Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 20
Um páskana er ýmislegt um að vera á ísafírði og í nágrenn- inu. Þrír skemmtistaðir bjóða upp á íjölbreytta dagskrá. Á Hótel Isafirði er boðið upp á lifandi tón- list meðan menn snæða kvöld- verð. Litli leikklúbburinn sýnir bamaleikritið „Kitli“, sem hefur fengið mjög góðar undirtektir, ekki síst hjá yngri gestum, en þeir taka mjög virkan þátt í sýn- ingunni. Þá em bíósýningar í Al- þýðuhúsinu á fimmtudags og mánudagskvöld. í „Slunkaríki" stendur nú yfir sýning á verkum Hreins Friðfínnssonar og verður hún opin fram yfir páska. Fyrir þá sem taka líkamsrækt fram yfir skemmtanir má benda á „Studio Dan“, en þar geta menn farið í æfingabekki af mörgum gerðum, fengið nudd eða farið í ljós og heitan pott. Einnig er sund- höllin opin og þar er sömuleiðis hægt að fara í heitan pott, sána- bað og fá aðgang að þrekæfinga- tækjum. Ekki færri en fjórar bílaleigur em innan seilingar og hafa þær yfir að ráða 30 bílum af ýmsum gerðum. Ekki verður hér talið upp fleira að sinni, en engum þarf að leiðast í helgarferð til ísafjarðar, komi hann á annað borð með því hugar- fari að láta sér líða vel. Hér sést upp á skíðasvæðið á Seljalandsdal. Örstutt er upp á svæðið, aðeins 4—5 km. Nú um helg- ina verður ný skíðalyfta formlega tekin í notkun og eykst afkastageta verulega við það. Skíðafrí á ísa- fírði um páskana Eftir erfiðan vetur með miklu fannfergi hefur bmgðið til betri tíðar á Isafirði. Þar er nú skíða- færi við allra hæfi, hvort heldur er í svigbökkunum við lyftumar í Seljalandsdal, skíðagöngubraut- um upp um öll fjöll eða einfald- lega að ganga á skíðum í næsta nágrenni bæjarins. | I Tungudal, sem er útivistar- ívæði ísfirðinga, hafa verið lagðar prautir í vetur og þar hefur oft verið fjölmennt þegar viðrað hef- ur. Þá er mjög vinsælt að ganga stóran hring umhverfist íþrótta- völlinn og Menntaskólann. Er sú leið að jafnaði kölluð „Mennta- brautin". Nú þegar líður að páskum em ísfirðingar að undirbúa móttöku gesta að vanda. Fjölmargir brott- fluttir ísfirðingar koma hingað vestur um hátíðamar ár hvert og skíðaveðrið hefur sjaldan bmgð- ist. Þá bjóða Flugleiðir 'sérstaka ferðapakka hingað um páskana, svo sem sjá má hér annars staðar á síðunni. Skíðasvæðið í Seljalandsdal er ótrúlega fjölbreytt. Nú em á svæðinu þrjár skíðalyftur og verið er að setja upp þá fjórðu. Hægt er að velja á milli margra mögu- leika, allt frá laufléttum brekkum sem henta byrjendum og upp í snarbrattann í efstu lyftunni. Þar er kjörið tækifæri fyrir þá sem kunna að beita skíðunum að spreyta sig. Ef þeir vilja geta þeir tekið hægari leið niður og farið gilið, sem býður upp á alls kyns krókaleiðir, stökkpalla og skemmtilegheit. Sætaferðir verða um páskana úr bænum á klukku- stundarfresti og fargjaldið kr. 150. Skíðaleiga er á svæðinu og veitingar fást í Skíðheimum. Göngumenn geta eins og fyrr segir gengið Menntabrautina, inni í Tungudal eða farið upp á Dal. Þar er hægt að flýta fýrir sér með því að taka lyftuna upp und- ir Gullhól, ganga þaðan upp á Skarðsengi, sem er vinsælt göngusvæði. Þaðan má svo ganga, án teljandi erfíðis, vítt um fjallasali eftir því sem hver og einn kýs. Gönguslóðir em dregnar vítt um svæðið. Kastað mæðinni upp í „Skál“, áður en haldið er niður brattann. Þótt ísaQörður sé einhver lengsti kaupstaður landsins, um 8 km á milli byggðarenda, er og verður Eyrin hjarta bæjarins. Hér er hún i vetrarbúningi. Á Seljalandsdal má fínna skíðabrekkur við allra hæfí. Húsaþyrpingin í Neðstakaupstað er í endurbyggingu, en þar er að finna eitt elsta hús á landinu, Tjöruhúsið, byggt 1734. Hérna sjást Turnhúsið og Krambúðin, Tjöruhúsið er til vinstri. Fallbyssan á miðri mynd er úr þorskastríðinu, en í Turnhúsinu er sjóminjasafn. Eins og sjá má þarf enginn að kvíða snjóleysi um páskana. Ýmis gjöld á ísafirði: Lyfhigjöld: Dagskort kr. 550 og 250 fyrir böm. Hálfsdags kl. 300 og 150 fyrir böm. Kvöldkort kr. 300 og 150 fyrir böm. Árskort kr. 6.600 og 3.200 fyrir böm. Fargjald í rútu kr. 150 hvor leið. Skíðaleiga er á svæðinu. Sundhöllin: Fullorðnir kr. 100 — börn kr. 50. 10 miðar kr. 800 — böm kr. 375. Sánabað kr. 160. Leiga á íþróttasal kr. 500 pr. tíma. Studio Dan: Æfingabekkir, -10 tímar 3.900. kr. 3.700- Pottur+gufa+bakbekkur kr. 250. Nudd kr. 1.100. Partanudd kr. 700. Svæðanudd kr. 700. Ljós 10 tímar kr. 2.900. Ljós einn tími kr. 350. Hvað kostar skíðaferð til fsa- fiarðar? I eins manns herbergi kr. 10.569, aukanótt kostar kr. 2.200 í tveggja manna herbergi kr. 9.269, aukanótt kostar kr. 1.550 Innifalið: Flug Rvík-Ísafj.—Rvík, gisting í tvær nætur, morgunverður og lyftu- gjöld í einn og hálfan dag. Flugvallar- skattur, kr. 240, er ekki innifalinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.