Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1991, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1991, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSIN.S 31.ÁGÚST1991 1 ' . ■ TERRANO OG PATHFINDER - FÓLKSBÍLL OG JEPPI v/...........:■ •■' .■■■■''■ - a : •s-r- Ýw fw&fti * -V* ’> ■ Jeppamir frá Nissan, Patrol og síðan Terrano eða Pathfinder eins og hann er líka nefndur hafa sótt í sig veðrið á íslensk- um bílamarkaði og eru þeir nú fáanlegir í talsvert mörg- um útfærslum nema hvað Patrol er ennþá aðeins fáan- legur með dísilvél. Ingvar Helgason hf. er innflytjandi Nissan bíla og í dag verður Terrano jeppinn skoðaður. Skýringin á tveimur nöfnum er sú að í Bandaríkjunum er hann kallaður Pathfinder en í Evrópu og á öðrum mörkuðum er Terrano nafnið not- að. Nokkur munur er á þessum gerðum, ekki mikill að vísu, og hafa þær báðar ver- ið fáanlegar hérlendis. Þessir jeppar kosta á bilinu 2,2 til 2,6 milljónir króna. Nissan Terrano er lögulegur jeppi og ekk- ert nýtískulegt eða frumlegt við hann. Útlín- urnar eru svona mitt á milli þess að vera ávalar og kantaðar og einhvern veginn finnst manni að hann sé mjög eðlilegur út- lits og hann eigi ekkert að vera öðruvísi. Framstuðarinn er nokkuð voldugur en lukt- ir fínlegar bæði að framan og aftan. Hann verður ennþá verklegri þegar grind er kom- in framan við vatnskassahlífina en hins vegar eru sílsarörin sem fáanleg eru ekki til prýði. Nú fjögurra hurða Að innan er búnaður og öll aðstaða með þægilegra móti. Á það við um sætin sem og útsýni og aðbúnað farþega og öku- manns. Sætin eru stíf og góð og framsætin stillanleg á alla kanta. Rýmið er gott til fóta og höfuðrými einnig nægilegt í aftur- sætum. Það sem eykur vinsældir Terrano eða Pathfinder frá og með síðustu árgerð að nú er hann fáanlegur fjögurra hurða sem ekki var áður. Um leið eru aftari hliðar- gluggarnir orðnir eðlilegir, þ.e. einn í hurð- inni og annar við farangursrýmið en ekki lítill fremri hliðargluggi og stór sá aftari. Svipur bílsins breytist að mínu mati til batn- aðar við þetta en hér er vissulega um smekksatriði að ræða. Afturhurðin er heill hleri sem opnast upp en hægt er einnig að opna aðeins gluggann upp á við og er það til mikilla þæginda. Mikill búnaður Terrano er fáanlegur með tvenns konar bensínvél: þriggja lítra, sex strokka og 153 hestafla véi eða 2,4 lítra, fjögurra strokka vél sem skilar 114 hestöflum og eru þær með beinni innsprautun, sú stærri með tölvustýringu. Dísilvélin er 2,7 lítrar, fjög- urra strokka og 94 hestafla túrbóvél. Sex strokka Terrano er með sjálfskipt- ingu og yfirgír eða með 5 gíra handskipt- ingu. Af öðrum búnaði má nefna aflstýri, samlæsingu á hurðum, rafdrifnar rúðuvind- ur, sóllúgu og dýrari gerðirnar eru einnig búnar hraðastillingu og ameríkugerðin einn- ig loftkælingu. Sama vél er í Pathfinder og Terrano en eigi að síður kemur fram munur á vinnslu. Hefur Terrano þar heldur betur en ameríku- gerðin og mun mengunarbúnaður þar ráða nokkru. Þessi munur er hins vegar ekki umtalsverður og hreint ekki ástæða til að láta hann ráða vali. Handskiptur Terrano er þó greinilega snarpari og liprari bíll en sjálfskiptur Pathfinder. Annar munur sem fram kemur á þessum gerðum er að evrópu- útgáfan leggur mun betur á en ameríkuút- gáfan. Fjöðrunin eru gormar að aftan en sneril- fjöðrun að framan og er hægt að ráða því hvort hún er stíf eða mjúk. Almennt má segja um fjöðrunina að hún hæfir bílnum vel og þótt ekki væri ekið með mikla hleðslu fannst að bíllinn er rásfastur og liggur vel á malarvegi. Þarf að venjast Við fyrstu kynni er ljóst að það tekur nokkra stund að venjast bílnum. Fyrst var sjálfskipta Pathfinder-gerðin prófuð. Eftir nokkrar ferðir í bæjarsnatti var komin nokk- uð góð tilfinning fyrir bílnum og víst er hann þægilegur í borgarskakinu. Ekki er hægt að hrósa útsýni um afturglugga en góðir útispeglar bjarga því sem á vantar en þetta er eitt atriði sem venjast verður til dæmis þegar menn eru að leggja og hagræða bílnum við þröngar aðstæður. Vinnslan er ágæt í sjálfskipta bílnum og enn betri er hún í þeim handskipta. Og skiptingin er þar sériega skemmtileg. Gírstöngin er há og góð og liggur í mjög þægilegri seilingaríjarlægð frá ökumann- sæti. Auðratað er milli gíra og þar er ekk- ert svigrúm og enginn losarabragur. Stöng- in rennur í sinn gír og situr þar óhögguð þar til hreyfa þarf við henni næst. Stýrið er einnig nákvæmt en það mætti næstum vera örlítið léttara. Tölur um eyðslu liggja ekki fyrir frá fram- leiðanda en Terrano eigendur hér segja hana í blönduðum akstri vera liðlega 14 lítra á hundraðið. Pathfinder er ákjósanlegur ferðabíll. Morgunblaðið/JúKus Nissan Pathfinder á stórum hjólbörðum og með spili og grind að framan - tilbúinn í næstum hvaða ferðalag sem er. Verðið Nissan Pathfinder/Terrano er að öllu samanlögðu áhugaverður bíll. Þegar öku- maður hefur tekið sér dálítinn tíma til að venjast honum er hann lipur og röskur. Fjöl- breyttur búnaður hans ætti að svara kröfum flestra sem vilja ferðast áhyggjulaust um allt vegakerfi landsins og eru reiðubúnir að mæta bensíneyðslu yfir meðallagi í borga- rumferð. Dýrasta gerðin af Pathfinder kost- ar kr. 2.622.000 staðgreidd en beinskiptan Terrano með minni vélinni má fá á um tvær milljónir. Með stærri vélinni kostar hann rúmar 2,4 milljónir króna. jt Sætin fá góða einkunn og höfuðrými ágætt sem og fótapláss. Hægt er að leggja fram hluta aftursætis til að drýgja farangurs- rýmið. Afturrúðuna má opna eina og sér upp á gátt en hler- inn opnast annars allur upp á við. Nokkuð hátt er undir Pathfinder og tiltölulega slétt. Lægst er undir hann við aftari drifkúluna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.