Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 15
PAJERO LENGRI G E R Ð Góður vagn gerður enn betri , Moryunbhiðið/Ámi Sæbersr A dísilbílnum hefur vélarlokið veríð hækkað við miðjuna vegna rnillikælis sem kominn er / hílinn 0g eykur orkuna umtalsvert. að er náttúrlega ekki hægt að kalla Mitsubis- hi Pajero 5 dyra, sjálfskiptan Super Wagon með bensínvél annað en meiriháttar leikfang. Pajero er gæðingur en ekki brúkunarhestur. “Við breytum ekki Pajero - við bætum hann“, Aftast er nóg rými fyrír farangur eða tvo farþega í aukastólum en þá er Ojót- legt og einfalt að taka í notkun. segir í auglýsingunni frá umboðinu, Heklu hf., og eru það áreiðanlega orð að sönnu. Pajero fæst þrennra eða fímm dyra, langur eða stuttur, með bensín- eða dísilvél en auk nýrra véla og endurbóta á innréttingum hefur fjöðrunin verið bætt á langa bensín- bílnum. Það er því ýmislegt forvitnilegt þar sem Pajero er annars vegar. Verðið á styttri bílnum er frá 1.586 þúsund krónur upp í l. 624 þúsund, stærri dísilbíllinn kostar milli 2 og 2,1 millj. kr. og bensínbíllinn stóri milli 1.925 þúsund kr. og 2.116 þús. kr. Lítum nú nánar á Pajero 5 dyra bensínbílinn sem tekinn var í snöggsoðinn reynsluakstur á dögunum. Um leið verður drepið á nokkur atriði varðandi dísilbílinn. Búnaður Sem fyrr segir eru ýmsar breytingar á ferðinni hjá Pajero. Bensínvélin er nú V6, 3 lítra vél með svonefndri rafstýrðri §öl- innsprautun. Þýðir hún í raun nákvæmari innspýtingu eldsneytis inn á hvern strokk og þar með betri nýtingu. Vélin gefur 141 hestafl við 5.000 snúninga á mínútu og verður enginn ökumaður svikinn af því afli - það er eins og það sé alltaf nóg eftir. Um turbó dísilvélina er það að segja að hún er nú búin millikæli. Hún bætir afköst- in umtaisvert og gefur vélin nú 95 hestöfl við 4.200 snúninga á mínútu. Báðir bflamir fást með beinskiptingu eða sjálfskiptingu. Helstu mál á bensínbflnum eru sem hér segir Lengd 4,6 m, breidd 1,68 m, hæð 1,88 m og lengd milli hjóla 2,695 m. Hann er 1.810 kg að þyngd, en full- hlaðinn 2,5 tonn og hámarkshraðinn er 160 km á klukkustund. Það sem fyrst vekur athygli þegar sest er undir stýri í Pajero eru þægilegheit. Þar er allt gert sem hugsast getur til að ökumað- ur hafí það sem best við bflstjómina. Á það við um sætið, stýrið, mælaborðið, spegla, gírstöng, útsýnið og nánast hvað sem er. Má kannski segja að sjálft sætið beri þar af hvað varðar fjöðrun og stillingar, saman- ber teikninguna. En þó vel sé hugsað um ökumann hafa farþegar alls ekki gleymst. Þeir geta látið fara vel um sig hvort sem er við hlið öku- manns eða í aftursæti og aukasætunum tveimur er vel fyrirkomið. Það er líka einf- alt og þægilegt að taka þau í notkun og kostur að menn snúa þar fram en ekki til hliðar eða aftur eins og í sumum bflum. Auðvelt er að lesa á mæla og fylgjast með hlutunum og hafa mælar og rofar ver- ið stækkaðir frá fyrri ágerð. Auk allra venju- legra mæla og aðvörunarljósa em ýmsir viðbótarmælar. Til dæmis hæðarmælir, sem kemur vitanlega helst að gagni á ferðum út um land og heiðar, hitamælar sem gefa til kynna hita úti sem inni og hallamælir. Enginn þessara mæla er nauðsynlegur en gott er að vita af þeim og gaman. Finnst manni til dæmis líklegt að ökumaður í tor- færu fari fremur eftir því sem hann sjálfur treystir bflnum hvað halla eða bratta áhrær- ir en að hann reyni bflinn til hins ítrasta og treysti þar eingöngu á mælinn góða. Aksturinn Ekki minnka þægilegheitin þegar hreyfa skal bflinn. Hvers getur ökumaður óskað sér framar þegar hann situr eins og best er á kosið, sér vel til allra átta, ekur sjálfskipt- um og kraftmiklum bfl með aflstýri? Þá geta ekki verið margar kröfur eftir. Einkabflstjóri er að minnsta kosti óþarfur því jafnvel í umferðinni í Reykjavík er bara gaman í svona ökutæki. Pajero er þægilegur í meðförum - ekki síst sem sjálfskiptur - en stöku sinnum hefði hann mátt leggja betur á. Varla þarf að hafa áhyggjur af ferðaþreytu því bfllinn er hljóðlátur og jafnvel galtómur virðist hann sérlega þýður í akstri. Kemur þar til nýr fjaðrabúnaður að aftan, gormar í stað blað- flaðra áður. Geta eigendur eldri Pajero far- ið að hlakka til að kynnast hinum endumýj- aða og mýkri bfl ef þeir hyggjast endumýja. Og ekki þarf að kvarta yfír kraftleysi. Vélin svarar vel kröfunni um snöggan fra- múrakstur eða annars konar spymu og er vel studd af góðri sjálfskiptingunni. Kraftur- inn var að vísu ekki reyndur með hlaðinn bfl úti á vegum en það virtist f það minnsta alltaf nóg eftir fyrir viðbrögðin í borgarum- ferðinni. Niðurstöður Ljóst er að Pajero af lengri gerðinni með V6 bensínvél getur ekki átt stóran kaup- endahóp þar sem um er að ræða fjárfest- ingu upp á 2,1 milljón króna. Þeir sem hins vegar kaupa bfl í þessum verðflokki og eru að leita að jeppa hljóta að staldra lengi við þennan kost. Spyija má af hverju skyldu menn kaupa Range Rover fyrir meira en milljón í viðbót ef Pajero fullnægir kröfun- um? En það skiptir ekki máli hér. Það skal endurtekið að Pajero er meiriháttar leikfang og þó að hann teljist ekki til brúkunar- hrossa er hann eigi að síður brúklegur í margt. Þó stór sé er hann lipur og þægileg- ur í borgarumferð. Hann er rúmgóður fyrir ökmann og §óra farþega hans og er þá enn eftir rými fyrir allmikinn farangur eða tvo farþega til viðbótar. Hér hefur góður bfll verið gerður enn betri. JÓHANNES TÓMASSON. Framsætin má stilla á alla hugsanlega vegu líka hliðarstuðninginn. Sætin eru séríega þægileg. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. MARZ 1989 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.