Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1990, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1990, Blaðsíða 7
talar um að „gera eftir dæmum hvatra manna“ sem er ekki fjarri eggjan Gissurar „að leita sér vaskra manna dæma“. Gissur hagar orðum eins og konungur sem minnir úndirmenn sína á skyldur við höfðingja sinn („vil ég eigi að þér hafið mig á á spjótsodd- um fyrir yður“) og um leið gefur hann í skyn völd sín til að umbuna þeim fyrir góða frammistöðu („ég skal yður eigi fjarri stadd- ur ef þér dugið vel“). Nú eiga Sunnlending- ar norður í Skagafirði að líkjast þeim vösku mönnum sem studdu Sverri konungtil valda, og í þeirri samlíkingu er vitaskuld fólgin sú hugmynd að Gissur sjálfur hafi óskorað vald yfir sínum mönnum. En ræðan sýnir einnig afstöðu Gissurar til andstæðinga sinna, sem hann kallar óaldarflokka og læt- ur þar með að því liggja að þeir séu utan við lög og rétt, uppreisnarmenn gegn þeim réttbornu höfðingjum sem eiga að fara með völd. Nú rifjast upp fyrir lesenda formáli Sverris sögu (í Flateyjarbók) sem segir að Sverrir „eyddi og niður braut hvern óaldar- flokk þann er honum reis á móti“. Samanburður við ræður Sverris konungs sýnir náinn skyldleika með orðum þeirra frænda og hugmyndum; samá áherslan á vaska framgöngu og góðan orðstír. Þess má geta að Sverrir lýkur sumum ræðum sínum með svipuðum bænarorðum og Giss- ur: „Og gæti guð til.“ „Nú gæti guð til og hinn helgi Ólafur konungur." „En gæti guð allra vor.“ Þegar fjallað er um herhvöt Giss- urar er rétt að minnast einnar ræðu í Sverr- is sögu (147. kap.) þar sem konungur lætur orð falla á þessa lund: „Væntum vér enn sem fyrr af yður góðrar fylgdar, sem eg ætla fá dæmi til munu finnast að menn hafi betur fylgt sínum konungi," sem eru sambærileg við ummæli Gissurar: „Leitið yður nú heldur vaskra manna dæma, þeirra er vel ,fylgdu Sverri konungi eða öðrum höfðingjum, þá er æ uppi þeirra frægð og góður röskleikur. “ Síðasta setningin minnir á ummæli Sverris í einhverri frægustu ræðu hans, og er rétt að birta þaðan dálítinn sprett til áminningar um þann hetjuskap sem konungar og aðrir hertogar brýndu fyrir mönnum sinum: Svo sagði og einn búandi er hann fylgdi syni sínum til herskipa og réð honum ráð, bað hann vera hraustan og harðan í mann- raunum. „Lifa orð lengst eftir hvern, “ sagði hann. „Eða hvemig mundir þú hátta, ef þú kæmir í orrustu og vissir þú það áður að þar skyldir þú falla?“ Hann svarar: „Hvað væri þá við að spar- ast að höggva á tvær hendur? Karl mælti: „Nú kynni nokkur maður það að segja þér með sannleik, að þú skyldir eigi þar falla.“ Hann svarar: „Hvað værir þá að hlífast við að ganga fram sem best?“ Karl mælti: „I hverri orrustu sem þú ert staddur, þá mun vera annaðhvort, að þú munt falla eða braut komast, og ver því fyrir því djarfur að Allt er áður skapað. Ekki kemur ófeigum í hel. Og Ekki má feig- um forða. í flótta er fall verst. “ Hákoni gamla þótti svo mikið koma til þessarar ræðu hans Sverris afa síns að hann vitnaði í hana í ávarpi ti manna sinna áður en hann fór að Skúlá hertoga rétt fyr- ir páska árið 1240: Hér eftir hvatti hann liðið og sagði þeim dæmisögu þá er Sverrir konungur var vanur að hafa: Karl spurði son sinn: „Hversu muntu duga, ef þú kemur í orrustu og veist þú víst að þar skaltu deyja?" Karlsson svar- aði: „Hvað mun þá tjá annað en beijasf sem fræknilegast og falla með sæmd?“ „Nú væri svo,“ segir karl, „að þú vissir víst að þú skyldir brott komast.“ Hann svarar: „Mundi þá eigi höfuðnauðsyn að duga sem drengilegast?" 3 Fyrir Örlygsstaðabardaga dreymir Gissur að Magnús biskup föðurbróðir hans kæmi að honum og segði: „Standið þér upp, frændi,“ sagði hann, „eg skal fara með yður.“ Kolbeini unga þykir þetta vel dreymt, enda segir Gissur sjálfur: Betra þykir mér dreymt en ódreymt. Það ber vitni um hroka Gissurar að hinn látni biskups fer að þéra bróðurson sinn í draumnum, rétt eins og þar væri um jarl eða konung að ræða. Að öðru leyti minnir atvikið á Sverri konung sem dreymir Ólaf helga; síðan hugleiddi hann drauminn, þótti betra dreymdur en eigi. Um annan draum Sverris segir ákveð- ið öllum þótti betra dreymdur en eigi. Að vísu bregður svipuðum hugmyndum fyrir víðar. ólaf Tryggvason dreymdi Martinus biskup og þótti honum betra en eigi dreymt. Hér er auðsæilega um skyldleika sagna að ræða; hugsanlegt er að suni atriðin í Islend- inga sögu sem virðast draga dám af Sverr- is sögu séu raunar komin frá Sturlu sjálf- um, enda þekkti hann mætavel bæði Sverr- is sögu og aðrar frásagnir af norskum kon- ungum. 4 Sverris saga var síðasta ritið sem Hákon gamli heyrði í lifanda lífi, en hún var lesin yfir honum nætur og daga jafnan er hann vakti í banalegu sinni í Orkneyjum. Þeim lestri var lokið rétt fyrir miðnætti laugar- daginn 15. desember 1263, og stundarkorni síðar „kallaði almáttugur guð Hákon kon- ung af þessa heims lífí,“ segir Sturla Þórðar- son á sínum stað. Á hinu getur lítill vafí leikið að Sverris saga hlýtur að hafa verið ein af þeim bókum sem Hákon hefur kynnst þegar í æsku. Hákon var settur til bókar átta vetra að aldri, en rétt um það leyti andaðist Karl Jónsson ábóti á Þingeyrum og höfundur Sverris sögu og mun hún hafa verið fullrituð, hvort sem karl hefur gengið frá henni sjálfur eða einhver annar. Faðir Hákonar lést áður en drengurinn fæddist, og óx hann uypp með Birkibeinum og nán- ustu niðjum Sverris. Hér er þarflaust að spyija að sökum; með slíku fólki hefur Sverrir saga verið í hávegum höfð, enda gætir áhrifa hennar í fari Hákonar. Hákon hefur tekið afa sinn að ýmsu leyti til fyrir- myndar, enda voi-u tilteknir hlutir svipaðir með þeim, þessum tveim munaðarleysingj- um sem urðu einvaldsherrar yfir Noregi öllum. Þótt hann hefði mikið dálæti á frönsk- um riddarasögum, þá hefur hugur hans vafalaust staðið öllu meir til þeirra konunga- sagna sem fjölluðu um forfeður hans og forvera. Sverris saga mun að öilum líkindum vera einna mest siðspillandi af fornritum okkar, og veldur einkum því ofstæki \pg ósvífni söguhetjunnar. Sverrir setur sér úngum það markmið að verða einvaldur yfir Noregi og stefnir þangað af miskunnarleysi og fá- dæma hörku. Ræður hans flytja magnaðan áróður og skýra hugsjón hans að heita má til hlítar. Hann vinnur ríkið undir sig ekki einungis með oddi og eggju, heldur einnig með orðum og áróðri. Sennilegt má telja að Sverris saga hafí átt óbeinan þátt — og þó drýgri en hægt sé að gera sér grein fyr- ir — í sjálfstæðistapi íslendinga, enda var Hákon gamli ekki eini aðdáandi Sverris sem þar kom við sögu, heldur mun Gissur Þor- valdsson einnig hafa verið innblásinn af kenningum Sverris og afrekum. Vafalítið. mun Gissur hafa alist upp við þá húgmynd frá blautu bamsbeini að hann væri skyldur norskum konungum. Langafi hans Jón Loftsson (d. 1197) var dóttursonur Magnús- arberfætts (d. 1103), sem varlangafi Sverr- is konungs (d. 1202). Seint á tólftu öld, þegar Sverrir situr á konungsstóli, orti óþekkt skáld kvæðið Noregs konungatal til heiðurs Jóni Loftssyni. Ungum höfðingja- syni á borð við Gissur mun ekki hafa liðið úr minni slík kyngöfgi. Hitt mun ekki hafa spillt fyrir áhuga Haukdæla á norskum kon- ungum að Gissur Hallsson (d. 1206), afi Gissurar Þorvaldssonar, var stallari Sigurð- ar munns (d. 1155), föður Sverris konungs. 5 Fróðum mönnum hefur löngum fundist sem sannast hafi á Gissuri Þorvaldssyni spakmælið oft verður örgum eins vant á tug, og hafa þeir ráðið slíkt af ummælum Sturlu Þórðarsonar í íslendinga sögu, ein- mitt á þeim stað er greint hefur verið frá því' að Hákon gamli gaf honum jarlsnafn: „Þá skorti Gissur jarl vetur á fimmtugan . En þá skorti hann vetur á fertugan er hann gekk suður, vetur á þrítugan er Orlygsstaða- fundur var, vetur á tvítugan er hann gerð- ist skutilsveinn." Merkilegt má það teljast að hamn er ekki nema nítján ára þegar Hákon gerir hann skutilsvein sinn, sem þótti mikil vegsemd ungum manni. En hér er rétt að hyggja betur að öðrum atburðum. Vorið .1224 hermir Sturla að þeir Snorri Sturluson og Þorvaldur Gissurarson „ bundu vináttu sína með því móti að Gissur sonur Þorvalds skyldi fá Ingibjargar dóttur Snorra, en Þorvaldur skyldi eiga hlut að við Hallveigu Ormsdóttur að hún gerði félag við Snorra og fara til bús með honum." Brúðkaup þeirra Gissurar og Ingibjargar var haldið í Reykholti um sumarið. „Var það hin virðulegasta veisla og með hinum bestu föngum er til var á íslandi." Einn brúðkaupsgesta var Magnús Skálholtsbisk- up, föðurbróðir Gissurar, og er það athygli- sVert að höfðingjanum Þorvaldi Gissurarsyni var mikið í mun að biskup væri í þessu brúðkaupi. Með því að Gissur var fæddur 1209 þá hefur hann setið brúðkaup sitt furðu ungur, einungis fimmtán vetra að aldri. Freistandi er að gera ráð fyrir því 'að Þorvaldur í Hruna hafi sóst eftir mægðum við Snorra fyrir þá sök hve mikill höfðingi hann var að völdum og auði. Þó kann ein sérstök ástæða að hafa riðið baggamuninn. Árið 1-220 gerðu þeir Skúli jarl og Hákon konungur (síðar nefndur hinn gamli Snorra skutilsvein sinn og lendan mann; því mun Skúli hafa ráðið enda er Hákon ekki nerha sextán ára gamall, þegar þetta verður. En einmitt um þetta leyti vildi jarlinn fara her- för til íslands í hefndar skyni fyrir það til- tæki Bjamar Þorvaldssonar (bróður Giss- urar) að láta taka norskan farmann af lífí norður í Miðfírði. Snorri fær talið jarl frá þessum ósköpum, en lofar í staðinn að „leita við íslendinga að þeir snerist til hlýðni við Noregshöfðingja. Snorri skyldi senda utan Jón son sinn og skyldi hann vera í gíslingu með jarli að það entist sem mælt var ... “ Með brúðkaupi sínu 1224 verður Gissur því dótturmaður þess höfðingja sem einn allra íslendinga þá var „skutilsveinn" og „lendur maður“ norska konungsvaldsins. Þegar Gissur sjálfur er gerður skutilsveinn fjórum árum síðar, einungis nítjan ára að aldri, er hann orðinn valdamikill höfðingi, en faðir hans hafði gengið í klaustur árið 1225. Hitt er einsætt að skyldleiki þeirra Hákonar gamla og Gissurar hefur verið mikilvæg ástæða til þess konungur veitti honum slíka sæmd. Gissur verður skutil- sveinn Hákonar, 1228, en ári síðar gerði Skúli jarl Jón murta Snorrason, mág Gis- surar, skutilsvein sinn. Jón var þá í gíslingu með jarli, eins og áður segir. En þeim feðg- um Snorra Sturlusyni og Jóni murtu varð lítil gæfa að þeim metorðum sem þeir hlutu frá Skúla jarli. Árið 1241 tók Gissur Þor- valdsson Snorra af lífi að boði Hákonar gamla. Og skömmu eftir nýjár 1231 eru þeir mágar við drykkju í Björgyn, Gissur og Jón murta, þegar Jón hlaut það sár sem leiddi hann til bana, en Gissur hélt þá Jóni. Af þessu spratt sá orðrómur að Gissur hefði átt þátt í viginu, en hann sór af sér áburð- inn og Snorri sætti sig við það. Er hugsan- legt að þeir Hákon konungur og Gissur skutilsveinn hafi átt sameiginlegan þátt í dauða Jóns murtu? 6 Mönnum hefur löngum fundist mikið til um grimmd Gissurar, og eru einkum til þess nefnd tvö dæmi. Á Örlygsstöðum er Sturla Sighvatsson þrotinn af mæði og blóðrás, hefur fleygt sér niður og beðist griða. Andstæðingar hans láta hlífar yfir hann. ; Þá kom Gissur til og kastaði af honum hlífunum og svo stálhúfunni. Hann mælti:,, Hér skal ég að vinna.“ Hann tók breiðöxi úr hendi Þórði Valdasyni og hjó í höfuð Sturlu vinstra megin fyrir aftan eyrað mik- ið sár og hljóp lítt í sundur. Það segja menn þeir er hjá voru að Gissur hljóp báðum fót- um upp við, er hann hjó til Sturlu, svo að loft sá milli fótanna og jarðarinnar. Þessi grimmd Gissurar stafar ekki af því einu að hann vill hefna sín á Sturlu fyrir s, Apavatnsför, heldur er hann einnig að refsa „óaldarflokkar" gefur dágóða hugmynd um afstöðu Gissurar, enda hafði Sturla sýnt af sér svo mikinn ofsa að „hann þóttist allt land hafa undir lagt ef hann gæti Gissur yfirkomið“. Hitt dæmið verður eftir að Gissur er orð- inn jarl yfír islandi. Þórður Andrésson frændi hans bruggar Gissuri fjörráð, en skiptum þeirra lýkur þó með ósigri Þórðar. Gissur nær honum á vald sitt og lætur leiða hann út til höggs. Þórður mælti þá: „Þess vil ég biðja þig, Gissur jarl, að þú fyrirgefir mér það er eg hefi afgert við þig.“ Gissur jarl svarar: „Það vil eg gera þegar þú ert dauður." Ástæðulaust er að draga það í efa að Sturlunga hermir rétt orð jarlsins, hér eins og endranær. Þó mun Gissur ekki hafa tekið þetta svar hjá sjálfum sér heldur er það sótt í Sverris sögu, enda lét Sverrir orð falla á slíka lund eftir að helstú óvinir hans létu lífíð. Eftir fall Erlings lýsir konungur því yfír að hann vilji biðja til guðs „að Erl- ingi jarli séu fyrirgefnar allar þær syndir er hann gerði meðan hann var í þessa heims lífí, og einkum það er hann tók svo mikla dirfð til, einn lendur maður, að hann lét gefa konungsnafn syni sínum.“ Og eftir dauða Magnúsar konungs kemst Sverrir svo að orði um þennan látna frænda sinn: „Og harður var hann mér og mínum mönnum, en guð fyrirgefi honum nú það allt, er hann varð offari í, því að hann var sæmilegur höfðingi í marga staði og prýddur með kon- unglegri ætt.“ Eftir að Þórður Andrésson var allur og því tími til kominn að fyrirgefa honum hefur Gissur jarl ef til vill minnst þess að Þórður var einnig prýddur með konunglegri ætt, því að hanu átti ætt sína að rekja aftur til Magnúsar berfætts, ekki síður en jarlinn sjálfur. Höfundur er prófessor við Edinborgarháskóla. KRISTINN GÍSLI MAGNÚSSON Gamlárs kvöld Það er glatt í hverri krummaskuð þegar margt smátt gerir stórt bál- sem við syngjum í kringum: Nú árið er liðið Svo kyssa allir alla- eftir sviðalykt frá útbrunnu ári Höfundur er prentari og stöðumælavörður í Reykjavík. STEFÁN SNÆVARR Hugsað til Rúmeníu I . Byssur vinda vef Darraðar blóðsugan flýgur af þaki hallar sinnar En hvíta nornin magnar seið skrímslinu fatast flugið það fellur: það fellur: II í Karpatíu hjartans rís evrópskt hús a f grunni. INGIBJÖRG ÞORBERGS Þrettánda- söngur Álfar brennum að allir þyrpast enn. Kveðja kát þar jólin kynleg tröll og menn. Viðlag: Dunar álfadans dátt við söng og spil. Gaman, gaman er og gott að vera til. Á þrettándanum burt þjóta dýrlegjól. Sumardraumar vakna um sælutíð og sól. Viðlag: Dunar álfadans ... Jólasveinar nú jaga á fjöllin heim. Með skjóður sínar skunda und stirndum himingeim. Viðlag: Dunar álfadans. .. Áfram tifar ótt ár í tímans önn. Nálgast næsti dans í nýrri jólafönn. Viðlag... LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. JANÚAR 1990 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.