Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1990, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1990, Blaðsíða 6
mannlegu samfélagi, m.a. vegna þess lífsstíls sem ætlast er til að sé fylgt, og hamskiptin séu þ.a.l. maðurinn (Kafka) afhjúpaður og dæmdur af umhverfi sem hann kaldhæðnislega tilheyrir ekki. Ófreskjan sem Samsa breytist í er þá eðli listamannsins frá sjónarhóli samfélagsins og hans sjálfs. Paddan er afhjúpun á vanmætti og einmanaleika Kafka, viðbjóður ijölskyldunnar og afneitun ásamt niðurlægingunni eru sektarkennd hans og dauðinn er eina leiðin út. Dauðinn er líka meira, hann er táknrænn fyrir frelsi, þ.e. það frelsi sem Kafka fann ekki í einmanaleik sínum (samvisku sinnar og gáfna vegna) og gerði sér ekki vonir um að finna ef hann samiagaðist umhverfinu. Þessi einmanaleiki er e.t.v. óljós. Einmanaleikinn stafaði af því að Kafka fann sig ekki sem hluta af samfélaginu. Honum fannst hann afdráttarlaust standa utan allra hópa þess. Hann hafði samt sem áður, eins og aðrir menn, þörf fyrir bæði félagsskap og nánari sambönd við annað fólk. Hann sá því ástand sitt sem óeðlilegt og rangt og uppúr því rís sektarkennd sem knýr hann til að dæma og refsa sjálfum sér. Kafka var geysilega næmur fyrir umhverfinu og sérílagi skuggahliðum þess. Hann var verulega ósáttur við siðfræði og siðareglur síns tíma, en þó enn.ósáttari, og í raun fullur hryllings við firringu og ópersónuleika samfélagsins. Hann sem utangarðsmaður var sérstaklega næmur einmitt fyrir þessari firringu, bæði hvernig hún snerti hann sjálfan og hvernig hann sá hana í kringum sig. Svona skynjun veldur angist, ófullnægju og þunglyndi. En þegar vel er að gáð sjáum við að þetta er nákvæmlega sá heimur sem Kafka sýnir okkur í verkinu. Óraunverulegur tími og óraunveruleg viðbrögð. Þrúgandi tilfinningar í baráttu og óskýr en óumdeilanlegur undirtónn algers hryllings. Kafka hefur endaskipti á heiminum. Hinum litskrúðuga og fjölbreytta heimi sem við þykjumst þekkja er snúið á rönguna og við blasir grá flatneskja þar sem ekkert óvenjulegt gerist og allt þykir hversdagslegt. Viðbrögð persóna sögunnar við því sem ætti að vekja óhugnað eru vægast sagt fáleg og einkennast af áherslum á röngum tímum eða hlutföllum. Eftirfarandi tilvitnun er dæmi um þetta. Hér sér faðir Gregors bjöiluna í fyrsta skipti: „Faðir Gregors kreppti hnefann, heiftúðugur á svip, eins og hann hefði í hyggju að slá hann aftur á bak inn í herbergið, leit síðan hikandi í kringum sig í stofunni, bar hendur fyrir augun og grét, svo að hraustleg bringa hans titraði. “ Viðbrögð föðurins eru ekki beint þau sem búast hefði mátt við. Það er engin hræðsla eða undrun, aðeins reiði og máttleysi, rétt eins og hann hefði vitað að þetta gæti komið fyrir, aðeins vonað að til þess kæmi aldrei. Viðbrögð Gregors sjálfs eru e.t.v. einna skýrasta dæmið um óvenjuleg viðbrögð sem benda til dulinnar merkingar. Maður spyr sjáifan sig hvort óttinn sem væri eðlilegur sé falinn í hugsunum Gregors eða skyldi óttinn vera túlkaður með ófreskjunni og hugsanir Gregors táknrænar fyrir það sem hann hræðist. Ótti og angist eru föst í heimi Kafka, að vísu falin og persónur hans láta sem þær þekki hvoruga tilfinninguna. Enn önnur firring felst í þeim fullkomna skorti á meðaumkun sem paddan/Gregor upplifir. Niðurstaðan er sú að ádeilan í sögunni er frekar persónuleg og beinist gegn einstaklingnum. En öfugt við persónurnar í Hamskiptunum hefur Kafka meðaumkun með fólki og virðist skilja mismunandi aðstæður þess mætavel. Og hvað er meðaumkun annað en ást án aðdáunar? Eftir því sem við köfum dýpra í efnið, viðhorf okkar og skoðanir breytast, grynnkar jafnóðum á skilningnum. Niðurstaðan er því einföld: Það fyrirfínnst engin algild eða endanleg niðurstaða. Það væri tóm sýndarmennska að halda sig hafa öðlast skilning á þverstæðum hugmyndaheimi Franz Kafka. Við getum aðeins getið okkur til. Sjálfur mundi Kafka líklega hlæja sig hásan ef hann sæi allt það sem skrifað hefur verið um verk hans og túlkanir á þeim og honum sjálfum. Það væri vissulega auðvelt að mynda sér einhvetja einstrengingslega skoðun en verk Kafka eru nú' einu sinni þannig gerð að maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt og áður hulið, sem umbyltir hugmyndum manns æ ofaní æ. * Hugtak úr Qabala (dulspekikerfi gyðinga), myndbreyting og tengiliður vitundar og sjálfs. Höfundur er Ijóðskáld og rithöfundur og kom fyrsta skáldsaga hans út nýlega. manna dæmi Grimmd Gissurar stafar ekki af því einu að hann vill hefna sín á Sturlu fyrir Apavatnsför, heldur er hann einnig að refsa honum fyrir óhlýðni og andspyrnu; orðið „óaldarflokkar“ gefur dágóða hugmynd um afstöðu Gissurar, enda hafði Sturla sýnt af sér svo mikinn ofsa að „hann þóttist allt land hafa undir lagt ef hann gæti Gissuryflrkomið“. Eftir HERMANN PÁLSSON Örlygsstaðabardagi var háður hinn 21. ágúst 1238, og má hiklaust telja að hann hafi valdið þáttaskilum í sögu íslenskrar þjóðar. Hún glataði sjálfstæði sínu um það bil aldarfjórðungi síðar, enda varð hún aldr- ei söm eftir þennan atburð; þá tókust íslenskir höfðingjar á hendur að slátra fleiru en baulum einum og gerðu um leið skag- firska grund að blóðvelli Sturlunga. í íslend- inga sögu lýsir Sturla Þórðarson bardagan- um sjálfum af mikilli nákvæmni, að því er virðist, en þó skiptir hitt ekki síður máli hve ýtarlega hann greinir frá draumum og öðr- um aðdraganda, bæði ugg feigra manna og sigurvissu hinna sem áttu auðið lengra lífs. Sérstaklega minnisstæð er sú ræða sem Gissur Þorvaldsson flutti fyrir liði sínu í því skyni að eggja það til framgöngu. Vil eg eigi, sagði hann, að þér hafið mig á spjótsoddum fyrir yður sem Skagfirðingar höfðu Kolbein Tumason frænda minn, þá er hann féll í Víðinesi, en runnu sjálfir þeg- ar í fyrstu svo hræddir að þeir vissu eigi er þeir runnu yfir Jökulsá. Ög þar er þeir þóttust skjöldu bera á baki sér, þar báru þeir söðla sína. Leitið yður nú heldur vaskra manna dæma, þeirra er vel fylgdu Sverri konungi eða öðrum höfðingjum, þá er æ uppi þeirra frægð og góður röskleikur. Efist og ekki í því að eg skal yður eigi fjarri staddur, ef þér dugið vel, sem eg vænti góðs af. öllum yður. Er það og satt að segja að sá maður má aldregi röskur heita er eigi rekur hann þessa óaldarflokka af sér. Gæti vor allra guð. Hugmyndir ræðunnar og gerð bera vitni um skólagenginn mann sem hefur numið þá list að beita fáum orðum í ákveðnu skyni og skipa þeim saman á þá lund hún verði sem áhrifamest. Ávarpinu lýkur með stutt- um bænarorðum, en meginhluti þess skipt- ist í tvennt, og er þar í fólgin andstæða sem orðuð er á þessa lund í Konungs skuggsjá: „Allir skyldu nema og sér í nyt færa öll góð dæmi, en varast hin dálegu dæmi.“ Fyrst er vikið að því „dálega dæmi“ sem Skagfirð- ingar gáfu af sér í Víðinesbardaga hinn áttunda september 1208 þegar Kolbeinn Tumason féll fyrir fylgdarmönnum Guð- mundar Arasonar biskups. Þótt mikill ald- ursmunur væri með þeim Gissuri og Kol- beini, þá voru þeir systkinasynir; Þuríður Gissurardóttir (d. 1224) var móðir Kolbeins og föðursystir Gissurar. í frásögn Sturlu Þórðarsonar af bardaganum er ekkert sem bendir til þess að Skagfirðingar hafi haft Kolbein á spjótsoddum fyrir sér, né heldur að þeir hafi flúið ofsa hræddir yfir jökul- vatn. Hins vegar getur Sturla þess eftir fall Kolbeins að með honum hafi níu tiltekn- ir menn látið lífið, og bendir slíkt ekki í þá átt að fylgdarmenn Kolbeins hafi haft for- ingja sinn að hlífiskildi. „En annað lið Kol- beins allt flýði, það er mátti fyrir sárum. Sumir gengu slyppir á vald biskups og svörðu honum eiða og festu í hans dóm skriftir og fégjald." Ætla má að Gissur hafi fræðst af föður sínum um fall Kol- beins. Svo hagaði til að Kolbeinn hafði stefnt Þorvaldi Gissurarsyni móðurbróður sínum „til móts við sig og aðfarar við bisk- up,“ en Þorvaldur er ekki kominn lengra norður en á Kjöl þegar hann fréttir lát Kolbeins. Ef hann hefði náð heim að Hólum í tæka tíð og áður en kom til átaka með liði Kolbeins og biskups mönnum mun senni- legt þykja að Kolbeinn hefði sloppið heill á húfi af þeim fundi. Engin ástæða er til að ætla að Þorvaldur hafi hlotið neitt ámæli fyrir atburðinn í Víðinesi, en hitt er skiljan- lega að þeim Sunnlendingum hafí þótt sjálf- sagt að skella skuldinni fyrir fall Kolbeins á skagfirska fylgdarmenn hans. [Bardaginn í Víðinesi varð fyrir minni Gissurar Þorvaldssonar, því að hann fædd- ist nokkrum mánuðum síðar. Þá gerðu menn ráð fyrir því að Þorvaldur myndi láta kalla eftir Kolbeini, en hann vildi heldur nota það nafn sem einna mestum ljóma hafði varpað yfir Haukdæli, enda báru það þeir Gissur hvíti trúboði, Gissur ísleifsson biskup og Gissur Hallsson lögsögumaður. Raunar má sennilegt telja að piltur hafi verið látinn heita eftir Gissuri afa sínum Hallssyni, sem andaðist svo sem þrem árum áður en Gissur Þorvaldsson fæddist]. Hauk- dælir héldu lengi tryggð við ættamöfn sín og skal hér minnst þess að synir Gissurar sjálfs hétu Hallur, ísleifur og Ketilbjörn. í öðrum hluta ræðunnar kemur Gissur að „góðum dæmum" og hvetur þar með liðs- menn sína til dáða og heitir þeim öllu góðu ef þeir standi sig vel. Jafnvel þótt hann hefði ekki vitnað til Sverris, þá myndu glöggir lesendur átta sig á því að hún ber ýmis merki um áhrif frá Sverris sögu. 1 rauninni má segja að Gissur setji sig í spor Svérris frænda síns og ávarpi fylgdarmenn sína rétt eins og þeir væm Birkibeinar. Jafnvel orðalagið minnir á Sverris sögu sem Barizt á Örlygsstöðum. Mynd: Gí'sli Sig urdsson. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.