Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 5
Skiidagar Heiórekur Guómundsson Þessi einstæða og einlæga játning grein- ir frá sambandi, sem frá öndverðu var til ótvíræðra heilla. Uppörvun Kristínar, sam- hugur þeirra hjóna var og er fagurt ljóð og bjart, ljóð ofar öllum orðum. Þau Heiðrekur og Kristín eignuðust flögur böm. Elsta son sinn, Völund, sem fæddist vorið 1940, nokkru áður en þau fluttust til Akureyrar, misstu þau þann 20. janúar 1978. Hann átti við þungbær veikindi að stríða sfðustu æviár sín og sýndi mikla hefjulund f því mótlæti. Saman studdu foreldramir dreng- inn sinn til hinstu stundar. Næst í röð bama Heiðreks og Kristínar er Ragnheiður, sem er menntaskólakennari í Reykjavík, gift Krisyáni Þ. Stephensen hljómlistarmanni og eiga þau einn son, Þorstein. Þá er Guð- mundur umdæmistæknifræðingur hjá Vega- gerð ríkisins á Akureyri. Kona hans er Magga Alda Magnúsdóttir hjúkranarfræð- ingur og era böm þeirra Heiðrekur Þór og Ragnheiður Kristín. Yngstur er Hólmgrímur menntaskólakennari á Neskaupstað, kvænt- ur Sigurborgu Ragnarsdóttur leirkerasmið. Eiga þau einn son, Atla. III Það varð Heiðreki fagnaðarefni að fylgj- ast með þroska og menntun afkomenda sinna. Hann hvatti böm sín sem hann mátti til þess að nýta tfma og tækifæri til efling- ar hugar og handa. Sjálfur hafði hann kom- ið hingað til Akureyrar með tvær hendur tómar, en hér ríkti ennþá kreppuástand og stundaði fyrst daglaunavinnu, ef hún gafst, en böli atvinnuleysis kynntist hann af eigin raun. Þá komst hann og í kynni við fjöl- breyttara mannlíf og misjafnari kjör fólks, en hann hafði áður þekkt. Réttlætiskennd hans, sem var rík fyrir, blossaði upp og angur hans varð svo mikið yfir óréttlæti og misskiptingu á kjöram f þessu litla fámenna þjóðfélagi, að hann hafði engan frið í sér, nema að láta f ljós skoðanir sfnar. Þá varð honum ljóðformið nærtækast. Það var eins og það hefði beðið þessarar stundar. Og fyrsta ljóð hans, sem nefna má ádeiluljóð, var kvæðið Verkamaður, er birtist í Al- þýðublaðinu árið 1943. Þetta ömurlega HBÐREKIB OJÐMUNDSSON ástand, sem Heiðrekur kynntist hér í fyrstu, kom honum f opna skjöldu og sú beiskja, er mótaði skáldskap hans þá, stafaði að nokkra leyti af því, að honum bragðust all- ar vonir um atvinnu. Með aukinni lífsreynslu komst hann að raun um, að ekki er hægt að meta mannleg samskipti á svo einfaldan veg, að gera þau annaðhvort flokksleg eða stéttarleg. Það þurfti að grafa dýpra í mannssálina til þess að leyndardómamir upplykjust. Er fram liðu stundir gerði Heið- rekur sér því gleggri grein fyrir, að eftir þvf sem hann kynntist lífínu betur og mönn- unum, fleiri mönnum og margsháttar mönn- um við ýmiss konar kjör, þá var ekki jafn auðvelt að taka afstöðu til mála og afgreiða þau með jafn einföldum hætti og hann hafði gert á æskuáram. Þannig færðist hann hægt af þessu baráttu- eða gagnrýnisviði yfír á könnunarsvið sálarlffsins, og er fram liðu stundir urðu átök lífs og dauða honum hugstætt og áleitið viðfangseefni. — Ég mun spyija þig, þú skalt fræða mig. — Undir þessi orð Jobs gat hann heils hugar tekið, honum nægði ekki að þekkja höfund lífsins af afspum, fremur en hinum foma Hebrea, sem hér er vitnað til. Ifyrstu ljóðabók sína sendi Heiðrekur Guðmundsson frá sér árið 1947. Hlaut hún heitið Arfur öreigans. Henni var mjög vel tekið og með þessari bók varð hann þjóð- frægt skáld. Af heiðarbrún nefndist næsta bók, er út kom 1950. Þótt hún væri að margra mati betur gerð hiaut hún tómlát- ari viðtökur. Lentu ljóð hans f úfnum sjó nýrrar formbyltingar þar sem ungir og dug- legir áróðursmenn fóra í fararbroddi með ný tímarit og óvægin og harkaleg gagnrýni bitnaði á þeim, sem fóra sér hægar og sögðu ekki skilið við sfgild ljóðform. Liðu átta ár þar til Heiðrekur sendi frá sér ljóðabókina Vordrauma og vetrarkvíða. Hlaut hún allgóða dóma. A þeim tíma var Heiðrekur önnum kafinn við verslunarstörf og hafði engan tíma til þess að yrkja nema á nótt- unni. Frá árinu 1943 hafði hann unnið við verslun, fyrst í Kaupfélagi Verkamanna, en sfðar stofnaði hann eigin verslun og rak hana til ársins 1968, er hann réðst til Vinnu- miðlunarskrifstofu Akureyrarbæjar og var forstöðumaður hennar þar til hann varð sjö- tugur. Af kostgæfni og vöndugleik rækti hann þessi störf, sem vora þó fjarri hugar- heimi hans og hjartfólgnustu áhugaefnum. En ljóðin urðu til á andvökustundum og þegar þau vora orðin mörg, þá sá hann þann kost vænstan að senda þau frá sér. 1966 sendi hann frá sér bókina Mannheima og átta árum síðar, 1977, gaf Helgafell út bók hans Langferðir. Um þá bók Heiðreks komst Kristján Karlsson bókmenntafræð- ingur og skáld svo að orði: „Ljóðagerð Heið- reks er í senn hefðbundin og persónuleg, ljós og gáfuleg. í kvæðum hans sameinast djúpstæð ræktarsemi og óvenjulegur næm- leiki gagnvart hræringum líðandi stundar. En karlmannleg samkennd, þjóðfélagsleg vitund og réttlætiskennd, sem frá upphafi hafa einkennt skáldið, hafa í ljóðum hans smám saman nálgast alhliða vitneslqu þess, að lífið þyrmir engum. Langferðir era æðralaus viðurkenning þessa skilnings. Ljóðin endurspegla á per- sónulega vísu hinar miklu þjóðfélagsbreyt- ingar, sem orðið hafa á dögum skáldsins. Þau geyma sársaukafulla íhugun þess, hvað þær breytingar hafí kostað oss alla. Við- kvæm réttlætiskennd höfundar og óbeit á hvers konar tilfínningalegu kæraleysi er jafnheil og ósvikin sem fyrr, en yfirsýn hans meiri og óhvikulli." Þessi stutta umsögn bregður skæra ljósi jafnt á skáldið og manninn, Heiðrek Guð- mundsson. Hann var sjálfstætt skáld í sterk- um tengslum við arfgengar hefðir. Árið 1979 kom út sjötta bók hans, Skil- dagar. Hún leiðir glöggt í Ijós þá stað- rejmd, að Heiðrekur er með bestu skáldum vorra tíma og ljóð hans gædd fágætum kostum skáldskapar. Lífsreynsla hans birtist glögg og lýsandi í hnitmiðuðum ljóðum, sem virðast áreynslulaus. Stíll Heiðreks er lif- andi og persónulegur. Var nú við hæfi að stefna að útgáfu úrvalsljóða skáldsins. Kom það í hlut Gísla Jónssonar rithöfundar og menntaskólakennara að sjá um þá útgáfu fyrir Almenna bókafélagið. Ljóðasafni þessu var valið heitið Mannheimar og ekki að ófyrirsynju. Var vel að þessu verki staðið og Gfsli ritaði snjallan formála þar sem hann kemst m.a. svo að orði: „Mér þykir sem langferðir Heiðreks inn í mannheima, þroski hans og góðvild, hafí sætt hann við mennina, en hvorki við dauðann né drottin og lái honum hver sem vill. Hljómkviða hans um þetta efni er svo heilsteypt í síðustu ljóðabók hans, að hún er tekin óskert í þetta." IV Niðurstaða Gfsla Jónssonar leiðir hugann beint að Landamæram, síðustu ljóðabók Heiðreks Guðmundssonar, sem út kom á liðnu ári. „Ég er á leið til landmæra aldraður maður og einn á ferð. Það er mistur frm undan og fátt um kennileiti, aðbakimér bjarmar enn afdegi. Þar hverfa þeir einn aföðrum áningarstaðir mínir síðast viðsjóndeildarhring.“ — Ég mun spyija þig, og þú munt fræða mig. — Þessi orð brenna á vöram öldungs- ins. Hann veit að lifir og þróast allt, sem eitt sinn var. Upprís hvert líf, þótt slegið sé í hel. Sú er niðurstaða í Tákni næstsíðasta ljóði í bókinni, og vissan um vor upprisunn- ar lýsir af lokaljóðinu, Sú kemur tið: Jskammdegi er margs að minnast, þá man ég vordsegrin best, hve góða tíðin var gjöful og gröskan, er mest á reið. En eitt var þeim ekki gefíð: að eiga hér langa dvöl. Og vetur er kaldur á köflum, þá kyngir hann niður snjó, svo álar í Fljótinu 6jósa og fennir í gengin spor. - En vorið, sem aldrei endar, á eftir að koma seint “ Það vor er nú gengið í garð, því kveður skáldið Heiðrekur Guðmundsson í fullri sátt, bæði við Guð og menn; tími hans hefur tengst eilífðinni. Hann mun enn spyija höf- und lífsins, hann mun taka undir hin fornu orð: „Þú skalt fræða mig, en nú hefur auga mitt litið þig.“ ' Höfundur er prestur í Laufási við Eyjafjörð. HELGI SÆMUNDSSON Tvö skálda- minni Heiðrekur fer af heimi háar og nýjar slóðir. Opnast þá útsýn skáldi yfir í fjallasal. Hljómdjúpa þeytir hörpu hafalda fyrir Sandi, hreinlyndum garpi heilsar heima í Aðaldal. Kristján Matras Kallar þig á köldu hausti konúngur sem ræður för, segir höll á sumarlandi sóma þér í verkalaun. Far þú, skáld í friði drottins, fögur veisla bíður þín. SVERRIR HARALDSSON Vegurinn heim Vegurinn heim er lengri, en vegurinn að heiman, vandfarinn þeim, er vafrað hefur völtum fótum villtur í heimi blindra afla og blekkinga. En fýsir þess eins að finna aftur veginn til baka, sem eitt sinn var, en er ekki lengur. Eins og dropi af þaki Eins og dropi af þaki, sem drýpur niður á jörðu, samlagast mold og verður að engu. Svo falla orð mín úr einfarans huga, einföld orð, sem fæstir skilja, en dijúpa í ófrjóa mold og enginn skilur Loks .. . Loks komstu heim, eftir langa og hrösuga göngu. Lffíð var stundugt örðugt og sjálfum þér jafnan að kenna. Misheppnuð áform og uppgjö f alls, fyrir löngu. Áföllin flestu heitast á sjálfum þér brenna. í einveru minnistu æskunnar yndis- daga og óskar í þeirra nafni endi þín saga. Höfundur er prestur i Borgarf irði eystra LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. MARZ 1989 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.