Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1990, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1990, Blaðsíða 2
Subaru Legacy með skotti. Morgunblaðið/Þorkell Faremgursrýmið er nægilegí í skut- bílnum og undir því er varahjól. Hægt er að draga mottu yfír farangurs- rýmið. Mælaborð er vel úrgarði gert og nku- lega búið. B Æ 1 L A R LEGACY - nýr Subaru frá grunni Legacy heitir nýi bíllinn frá Subaru sem kynntur hefur verið hérlendis nú í haust og tekur við af fyrri gerð- inni sem þó verður fáanleg eitthvað áfram. Legacy hefur síðustu mánuðina fengið góðar móttökur allt frá því hann var kynntur á alþjóðlegu bíla- sýningunni í Frankfurt. Hér er um að ræða algjörlega nýjan bíl og breyttan, sem fáan- legur er í ýmsum gerðum, m.a. er völ á tveimur vélarstærðum, háu og lágu drifi, hann er með sítengdu aldrifi og verðið á bilinu 1.369 þúsund krónur upp í 1.849 þúsund kr. Legacy Wagon er skutbíllinn nefndur en hin gerðin er Legacy Sedan. Útlit bílsins er allmikið breytt og er hann nokkru stærri en gamla gerðin. Hann er breiður, belgmik- ill og verklegur bfll. Framendinn er lágur én afturendinn rís nokkuð upp á við. Hom eru ávöl og framljósin eru felld inn í fram- hornin og grillið er aðeins mjó ræma. Öll hom eru ávöl svo og stuðarar, farþegarým- ið, allt er þetta straumlínulagað og gert til þess að kljúfa vindinn mjúklega. Er hann því lítið skyldur hinum kantaða forföður sínum sem þó hefur náð miklum vinsældum hérlendis. Hljóðlátvél Skutbíllinn er 4,6 metra Iangur, 1,69 m breiður og hæðin er 1,42 m eða 1,48 m. Lengd milli hjóla er 2,58 m. Fólksbíllinn er örlítið styttri, jafn breiður og heldur lægri. Vélin er einnig algjörlega ný, 16 ventla og í stærðunum 1800 eða 2.200 rúmsentimetr- ar, 103 eða 136 hestöfl. Hún er hljóðlát og í stærri gerðinni sem prófuð var eru bæði viðbragðið og krafturinn með ágætum. Um leið og sest er upp í Legacy sést líka að þar er allt orðið nýtt. Má kannski segja að mælaborðið sé orðið hefðbundnara. Hraða- og snúningshraðamælar eru beint fram af stýrinu og til hliðar hita- og bensín- mælar. Hægra megin eru svo stillingar fyr- ir loftræstikerfið sem er mjög öflugt. Er miðstöðin fljót að hita bílinn og blása burtu raka af rúðum. Fyrir neðan miðstöðvarrof- ana er síðan klukka og rými fyrir útvarp. Þá er útsýni um stórár rúður gott. Hafi sætin verið góð í fyrri gerðinni hafa þau enn batnað hér því þau veita mjög góðan stuðning. Bakið í framsætunum er stíft og gott fótarými afturí sem frammí. Hæðin á ökumannssætinu er stillanleg eins og var í eldri gerðunum og er það góður kostur. Á fólksbílnum má segja að háir menn stijúki höfðinu upp undir, ekki síst á þeirri gerð sem hefur sóllúgu en nægilegt rými er á skutbílnum. Farangursrými er með ágætum og hægt er að fella niður hluta af baki aftursæta til að auka það. Aksturinn Fljótsagt er að Legacy Sedan með sjálf- skiptingu er mjög skemmtilegur í akstri. Prófaður var bíllinn með stærri vélinni sem gefur bílnum gott viðbragð og lipurð. Skutbíllinn er eins og sjá má nýr og gjörbreyttur. Stýrið er létt og nákvæmt en bíllinn var búinn hvimleið- um nagla- hjólbörð- umsem rýra alltaf aksturs- eiginleika við venju- legar að- stæður eins og var vik- urnar fyr- ir jól á þurru borgar- malbik- inu. Ekki var tæki- færi til að reyna Hanskahólf og fleiri hirslur bílinn ut- koma í góðar þarfír. an mal- biks og ekki var heldur hálka þannig að naumast reyndi á aldrifið. Það er þeim eiginleikum búið að átakið færist milli hjóla eftir því sem spyrnan er best. Skynj- arar nema viðbrögð á bensíngjöf, hraða bflsins og snúningi fram- og afturhjólanna og koma boðum í tölvubúnað sem stýrir átakinu. Þá er fjöðrunin mjúk og diska- hemlamir léttir. Samanlagt gefur allt þetta Legacy mjög góða eiginleika. Hér er á ferðinni rásfastur, lipur, kraftmikill og rúmgóður vagn og vel búinn. Þá er verðið einnig talsvert fjöl- breytt. Fólksbíllinn er til í gerðunum 1800, 5 gíra með aflstýri, raflæsingu og raf- magnsrúðuvindum og kostar þá 1.396 þús- und en sé hann tekinn með 2200 vélinni er verðið komið í 1.638 þúsund krónur. Skutbíllinn kostar frá 1.439 þúsund krónum, þ.e. með minni vélinni og nærri 90 þúsund til viðbótar sé hann tekinn með sjálfskipt- ingu. Skutbíllinn með stærri vélinni kostar 1.702 þús. kr. beinskiptur og 1.849 þús. kr. sjálfskiptur. Ljóst er því að greiða verður allhátt verð fyrir Subaru Legacy. Hann hangir á svipuðu róli og Citroen BX með aldrifi, en er heldur dýrari en aldrifna Corollan frá Toyota. Á margan hátt eru þessir þrír bílar sambærilegir, vel búnir og fjölhæfir fólksbílar hver með sín sérkenni. jt U M F E R Ð 1 N Er þetta séríslenzkt fyrirbæri? Dágóður fjöldi íslenzkra ökumanna hefur nú orð- ið reynslu af því að aka erlendis, einkum í lönd- um Vestur-Evrópu. Bflaleigubíllinn er orð- inn snar þáttur í ferða- máta íslendinga og und- antekningalítið gengur mönnum þessi akst- ur vel, jafnvel í stórborgum og á fullkom- lega ókunnum slóðum. Sá er þetta ritar hefur bæði ekið í Bandaríkjunum og flestum löndum Vestur-Evrópu og tekur undir það með fjölmörgum öðrum, að þessi alkunni, íslenzki geðþóttaakstur virðist nánast óþekktur þar. Hvar- sem er gengur umferð með greiðum og jöfnum hraða, nema kannski á þýzku hraðbrautunum, þar sem ökumenn á hraðskreiðum bflum láta sannar- Iega gamminn geisa. En það kemur ekki að sök; þeir sem kjósa minni hraða, halda sig hægra megin. Aldrei kemur fyrir, að neinn fari að dóla í rólegheitum á akreinun- um vinstra megin, en hér er algengt að ökumenn séu í hægagangi vinstra megin og þeir sem vilja halda uppi eðlilegum um- ferðarhraða, verða þá að fara öfugu megin framúr. Yfirleitt þýdir ekki neitt að blikka ljósum á þessa umferðarskussa; þeir vita ekki hvað það táknar og stanza þá kannski alveg, því þeir halda að maðurinn sem blikk- ar, þurfí að tala við þá. í umferðinni á Reykjavíkursvæðinu er ótrúlegur fjöldi af vandræðagripum, sem ekur að því er virðist alfarið eftir eigin geð- þótta og stundum eru menn að tala í bflasíma, eða maður sér að þeir eru niður- sokknir í viðræður við aðra í bílnum. Á tvískiptum vegum, sem eiga að heita aðal umferðaræðar, eru svona fyrirbæri út um allt, ýmist vinstra megin eða hægra megin og öll önnur umferð gengur í stórsvigi á milli þeirra. Þar sem ekki er hægt að fara framúr, eru þessir menn í hlutverki lestar- stjóranna. Ég hef aldrei í eitt einasta skipti séð lög- regluna hafa afskipti af þessum ökumönnum og nú vil ég segja við ykkur, kæru lögreglu- foringjar og aðra löggæzlumenn, sem Iátið stundum blöðin hafa æsilegar fréttir af ök- uniðingum í sambandi við „herferðir": Rey- nið þið nú einhverntíma að líta á umferðina í stóru samhengi. Þarna er kannski sagt frá því, að einhver hafi verið gripinn á 101 km hraða eða kannski á 110 um miðja nótt að sumarlagi, þegar umferð er nánast engin. Aðeins virðist vera horft á hraðatöluna og eftir þessum fréttum að dæma, skapar eng- inn hættu nema sá sem ekur of hratt. Það er talað um það eins og herfang eða veiði, að nú hafi svo og svo margir verið „svipt- ir“. En hvenær megum við eiga von á því, að sjá fréttir frá ykkur um að nokkrum lest- arstjórum og geðþóttamönnum hafi verið kippt til hliðar og þeir fengið einhverja ráðn- ingu.? Gísli Sigurðsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.