Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1990, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1990, Blaðsíða 15
Vetrarfrí í sól og snjó Beint flug til Salzborgar í vetur Fyrir nokkrum árum hefði þótt óhugsandi að fara í vetr- arírí til Austurríkis. En núna eru þetta vinsælar ferðir fyrir þá, sem vilja sameina holla hreyfingu, útivist og hvíld í fríinu. Allt frá því að Flugleiðir hófu áætlunarflug til Salz- borgar hafa fjölmargir far- þegar flogið frá íslandi og Bandaríkjunum í vetrarfrí til Austurríkis. í vetur hefst beint flug til Salzborgar 20. janúar fram til 17. mars. Vikuferð er hægt að framlengja í tvær til þijár vikur. Gististaðir eru í mörgum verðflokkum til að gefa sem flestum kost á vetr- arfríi. Rétt er að leiðrétta þann útbreidda misskilning að vetr- arfrí í Austurríki sé aðeins fyrir skíðasnillinga. fjölmarg- ir, í öllum aldursflokkum, hefja skíðaferil sinn í vetr- arfríi í Austurríki, undir leið- sögn færustu kennara. Nokkr- ir láta gönguskíðin nægja. Aðrir láta skíðin eiga sig, en njóta töfra landslagsins, í snjó og sól, ef veðrið og snjórinn leika við þá. Og enginn er svikinn af mat og drykkjar- föngum í Austurríki. Farar- stjórar eru þau Ingunn Guð- mundsdóttir og Rudi Knapp, sem eru mörgum íslenskum ferðamönnum að góðu kunn. • Vikan ■ í Austurríki er frá 43.700 kr. í Bergstallerhof í Kitzbuhl. Frá 40.200 kr. í Landhaus Heim í Mayrhofen og 39.400 kr. í Lindentaller í Zell am See. Ferðir, gisting og morgunverður innifalin. Fyrir þá sem vilja aka á milli staða býðst flug til Frankfurt og bílaleigubíll. Nýja Sjáland fegnar afinæli Nýja Sjáland er 150 ára á þessu ári. í borginni Auckland eru hátíðahöld til að minnast samveldisaðildar og þar verða 14. „Samveldisleikarnir" haldnir. Hátíðin stendur hæst frá 24. janúar til 6. febrúar. A sama tíma stendur yfir fimm vikna menningarhátíð í borginni. Meðal annars er sýning á listmun- um maoríanna og keppni í pólýn- esískum knattleik. Búist er við fjölmörgum áhorfendum á leik Suðurhafseyjaskeggja, sem leika harðan hornabolta með undirleik trumbusláttar. Hápunktur hátíða- haldanna er sigling 14 barkarbáta inn í Eyjaflóann, „Bay of Is- lands“, en gömlu sjóferðabátarnir eru svo heilagir að þeir hafa ekki verið sýndir fyrr opinberlega. Barkarbátarnir með 150 ræðurum hver fluttu áður maoríahöfðingj- ana, sem komu til að undirrita Waitangi-samninginn og gildis- töku samveldsins. Og á meðan skip og barkarbát- ar safnast saman í höfninni, klæð- ast maoríahöfðingjar dýrmætum fjaðraskikkjum og veifa útskom- um bardagakylfum. En afkom- endur bresku innflytjendanna klæðast viðhafnarklæðum her- sveita Viktoríu Bretadrottningar. I samræmi við eignarhald mao- ríanna á Nýja Sjálandi, mun Elísa- bet Bretadrottning ekki sofa í landi heldur um borð í hinni kon- unglegu snekkju. En drottningin heiðrar hátíðahöldin með nærvem sinni. Spánn: Miklar rigningar Mestu rigningar í 30 ár hafa gengið yfír vesturhluta Miðjarð- arhafs og Spánarstrendur voru regnbarðar í nóvember og des- ember. Ferðaþjónustufólk á Costa del Sol býst við hinu versta, en bókanir þar yfír jól og nýár duttu niður um 70%! Þetta fylgir í kjölfar mjög erf- iðrar „ferðamannavertíðar“ í sumar, en um 20% færri ferða- menn komu þá til Costa del Sol. Þó að yfirmenn ferðamála hiki við að gefa út yfirlýsingu, þá hafa spönsk stjórnvöld lýst yfir neyðarástandi á ferðamanna- stöðunum. Verst er ástandið á Malaga, Fuengirola og Torremol- inos, þar sem vegir og hús hafa skolast út í sjó og tjónið metið á milljarða. Spánska stjórnin er ' þegar búin að ráðstafa milljónum í neyðarhjálp fyrir endurupp- byggingu á svæðunum. En rign- ingarnar hafa þó eitt já- kvætt í för með sér. Þær hafa byggt upp vatnsforðabúr Costa del Sol fram til 1995! Ferðamenn róta í fortíð eskimóa! Safiivörður í Uummannaq er hræddur að með vaxandi áhugi á Grænlandi, göml- um grafhýsum og mannabústöðum, komi ný tegund ferðamanna, grafarræningjar! I Uummannaq áttu menn ekki von á auknum ferða- mannastraumi fyrr en næsta ár. Þá yrði búið að kynna jóla- dagatal barnanna ,jólasvein- ana í leit að jólamanninum í Uummannaq“ og nýja hótelið fyrir öllum heiminum. En fjölgun ferðamanna varð fyrr en von var á! Ferðamannastraumur í Uummannaq er mikill þegar safnvörðurinn hrópar upp yfir sig kl. 10 að morgni í miðri viku: „Nú hafa þegar 14 gestir heim- sótt safnið — og Diskó (rauða farþegaskipið) ekki í höfn! Hvað- an koma allir þessir ferðamenn“? Um leið lýsir hann áhyggjum yfir úttroðnum bakpokum ferða-’ manna, sem eru að koma úr gönguferðum. En í nágrenni Uummannaq eru verðmætar fornminjar. Þar finnast rústir eldri hýbýla og gamlar grafir með mörgum álitlegum hlutum, sem eskimóar tóku með sér í gröfina, til dæmis forn veiðar- færi. Ferðamenn komast víða að fornminjum utan grænlenskra byggða. Þeir róa í kajökum og fljúga með þyrlum. í sumar kom Ferðamenn eru að verða algeng sjón á götum Uummannaq Fundur eins og þessi, af barns- líki frá 14. öld, kyndir undir ferðamannastraum til Græn- lands, en freistar líka grafar- ræningja. farþegaskipið, World Discover, til Uummannaq með 130 far- þega. Hluti þejrra var staðinn að því að bijótast inn í grafhýsi, þó að fjórir leiðsögumenn fylgdu ‘Ummannaq . fólkinu. Nú standa Grænlending- ar frammi fyrir því, hvort þeir eigi að tæma grafimar og setja fornminjar á grænlensk söfn, áður en þær komast í hendur grafarræningja og dreifast út um heim. Á móti kemur hversu mikils virði það er að geta séð söguna í sínu rétta umhverfi. Grafirnar eru líka helgistaður margra Grænlendinga, sem vilja ógjarnan sjá þær tómar. Erfitt er að hafa eftirlit með öllum ferðamönnum. Flestir ganga með virðingu um grænlenska helgistaði. Aðrir álíta að allt sé leyfilegt og allt sé hægt að gera á Grænlandi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. JANÚAR 1990 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.