Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1987, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1987, Blaðsíða 6
Varahlutir í fólk Nú á dögum er hægt að skipta um nær alla líkamshluta manna. Handleggi, fætur, mjaðmagrind, hnélið, olnbogalið, fíngur og meira að segja eistu úr gerviefni er hægt að búa til með góðum árangri. Gervilimir, sem stjórnað er beint af vöðvum og taugum, eru það nýjasta á sviði hinna svokölluðu varahlutaskurðlækninga, sem hafa tekið byltingar- kenndum framförum undanfarin ár. En þróunin nemur ekki staðar þar. Vísindamenn eru nú einnig að rannsaka hvemig hægt er að láta þessi gervilíffæri stjómast af vöðvum og taugum, sem eftir em, og loks af heilanum. En áður en vísindamenn ná svo langt, hafa hinir stórmerkustu hlutir gerzt á vett- vangi bæklunarfræði. Og sú þróun, sem orðið hefur á síðustu árum, hefur auðveldað miklum íjölda sjúklinga lífið. Gervilimasmið- ir hafa unnið frábær störf víða um heim. Það urðu mikil tímamót á sviði bæklunar- skurðlækninga á miðjum sjötta áratugnum þegar tveir franskir læknar — bræðumir Judet — settu gervilim úr málmi og næloni á hreyfihamlaðan og þjáðan sjúkling. Allt í einu gat sjúklingurinn gengið og fann ekki lengur til. Fréttin um tilraun bræðranna flaug um heiminn. Það sem þeir höfðu gert var talið ganga kraftaverki næst og fólk gekkst undir aðgerð unnvörpum. En brátt kom í ljós að böggull fylgdi skammrifí. Plastefnin, sem Judet-bræðumir höfðu notað í gervilimina, dugðu ekki þegar til lengdar lét. Sjúklingamir mynduðu mót- efni gegn gervilíffærunum, og það varð að fjarlægja þau. Um tíma var svo hljótt um þessa merku uppfínningu bræðranna, eða til fyrir um 20 árum að mönnum tókst að fínna upp efni, sem vom vefjunum þýð og líkaminn snerist ekki gegn. Nú em til yfír 100 mismunandi gerðir af gervimjaðmarliðum og af hnjáliðum um 50 en stöðugt er verið að búa til nýjar gerð- ir af fingurliðum og ökklaliðum. Það á þó við um alla gervilimi, að þeir em til af tveim- ur gerðum. Önnur er fest með svokölluðu beinlími, en hinni er komið fyrir án líms. Gervilimimir, sem þarfnast líms, em fyrst og fremst ætlaðir rosknu fólki, en hjá ungu fólki verður oftast að festa gervilimi án líms. Það er sökum þess að það beinlím sem not- að er, er ekki alltaf nógu endingargott. Rannsóknir á endingu gervilima hafa leitt í ljós að á 10 ámm muni 15 af hundraði þeirra gervilima, sem límdir hafa verið, losna og sjúklingana verði að skera upp aftur. — Þess vegna setjum við nær alltaf ólímda gervilimi á ungt fólk en hinir límdu geta dugað eldra fólki ágætlega. Það á bara að hafa gerviliminn á efri ámm og hinir límdu hafa þann kost um leið, að sjúkl- ingurinn getur farið að ganga daginn eftir aðgerðina, segir Carl C. Amoldi í Ríkisspít- alanum í Kaupmannahöfn. - Hinir ólímdu gervilimir hafa annan kost. Þeir em hafðir með sérstökum málmi á ytra borða, sem gerir það að verkum að beinið getur vaxið þrátt fyrir gerviliminn. Að Smíða Gervilim ErListiðnaður Gervilimasmiðir em hagleiksmenn sem smíða gripi sína í samvinnu við verkfræð- inga og aðra tæknimenntaða menn. — Það er hægt að búa til ótrúlega margt, en það er ekki alltaf sem háþróuðustu hlut- imir em hinir beztu, segir Erik Lyquist, sem er forstjóri fyrirtækisins SAHVA, sem selur mest af gervilimum í Danmörku. — í fyrsta lagi er nauðsynlegt að at- huga, hvort sjúklingurinn hafí yfírleitt líkamskrafta til að stjóma til dæmis háþró- uðum gervifæti. Oft verðum við að búa roskið og gamalt fólk út með einföldum gervifótum, sem em stífír um hnén við göngu en sem hægt er að beygja með því að ýta á hnapp, þegar sjúklingurinn ætlar að setjast. Vandamálið hjá gömlu fólki er að það hefur sjaldan nægilega líkamsburði eða sveigjanleika til að stilla hnéð eða hafa stjóm á því. Aftur á móti getur ungt fólk notið mikils góðs af flóknum gerðum gervi- fóta, segir Erik Lyquist. Hvað gervifætur varðar fer hlutverk þeirra mjög eftir því, hvar fóturinn hefur verið tekinn af. Hafi fóturinn til dæmis vér- ið tekinn af fyrir neðan hné, getur verið nóg að setja gervifót neðan hnés en hafí Maður með gervilíffærí. Myndin gefur hugmynd um þá ótrúlega mörgu kosti, sem menn hafa nú á dögum, hvað varðar varahluti í mannslíkamann í stað þeirra líffæra, sem bila. Milli hvirfilsins, sem hulinn er hárkollu og fótarins með tilbúinn tálið, er æði margt að finna, frá slagæð úr plasti og hjartaloku úr málmi til liðamóta úr ýmsum málmblöndum og eista úr gúmmíi. aflimunin átt sér stað fyrir ofan hné eða þvert í gegnum hnéliðinn, þarf aðra og margbrotnari gervifætur. Langbeztur árangur hefur náðst með þeim gervifótum sem notaðir em í þeim tilfellum þegar fótur- inn er sniðinn af gegnum hnéliðinn. Gervihönd Sem Opnast Oglokast Nú á dögum em gervilimir smíðaðir með innri búnað úr blöndu af stáli, plasti og áli, til að gera þá eins létta og unnt er. „Hold- ið“ utan um er gert úr ýmsum gúmmíefnum, sem að útliti og í viðkomu líkist sem mest hinu mannlega. Þá hefur einnig verið útbúin sérstök að- ferð með lofttæmingu til að festa gervilimina í stað hinnar erfiðu og óþægilegu festingar með ólum, sem áður var. Hvað gervihandleggi varðar aftur á móti, þá em það þrjár gerðir, sem mest em notað- ar nú um stundir. Hin fullkomnasta er kölluð „myoelektriskt" hönd (gr. myos = vöðvi). Það er rafknúinn handleggur sem búinn er hendi, sem hægt er að opna og loka. Gervihöndin starfar með þeim hætti að taugaboð, sem berast með hrejrfítaugun- um til handleggsins, em látin ganga áfram með aðstoð rafskauta til rafvéla, sem knún- ar em með rafhlöðum í gervihendinni. En hún er fest með hylki við handlegginn. Ennþá em notuð rafskaut sem liggja utan á húðinni nálægt þeim taugum sem stjóma viðkomandi störfum, svo sem úlnliðssnún- ingi og opnun og lokun handar. Eftir nokkur ár verður sennilega hægt að græða raf- skaut undir húðinni, sem munu mynda taugagriplusambönd við taugafmmumar. Það verður að sjálfsögðu kostur fyrir flutn- ing taugaboða fyrir tilstilli rafmagns. Vandamálið er þó stöðugt að fá vefí líkam- ans sjálfs til að sætta sig við efnið. A þessu sviði em Bretar komnir langt áleiðis. Dr. Hamish Law við Princess Marg- aret Rose Hospital í Edinborg hefur grætt rafeindatæki í fólk svo það geti stjómað háþróuðum gervihandleggjum. Hið vandasamasta við allar tilraunir til að búa til eðlilegan gervihandlegg er að fínna upp einhvers konar kerfí endursend- inga og „tilfínninga" frá gervihendinni til heilans. Það hafa verið gerðar tilraunir í þeim tilgangi, en þær hafa ekki borið árang- ur ennþá. Flestir Vilja Snúrubúnað — Flestir sjúklingar, sem þurfa gervi- handlegg, vilja núna heldur hinn „venjulega" handlegg, segir Erik Lyquist. Hinn venjulegi gervihandleggur er með vélbúnaði, sem sjúklingurinn stjómar sjálfur með snúmbúnaði. Með honum er hægt að beygja olnbogann — til dæmis þegar sjúkl- ingurinn vill bera hendina upp að munninum — og eins er því stjómað með snúmm, þeg- ar á að opna hendina og loka henni. Gervihandleggurinn er festur á sjúklinginn með einni ól eða fleirum yfir axlir og hnakka. Með æfingu getur notandinn, þegar hann lyftir öxlinni á ýmsan hátt, lengt eða stytt fjarlægðir á bakinu, þannig að snúmbúnað- urinn í handleggnum fer í gang. Vélbúnað- urinn í handleggnum byggist einfaldlega á tannhjólum. Og svo em loks til handleggir sem em aðeins til punts, og þeir em gerðir úr mjúku efni og minna nánast á handlegg á tusku- brúðu. — Margir sjúklinga okkar, sem dugar einn góður handleggur, vilja heldur þessa punthandleggi þótt þeir séu til engra ann- arra nota, segir Erik Lyquist. ÍMYNDUNARSÁRSAUKAR ÓLEYST VANDAMÁL — Þróunin á sviði gervilimarannsókna er mjög hröð en þó em enn mörg vandamál óleyst, segir Carl Amoldi, Ríkisspítalanum. Eitt af hinum miklu vandamálum em hinir svokölluðu ímyndunarsársaukar (fan- tomsmerter). Það em sársaukar í þeim hluta útlimanna sem viðkomandi hefur ekki leng- ur. Slíkur sársauki getur verið meira eða minna stöðugur og til mikilla óþæginda fyr- ir sjúklinginn. Til dæmis getur sjúklingur, sem fótur hefur verið tekinn af fyrir ofan hné, þjáðst af óþolandi kláða undir tánum, sem horfnar em. ímyndunarsársaukinn kemur af því, að taugaendar, sem áður hafa séð tánum fyrir boðum, em enn fyrir hendi. Þegar þessir taugaendar verða fyrir áreiti, verða viðbrögð í heilanum, og mann klæjar til dæmis. — Læknavísindunum hefur enn ekki tekizt að koma alveg í veg fyrir slíkan sárs- auka eða óþægindatilfínningu, segir Am- oldi. Að vísu hefur bætt aflimunartækni dregið úr þessum vanda, en hann er því miður enn við lýði. SV. ÁSG. ÞÝDDI ÚR „ILLUSTRERET VlDENSKAB".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.