Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1987, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1987, Blaðsíða 9
lantia. Washington: Mynd á sýningu Elmers Bischoffs, sem kominn er í afstraktið aftur eftir þijá áratugi. andi þróunar, en án nokkurrar kúvendingar. Einkum og sér í lagi er mér minniss„ætt verk hans úr mörgum lögum af plexigleri á High listasafninu í Atlanta. Glerið skarað- ist misjafnlega og á hverja plötu hefur hann ýmist teiknað eða silkiprentað, svo heildin varð stórfengleg. Svo er að sjá, að gömlu poppararnir séu annars einir manna við gamla heygarðs- hornið, enda leyfir markaðurinn þeim ugglaust ekki að skipta um stíl. Nýleg verk þeirra voru sumstaðar til sölu á galleríum fyrir svimandi upphæðir og munurinn var sá helztur að sumt, þar á meðal teikni- myndafígúrur og pensilstrokur Roi Licht- enstein höfðu verið skornar með leisigeisla í málm og voru nú seldar sem skúlptúr. Wesselman, sem þekktur er fyrir nektar- myndir sínar: The Great American Nude, hefur á sama hátt gripið til þess að útfæra þetta efni í málm. Ofurseldir Valdi Galleríanna Það var fróðl :gt að ræða við bandaríska myndlistarmenn og heyra um aðstöðuna, sem þeim er búin. Að sjálfsögðu kom ekki á óvart að heyra, að þeir eru yfirleitt svo að segja ofursejdir kaupahéðnunum, sem reka galleríin. Án þeirra milligöngu fæst enginn markaður. Menn sem búnir eru að koma ár sinni þokkalega fyrir borð, eru gjarnan á samningi við eitt gallerí í New York og kannski tvö eða þijú í öðrum borg- um. Ég ræddi m.a. um þetta við Phyllis Bramson, fertuga konu, sem orðin er vel þekktur málari í Chicago og þekkir listalífíð þar mjög vel. Hún kvaðst vera á samningi við þekkt Chicago: Dansinn, 1985, eftir Phyllis Bramson. Sjá nánar um hana í grein. gallerí þar í borginni og tæki það í sinn hlut 60% af söluandvirði. Það virðist ærin nauðung að verða að undirgangast slíkt og hún sagði nánast enga möguleika að kom- ast þar framhjá. Svo strangir eru þeir kaupahéðnar, að þeir banna alveg, að mál- ari tali við hugsanlegan viðskiptavin. Hringi einhver slíkur í málarann, ber honum um- svifalaust að vísa á umboðsmann sinn. Bjóði viðskiptavinur málaranum út í hádegisverð, er bannað að þiggja slíkt boð, nema umboðs- maðurinn komi með eða þá einhver frá galleríinu. Sumir hafa reynt að selja í laumi, en í því felst veruleg áhætta. Komist gall- eríið að því, er Iistamaðurinn útskúfaður þaðan og jafnvel settur á svartan lista, svo erfitt gæti orðið fyrir hann að finna sér annan umboðsmann, nema þá í annarri borg. En listamenn geta flutt sig til milli gallería; það telst ekki saknæmt. Sú óheillaþróun hefur átt sér stað í sum- um stórborgum, til dæmis í Chicago, í Atlanta og Houston, að galleríin hafa orðið að flæmast í burtu úr miðborgunum, vegna þess að þau réðu ekki við sífellt hækkandi húsaleigu. í þessum borgum eru þau veru- lega útúr og vandfundin, sem varla er örvandi fyrir viðskiptin. Hvergi hafði ég spumir af því að til væru sýningarsalir á borð við Norræna Húsið hér eða Kjarvals- staði, þar sem listamenn gætu einfaldlega San Fransisko: Uppstilling, 1986. Eftir Kaliforníumálarann MannyFarber haldið sýningar sjálfir. Aðeins sá ég vísi að því í Nexus listamiðstöðinni í Atlanta, þar sem borgin hefur látið listamönnum í té gamalt vöruhús. í hluta þess er rekinn lista- skóli, en stærsti hlutinn hefur verið tekinn undir vinnustofur, þar sem ungt fólk starfar og borgar væga leigu. Og þar var salur, nokkuð minni en salurinn í ASÍ-safninu, þar sem hægt var að halda sýningu á eigin spýtur fyrir vægt gjald. Samfélög Undir Sama Þaki Á fleiri stöðum hafði sami háttur verið hafður á; gömul verksmiðja eða vöruhús, sem hætt var að nota, verið tekið í þágu listarinnar; stór geimur stúkaður niður í vinnustofur með meira og minna frumstæð- um aðferðum og efnum og dagsbirtan hjá sumum af skornum skammti. Þannig var þetta bæði í Houston og Seattle og á “loftun- um“ á svokölluðum Waterfront í New York hafa listamenn lotið að sömu lausn. Það var eftirminnilegt að koma á þessa vinnustaði og ræða við fólk, sem er að bjástra við að lifa af listinni eftir fremsta megni. Sumir áttu reyndar maka, sem var fyrirvinna og aðrir voru hluta úr deginum að kenna í listaskólum eða vinna önnur störf. Þetta fólk virtist hafa talsverðan sam- gang; það hittist til að ræða málin; - samt var ekki hægt að sjá merki um sameiginleg áhrif. Sumir voru að vinna í risastærðum, aðrir í smámyndum, allt niður í póstkorta- stærðir; sumir voru að tjá sig um háska nútímamannsins og sumir að mála afskap- lega hefðbundnar landslagsmyndir. Mér fannst eftirtektarvert, að hvergi sá ég neinn vera að mála þetta manngerða umhverfi, sem er hinn daglegi veruleiki og ekki sést útúr. Þetta var yfirleitt fólk á bilinu milli þrítugs og fertugs og sameiginlegt með þeim yngri, að þeir virtust sækja sér fyrir- myndir í listatímaritin eins og við þekkjum hér. Nokkra eldri listamenn heimsótti ég einnig. Svo sem að líkum lætur, höfðu þeir í mun ríkari mæli sitt eigið svipmót og allir voru þeir með sínar eigin vinnustofur. Einn þeirra, Derec Boshier í Houston, er raunar Breti og hafði hvorki gengið hjá honum né rekið fyrr en hann sagði skilið við sitt ást- kæra Bretaveldi og fluttist vestur um haf til Houston. Hann hafði náð í „búmmið“í Texas áður en olíuverðið lækkaði; þá höfðu menn þar um slóðir gras af seðlum og draup þá í mun drýgra mæli til listamanna. Nú er talað um alvarlegan samdrátt á þessum olíuslóðum og listamenn selja minna en áður, en þar fyrir heldur ferlíkið Houston áfram að vaxa og er nú sú borg í Banda- ríkjunum, sem er í hröðustum vexti. MlKIL GERJUN í SEATTLE Af þeim borgum sem ég gisti fyrir utan New York virtist mér mest fjör í myndlist í Seattle, þar sem talað er um sérstakt svip- mót eða skóla: The Pacifíc Northwest School, og hefur það fyrirbæri raunar feng- ið sérstaka umfjöllun nýlega í tímaritinu Art in America. Hver þessara borga hefur dálítið sinn eigin myndlistarsvip; það er til dæmis einnig talað um Chicago—skólann, enda virtist mér að sérstaðan væri mest þar. Þessi munur er fólginn í hugblæ og efnisinnihaldi og verður ekki auðveldlega útskýrður með orðum. Af markverðum Chicago-listamönnum má nefna Robert Lo- stutter, sem hefur tileinkað sér afar ein- kennilegan og persónulegan sffl eins og sjá má af forsíðumyndinni á Lesbók; hún er dæmigerð fyrir Lostutter, sem fæddur er í Kansas 1939, en gekk í skóla í Chicago og settist þar að. Einnig má benda á mynd sem hér er prentuð eftir Phyllis Bramson og skýrir þetta að einhveiju leyti; hún taldi sig vera dæmigerðan fulltrúa fyrir þennan skóla. I Seattle hafa sýningarstaðimir ekki þurft að flýja til úthverfanna. Þeir em margir og yfirleitt í hjarta borgarinnar. Þar var ber- sýnilega eitthvað að gerast; mun meira um góðar sýningar og geysileg fjölbreytni. Eng- inn virtist kunna svar við því, hversvegna listamenn hafa laðazt að Seattle og komast þokkalega af þar. Þeir hafa meira að segja verið að flytjast þangað frá New York. Borgin er nokkuð falleg, einkum borgar- stæðið sjálft, jafnast þó ekki á við fegurðina í San Fransisco. Loftslagið er svalara þama norðurfrá þótt ekki geti það talizt til norður- hjarans; Seattle er á sömu breiddargráðu og París. Ekki kemur það listinni við, en þess má geta „i forbifarten", að landar vor- ir kunna vel við sig í Seattle. Þótt ótrúlegt megi virðast, em þar til lengri eða skemmri tíma um 5 þúsund íslendingar og em þeir víst hvergi fleiri í útlendri borg, nema ef vera kynni í Kaupmannahöfn. Niðurlag greinarinnar birtist í næstu Lesbók. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. JANÚAR 1987 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.