Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1987, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1987, Blaðsíða 12
r Karlaklúbbur rostunganna í Alaska Löng köfun í ísköldum sjónum gerír rostunginn hvítan á litinn, þar sem blóð- rennsli til húðarínnar er í lágmarki. Þegar dýrínu fer að hitna aftur, eykst blóðrennslið og rostungurinn verður rauðleitur ásýndar. Rostungar af karlkyni hafa aðeins áhuga á kvenpeningnum í tvo mánuði á ári og ástalífið fer fram neðansjávar. Þar fyrir utan vilja þeir vera saman og lúra sam- an í þéttri bendu á sumum stöðum, til dæm- is á Round Island við Alaska, þar sem stund- um má sjá 15 þúsund rostunga í afslöppun EFTIRJOHN HEMINGWAY Areiðanlega geta engir aðrir en rostungar unað sér á Round Island, lítilli klettaeyju í Bristol- flóa í Alaska. Þar gnauða vindar án afláts og regnið lemur eyna vægðarlaust. Snarbratt- ir hamraveggir eru allt í kring, og þama er þoka sjálfsagt mál. Og þó er þetta sumar- dvalarstaður um 15 þúsund rostunga af karlkyni. Þessi skörðótta graníteyja er um 3 ferkílómetrar að stærð, og hinir fullorðnu rostungskallar leita þangað sér til hvíldar og hressingar úr hörkuveðrum á Berings- hafi og Chukchihafi. Þar liggja þeir svo hver utan í öðrum eins og stærðar mjölsekk- ir, enda vega þeir um hálft annað tonn. Þeir koma í hópum á hinum löngu sumar- dögum, skríða silalega á land upp og velta sér yfir skrokka kynbræðra sinna, sem fyr- ir eru. Eftir nokkurra daga mók drattast þeir síðan í sjóinn aftur, fimm til tíu stiga heitan, til að afla sér fæðu og stunda það af ákafa í vikutíma. Á malarfjörunni eru skilyrði til alveg sér- stakra samvista fyrir rostunga af karlkyni einvörðungu. Þar sem virðingar- og valda- kerfi þeirra er ekki strangt þama, kann að vera, að dýrin einfaldlega kunni að njóta félagsskaparins, hvert ofan í öðru. Frá ein- um af hinum þverhníptu höfðum eyjarinnar mátti sjá, að eyjan var bókstaflega um- kringd af hópum rostunga, sem vom að koma aftur úr fæðuleit á fjarlægum slóðum. Það kostaði heilmikla fjallgöngu að komast í námunda við ströndina, þar sem þeir haf- ast við. Það þurfti að klífa skriður og skríða kletta og loks að láta sig síga í kaðli niður á grasi vaxna syllu rétt fyrir ofan rostunga- breiðuna. Þaðan var auðvelt að virða fyrir sér ný- lenduna, yfir fjögurra metra langa skrokka i kös, en að vísu á bakinu, og hegðun þess- ara félagslyndu dýra er greinilega snerti- sækin, eins og fræðingar myndu kalla það. Tvenndir stórra og hvítra vígtanna, sem að stærð og gæðum ganga næst fílstönnum, gera manni kleift að skilgreina þessa bleiku og brúnu ringulreið, en þeir litir einkenna húð þessara spendýra. Skinn þeirra er allt í sfómm hmkkum og fellingum og Ijær skrokkum þeirra vöm eins og brynja. Tennur rostunganna, sem em reyndar efri augntennur, verða oft um hálfan metra að lengd. Þær gefa til kynna kynferði og nokkurn veginn aldur þess, sem þær ber, og þær em fyrst og fremst samfélagsleg líffæri, sem kveða á um stöðu viðkomandi Hinar ógnvekjandi tennur rostunganna eru bæði vopn þeirra og verkfæri. Þær eru einnig stöðutákn. Þeim mun stærrí sem þær eru, þeim mun háttsettarí er rostungurinn í samfélagi sínu. í samfélaginu. Þeim mun stærri sem vígtennumar em, þeim mun háttsettari er rostungurinn. Þegar á reynir, notar rostung- urinn tennumar til að treysta veldi sitt eða yfirráð sín. Að öðm leyti notar hann þær til að höggva sér öndunargöt í ísinn og stundum til að komast upp úr sjónum. Þó að rostungaþvagan virðist mókandi á Round Island, er hún ekki hreyfingarlaus. Áhorfandi sér hreifa borinn letilega fyrir auga. Það tekur að blæða úr gömlu sári. Annar hreifi er að strjúka eitthvað neðar- lega á skrokknum. Tveir rostungar hrjóta í takt. Rostungur rís upp til að ganga á öllum fjórum hreifunum og ferst það mjög klunna- lega, en hann stingur afturhreifunum undir bakhlutann sér til stuðnings. Kyrrðin yfir hópnum er oft mfín með því, að rostungur rís upp, lítur í kringum sig, sér sofandi nágranna sinn og stjakar svo kröftuglega við honum með tönnunum, að ferlíkið fer heila veltu, en heldur svo áfram að sofa. Úti fyrir ströndinni gefa ungir rostungar frá sér hljóð. Sérfræðingur í rostungum, Francis Fay, prófessor við háskólann í Al- aska, segir, að þeir séu að leika sér og æfa sig undir ástalíf vetrarins, sem bíður þeirra á ísnum. ÁSTALEIKIRÍ SKAMMDEGINU Ólíkt flestum hreifadýmm hafa rostungar kynmök á vetuma, þegar veður er sem verst á Beringshafi. Karldýrin, eða nautin, sækja heim kvendýrin, eða kýrnar, seint á haust- in, en þær halda sig mestan hluta ársins á brún rekíssins. Ástaleikurinn hefst, þegar aðeins er ijögurra tíma birta á daginn. Francis Fay, prófessor, er einn af fáum vísindamönnum, sem hafa verið vitni að þessum athöfnum rostunga. „Það var seint í febrúar og í marz, þegar allmjög var liðið á fengitímann," segir hann. „En samt sá ég, að hveijum hópi kvendýra fylgdu nokk- ur karldýr, sem eltu þær hvert sem þær fóm.“ Karldýrin, sem yfirleitt em helmingi stærri en kvendýrin, höfðu búið sig undir þennan þátt í lífi sínu með því að fasta all- an veturinn. „Allt, sem ég gat séð, gerðist að nokkm leyti neðansjávar og að nokkm á yfirborðinu," segir Fay. „Athöfninni fylgdu heilmikil hljóð, sem fyrst vom eins og bank og hringing, en síðan á yfirborðinu eins og stuttir smellir og flaut. Hvert karl- dýr virtist ráða yfir hreyfanlegu svæði á rekísnum nálægt kvendýmnum. Hvenær sem annað naut kom inn á þetta svæði, urðu heiftarleg áflog. Enjafnskjóttogúrslit- in vom ráðin, hvarf sá burt, sem varð undir og sigurvegarinn hóf aftur sýningu sína og endurtók sömu tilburðina klukkutímum saman." Þær Mala Ísstykkin Eðlun á sér væntanlega stað neðansjávar í janúar og febrúar, og kálfarnir fæðast að vori árið eftir. í mesta lagi mun kýr bera kálf annað hvert ár í blóma aldurs síns og sjaldnar, eftir því sem hún eldist. Þannig getur hraust kýr átt milli 12 og 13 kálfa á ævi sinni, sem er mest 40 ár. Við fæðingu er kálfurinn rúman metra að lengd og veg- ur rúm 60 kíló. Að ári liðnu hefur hann þrefaldað þyngd sína og er kominn með tommulangar tennur. Um vorið og sumarið halda kvendýrin og kálfar þeirra sig við rekísinn og fylgja hon- m 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.