Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 19
Við sæluhús Ferðafélags íslands í Landmannalaugum. Gengið í átt að Brennisteinsöldu. Páskaferðir Ferðafélagsins Lagt af stað frá Sigöldu í skíðaferð til Landmannalauga. 1. Snæfellsnes — Snæfells- jökull. Þetta er fjögurra daga ferð frá 23. mars—26. mars. Brottför er kl. 8.00 skírdag og þann dag verður ekið að Görðum í Staðarsveit, en þar er gist í svefnpokaplássi. Þar er eldunar- aðstaða og öll önnur þægindi fyr- ir ferðamenn. Einn dagur fer í göngu á Snæfellsjökul og er það um 6 klst. ferð, en ekið er að malarnámunni austan Stapafells og gengið þaðan. Annar dagur fer í skoðunarferð með ströndinni og vestur fyrir jökul, ef færð leyfir, annars verður skipulögð göngu- ferð á færum slóðum. í þessari ferð kynni að verða möguleiki á skíðagöngu. 2. Þórsmörk — Langidalur. Tvær ferðir eru skipulagðar til Þórsmerkur, brottför í fyrri ferð- ina er á skírdag kl. 8.00, en í þá seinni laugardaginn fyrir páska kl. 8.00 og til baka er komið úr báðum ferðunum á annan í pásk- um. Gist er í Skagfjörðs- skála/Langadal. Fararstjórar skipuleggja gönguferðir daglega um Mörkina. Og ef fer sem horfir er ekki úr vegi að taka göngu- skíði með. 3. Skíðagönguferð til Land- mannalauga. Þessi ferð er ólík ferðum 1 og 2 að því leyti að ekki er ekið með farþega í nátt- stað, þ.e. sæluhús Ferðafélagsins í Landmannalaugum, heldur gengur hópurinn á skíðum 25 km langa leið frá Sigöldu til Land- mannalauga og síðan aftur til baka sömu leið annan í páskum. Brottför er kl. 8.00 á skírdag, og er þetta fímm daga ferð. Dvalið verður þrjá daga í Landmanna- laugum og skipuleggja fararstjór- ar daglega skíðagönguferðir um nágrennið og ef veður leyfir eru venjulega boðið upp á göngu suð- ur í Hrafntinnusker. Ferðafélagið sér um að flytja farangur til og frá Landmannalaugum og þar af leiðir að farþegar þurfa aðeins að bera lítinn bakpoka, með nesti til dagsins og aukafötum, á göng- unni til og frá Sigöldu í Laugar. Farangurinn verður fluttur með snjósleðum og þá er mikilvægt að hafa sem minnsta fyrirferð og umfram allt öruggar umbúðir. Mælt er með að nota plastpoka (ruslapoka) sem ystu umbúðir. Skíðagangan til Landmanna- lauga tekur við venjulegar að- stæður 6—7 klst. og fer hér á eftir upptalning á nauðsynlegum búnaði í gönguferðina Sigalda- Laugar og í dagsferðir frá Laug- um. Skíðabúnaður: Gönguskíði, stafir, skór(áburður). Fatnaður: UUamærföt (Still- ongs), ullarsokkar (tvennir), ano- rakk eða úlpa, skjólgóðar buxur (ekki gallabuxur) og peysa (Kapp eða lopi). í bakpoka: Nesti ásamt heitum drykk. Súkkulaði og eða þurrkað- ir ávextir kjörið sem aukabiti á göngu. Regngalli, vettlingar, tref- ill, húfa, legghlífar, skíðagler- augu, sólgleraugu og sóláburður. Ef búið er vel um farangur til flutnings og hann valinn af kost- gæfni verður ferðin auðveldari og ánægjulegri. Fyrirhyggja borgar sig á ferðalögum, takið með það sem þarf. í ferð á Snæfellsnes og til Þórs- .merkur þarf að hafa með nesti og að sjálfsögðu hlýjan vetrar- fatnað og aukaföt. Þægilegir skór og legghlífar eru besti fótabúnað- urinn á þessum árstíma, stígvél eru of hál fyrir göngu í snjó. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Ferðafélags- ins, Öldugötu 3, s. 19533 og 11798. ur við Dansk Boligbytte. „Starfið er áhugavert en ólaunað", segja dönsku umboðsmennimir brosandi. Það kostar 360 krónur danskar að láta skrá sig í „Holiday Ex- change Book“. Nánari upplýsingar fást hjá: Dansk Boligbytte, Hesselvang 20, 2900 Hellerup, Danmark. Simi 01 61 04 05. Giro 6 10 00 58. Fólk er vinsamlegast beðið að hringja á kvöldin eða um helgar, þar sem þetta er í heimahúsi og bæði hjónin vinna úti. Upplýsingarbækl ingar - ferðapésar: Fleiri pakka- ferðir“ til Portúgal Ferðaskrifetofa Portúgal var að gefa út sumarbækling '89 yfir allar sérferðir til Portú- gals. í honum er tekið fram hvaða ferðaskrifetofúr sér- hæfa sig í hveiju sérstöku hér- aði og gæði hótela og gististaða með eldunaraðstöðu tilgreind nákvæmlega. Brottfarardagar frá helstu flugvöllum i Bret- landi til ákvörðunarstaða í Portúgal eru gefiiir upp. Tals- maður skrifetofúnnar segir: „Tilgangur okkar var að gefá út upplýsingabækling með öilu sem er í boði til að auðvelda ferðamönnum að velja sér staði í Portúgal og ferðir við hæfi, en sumarbæklingurinn býr yfir fiölbreyttara ferðaúrvali en nokkru sinni áður.“ Bæklingurinn feest hjá: Port- uguese National Tourist Office, 1/5 New Bond Street, London WIY ONP. Aldrei glæsilegra úrval af feróatöskum, snyrtitöskum og skjalatöskum. AÐALSTRÆTI 2 flll LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. MARZ 1989 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.