Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 13
Upptendraður af hinu óendanlega Nokkur orð um ljóðskáldið Giuseppe Ungaretti egar útlendingar ígrunda ítalska nútímaljóðlist, verður þeim tíðrætt um „þríeykið" Giuseppe Ungaretti (1888—1970), Eugenio Montale (1896-1981) og Salva- tore Quasimodo (1901— 1968) og að vonum, því í verkum þessa þriggja ólíku skálda kristallast ítölsk ljóðlist á þessari öld. Fyrstu ljóð sín orti Ungaretti strax upp úr 1910, en síðustu ljóð Montales urðu til við upphaf þess áratugar sem við nú lifum. Öll þessi skáld eru að vísu í metum, jafnt meðal fræðimanna sem almennra ljóðaunn- enda á meginlandi Évrópu, en þó er hér ekki um að orðstír Ungarettis hafi ekki borist eins víða og skáldbræðra hans tveggja. Þó hafa Frakkar að vísu haft á honum dálæti sökum langvarandi tengsla hans við franskt menningarlíf. Þetta ástand mála má að einhveiju leyti skrifa á reikning sænsku akademíunnar, en hún veitti Qua- simodo bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1959 og kom þá af stað heiftarlegri um- ræðu á Italíu um innbyrðis verðleika ítalskra skálda. Árið 1975 féllu Nóbelsverðlaunin síðan í skaut Montales. Ungaretti varð þessara verðlauna sem sagt aldrei aðnjótandi, sem að öllum líkind- um varð til þess að lækka gengi ljóðlistar hans á alþjóðlegum skáldskaparvettvangi. Bæði Montale og Quasimodo áttu sér einnig áhrifamikla talsmenn í engilsaxnesk- um bókmenntaheimi, til dæmis T.S. Eliot, C.M. Bowra og Herbert Read, en helstu aðdáendur Ungarettis utan Italíu voru franskir bókmenntafrömuðir sem ekki áttu sér viðlíka stóran lesendahóp og breskir eða bandarískir starfsbræður þeirra. En að hluta til held ég að utan Ítalíu hafi menn einfaldlega ekki komist til botns í hinum yddaða og orðfáa ljóðstíl Ungarett- is, ekki síst vegna þess að næstum ómögu- legt er að yfirfæra hann á aðrar tungur. í almennri umræðu um skáldskap hafa einnig allt of margir tilhneigingu til að setja sama- semmerki milli orðgnóttar og innihalds. Á fyrri hluta skáldskaparferils síns lagði Ungaretti meir á hvert einstakt orð en nokk- uð annað evrópskt ljóðskáld á þessari öld — á orðið sjálft, hljóðan þess, merkingu, um- fang á síðu og margháttaðan enduróm. Hvað gerir til dæmis frómur „tradutt- ore“, sem ekki viil „traditore" heita, er hon- um er uppálagt að þýða eitt stystá — og jafnframt umdeildasta — ljóð Ungarettis, „Mattina" (Morgunn)?: M’illumino, d’immenso. íslensk bókstafsþýðing gæti hljóðað: „Ég upptendrast/af óendanleik." En íslensku orðin „upptendra" og „óendanleiki" bera ekki með sér sömu menningarlegu enduróm- an og margvísi og ítalska sögnin „illumin- are“ (upptendra, varpa ljósi á, upplýsa, öðl- ast hugljómun), og hið ítalska „immenso" er langtum yfirgripsmeira hugtak en venju- legur íslenskur „óendaleiki" ræður við. Orð- fæðin stendur síðan gegn allri umorðun. Þær ensku þýðingar sem ég hef séð kom- ast ekki nær kjama málsins en íslenskan, eru annað tveggja of hversdagslegar eða óþarflega hátíðlegar: „I illuminate mys- elf/with immensity" (Állan Mandelbaum) og „I fill with light/of immensity" (George R. Kay). Svona ljóð ættu þýðendur helst að láta í friði. Þótt „Morgunn" sé ekki þesslegt, er það meðal stríðsljóða Ungarettis, eins og raunar flest þeirra ljóða sem hér eru birt. Það er ort í janúar 1917, í skotgröfunum nálægt Carso, þar sem skáldið barðist með ítalska hemum. Nafnið á fyrstu ljóðabók Ungarettis, „Niður- grafna höfnin" (11 porto sepolto, 1916), vísar einmitt til skotgrafanna. Langvarandi dvöl skáldsins í iðrum jarð- ar, í helvíti á jörðu, þar sem hver dagur bar dauðann í skauti sér, skapaði með honum það sem ítalski bókmenntafræðingurinn Sergio Pacifici hefur nefnt „dramatíska ein- manakennd". Til að styrkja trú sína á lífið reyndi Ungaretti á hveijum degi að bijóta til mergjar hugsanir sínar og tilfinningar og skrá þær í meitluðu formi í vasakompu sína. Seinna talaði hann alltaf um ljóðabæk- ur sínar sem „dagbækur" og kallaði heildar- safn ljóða sinna „Vita d’un uomo“ (Ævi manns). Ögurstundir skáldsins í skotgröfunum vöktu hann til meðvitundar um gildi augna- bliksins, „því hin samþjappaða andrá er takmarkalaus. í augnablikinu býr eilífðin. í ljóðinu „Morgunn“ segist Ungaretti hafa reynt að „ná sambandi við allt það sem er okkur ijarstæðast. Því meiri fjarlægðir sem um er að ræða, því betri verður skáld- skapurinn." í „Morgunn" mætast því skáld og endalaus alheimur í nokkurs konar al- gleymi, meðan sprengjumar falla allt um kring. Sennilega er það rétt sem einn þýðenda Ungarettis, Patrick Creagh, hefur sagt, að fá hinna svokölluðu stríðsskálda tuttugustu aldar yrkja af meiri sáttfýsi og stillingu um návist dauðans en Ungaretti. En til þess að koma til skila skyndilegum hugljómunum af því tagi sem hér hafa ver- ið nefndar — og gagnrýnendur nefndu stundum „poesia-baleno", ljóð-eldingar — þurfti Ungaretti að koma sér upp eins kon- ar símskeytastíl. Þar með var hann kominn í stríð á öðrum vígstöðvum, við hina róm- antísku forvera sína í ljóðlist, sérstaklega hinn hátíðlegá Giosúe Carducci og Einar Benediktsson þeirra ítala, D’Annunzio. Það hefðu sennilega ekki mörg ftölsk ljóð- skáld árætt að setja sig upp á móti þeim skáldjöfrum á öðrum áratug aldarinnar. En þá er þess að geta að Ungaretti var ekki fæddur og uppalinn á Ítalíu, heldur í Alex- andríu í Egyptalandi — heimaborg skáldsins Cavafy — þangað sem foreldrar hans höfðu flust seint á 19. öld. Ungaretti fór ekki frá Egyptalandi' fyrr en 1912 og þá til Parísar. Þar stundaði hann nám í Sorbonne undir Giuseppe Ungaretti handleiðslu margra helstu gáfumanna Frakka, meðal þeirra heimspekingsins Berg- sons. í París kynntist hann einnig skáldum, listamönnum og gagnrýnendum eins og Pic- asso, Braque, Apollinaire og Valerý, sem þroskuðu með honum róttæk viðhorf til ljóð- listar. Það liggur því beinast við að skoða stríðsljóð hans sem áframhald á skáldskap Valerýs, Apollinaires og Mallarmés, eftilvill einnig með tilliti til týpógrafískra uppgötv- ana fútúrista. Uppruni Ungarettis gefur einnig ýmsum tilvísunum hans í framandleg fyrirbæri eins og eyðimerkur og mínarettur aukinn sann- færingarkraft. Ungaretti settist að í Róm árið 1920, og hóf þá að láta að sér kveða f ítölsku bók- menntalífi, auk þess sem hann tók í auknum mæli upp bragarhætti sfgildrar ítalskrar Ijóðlistar og lagaði að eigin kveðskap. Arangurinn má sjá í ljóðasafninu „II senti- mento del ternpo" (Tilfinningamál tímans), er út kom árið 1933. Þar leggur skáldið meiri áherslu á heilar línur og málsgreinar en einstök orð. Ljóð hans eru einnig bæði skynrænni og torræð- ari en fyrrum. Um þau spunnust miklar umræður meðal ítalskra bókmenntamanna og snerust þær ekki síst um innhverft og dulúðugt yfirbragð þeirra. ítalski gagmýnandinn Francesco Flora nefiidi þau „hermetísk", það er, uppfull með einkalegu táknmáli og torskildu orðfæri sem aðeins innvígðir fengu botn í, og hefur þetta hugtak síðan verið notað yfír ljóðlist þeirra Ungarettis, Quasimodos og Montales á fjórða áratugnum. Ekki voru allir hrifnir af þessari þróun og var skáldunum borin á brýn bæði mikil- læti og forild. En í raun var þessi „herme- tíska" skáldskapartækni hluti af andófí skáldanna gegn orðagjálfri og áróðursvél fasista, leið til að halda listrænni reisn á vargöld. Eða eins og bókmenntafræðingur- inn Alessandro Pellegrini segir; „Hún gekk út á að veija skáldskapinn gegn stjóm- málaöflunum og múgmennskunni." Skömmu eftir að „Tilfinningamál tímans" kom út, þáði Ungaretti prófessorsstöðu í ítölskum bókmenntum í Sáo Paulo í Bras- ilíu, og dvaldi þar til 1943. Þótt skáldið væri þá óhult fyrir útsendurum fasismans, varð hann í staðinn fyrir ýmsum persónuleg- um áföllum, meðal annars dó ungur sonur hans, Antonietto. Næsta ljóðabók hans, „II dolore" (Sorg- in), sem út kom .1947, er eins og nafnið bendir til, nokkurs konar ítalskt Sonatorrek. Síðustu tuttugu ár ævi sinnar vann Ung- aretti af og til við mikinn ljóðbálk er hann nefndi „La terra promessa (Fyrirheitna landið), sem er dramatísk verk með marg- háttuðum tilvísunum í vestrænar mýtur og hugmyndasögu. Þar má segja að skáldið ljúki því verki er hófst með „Niðurgröfnu höfninni", að umbreyta andránni í varanleg- ar og víðtækar mýtur. Eins og margir aðrir aðkomumenn á íta- lfu, reyndi undirritaður fyrir margt lörigu að snúa nokkrum ljóðum Ungarettis á sína tungu, en fór þá oft halloka fyrir hinum máttugu orðum hans. Voru þá öll þýðingar- áform lögð á hilluna um skeið. Fyrir skömmu lagði Matthías Johannes- sen skáld, upptendraður af kynnum sínum af ítalskri menningu, frumdrög að þýðingum á nokkrum ljóðum Ungarettis fyrir mig. Eftir að við höfðum skoðað þessi drög í sameiningu, hvatti hann mig til að taka upp þráðinn að nýju og leiða þau til lykta. Aðalsteinn Ingólfsson Ellefu kvæði eftir UNGARETTI Þýðingar úr ítölsku: Aðalsteinn Ingólfsson Matthías Johannessen Hermenn Líkt og lauf á hausttrjám. Langt burtu Langt burtu, langt var ég leiddur sem blindur væri. Sígur svefn Mætti ég líkjast þessu landi sem liggur íklætt kápu úr snjó. Alstirn þögn Hreiðrin ein hreyfa tré og nótt. Nótt í maí Sveipar himinn mínaretturnar sveig úr smáljósum. Eilífð Milli týndra blóma og gefinna óskilgreinanlegt tóm. Forspil Töframáni, svo aðframkominn ertu að þú raufst þögnina, og sveipaðir feyskin trén uppi á hæðinni eggjandi slæðu. Mlnning frá Afríku Sól fer ránshendi um borg ekkert sést jafnvel grafhýsin bugast. Alheimur Úr sænum bjó ég mér svalandi börur. Logandi rósir Á bjölluhljómi hafsins flýtur allt í einu annar morgunn. Eftilvill sprettur / mistrinu máumst við út EftiIviII sprettur upp elfur hér uppfrá Ég hlusta á söng vatnadísanna sem berst frá borginni. Sandro Chia: Blár hellir, 1980. Chia er einn af frægustu málurum ítala af yngrí kynslóðinni. / LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. MARZ 1989 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.