Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1987, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1987, Blaðsíða 10
 t t \ ► ► í Uppfinningamaðurinn Daimler í aftursætinu og sonur hans, Paul, við stýrið á fyrsta Daimlernum, árgerð 1886. Byltingin var hafin fyrir alvöru. Þrír brautryðjendur: Gottlieb Daimler (með skalla), Wilhelm Maybach (með hökutopp) og Karl Benz. kokk, Wilhelm Maybach, sem varð yfir- hönnuður hjá Deutz en Daimler stjórnandi tæknideildar. Saman unnu þeir að þróun og sölu Ottómótorsins, en framleiðsla hans miðaðist einungis við verksmiðjur og iðnað þar sem stærð og þyngd skipti ekki máli. Þeim Otto og Daimler kom ekki allt of vel saman, í augum Ottos var Daimler sérstak- ur þverhaus, og 1882 hættir hann hjá Deutz og flytur til Bad Cannstatt hjá Stuttgart í Suður-Þýskalandi. Daimler hafði auðgast vel í starfí sínu hjá Deutz og skömmu síðar fær hann Maybach aftur til liðs við sig. Nú er megináherslan lögð á smækkun Ottómót- orsins til þess að unnt sé að nota hann í sem fjölþættustum tilgangi, bæði í hvers konar öku- og flutningatækjum og í smáiðn- aði. Tilraunir ganga vel og 1883 fær Daimler fyrstu tvö einkaleyfin á hugmyndum um hraðgenga bensínvéi. Það sem hann hefur í huga er vél sem á að geta snúist allt að 800 snúningum á mínútu, en fram að þeim tíma var hámarkssnúningshraði véla innan við 200 sn./mín. Með tilkomu blöndungsins, sem var uppfínning Maybachs, og glóðar- rörskveikjunnar, en þar gengu glóandi rörendar inn í brunahólfið til að kveikja í blöndunni, voru stærstu sporin stigin í þróun þessarar léttbyggðu vélar. Smækkaðri út- gáfu hennar, 0,5 hesthöfl úr 264 rúmsenti- metra brunarými, var í tilraunaskyni komið fyrir á reiðhjóli úr tré eins og þau gerðust í þá daga, og þar með var fyrsta vélhjólið orðið að veruleika. En einkaleyfi Ottos á fjórgengisvélinni hindraði frekari þróun og tilraunir Daimlers með hana og opinber notkun og sala vélarinnar kom ennþá ekki til greina. FYRSTA HUGMYNDIN: AÐ VÉLVÆÐA REIÐHJÓL Þessu var nokkuð öðruvísi háttað með Karl Benz. Benz var 10 árum yngri en Daimler og 27 ára gamall setur hann á stofn sitt eigið vélaverkstæði í Mannheim sem hann ijármagnar með heimanmundí konu sinnar, Bertu. Benz átti reiðhjól sem hann notaði gjaman til hjólaferða um sveitina. I Reiðhjólið var úr tré eins og önnur og þar Bflar 100 ár Forsaga bílsins Asíðasta ári var þess minnst að 100 ár voru liðin frá því að Þjóðverjarnir Daimler og Benz hófu að framleiða bíla. En uppfinning bílsins kom ekki eins og opinberun á einum degi. Töluverður aðdragandi og þróun leiddu til Þegar málið var komið á þann rekspöl, að þeir Daimler og Benz gátu farið að framleiða bíla sína í smáum stíl, var þróun í þá átt búin að eiga sér stað allt frá árinu 1807. þessa tímamótaviðburðar 1 samgongum og er ekki hægt að minnast fyrstu bílanna án þess að fara nokkrum orðum um aðdragand- ann. Það þarf að leita aftur til ársins 1807 til að finna fyrstu hugmyndir um vél fyrir vél- knúið ökutæki í líkingu við það sem við þekkjum í dag sem bíl. Þá fékk Svisslending- urinn Isaac de Rivaz einkaleyfí á hugmynd að „brunahreyfli fyrir götu-farartæki“. ElNKALEYFI FYRIR FJÓRGENGISVÉL Síðan ganga vélar í gegnum hin ýmsu stig þróunar, en það sem næst gerðist mark- verðast í þessum efnum er að Nikolaus August Otto hannar og fær einkaleyfí fyrir sína frægu fjórgengisvél. Hún var fyrsta vélin til þess að nýta sér kosti samþjöppun- ar eldsneytisblandaðs lofts fyrir brunann og stórauka þar með nýtni eldsneytisins. Þótt fyrstu Ottómótoramir, sem skiluðu 20 hestöflum, væru allt að 6,8 tonn að þyngd var uppfínning fjórgengisvélarinnar for- senda þess að mögulegt væri að smíða léttar, og á þeirra tíma mælikvarða, kraftmiklar vélar sem hentuðu ökutækjum. Gasmotoren-Fabrik Deutz var á áttunda áratug síðustu aldar leiðandi í smíði gasmót- ora, en þeir voru hápunktur tæknikunnáttu þeirra tíma. Annar af stofnendum þessarar verksmiðju — sem í dag er jafnþekkt fyrir framleiðslu díselvéla eins og smíði gasmót- ora hér áður fyrr — var Nikolaus Otto. Árið 1872 réð hann til sín velmenntaðan vél- og rekstrarfræðing, Gottlieb Daimler. Daimler hafði með sér vin sinn og hjálpar- EFTIR JÓN B. ÞORBJ ÖRNSSON i Gufuknúinn vagn Josephs Cugnots var smíðaður með það fyrir augum að draga faUbyssur. En reynsluaksturinn, sem fram fóríParís 1769, varðekki mikil sigurför. Teikning af fyrsta vélhjóli Daimlers. I i 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.