Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1990, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1990, Blaðsíða 11
I Iowa er með frjósömustu löndum veraldar og þar er býli við býli. Fótboltakappleikur í aðsigi í lowa City og allir klæddir ein- kennislitum skólaliðsins, gulu og svörtu. íþróttir sem helgiathöfn og sameining- artákn: 60 þúsund áhorfendur í 60 þús- und manna borg. Miðarnir uppseldir mörgum vikum fyrir vertíð. varða. í háskólanum hérna, sem er um sex sinnum stærri en Háskóli íslands, fær mað- ur til að mynda einatt mun persónulegri meðhöndlun en í hinu kaldranalega háskóla- umhverfi á Melunum. Prófessorar virðast almennt metnaðarfyllri en heima og bera meiri virðingu fyrir starfi sínu. Iowa er heldur ekki eins afskekkt og margir ætla. Frá eystri fylkismörkum er einungis þriggja tíma akstur til Chicago, sex tímar til Minne- appolis og Kansas City, svo dæmi séu nefnd. En menn skyldu ekki halda að hægt sé að njóta útsýnis á leiðinni. Það er í mesta lagi að menn sjái ávalar hæðir og bóndabæi (Iowa-búar harðneita því að fylkið sé flatt, þótt þar sé ekkert sem getur kallast fell, hvað þá meira). Jafnvel þótt maður beygi út af hraðbrautunum og fari sveitavegi sér maður ekkert meira, nema kannski stöku þorp og bæi sem hafa yfirleitt þennan sér- Fjölbýlishús n Seltjarnarnesi, Arkitektar: Ormar Þór Guðmundsson og Ornóltúr Hall. Dæmigerður smábær í miðvestrinu. KúrekastíIIinn leynir sér ekki en byssuhasar- inn er á bak og burt og íriðsældin ofar hverri kröíú. staka bandaríska heimóttarsvip. Gefi maður sér tóm til að stansa og taka menn tali getur maður hins vegar gert því skóna að verða ekki hunsaður. Menn bera höndina upp að derhúfunni, sem alltaf er á sínum stað, og svara spurningum af einurð og ein- lægni með sínum hæga miðvesturhreimi. Og mjög líklega spyrja þeir svo hvað í ósköp- unum Islendingur sé að gera inni í miðju Iowa. Að skilnaði eru þeir vísir með að leysa mann út með gjöfum — derhúfu! íslendingar halda gjarnan að hvergi _sé talað eins mikið um veður og uppi á ís- landi. En veðrið þykir ekki síður umtalsvert hér en á Íslandi. Og það er kannski helst veðurfarið sem er afgerandi í Iowa. Þar er bæði miklu kaldara og miklu heitara en á íslandi. Og það er nánast annað hvort eða. Annað hvort er maður með frosinn hor elleg- ar maður er við að leysast upp í hita og raka sumarsins. Hins vegar gerir nánast aldrei neinn vind, þótt Iowa-búar fjargviðr- ist einatt yfir vindi, en það er bara af því að þeir hafa aldrei komist í kynni við al- mennilegt rok. Þó skal viðurkennt að stöku sinnum ríða illkvittnislegir stormsveipir yfir og svipta burt hveiju sem á vegi þeirra verður. Vofi slíkar náttúruhamfarir yfir eru menn varaðir við með linnulausi sírenuvæli og hafa þá sumir íslendingar spurt sig hvort það væri eiginlega „eldur í Kaupinhafn“ — meðan innfæddir leituðu skjóls í kjöllurum. Undirritaður blekbóndi var eitt sinn úti að versla í dumbungsveðri og skildi ekkert í því af hveiju allt fólkið hópaðist skyndilega inn að miðju verslunarinnar. Eg notaði tæki- færið og kannaði annes búðarinnar og þótti í meira lagi undarlegt þegar ég var sóttur og beðinn að fara inn í mitt hús. Síðar komst ég að því að strókurinn hafði verið að spóka sig skammt frá versluninni. Annar íslend- ingur ákvað að nota tímann til að þvo með- an sírenuvælið stæði yfir. En þegar hann kemur niður í þvottahús klyfjaður sínu óhreina taui er þar þétt setinn bekkurinn af skelfdum Iowabúum. Já, það er alltaf hægt að finna eitthvað til að gera veður út af, en í Iowa lægir sem betur fer fiesta storma fyrr en varir. Stund- um áður en þeir hefjast. Langholtskirkja að innan. Arkitekt: Hörður Bjarnason. J LESBÓK MORGUN8LAÐSINS 6. JANÚAR 1990 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.