Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1991, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1991, Blaðsíða 8
París er þó einn- ar messu virði ein er borg borga. Þessi París. Man ég þig París minnar æsku vagga, orti ættskyldur maður mér, Þingeyingurinn Kristján fjalla- skáld, sem aldrei fór frá íslandi, og þótt hann yrði ástsæll með þjóð sinni og gæfi henni dýr- Þú ert aftur kominn til þessarar borgar sem kenndi þér svo margt, þar sem ofgnóttin ógnar í andlegum færum. Og þú verður að læra tækni til að koma því heim og saman sem þér má nýtast til að búa til skáldskap, list handa þinni þjóð. Rauða skeggið þitt er orðið hvítt. Þú gengur um sama svið, sömu götur og enn býður borgin þér hvarvetna sjónaratlæti, áfengar hugvekjur. EftirTHOR VILH J ÁLMSSON ar gjafir, þá fór hann aldrei frá íslandi og ærnar gáfur hans rættust aldrei að fullu; og dó að lokum í eymd og vesöld af brennivíni og sorg. Var þó lagið að gleðja aðra eins og sagan sýnir af brúðkaupsveisl- unni þar nyrða á hans slóðum í Norður-Þing- eyjarsýslu ekki alllangt frá Dettifossi, sem h ann ávarpaði í samnefndu Ijóði sem lýkur svo: Meðan sveit með sorgarhljóði syngur döpur af annarra ná í jórmunelfdum íturmóði yfir mér skaltu hlæja þá. Friðrik Guðmundsson sem flæmdist eins og fleiri til Vesturheims þar sem allsnægt- imar áttu að bíða þeirra sem hungrið var að drepa á íslandi, hann segir í minningum sínum frá því þegar boðsgestirnir biðu heima á bænum, og ekki komu brúðhjónin, og hvað getur dvalið brúðhjónin, og menn gerð- ust fáir og áhyggjufullir, þá gengur þung- lynda skáldið inn í hópinn með brostnar vonir duldar í djúpu geði, og tók að skemmta fólkinu og hafði ofan af því með slíkum til- þrifum að stundin leið svo hratt þar til allt í einu sást til brúðhjónanna sem komu svo ríðandi inn í Ijómann og gleðina sem skáld- ið hafði vakið, en hann reikaði einn niður eftir túninu. Man ég þig París minnar æsku vagga. Þetta syngur í hug manns á löngum göngum um þessa borg sem mér er engri lík. Það er nú alllangt síðan heldur ungur maður kom frá íslandi og stóð á öndinni því allstað- ar bar eitthvað að augum og eyrum, hvar- vetna var eitthvað svo stórt og mikið og honum ofviða að ná tökum á og skilja, og draumurinn vakti og þrá að ná svo miklum feng að hann gæti borið þeim og fært sinni þjóð en þú kemur engum erindum fram nema þú öðlist tækni. Eg vona að sú tíska sé fokin burt þegar það kom upp meðal sumra sem kölluðu sig listamenn að það væri eiginlega best að vita sem minnst, læra ekkert til þess að haldast óspilltir, hætta ekki á að verða fyrir áhrifum af neinu stóru. Á ég að þora að segja að þá sé mest hættan á að drukkna eða kafna í sínum eigin skít? Jæja, tölum ekki um það. Þú ert aftur kominn til þessarar borgar sem kenndi þér svo margt, þar sem ofgnótt- in ógnar í andlegum færum. Og þú verður að læra tækni til að koma því heim og sam- an sem þér má nýtast til að búa til skáld- skap, list handa þinni þjóð. Rauða skeggið þitt er orðið hvítt. Þú gengur um sama svið, sömu götur og enn býður borgin þér hvar- vetna sjónaratlæti, áfengar hugvekjur. Ég ætla ekki að tala um söfnin nú, ekki um leikhúsin nú, ekki um hljómleikana, allt þetta sem býðst alla daga. Enn rennur Signa söm sem fyrr nema hún hefur breytt um lit, hún er orðin svo menguð en fögur sem fyrr. Á kvöldin sigla glyslýstir prammar með japanska ferða- menn í torfum sem allir taka myndir á sömu stöðum af því sama, þýska karla og kerling- ar í flóandi holdum sem þegja allir meðan leiðsögumaðurinn flytur þeim staðlaðan fróðleik og staðlaða fyndni og hlæja allir í senn, og hugsa sér að gott væri að hafa eina krús af öli og Mutters Bratwurst. Og þú heyrir í gjallarhorninu en þú reikar hugsi yfír brúna og hafðir stansað til að hlusta á manninn sem stóð hinum megin á brúnni einn og flestir gengu framhjá, og hann var að spila Bach á flautuna sína. Og sjálfur stendur þú hinum megin og þykist vera að horfa í öndverða átt og þiggur tónlistina frá þessum manni sem stendur með flautuna sína hinum megin á brúnni. Þar til þú ert sviptur leynd 'þinni af skæru ljósinu frá bátnum þar sem byrðingurinn er skarðaður flennibirtunni sem virðist hörð í mýkt kveldsins. Og hvell rödd ristir sundur töfr- ana sem þér höfðu áskotnast og þú leggur á flótta. En bjarminn frá þessum bátum hann er annar þegar hann kemur á vegginn sem þú sérð út um gluggann þinn í íslensku vinnustofunni kenndri við Kjarval sem kenndi okkur að sjá landið okkar. Þá kemur bjarminn frá bátnum sem fer um Signu Útivistarsvæði nærri Forum. fyrir neðan og hinum megin við vegginn. Og þú snýrð baki við Signu í þessari stóru stofu þinni þar sem þér leyfíst að vera gest- ur um sinn í Kstaborginni Cité des Arts. í þessum stóru byggingum er urmull af samskonar íbúðum og fólk frá öllum þjóðum heims, hver að starfa að sinni list. Allar stundir berast tónarnir frá þeim sem eru að æfa sig eða semja tónverk. Og í minni stofu stendur ennþá píanóið frá því hér voru vinir mínir Atli Heimir og Ingibjörg kona hans. íslendingum veitast tveir mánuð- ir hveijum í senn. Aðrar þjóðir eiga margar vinnustofur eins og Norðmennirnir sem fá heilt ár hver, eins og Kjell Pahr Iversen frá Noregi sem oft kom mér á óvart og varð mikill vinur minn. Skarpgáfaður og víðmenntaður maður sem bjó tveim hæðum fýrir ofan mig; og málar myndir sem leita hátt og rista djúpt, hnitmiðaðar í byggingu og búa yfír litglaðri og bjartri dul. Þessi maður hefur þekkt mikið myrkur, og notar styrk sinn og gáfur til að reyna að skapa birtu. Hann gælir ekki við myrkrið sem hann þekkir en neytir þess sem hann á til þess að láta ljós flæða yfír okkur. í því sem hann er að mála um þessar mundir ríkir guli liturinn, og aðrir litir eru sveigðir til að hlýða honum með fjölbreyttri hrynjandi sem er tamin í innri baráttu ög átökum við frumöfl. Þetta er hlýr maður og furðu vel heima á alþjóðlega vísu í bókmenntum og menningu. Sem ekki verður sagý að ein- í Luxemburgargarðinum. Lengst til vinstri: Höfundur minnir á Flaubert og Madame Bovary. í miðju: Við styttu af skáldkonunni George Sand og til hægri: Hugsað til Baudela- ire. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.