Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1990, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1990, Side 13
LESBOK M O R G U N B L A Ð S I N S 6. JANÚAR 1990 1HRD4BIÁD LESBÓKAR Vetrarferðir Guðjón M. 0. Komið að Hvítárnesskála. Hver árstíð hefiir sína töfra og veturinn hefiir þá í ríkum mæli sem sífellt fleiri kunna að meta til útiveru. Fyrir marga er veturinn raunar uppáhaldstími til ferðalaga og útiveru. Veturinn var einu sinni tími skíðamennsku eingöngu, en margra annarra kosta er völ í ferðum Ferðafélags Islands sem lesa má um í nýútkominni ferðaáætlun. Skíðagönguferðir skipa að sjálfsögðu veglegan sess, aðallega frá febrúar og fram í apríl. Allstór hópur fólks lætur sig ekki vanta sunnudag eftir sunnudag þetta tímabil, en Skálar Ferðafélagsins í Landmannalaugum. þessi hópur mætti vera miklu stærri. Þeir sem eru komnir í góða æfingu taka þátt í ferðum er hefjast kl. 10.30, en þeir sem vilja styttri skíðagöngur koma í ferðir kl. 13. Þær síðarnefndu henta einmitt vel byijendum í gönguskíðaíþróttinni. Vinsæl- ustu gönguleiðirnar eru á Blá- fjallasvæðinu, við Hengil og á Mosfellsheiði. Skíðaferðir verða alla sunnudaga frá 4. febrúar til og með 8. apríl og bæði fyrr og lengur ef snjólög og áhugi leyfir. Aðrir sem ekki stunda skíða- ferðir þurfa þó aldeilis ekki að sitja hreyfingarlausir heima hjá sér því skipulagðar eru göngu- ferðir bæði um láglendi og fjöll. í boði eru nýjungar sem rétt er að líta á nánar. Ein af fyrstu dagsferðum árs- ins er Þingvallaferð sunnudaginn 14. janúar þar sem tækifæri gefst til að skoða þennan mesta sögustað okkar að vetrarlagi og Milli Stóra. og Litlaenda. Valal„#kur , ,,alsý„ jafnframt verður helgistund sem séra Heimir Steinsson þjóðgarðs- vörður mun sjá um. Verferðir eru nafn á ferðaröð til kynningar á gömlum ver- stöðvum og verður fyrsta ferðin farin til Grindavíkur. Verferðirn- ar verða alls 5 á árinu. Önnur ferðaröð sem byrjar í vetur nefn- ist „fjall mánaðarins“ og hefst hún með gönguferð á Stóra- Bolla í Grindaskörðum sunnu- daginn 18. febrúar. Það er ágætt að byija á lægri fjöllunum í vet- SJÁ NÆSTU SÍÐU Ferðafélagsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.