Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1991, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1991, Blaðsíða 9
 * kenni Norðurlandamenn umfram aðra. Nema það værum við íslendingar sem erum af Melkorkuættinni sem eigum þá óstýrilátu forvitni sem seilist um allan heiminn. Kannastu við Svavar Guðnason, segi ég við Kjell. Hann lítur snögt á mig með sínu einkennilega bliki í andliti sem skemmdist þegar hann var átta ára: Hann er meistari. Þegar Kjell var átta ára var hann með jafn- aldra sínum að leik. Sá steig á jarðsprengju og tættist í sundur og blóði og tutlum rigndi yfir Kjell sem sjálfur slapp með andlits- skemmdir. Það hefur mörgum lakari manni staðið til boða að halda sýningu á íslandi heldur en vini mínum Kjell frá Rogalandi og mér finnst ég finna til nokkurrar frænd- semi við hann. Og svo sit ég einn daginn og borða á litla staðnum hjá vinum mínum frá Túnis sem er kallaður Salon de The og horfí mót Signu. Þeir eru tveir, annar mjög dökkur á hörund og hinn stór og mikill og blíðlegur á svip, kaffibrúnn þegar búið er að láta svolitla mjólk út í. Viðmótshlýir menn í litlum sal þótt að vísu sé kjallari undir ef allt í einu kæmi flóð af gestum sem mun sjaldan. Þetta eru góðir drengir. Og einn daginn er ég orðinn einn eftir að borða hjá þeim og þá kemur inn undarlegur mað- ur beint út úr bók eftir Dostojevskí. Kannski er hann út einni af fyrri bókunum hans. Og þó. Hann gæti verið í persónuhafi þess- ara stóru bóka eftir Dostojevskí, sem síðar komu eftir að sá hafði verið átta ár í Síberíu sem fangi. Mikið er þessi maður dapur og einn. Hann hneygir höfuðið og veltir vöngum með úfíð hár og þambar vatn eins og það væri vodka. Nokkrum dögum síðar er ég í forstofunni þar sem myntsíminn er. Því þú getur ekki hringt út úr þinni eigin stofu né neinum íbúðum í þessu húsi. Það er bara hægt að hringja innanhúss og svo til þín. Þú verður að fara í almenninginn og bíða eftir þeim sem eru að ljúka sér af og svo er kannski komin biðröð fyrir aftan þig þegar þú kemst sjálfur að, og það þykir mér að vísu nokkur galli á gjöf Njarðar. Eða fara í símabyrgi úti á götu og þar dryn- ur umferðin. Og þá kemur þessi sorglegi maður og segir: við höfum hist áður. Og tökum tal saman og sögðum til heimilis í húsinu. Daginn eftir er ég að dunda mér, er hann þá ekki kominn þessi sorglegi Finni með Kalevala í sér, Vainamöenen og þytinn úr skógunum kringum vötnin þúsund og sellótónana. Hann situr og teygir höfuðið og segir mér með mikilli hægð frá því að það sé mikið rússneskt blóð í sér, og sé frægt ljóðskáld, gaf mér ljóðabók eftir sig á finnsku, sýndi mér ljósmyndir af málverk- um sínum og sagðist hvorki reykja né drekka. Mér fannst ég skynja að það væri mikið á bak við þetta dapra fas. Síðan seg- ir hann: má ég taka í hlóðfærið hjá þér, og sat svo allan daginn og spilaði. Það gerði hann vel, og spilaði mikið Chopin. Og J.S. Bach inn á milli og lét mig heyra svolítið Mozart inn á milli þegar ég bað hann þess. Og svo kom meiri Chopin. Þannig leið dagur- inn. Ég reyndi að dunda mér samt og verð að játa að ég var farinn að bíða eftir því að konsertinn væri búinn þótt góður væri, og þörf mannsins einlæg og hrein. Ekki leist mér á blikuna þegar sama gerðist dag- inn eftir; þótt maðurinn spilaði fallega. Meiri og meiri Chopin ailan þann dag. Á píanóið sem ég erfði eftir Atla Heimi. Hann sat og grúfði sig yfir píanóið í svörtum sjól- iðajakka "frfeð" 'úfið' harið 'ög ánðlitið váf stundum næstum komið niður á nóturnar eins og hann hyggðist slá stakan tón með nefbroddinum milli handa sér sem flugu yfir nótnaborðið í Etýðu eftir Chopin. Ég verð að játa að ég var nú orðinn nokk- uð smeykur þegar hér kom sögu að þessi sorglegi Finni með rússneska blóðið og tengslin við Dostojevskí, eða var það kannski saga eftir Anton Tsjekov, kom hann kannski þaðan? Að hann myndi koma á hveijum degi og sitja við hljóðfærið hjá mér og spila og ég lenti sem gísl í músíkinni hjá honum, fangi einsemdar hans. En það fór allt á besta veg. Hann náði sambandi við vin minn Kjell og heimsótti hann þar sem allt var í einskon- ar hvirfilbyl lit og birtu. Hann situr þarna sorgþrungnasti maður um borð, meðan Kjell málar, og segir ekki neitt og drúpir höfði og fer djúpt og segir eftir langa þögn og horfir á málarann sem aldrei getur verið kyrr með seimdreginni röddu: You are a very serious person, segir hann: Þú ert mjög alvarlegur maður. Þegir enn og höfuðið sígur og rís aftur upp: But I like jokes, I like funny things. En ég er svo mikið fyrir skrýtlur. Og svo fer laufið að slitna af tijánum, eitt og eitt. Og það hrynur og fýkur eftir gangstéttunum, eftir götunum. Þú tekur upp blað og blað og gengur um borgina sem er þér svo kær og hefur gefið þér svo mikið, með eitt laufblað í hendi sem þú berð fyrir þér eins og það væri lítill fáni eða veifa í minningu þess sem var, þess sem er og hlýt- ur að líða hjá. Eins og allt fer. Páll Ólafsson orti: Og fleiri féllu sem við hefðum vilja halda í. Leikkonan Delphine Seyrig í Marienbad myndinni eftir Resnais sem líka var með í Bunuelmyndinni: Hinir hógværu töfrar borgaranna, og í þessarri kvikmynd sem ætlaði aldrei að enda eftir þá belgísku Ac- kermann, þar sem verið var að bursta skó í tuttugu mínútur, og hvernig hefði verið hægt að þrauka svo lengi undir þeirri mynd 'ef ekki hefði verið Delphine Seyrig; þar sem fegurð hennar ljómaði af vitsmunum. Vínsali og heimspekingur í gyðingahverfinu í París. A neðri myndin er kankvís kona vínkaupmannsins. Nú hefur kólnað. Þá harðnar nú í ári hjá öllu þessu húslausa fólki sem býr á göt- unni. Þá er helst að finna sér stað á rist yfir neðanjarðarlestinni, Metro, þar sem leggur yl upp þaðan, yl upp úr iðrum borgar- innar. Éinu sinni opnuðu þeir þó Metrostöðv- arnar fyrir útigangsmenn. Þá var frostið svo hart, mun hafa farið niður í tuttugu stig og þá dóu svo margir, þá var þessu fólki hleypt niður svo það gæti sofið þar. Annars eru þeir vaktir og reknir út. Þetta fólk helgar sér einhvern stað á götunni. Ekki langt frá listaborginni voru maður og kona á dýnu dag og nótt með einhveijar reytur sínar og flösku af ódýrasta víninu sem kostar fimm franka. Þau voru alltaf Ellin hallar öllum leik er því valla að státa Hún mun alla eins og Bleik eitt sinn falla láta. Fleira fellur en laufið; og flest er fall- valt. Vindurinn feykti laufinu burt. Trén standa nakin í birtu vetrar, og vindurinn verður svalur. Einn dagin gerist undur: Snjór í París. Það hefur orðið mannfall meðal listamanna. Fólk sem hefur hrært við þér á einhveijum tímum á þinni löngu leið. Nú síðast Thaddeus Z. Kantor sem kom til okkar á listahátíð og gaf okkur svo mik- ið, og var svo glaður í Reykjavík með okkur íslendingum, fór það orð af honum á undan að hann mundi svo erfiður maður, og kviðu sumir sem áttu að skipta við hann og ann- ast. Hann er svo erfiður, hann er víst svo erfiður. Eins og það væri eitthvað skrýtið þótt mikill sköpuður, mikill listmaður með eld í æðum sé erfiður. Og svo reyndist maðurinn svo ljúfur þó að vísu væru stund- ir þegar á reyndi að umbera snillinginn sem var allt í öllu í sínu sköpunarverki, og var með því merkasta sem hefur gerst í leik- húsi aldarinnar, hann var demiurge, höfuð- Efri myndin: Útilegumaður í miðri París, sofandi á rist yfir neðanjarðarlest - og borgarmúgurinn streymir hjái. Neðri myndin: Select, veitingahúsið fræga á Montparnasse. Hemingway nefnir það í skáldsögu sinni, The Sun AIso Rises. íslendingar hafa löngum verið hagvanir þar. smiður sem alit tók úr sjálfu sér, meistari sem margtöfraði þá sem með honum unnu og hefði ekki unnið með honum þetta gáfaða fólk úr ýmsum áttum nema af því að hann gaf þeim af anda sínum og sársauka og geðfjöri það sem það vissi að það gæti hvergi fundið annars staðar og lét það lifa ævintýrið að verða allt í einu stærri sjálfum sér og þjóna einhveiju eins og það væri heilagur málstaður, og enginn var einn í þessum leikundrum nema sá sem vakti það allt, snillingurinn. Og í þessu leikhúsi, þess- ari leiklist eða hvað eigum við kalla það var dauðinn aldrei ijarri, þessi eina staðreynd sem enginn getur hafnað. Allir íslendingar muna hvað Þorir Jökull orti: Upp skalt á kjöl klífa Köld er sjávar drífa Kostaðu hugann að herða hér muntu lífit verða Skafl beygjattu skalli þó skúr á þig falli Ast hafðir þú meyja Eitt sinn skal hver deyja Er furða þótt mikill listamaður geti aldr- ei hætt að hugsa um dauðann sem lifði þessi stríðsár í Póllandi þegar engin þjóð nema Rússar þjáðist almennt eins mikið né hlaut aðrar eins búsiijar og hörmungar eins og þeir. Og gyðingur þegar gyðingar voru píslavottar sem átti að þurrka út með öllu samkvæmt með vísindalegum ráðagerðum og áætlunum og tækni. Síðar urðu þeir sem eftir lifðu herraþjóð sem beitir aðra ofbeldi og níðist á smælingjum. Kantor var ljúfur og glaður í Reykjavík. Reykjavík, sagði hann: Hún er eins og Wiepole. Þorpið þaðan sem hann kom. Einn daginn sat hann í leik- húsinu, og allur flokkurinn snerist í kringum hann, og allir í leikhúsinu snerust í kringum hann og allir vissu að hann var ekki eins og aðrir menn, heldur einstakur snillingur og höfuðsmiður sinnar listar þar sem allar listgreinar runnu saman, og hann sat og keðjureykti og sagði: Ég er orðinn gamall, enginn hugsar um mig. Við sem nutum hans gleymum honum ekki. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31.ÁGÚST1991 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.