Lýsa llfsi Aörlr flskar Steinbttur Þorskur Landselir í Hindisvík á Vatnsnesi. Útselsbrimill veiði á undanförnum áram en aðrir umhverfis- þættir og sjúkdómar gætu einnig koinið til. Pjölgun útsels á sér um hálfrar aldar sögu. Eftir að regluleg búseta lagðist af á norðan- verðum Ströndum og víðar, hefur útsel fjölg- að mikið. Hann virðist nýta sér friðinn í eyði- byggðunum á haustin og kæpir þar. FerðirSela Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar hafa merkt seli mörg undanfarin ár. Landselskópar hafa verið merktir í Markar- fljóti og á Krosssandi í Landeyjum, og í Jök- ulsá á Brú. Þeir hafa yfirleitt veiðst við sömu strandsvæði og þeir voru merktir en tveir landselskópar, sem merktir vora í Markar- fljóti, veiddust síðar í ísafjarðardjúpi. Útselskópar hafa verið merktir í Hvalseyj- um á Mýram og hafa fundist lengst frá merk- ingarstað við Vestmannaeyjar og í Öxarfirði. Flestir hafa merktu útselimir endurheimst á fyrsta ári en ein útselsurta veiddist ekki fyrr en að 10 áram liðnum í Breiðafirði. FÆÐA ÚTSELS Hryggleyslnqjar M8rhnú,ur Þorskur Hrognkelsl Lúöo Selir, sem hafa verið merktir erlendis, hafa fundist á Islandi. Algengastir era vöðuselir, merktir af Norðmönnum á ísnum norður af Jan Mayen, en tveir útselir, merktir af Bretum við Skotland, hafa fundist hér einnig. Selafár Árið 1987 drap hundafársveira um 9 þús- und hringanóra í Baikalvatni í Rússlandi. Ári seinna drápust um 18 þúsund landselir við strendur V-Evrópu af völdum skyldrar veiru sem nefnd hefur verið selafársveira. Selir við Island virðist ekki hafa tekið þetta selafár sem heijaði í Norðursjónum. Selafár við ís- land er þó þekkt fyrirbæri. Árið 1918 dráp- ust um 1 þúsund landselir hér við land að talið er. Sérfræðingar á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum hafa lýst framgangi þessa selafárs samkvæmt tiltæk- um heimildum. Talið er að inflúensuveira hafi valdið fárinu. Fæða Sela Höfundur hefur kannað fæðu sela við ís- land á undanförnum áram. Selir eru fiskætur og á efsta fæðuþrepi vistkerfis fslandsmiða. Þeir eru því keppinautar fískimanna um afl- ann. Hrognkelsi, þorskur og aðrir mikilvægir nytjafiskar era ofarlega á matseðli selanna, en fæða þeirra er þó oft háð því hvað er á boðstólum á hveijum stað og tíma. Hrognkels- in éta selirnir í sömu stærð og grásleppukarl- arnir veiða þau í net sín og hvað þau varðar er samkeppnin því bein. Hins vegar éta selirn- ir þorskinn að mestu leyti sem ungþorsk áður en hann verður veiðanlegur. Þeir geta þannig haft veraleg áhrif á nýliðun þorskstofnsins og samkeppni þeirra og fiskveiðanna verður óbein. Hringormar Hringormarnir í fiskflökunum eru flestir lirfur selormsins en nokkuð er einnig um hvalormslirfur í físki. Selormur og hvalormur lifa sem fullorðnir ormar í maga sela og hvala. Fiskarnir fá hringorm með því að éta fæðu sem smitast hefur af hringormslirfum sem borist hefur út í sjóinn með saur sela og hvala. Selormurinn veldur stærstum hluta þess hringormavanda sem íslenskur fískiðnaður á við að glíma en hvalormurinn kemur einnig við sögu. í Norður-Atlantshafi virðist útselur vera aðalhýsill selormsins. í útsel eru marg- falt fleiri selormar en í landsel. Tilraunir hafa einnig sýnt fram á að selormur þrífst betur í maga útsels og viðkoma ormsins verður meiri þar en í maga annarra selategunda. nýting Og verndun Sela Selir eru mikilvægur hluti af íslenskri nátt- úra. Besta leiðin til þess að hafa hemil á tjóni af völdum sela er að veiða hæfílega úr sela- stofnunum. Talsverð verðmæti voru í afurðum sela. Skinnin til skæðis og kjötið til fæðis. Þó að selir séu veiddir þurfa þeir ekki að vera í útrýmingarhættu. Veiðum ber að haga þannig að það gangi ekki svo mikið á sela- stofnana að hætta sé á viðkomubresti. Helsti ógnvaldur selastofna í dag er meng- un hafsins. Hér við land hefur ekki orðið vart við skaðleg áhrif mengunarefna á seli. í Eystrasalti hins vegar hefur dregið veralega úr fijósemi sela vegna þess að efni eins og PCB og DDT, sem safnast fyrir í fituvef sela ef þeir fá þau í fæðunni, eyðileggja eggja- stokka og eggjaleiðara urta og gera þær ófijó- Höfundur er sjávarlíffræðingur og starfar hjá Hringormanefnd, Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins, Skúlagötu 4, Reykjavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.