Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 11
í sólskinið eitir hreinsunina. Á óhreins- orðin af meira en fjögvrra alda grómi ð þvo spámönnum og postulum í fram- aði myndirnar eins og þær birtast eftir Litimir hafa orðið skærir eftir breins- unina og sumum Gnnst þeir jaGtvel bráir. A innfelldu myndinni eru sér- fræðingarnir sem unnu verkið með nema við loftið og tölvu, sem leiðir í Ijós upprunalega gerð freskunnar. ferð meistarans hafí verið fólgin. Giorgio Vasari (1511—1574) ritaði bók um æviferil ítalskra listamanna, en sú bók hefur að geyma mjög þýðingarmiklar heimildir um gerð freskanna í Sixtínsku kapellunni. Vas- ari lýsir því, hvemig „Michelangelo hafí vilj- að lagfæra ýmislegt í freskunum a secco, eftir að múrhúðin var orðin þurr, hafi viljað mála bakgrunn, veggtjöld og himin f skær- bláum lit og láta gylla skreytingar." Júlfus II páfí hafi þó komið f veg fyrir þessi áform listamannsins, af þvf að hann óskaði þess eindregið að þessi sérstaka einkakapella Hans heilagleika yrði tilbúin fyrir allraheil- agramessu hinn 1. nóvember árið 1512. Listamaðurinn féllst loks á þetta, kom end- anlega niður af vinnupöllunum og lýsti því yfír, með nokkurri tregðu þó, að verkinu væri lokið. Af framangreindu má þó sjá, að tilgangurinn með slíkri lokayfírferð hefur ekki átt að vera sá, að gera yfirbragð fresku- myndanna allt dekkra ásýndum eins og andstæðingar hreinsunarinnar hafa viljað halda fram, heldur einmitt sá að gera litina skærari og láta birta yfír myndunum. Þeir sem heilshugar styðja hreinsunina, benda einnig á þá afstöðu sem Michelang- elo tók við gerð veggmynda á múr. Áður en listamaðurinn hóf vinnu við gerð fre- skanna f Sixtínsku kapellunni, hafði hann haft spumir af þeirri auðmýkingu, sem snill- ingurinn Leonardo da Vinci varð fyrir með Hluti af hinni mikilfenglegu fresku Micbelangelos á lofti Sixtínsku kapellunnar. Myndin er tekin áður en hin umdeilda breinsum fór fram. Frægust einstakra mynda á lofti Sixtínsku kapellunnar er efalaust Sköpun Ad- ams, sem hér sést. Eins og sjá má eru tjjúpar sprungur í steypunni sem freskan er máluð á. því að þurfa að mála myndverk á veggi með blöndu af olíu, vatni og lakki, sem aldr- ei hafði verið reynd áður. Árangurinn varð sá, að litablandan tók að flagna af næstum því um leið og Leonardo hafði lokið við að mála myndina. Enda þótt Michelangelo sé sagður hafa nöldrað nokkuð yfír því gífurlega mikla verkefni að myndskreyta veggi og loft í einkakapellu páfans, þá er á hinn bóginn engin spuming um mikla kunnáttu hans og fæmi í að mála freskur. Hann hafði þá náð meistaralegum tökum á gerð listrænna veggmynda í Flórens árið 1488, er hann vann hjá lærimeistara sínum, Ghirlandio. MlKIÐ LISTRÆNT AFREK Giulio Carlo Argan, einn virtasti lista- gagnrýnandi ítala, álftur að Michelangelo hafí tekið að sér að skreyta Sixtínsku kapell- una til þess að fá tækifæri til að sýna til fullnustu fæmi sína við að leysa af hendi verkefni, sem keppinautur hans gat ekki unnið. „Michelangelo, sem sífellt var að keppa við Leonardo, vildi að hefðbundin freskugerð yrði á nýjan leik hafín til vegs og virðingar." Það tókst honum líka svo sannarlega með gerð listaverka sinna í Sixtínsku kapellunni. Við gerð hefðbundinna freska var hvorki límvökvi né dökk upp- lausn borin á eftir að múrhúðin var þomuð. „Enginn annar freskumálari bar slíka límlausn á myndir sínar, og hvers vegna skyldi Michelangelo hafa átt að gera það?“ segir Gianluigi Colalucci, yfírmaður hreins- unaraðgerðanna í kapellunni. „Hann vissi mjög vel, að lokaáhrifín myndu ekki geta enzt lengi. Að gefa í skyn, að hann hafí borið lfmvökva á freskur sínar, er í raun og vera móðgun við tæknilega kunnáttu hans sem listamanns. Sá sem ætlar sér að • hefjast handa við að mála freskur, gaum- gæfir fyrst litina og samspil þeirra, þannig að rétt jafnvægi náist í heildaráhrifum myndverksins um leið og litimir hafa verið bomir á.“ Táknar það, að Michelangelo hafí þá alls ekki þurft að lagfæra eitt né neitt eftir á? Auðvitað ekki. Enginn gerir ráð fyrir, að jafnvel snillingur á borð við Michelangelo hafí strax með fyrsta pensildrætti náð hveiju sinni fram sérhveiju litbrigði og skugga í þeim þúsundum margslunginna forma, sem mynda hið flókna samspil í freskumyndum hans í Sixtínsku kapellunni. Snákurinn, sem hringar sig utan um tréð í Freistingu Adams ogEvu, er til dæmis langt frá því að vera næsta einlitt skriðdýr eins og hann er oftast sýndur á eldri myndum. Sé snákur Michelangelos skoðaður nánar, kemur í ljós margslungin gerð fíngerðra pensilfara með grænum og gulum litbrigð- um yfir rauðleita skuggatóna. Þar sem múrhúðin þomar ósköp hægt, veittist Mich- elangelo nægur tími til að vinna að þvf að lagfæra skuggana, án þess að hann þyrfti að notast við dökka upplausn eða límvökva, sem gagnrýnendur hreinsunaraðgerðanna telja, að hann hafí borið á freskumar undir lokin. Og þar sem slíkir lokadrættir til lag- færingar af hans hálfu hafa strax gengið í efnasamband við múrhúðina sjálfa, er held- ur engin ástæða til að álíta, að hið leysandi hreinsiefni AB-57 muni afmá þá. ÝTRASTA VANDVIRKNI VlÐHÖFÐ Efnablandan sem notuð er við hreinsun freskanna, AB-57, inniheldur ammóníum bíkarbónat og natríum bíkarbónat, sveppa- eyðandi efni og hlaupkennd efnasambönd í vatni. Þeir sem andvígir era hreinsuninni, gera mikið veður út af því, að hreinsivökv- inn AB-57 skuli um árabil helzt hafa verið notaður til þess að hreinsa stein. En þegar efnið er notað til steinhreinsunar, er það látið liggja á steininum frá einni klukku- stund og allt upp í sólarhring, og er efna- blandan AB-57 þá jafnan styrkt með efninu EDTA, en það hefur þann eiginleika að fjar- lægja kalsíum-efnasambönd. Við hreinsun freskanna í Sixtínsku kapellunni er hins vegar notuð afar veik lausn, og er hún lát- in liggja í aðeins tvær til þijár mínútur á myndfletinum í einu. Efnablandan AB-57 er gott leysiefni en aftur á móti dauft efna- samband. Sá ótti, að við hreinsunina kunni eitthvað af handbragði Michelangelos að afmást, virðist ekki á rökum reistur. Cola- lucci heldur því fram, að búið sé að hafa uppi á öllum þeim lagfæringum og viðbótar- yfírferð, sem Michelangelo hafi unnið að eftir að múrhúðin var þomuð. Þegar núna er unnið að viðgerðum, er hvert og eitt slíkt svæði varið og einangrað með vatnsþéttri akrýlkvoðu, svæðið umhverfís síðan hreins- að með AB-57, og eftir það er hlífðarkvoð- an fjarlægð og þeir myndhlutar því næst hreinsaðir með leysandi efnum, sem ekki innihalda vatn. Kynningu ÁViðgerða- STARFIÁFÁTT Óhætt er að fullyrða, að Vatíkaninu hafi orðið á nokkur mistök í sambandi við kynn- ingu á því hreinsunarstarfí sem fram fer í Sixtínsku kapellunni. Það hefði átt að gæta þess, að engar gransemdir tækju að vakna um að gáleysislega eða fljótfæmislega væri að verki staðið, með því að birta fyrst niður- stöður allra vísindaiegra rannsókna, sem Vatíkanið hefur látið framkvæma á lofti kapellunnar og gera opinberlega grein fyrir þeim vanda, sem fyrir hendi var í sambandi við væntanlegar viðgerðir og hreinsun, svo og þá viðgerðartækni sem nota átti. Það var heldur óviturlegt að sýna opinberlega hreinsaðar myndir í kapellunni þegar árið 1984 og láta við það tækifæri ofsaskært kastljós sjónvarpsmyndatökuvélanna flæða yfír freskumar. Slík slq'annabjört lýsing myndi jafnvel verða þess valdandi, að högg- myndir Michelangelos virtust flatneskjuleg- ar, svo ekki sé talað um freskumyndimar. En þegar öllu er á botninn hvolft er eini rétti mælikvarðinn á það, hvort hreinsun listaverkanna og viðgerð þeirra hafí tekizt giftursamlega, hvemig verkið svo kemur áhorfendum fyrir sjónir, skoðað með bera auga. Michelangelo hafði vissulega ekki birtuna frá raftnagnsljósum í huga, þegar hann vann að því að mála verk sín í kapell- unni. í reynd era það þeir tveir þriðju hlut- ar loftsins í kapellunni sem enn hafa ekki verið hreinsaðir, sem helzt þarfnast skærra kastljósa til þess að greina megi mikilfeng- leg form og línur listaverkanna gegnum dökka móskuna, er hylur freskumar. Hreinsuðu svæðin sjást ágætlega við eðli- lega dagsbirtu, sé staðið á gólfínu, 25 metr- um fyrir neðan hvolfþakið, og horft þaðan upp til freskanna í loftinu eins og Michelang- elo hafði ætlast til að verk hans yrðu skoðuð. Michelangelo í Nýju Ljósi Við hreinsunina hefur ekkert af þeirri nákvæmni í formsköpun farið forgörðum, sem mjög einkennir freskumyndir Michel- angelos og þykir minna um margt á sam- spil forma í höggmyndum hans, né heldur hin óskeikula tilfínning hans fyrir dýpt og rúmmáli í myndbyggingu. En skærleiki lita og litbrigði og dýptin hefur aukizt til mik- illa muna myndunum við hreinsunina. Þær birtast nú skoðendunum í alveg nýju ljósi. Ekki er þó iaust við, að nokkrar efasemdir hafi látið á sér bæra — til dæmis varðandi það gagn sem af þessum hreinsunaraðgerð- um verður til lengdar og af þeim áætlunum, sem Vatíkanið hefur á pijónunum um stjóm- un á fjölda áhorfenda inni í kapellunni og um eftirlit með loftmengun í byggingunni: Um það bil átján þúsund manns flæða dags- daglega gegnum Sixtínsku kapelluna, og þegar frægð „hins nýja Michelangelos" fer að berast út fyrir alvöra, má jafnvel búast við því að þessi tala gesta hækki enn að mun og fleiri mengunarefni berast þar af leiðandi inn í kapelluna. En þrátt fyrir þessi áhyggjuefni og önnur fleiri af svipuðum toga, þá á hreinsun lista- verkanna og viðgerðin á þeim í sjálfu sér fullan stuðning skilið. Ekki var lengur veij- andi að varðveita SixtSnsku kapelluna í því litvana móskuástandi sem hún er búin að vera í síðastliðin 200 ár og halda áfram að blekkja gesti sem komu kynslóð eftir kyn- slóð í góðri trú til að skoða hinn eina og sanna Michelangelo í Sixtínsku kapellunni. Hið sama á raunar við um suma af beztu listamönnum og listfræðingum síðari alda. Hreinsun og viðgerðir á freskunum í kapell- unni miða að því að virða uppranalega fyrir- ætlun Michelangelos sjálfs með sköpun þess- ara einstæðu listaverka. Höfundur er listgagnrýnandi tímaritsins TIME. r I I- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. MAR2 1989 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.