Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 14
B I L A R Standa bflar sig misjafnlega vel í árekstrum? Hversu öruggur er bfllinn þinn? Hvemig fer hann út úr árekstri? Hvemig fara farþegar hans og ökumaður í árekstri? Skiptir það einhverju máli? Em ekki flestir bflar svipaðir hvað þetta varðar? Þessi atriði hafa ekki verið mikið rannsökuð hérlendis þó að menn kunni að hafa á því ýmsar skoðanir hvaða bílategundir séu sterkar og hvaða ekki. Sérstök stofnun tryggingafélaga í Banda- ríkjunum hefur um árabil kannað afdrif bíla og farþega þeirra í árekstrum. Hefur hún gefið út niðurstöður eftir athuganir nokk- urra ára í senn og hafa þessar niðurstöður meðal annars haft áhrif á tryggingariðgjöld- in þar i landi. Rannsókn bandarísku stofnunarinnar Highway Loss Data Institute, HLDI, byggir á athugun á rúmlega 6 milljónum bíla sem lentu í árekstrum með eða án slysa á fólki. Miðað var við meðaltalið 100 og út frá því má lesa í niðurstöðum hvort einstakar teg- undir lenda ofan eða neðan þessa meðaltals hvað 'varðar greiðslu tryggingafélaganna á bótum vegna meiðsla á fólki og tjóna af völdum skemmda á bílunum sjálfum. Skoð- aðar voru 207 gerðir bíla og þeim skipt í flóra flokka: Skutbílar, femra dyra bflar, tvennra dyra bflar og síðan sportbflar eða öllu heldur orkumiklir bflar með ýmis konar sérútbúnaði. Bflum í hveijum flokki var síðan raðað í hóp stórra, meðalstórra og lítilla bfla og er miðað við lengd milli hjóla. Litlir bflar kallast þeir sem eru styttri en 2,51 m milli hjóla, meðalstórir þeir sem eru frá 2,51 m og upp að 2,76 m og þeir stóru þar fyrir ofan. í hópi stærstu bflanna í flokki femra dyra bfla er Pontiac Bonneville í efsta sæti. Miðað við meðaltalið 100 þarf aðeins að greiða tjón í 58% tilfella vegna meiðsla. Næstur kemur Mercury Grand Marquis með tölumar 62 og 65% og era yfirleitt banda- rískir bflar í þessum stærsta flokki og era allir undir meðallagi hvað tjónagreiðslur varðar. Saab 900 og 9000 hafa staðið sig vel í rannsókn bandarískra tryggingafélaga bvað varðar lágar tjónabætur vegna slysa & fólki. í flokki meðalstórra bfla hefur Oldsmo- bile Cutlass vinninginn. Þar ná greiðslur 76% af meðaltalinu vegna slysa á fólki, 73% vegna alvarlegra slysa og 66% vegna skemmda á ökutækinu. í öðra sæti er Toy- ota Camry með 79 og 78% vegna slysa á fólki, Volvo 240 hefur tölumar 87 og 91%, Honda Accord 88 og 85% og Chrysler Le Baron er með 96 og 100%. í þessum flokki era nokkrir bílar vel ofan við meðallag og allt upp í 150 til 160%, bæði bandarískir og evrópskir bflar. Saab 900 stendur sig best í minnsta flokknum. Þar era tjónabætur aðeins 73% og 69% vegna slysa á fólki og er Saab þar allmörgum prósentustigum framar en næsti bfll, Mazda 626, sem er með tölumar 98 og 92% en Mazdan er búin púðum sem blás- ast sjálfkrafa upp við högg til vemdar far- þegunum. í þessum flokki er einnig Volks- wagen Golf sem er við meðallagið, 100 og 97%, Honda Civic hefur tölumar 113 og 114% og Plymouth Horizon er með 118 og 110%. I þessum flokki sjást hærri tölur en í flokki stórra og meðalstórra bfla enda virð- ist tilhneigingin sú að farþegar í minni bflun- um slasist fremur í árekstram en farþegar í þeim stærri. Sé litið á flokk hraðskreiðra og sérbúinna bfla eða sportbfla kemur í ljós að þar ráða innfluttir bflar rflq'um. í stærsta flokknum era Mercedes Benz gerðimar SDL/SEL með aðeins 42% hvað varðar slys á fólki og er það lægsta talan sem fram kemur í þessum niðurstöðum. BMW 735i er með 50%. Saab hefur enn vinninginn í sínum flokki, milli- stærðinni, og nú er það 9000 bfllinn með 51%. Næstur honum er Volvo 740 og 760 með 58%, BMW 500 línan hefur tölumar 68 og 65% og 300 línan 91 og 93%. Tölur þessar era byggðar á athugun á 6 milljón bflum sem lentu í árekstram. Ekki er í skýrslunni getið nánar um aðstæður í þessum árekstram og slysum en þessi mikli flöldi bfla ætti að gefa einhveija vísbendingu um gæði bflanna hvað þetta varðar. Menn geta síðan hugleitt hvort þetta er meira en vísbending og hvort hugsa ætti meira um slíka hluti þegar bfll er valinn. En til þess þarf kannski að hefja upplýsingasöfnun af þessu tagi hjá íslensku tiyggingafélögunum. jt F O R N B I L A R Packard Custom Super Clipper árgerð 1947 Framleiðsla á Packard hafði fallið niður um tíma, en eftir stríðið var þráðurinn tekinn upp að nýju árið 1946. Packard hafði verið einn af þeim bílum, sem kalla mátti stöðutákn og enn á ný tókst honum að halda þeirri stöðu. Straumlínan var mikils ráðandi í útlitinu og óhætt að segja, að þessi bfll sé framúrskarandi fallega teiknaður, öll blutföll sýnast góð og í rauninni er hann miklu svipmeiri en flestir nútíma bflar. í þá daga var straumlínan tekin eftir auganu; vindgöng vora þá ekki komin til sögunnar og vindstuðull óþekkt hugtak. Óhætt er að segja, að meiri framfarir hafí orðið á tæknilega sviðinu en í ytra útliti. Samt var krafturinn nógur: Super Clipper var með 8 strokka vél, 165 hestafla. Hann var ekki sjálfskiptur, en með electromatic-skiptingu, sem verkaði þannig, að ekki þurfti að kúpla, en aðeins að skipta. í mælaborðinu var hnota eins og vera bar á eðalvögnum, en framsætið var heill bekkur og þætti ugglaust ekki gott núna. Hitt er svo annað mál, að heilu framsætin þóttu hafa sína kosti líka; ekki sízt þegar menn vora úti að aka með elskunni sinni. Mælaborðið þótti mjög framúrstefnulegt. Eitt tækniundrið var „overdrive", sem þótti nauðsyn, þegar ekið var yfir 160 km hraða, - og Packardinn fór létt með það. Trúlega þætti okkur núna, að hann lægi illa á vegi. Amerískir bflar frá þessum tíma vildu rása Fallega teiknaður hvaðan sem & hann var litið: Packard árgerð 1947. Virðulegur og sportlegur í senn: Packard Super Custom Clipper. Mælaborðið þótti tramúrstefhulegt - og heill bekkur að framan þótti hag- stæður, þegar farið var út að aka með elskuna sína. nokkuð, en voru mjúkir og þessi mikla mýkt var talin samsvara þægindum. Árið 1947 vora smíðaðir 5690 bílar af þessari gerð og það er til marks um, hve vönduð sú smíði var, að margir era vel gangfærir enn á voram dögum, enda meðhöndlaðir sem dýrmæti. Ekki munu margir Packard-bflar hafa flutzt til íslands um þetta leyti. Helgi Lárasson frá Kirkjubæjarklaustri hafði umboðið og meðal bfla af Packard-gerð, sem sáust á götum Reykjavíkur og víðar, var R-16, bíll Helga Bergs, forstjóra Sláturfélags Suðurlands. Á eðalvögnum þótti sjálfsagt að hafa skrautSgúru framan á bflnum. Hér er það stílfæring á gyðju hraðans. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. MARZ 1989

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.