Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1991, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1991, Blaðsíða 3
F uesbok ® Ifil HI Isl ®11H1ÍB EIS [fil ® DQ E1 [11 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, StyrmirGunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Flateyjar- annáll var á sínum tíma ritaður fyrir stórbóndann Jón Hákon- arson í Víðidalstungu og er hann ein merkasta heim- ild, sem við höfum um stóratburði 14. aldar. Um annálinn og frásagnarefni hans skrifar Hrafnkell Jóns- son á Eskifirði, sem til þessa hefur verið þekktur fýrir afskipti sín af verkalýðsmálum, en er einnig áhugamaður um fom fræði. Selir hér við land eru af mörgum tegundum og ekki eru þeir almennt litnir hýru auga, því þeir þykja frekir til fæðunnar og drepa ókjör af fiski. í þáttaröðinni um rannsóknir á íslandi skrifar Erlingur Hauksson, sjávarlíffræðingur, um seli við Island. Forsídan Á 200. afmælisári Sveinbjarnar Egilssonar hefur margt verið upp rifjað um þennan merka lærdóms- mann, skólamann, skáld ogþýðanda. Af þessu tilefni hefurLesbók fengið Pétur Halldórsson, myndlistar- mann, til að gera forsíðumynd af Sveinbirni með þeim hætti sem Pétri er lagið. En auk þess birtist á síðunni hér á móti ræða, sem Sigurður Nordal, prófessor, flutti Sveinbirni til heiðurs árið 1946. er þó einnar messu virði, var einu sinni sagt og Thor Vilhjálmsson tekur undir það og notar í fyrirsögn á grein, sem hann skrifar frá borginni á Signubökkum, þar sem hann dvaldist í Kjarvalsstofu. Thor gengur um Luxemburgargarðinn, þar sem standa styttur af skáldum, hann lítur inná Select, veitingahús, sem ís- lendingar sóttu mjög í eina tíð og margt fleira minn- ist Thor á. GRÍMUR THOMSEN Endur- minningin Endurminningin merlar æ í mána silfri hvað, sém var, yfir hið liðna bregður blæ blikandi fjariægðar, gleðina jafnar, sefar sorg. Svipþyrping sækir þing í sinnis hljóðri borg. Lágt þótt þeir hafi, heyri’ eg allt, sem hvísla þeir í eyra mér. Segja þeir: „Verða svipur skalt þú sjálfur líkt og vér. Kvöldroði lífsins kenni þér, að kemur skjótt en svala nótt og svefn í skauti bér.“ - / æsku fram á lífsins leið vér lítum, en ei annað neitt, vonandi að breiða gatan greið grænum sé blómum skreytt. En - aftur horfir ellin grá. Sólarlag liðinn dag laugar í gulli þá. Grímur Thomsen fæddist á Bessastöðum 1820 og lézt þar 1896. Hann varð stúdent 1837 og tók meistarapróf í samtímabókmenntum við Hafnarháskóla 1845. Grímur starfaði í utanríkisþjónustu Dana um tíma, en varð síðan bóndi á Bessastöðum og alþingismaður um tveggja ára skeið. B B Við erum engir englar heldur Stundum er talað um að tvær þjóðir byggi þetta land og þá er átt við að önnur þjóð- in sé hérna á Suðvestur- horninu en hin á víð og dreif um landið. Ég held að það sé svolítið meiri sann- leikur fólginn í slíkri stað- hæfingu en ég hef oft viljað viðurkenna. Þegar ég fór um Vestfirði í fyrrasumar til þess að kanna viðhorf Vestfírðinga til jarð- gangagerðar styrktist þessi skoðun mín og á ferðum mínum um Snæfellsnes og Vest- mannaeyjar nú fyrir skömmu enn frekar. Við hér á höfuðborgarsvæðinu erum ekk- ert að velta fyrir okkur á hverjum degi með hvaða hætti þessi þjóð getur skrimt - við göngum bara út frá því sem vísu að hún skrimti, hún hafí alltaf gert það og hvers vegna ætti hún þá ekki að gera það um ókomna tíð? Þeir úti á landi, sem eru undirstaðan í því að við öll tórum, með því að sækja afl- ann í sameign þjóðarinnar, fiskimiðin, vinna hann og gera úr honum verðmæti, eru hins vegar ávallt með hugann við undirstöðuna, sjávarútveginn, á einn eða annan hátt. Þeir hugleiða þegar komið er fram á þennan árstíma hversu mikið sé eftir af úthlutuðum kvóta, hvaða þýðingu það hafi fyrir plássið eða byggðarlagið að þessi eða hinn báturinn hefur verið seldur með kvóta burt úr byggð- arlaginu, hversu margir missi atvinnuna við það að frystihúsið fór á hausinn, hversu lengi fiskvinnslustöðin verði lokuð vegna þess að kvóti þessa árs er búinn og svo framvegis. Allt er þetta nú gott og blessað svo langt sem það nær, en hversu langt nær það? Hvað gerist hjá þessum blessuðum undir- stöðukörlum okkar, þegar farið er að ræða um skipulagsbreytingar á undirstöðunni? Hver verða viðbrögð þeirra sem allt brennur á, þegar rætt er um endurskipulagningu, samruna eða sameiningu fyrirtækja, lokun einnar stöðvar til þess að efla aðra stöð, úreldingu eins báts til þess að efla útgerð annars báts? Eða hver verða viðbrögð fisk- vinnslufólksins þegar rætt er um breytt starfsfyrirkomulag í frystihúsum? Hvernig tekur fiskvinnslufólkið í hugmyndir í þá veru að frystihúsin á staðnum verði ekki lengur tvö, heldur eitt? Hvað segir það um að selja tækjabúnað annars hússins úr pláss- inu, nýta húsið undir annað, fískmarkað, verkstæði eða hvað sem er, en ganga vaktir í hinu, þannig að vélar og tæki þess nýtist allan sólarhringinn eins og gerist um borð í frystitogurum, en ekki brot úr sólarhring? Hvað segir það um að setjast í rútu á morgn- ana og keyra örfáa kílómetra, til þess að stunda sömu vinnu og það hefur gert í mörg ár, en þá farið fótgangandi til vinnu? í stuttu máli sagt - flestum hugmyndum í þessa veru virðist illa tekið úti á landi, svo ekki sé meira sagt. Allir sjá flísina í auga náungans en enginn kemur auga á bjálkann í eigin auga. Þannig fannst Vestmanneying- um það sjálfsagðasti hlutur í heimi að Snæ- fellingarnir tækju sér nú tak og réðust í hagræðingu og sameiningu sjávarútvegsfyr- irtækja, en Vestmanneyingum fannst, a.m.k. sumum hveijum, sem uppskurðarþörf þeirra væri ekki jafnbrýn og annarra. Snæfellingum fannst sömuleiðis sem þeir á Árborgarsvæðinu væru að gera góða hluti, en tilgreindu svo heimatilbúinn sparðatíning sem rökstuðning gegn því að ákveðin leið skynseminnar yrði fyrir valinu. Það er aftur á þessum punkti sem mér finnst sem íbúar dreifbýlisins noti í mál- svarnarskyni að það séu tvær þjóðir sem byggja þetta land - þjóðin sem aflar - þeir - og þjóðin sem eyðir - við. Þetta er mál- flutningur sem mér finnst ekki fullkomlega réttmætur og lít raunar þannig á að dreifbýl- ingar séu að finna sér einn allsherjar blóra- böggul í okkur þéttbýlingum. En ef við hér á höfuðborgarsvæðinu stöld- rum nú aðeins við og lítum í eigin barm, þá hljótum við að sjá að við erum nú engir englar heldur, þótt við afþökkum þann vafa- sama heiður að gegna hlutverki allsheijar blóraböggulsins. Sægreifarnir, sem ég kall- aði í greinaskrifum mínum fyrr í sumar smákónga, við heldur dræmar undirtektir þeirra, eru talsvert lunknir í að snúa vörn í sókn. Þeir þurfa ekki að hugsa sig um, þegar gagnrýnd er offjárfesting þeirra í frystihúsum, fiskvinnsluvélum og fiskiskip- um, heldur svara að bragði: „Hver er að tala um offjárfestingu? Ert þú ekki Reyk- víkingur? Hefur þú farið um miðbæ Reykjavíkur og kannað hversu mörgþúsund fermetrar verslunar- og þjónustuhúsnæðis standa þar auðir? Var þörf á 40 nýjum versl- unum í þessari nýju Kringlu sem þið voruð að opna þarna fyrir sunnan? Er þörf fyrir þær glæsihallir sem þið hafið verið að reisa í Reykjavík fyrir fé reykvískra skattborg- ara? Nei, góða, líttu þér nær og þegar þú ert búin að kippa þessari tegund af offjár- festingu í liðinn, þá skaltu koma og ræða við okkur karlana, sem höfum gert þessa tegund offjárfestingar mögulega.“ Auðvitað hafa smákóngarnir mínir heil- mikið til síns máls, en þá komum við enn og aftur að flísinni og bjálkanum. Ef gagn- rýnin og umfjöllunin verður aldrei neitt annað en marklaust hjal um flísina í auga náungans, er þá ekki borin von að nokkurn tíma verði ráðist með réttum tólum og tækj- um í bjálkaflutninga? AGNES BRAGADÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31.ÁGÚST1991 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.