Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1987, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1987, Blaðsíða 5
3-4 MILLJÓN ÁRA ÞRÓUN Fyrir2-1,5 milfjónum ára. Fundarataður; Swartkrans, Suður Afríku, 1950. Stærð heila um 53o rúmcm. Fyrir2-1 milljón ára. Fund- arstaður: Olduvai -gfjúfriðí Tanxaníu, 1959. Stærð heila um 530rúmcm. Fyrir 2,2-1,6 milljónum ára. Fundarstaður: Koobi Fora, Kenia, 1972. Stærða heila um 500-800rúmcm. Fyrir 1,6 - 300þúsund árum. Fundarstaður: Koobi Fora, Kenia, 1975. Stærð heila um 700-1250rúmcm. Fyrir400þúsund -100þús- Fyrir 125þúsund - 32þúsund Fyrir 100þúsund árum til und árum. Fundarstaður: árum. Fundarstaður: La nútimans. Cro-Magnon mað- Broken Hiii, Sambiu, 1921. Ferrasie, Frakklandi, 19o9. urinn, forfaðir okkar. Stærð heila um 1200-1500 Stærð heila um 1200-1750 Fundarstaður: Cro-Magnon, rúmcm. rúmcm. Frakklandi 1868. Stærð heila um 1000-2000rúmcm. Homo habilis Australopithecus robustus Australopithecus boisei Homo sapiens (archaisch) Homo sapie neandertha lensis Homo sapiens 4 Á Laetolisléttunni í Tanzaníu urðu fjölmargar, óvenjulegar tilviljandir þess vald- andi, að eitt örstutt andartak í þróunarsögu frumstæðra fyrirrennara mannkynsins hefur varðveizt í milljónir ára. Fyrir um það bil 3,7 milljónum ára hafa þrjár verur með mannsmóti lagt leið sína yfir nýfallna ösku frá eldfjallinu Sadiman. Allt frá því þessi steinrunnu fótspor fundust þarna,hafa verið uppi ákafar deilur meðal vísindamanna um það, hvort þessar þijár uppréttu verur á Laetolisléttu hafi í raun- inni verið óvéfengjanlegir forverar okkar nútímamanna. árangurslaust þarna að þess háttar verk- færum úr tinnusteini frá steinöld, sem þekkt voru frá fomleifafundum í Evrópu. I þriðja leiðangri Recks prófessors til Olduvai-gjárinnar var Louis Leakey með í förinni. A leiðinni þangað veðjaði hann tíu sterlingspundum við prófessorinn, að hann skyldi innan sólarhrings frá komu leiðang- ursins til Olduvai-gjárinnar finna eitthvert verkfæri úr steini á þeim slóðum. Svo fór að Leakey gat innan tilskilins frests fært hinum undrandi Reck óaðfinnanlegan stein- fleyg eða kíl, sem greinilega var gerður af mannahöndum. í fyrsta ieiðangri sínum á þessum slóðum hafði Reck prófessor marg- sinnis haldið á slíkum steinhnullungum í hendi sér en hafði hins vegar ekki gert sér ljóst, að þeir væru tilhöggnir sem verkfæri. MaryKemurTil SÖGUNNAR Um þetta leyti lauk hjúskap þeirra Louis og Fridu með lögskilnaði, af því að eiginkon- an var orðin dauðleið á að eyða ævinni með sérvitrum draumóramanni, sem auk þess var stöðugt að taka framhjá og vildi helzt af öllu halda sig einhvers staðar úti í frum- skógunum og leita þar að steinrunnum leggjum og öðru beinarusli. Ein af þeim ungu meyjum, sem Louis hafði ótæpilega borið víurnar í, fylgdi honum í fjórða leið- angrinum til Olduvai-gjárinnar. þessi ástmær hans var hin tuttugu og tveggja ára gamla Mary Nicol, fomleifafræðingur að mennt og nægilega sérsinnuð og fífldjörf til að binda trúss sitt við Louis Leakey. Hún var á ýmsan hátt heldur frábrugðin öðrum velmenntuðum enskum yngismeyjum í at- ferli á þeim tímum, var til dæmis með flugskírteini fyrir svifflugur og reykti vindl- inga (síðar meir tók hún upp á því að reykja m.a.s. digra vindla). Og auk þess bar Mary Nicol tvær funandi ástríður í bijósti, og þær snérust um Louis Leakey og um steingerv- inga. Eftir að Louis var skilinn við Fridu, gekk hann að eiga Mary, og ungu hjónin dvöld- ust jafnan eftir það dijúgan hluta af ári hveiju í Olduvai-gjánni við leit að fornleif- um. Þau fundu þúsundir verkfæra úr steini. í efstu, þ.e.a.s. yngri jarðlögunum, voru verkfærin vandlega tilhöggvin og kunnáttu- samlega gerð, en í neðri setlögunum — í Olduvai-gjánni eru elzu setlögin talin vera um það bil tveggja milljón ára gömul — fundu þau aftur á móti verkfæri, sem voru harla frumstæðir smíðisgripir; eiginlega bara hnöttóttir steinhnullungar sáralítið tegldir til og mótaðir. Þegar fram liðu stund- ir kom að því einn góðan veðurdag, að þau hjónin urðu bæði leið og dauðuppgefin á þessari eilífu steinaleit sinni. í raun og veru höfðu þau alltaf verið á höttunum eftir þeim frummönnum, sem gert höfðu þessi stein- verkfæri. Það virtist hins vegar ekki hlaupið að því að fmna líkamsleifar þessara frum- manna. Veigamikill Hlekkur Ar vonbrigða og þrotlausrar leitar þeirra hjóna í Olduvai-gjá urðu alls næstum þrír áratugir. En svo var það árla dags í júlímán- uði 1959, þegar Louis lá heldur illa haldinn af inflúensu í tjaldi þeirra, að Mary hélt enn einu sinni af stað í beinaleit. Hún var ein síns liðs en hafði dalmatíuhundana sína tvo, Sallý og Viktoríu, með sér til trausts og halds. Það var þá, sem hún rakst á hluta af höfuðkúpu úr manni; það var fyrsta höf- uðkúpa manns, sem fundizt hafði í Olduvai- gjánni. Frá sér numin af fögnuði hélt hún í skyndi aftur til tjaldsins og náði í lífsföru- naut sinn, Louis, sárþjáðan og rauðeygðan og fór með hann rakleiðis á fundarstaðinn í gjánni. Vonbrigðin urðu líka sár í þetta sinn: Louis Leakey gerði sér þegar í stað grein fyrir því, að þessi 1,8 milljón ára gamla höfuðkúpa, sem gægðist þama upp úr jörð- inni, var ekki höfuðkúpa úr homo eins og þau höfðu vonast eftir, heldur úr australopit- hecusi. Þama var því naumast um að ræða neinn stórkostlegan, einstakan fornleifa- fund, því allt frá þeim tíma, er þeir Raymond Dart og Robert Broom höfðu fundið stein- gerð mannabein í kalksteinsnámunum í Suður-Afríku, vom tvær mismunandi teg- undir afaustralopithecusi öllum fræðimönn- um vel kunnar, og það fyrir einum til tveimur áratugum: Hinn grannvaxi og „fíngerði“ australopithecus africanus eins og beinin úr barninu frá Taung, og hinn grófbyggðari frummaður, sem Robert Bro- om hafði fundið í Kromdrai í S-Afríku, australopithecus robustus. Vísindamenn á sviði mannfræði og forn- leifafræði vom þegar á þessum ámm þeirrar skoðunar, að einungis australopithecus africanus gæti hafa verið fyrirrennari í þró- uninni til nútímamannsins, en að austalopit- hecus robustus hefði aftur á móti tilheyrt þeirri hliðargrein í þróun til mannvera, sem dáið hefði út með öllu, af því að robustus hafi verið búinn að sérhæfa sig um of á harða og þurra næringu úr jurtaríkinu. Hinn fíngerðari australopithecus africanus hefur á hinn bóginn átt auðveldara með að laga sig að breyttum háttum eftir árstímum og kunni betur að brúa tímabil fæðuskorts: Hann hefur snemma lært að stugga rándýr- um merkurinnar frá bráðinni og hrifsa sjálfur til sín bita af hræjunum — þannig varð fæða africanus að miklum mun eggja- hvíturíkari. Við fyrstu sýn leit það brot úr höfuð- kúpu, sem Mary Leakey hafði fundið þama í Olduvai-gjánni nákvæmlega eins út og höfuðkúpan úrautralopithecusi robustus. En þegar búið var að safna saman og raða í eina heild þeim nokkrum hundruðum beinflísa, sem fundust á staðnum, kom í ljós að þessi Olduvai-höfuðkúpa var ennþá sterklegri að beinabyggingu en sú tegund af a. robustus, sem fundist hafði í Suður- Afríku 1950. Þarna var sem sagt um enn stærri og grófbyggðari tegund af robustus að ræða með ógnvekjandi stórum og krafta- legum kjálkum. Leakey-hjónin lýstu þessari nýju tegund af fmmmanni sem annarri og enn frumstæðari hliðargrein af homo- flokknum og gáfu þau honum heitið zinjant- hropus, „manninn frá Austur-Afríku", með viðumefninu boisei. Síðar var Olduvai- maðurinn þó nefndur australopithecus boisei til samræmis við nafngiftir þeirra fmm- manna, sem fyrr höfðu fundizt. ^yggj á Zeit Magazine. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. JANÚAR 1987 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.