Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1987, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1987, Blaðsíða 13
 t' r ‘ ,f Í KJ? ; : - l •' '..i í• > -!+- "'r- n"n'S ^ “'--Í.Sf',''"*, ^ >£es5£4“"i, *',^age^P*£a|> .; ..■'’^.r ;■• -. „ „ "*! 'zjsí^' i:, 'é' '- , ■ Sv ? .-■- . ■ ji |P%51 ' - • ' l‘< , '■ ■ / í •■ ■.■■■■ ■ ■',-' t ■ - - \ | 'í|j$ " ‘ ’ . .:’ P™ .... ■■, l. '■ ’v '; ^ , ■; ■ « :v:- ; .. BrS~r- " '■ Vaidez Hringey — Round Island — víd Alaska, þar sem fjaran erþétt skipuð rostungum. þar skelfisk allt frá tvískelja lindýrum til krabbadýra. Magasýni hafa leitt í ljós, að rostungur getur innbyrt 6.000 sandskeljar í einni fæðuöflunarferð. Rostungur notar tunguna eins og stimpil og getur jafnvel náð innihaldinu úr samloku án þess að bijóta skeljamar. Rostungar kafa djúpt og synda hægt. Sérhæfing þeirra er fullkomin. Þeir hafa meira af blóði en spendýr á landi og þar með meira af blóðrauða til að binda súrefni í blóðinu og meira af vökvarauða (myoglob- in) til að binda súrefni í vöðvum. Vegna þessarar aðlögunar er þeim kleift að geyma feikilegt magn af mjólkursýru og meira en nokkrir aðrir geta. Ef við yrðum að hlaupa eins hratt og við gætum einhvern spöl^ þá myndum við á endanum þurfa að anda ákaf- lega til að losa okkur við öll úrgangsefnin, sem myndast hafa í vöðvunum í formi mjólk- ursýru. En slíkt fer rostungurinn létt með. Ferðamaður á Round Island gæti freistazt til að halda, að óþarfi væri að hafa áhyggj- ur af heilsufari rostungastofnsins. Fay teiur, að íjöldi Kyrrahafsrostunganna hafi verið mestur um 250.000, en fari nú minnkandi. Kyrrahafsrostungurinn, sem er stærstur sinnar tegundar, var síðasti stofninn, sem varð fyrir hinni vestrænu útþenslu. Banda- rískir hvalafangarar hófu veiðamar 1848 og gengu hart að rostungunum, en þeir voru að leita að Grænlandshval. Meðan hvalveiðimenn biðu eftir að ísinn rofnaði með vorinu, drápu þeir þúsundir rostunga með skotvopnum, sem voru afgangs eftir borgarastyijöldina. Á einu einasta ári drápu þeir 35.000. Á fimm árum fluttu hvalveiði- menn heim 40.000 tunnur af rostungaolíu — sem hafa verð afurðir um það bil 150.000 dýra. Edward Nelson, landkönnuður á 19. öld á vegum Smithsonian-stofnunarinnar, taldi, að á þessum friðsældarárum hefði helmingi stoftis Kyrrahafsrostungsins verið eytt. Endir Bundinn Á Blóðbaðið í byijun 20. aldar gengu kaupmenn frá Nome, Juneau og Seattle enn frekar á stofn- inn, unz kreppan mikla kippti fótunum undan starfsemi þeirra. Hléð á veiðunum varð þó ekki langt, því að á fjórða áratugn- um hófu Sovétmenn sinn eigin rostungaút- veg, sem fækkaði dýrunum enn frekar. Tvíhliða samningar 1962 bundu loks enda á blóðbaðið. Þá var áætlað, að fjöldi rost- unga, sem talinn var hafa lengi verið að jafnaði 200.000 dýr, væri kominn niður í 100.000. „Áður en skipulegar veiðar hófust," segir Fay, „var rostungastofninn mjög stöðugur, nær alltaf jafnstór. En á síðustu hundrað árum eða svo hefur gengið á ýmsu af mannavöldum. Þeir hafa fengið að vera í friði og fjölga sér, en svo hefur þeim verið eytt.“ Þar sem veiðimenn að atvinnu hafa sótzt mest eftir tönnunum og þeim sem stærstum, bendir Fay á, hafa þeir ávallt drepið eldri dýrin. Og þar sem ungu dýrin, sem hæfust eru til að halda stofninum við, hafa orðið eftir, hefur stofninn getað aukizt, fái hann tækifæri til þess. Fay og aðrir könnuðir telja, að tilvist mikils fjölda rostunga sé ekki endilega merki um gott heilsufar þeirra. Á vissum svæðum í Beringshafi hafa rostungar gengið svo mjög á hina hefðbundnu fæðu sína, að þeir hafa neyðzt til að breyta um mataræði. Niðurstöður rannsókna hafa leitt í ljós, að þeim tilfellum, þegar rostungar hafa étið seli, hefur fjölgað allt að hundraðfalt á átt- unda og níunda áratugnum, frá því sem var á þremur áratugum þar á undan. Málið hefur orðið flóknara við það, að íbúum Al- aska, sem hafa lífsviðurværi sitt af veiðum, hefur verið leyft að veiða rostunga að vissu marki, en þetta mark hefur ekki verið ákveð- ið nánar né „lífsviðurværi“ verið skilgreint í þessu sambandi. EskimóarHafa Fallið í Freistni Þar sem viðkomandi ráðuneyti hefur ekki tilgreint kvóta, hafa Eskimóarnir, eftir því sem Francis Fay segir, „fallið í freistni, þar sem þeir hafa margar leiðir til að eyða pen- ingum, en enga til að afla þeirra nema veiðar. Þess vegna drepa þeir rostunga (vegna tannanna), eins og morgundagurinn komi þeim ekki við. Þeir eru ekki ánægðir með það, en þeir eru eins og á milli steins og sleggju." Fay og fleiri sérfræðingar áætla, að sovét- menn veiði um 4.000 rostunga á ári (aðal- lega vegna skinnaiðnaðar þeirra), og innfæddir Alaskabúar um 6.000. Þeir telja, að hnignun rostungastofnsins, sem hófst með afleiðingum offjölgunar, muni enn auk- ast með veiðum vegna lífsviðurværis. Að því, sem gerðist af völdum náttúrunnar, muni verða flýtt af mannavöldum. Þegar við gestirnir bjuggumst til brott- farar frá Round Island, var ekki hægt að ímynda sér, að nein endalok væru nærri. Sjö rostungar, sem höfðu lagt undir sig stóra, flata syllu, höfðu ekki sinu sinni fýr- ir því að lyfta höfði til að horfa á, þegar lítill bátur var fermdur í öldurótinu. Þeir virtust eins hraustir og bræður þeirra í lag- ardýrasöfnum, og þar sem þeir hrutu með miklum drunum, virtust þeir svo blessunar- lega lausir við áhyggjur. Stjómandi bátsins setur utanborðsvélina í gang. Áhrifin eru furðuleg. Áður en rost- ungamir hafa opnað augun, eru þeir búnir að stinga sér af syllunni í sjóinn. „Gung- ur,“ segir stjóri. Guði sé lof fyrir það. Sv. Ásg. þýddi úr „Science digest“. um eftir því sem hann hörfar norður á bóginn til Chukchihafs og stundum alla leið til Norður-íshafs. Meðan afkvæmin em of ung til að geta kafað djúpt, eru þau háð mæðmm sínum, hvað varðar leiðsögn, vemd og mjólk. Mæðurnar munu fasta og léttast fram að þeim degi, að kálfamir geti fylgt þeim niður á sjávarbotn. Rostungamæður veija afkvæmi sín af mikilli hörku. Sjónar- vottur segir: „Ég hef horft á rostungakú bókstaflega mylja stærðar ísstykki til að bjarga kálfi sínum, sem hafði fallið niður í spmngu. Tennurnar dugðu eins og haki. Nærvera 12 manna innan við 100 metra frá henni tmflaði hana ekki við björgunarstarf- ið. Þegar við ætluðum að reyna að aðstoða hana, brást hún hin versta við og gaf frá sér ógnvekjandi hljóð með því að opna og loka munninum hratt. Hljóðið var líkt því, sem maður væri að beija rör með hamri. Við snemm okkur aftur að því, sem við vomm að gera, og það kom að því, að hún bjargaði kálfinum og synti burt með hann á bakinu.“ Þegar kýmar koma suður á bóginn á haustin, koma nautin til móts við þær í nágrenni Beringssunds og halda til vetr- artímgunarsvæðanna á Beringshafi. Næstu tvö til fjögur árin fara ungu karldýrin sínar eigin leiðir og mynda oft nýja hópa eða sameinast stærri nautahjörðum utan við tímgunarsvæðin. Francis Fay kallar rostunga skepnur á beit, þar sem þeir afla sér fæðu í hópum á sjávarbotni — með trýnið við botninn og hreyfa sig hægt. Grófgerð veiðihár þeirra, um 450 talsins, og hin þunna húð fremst á trýninu virka sem skynjarar, en tennurnar fylgja á eftir eins og sleðabrautir. Kafa Djúpt OgSyndaHægt Rostungar fara í samfloti út að brún land- gmnnsins á allt að 75 metra dýpi og plægja Þúsundir rostunga liggja þarna eins og hnullungar í fjörunni og baða sig í sólinni á norðvesturodda Hringeyjar. Þetta er karlaklúbbur; kvenpeningurinn er annarsstaðar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. JANÚAR 1987 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.