Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1986, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1986, Blaðsíða 10
Andvaraleysi gagnvart íjöl- sóttustu ferðamannastöðunum eftir Sigríði Hallgrímsdóttur, Kynnisferðum sf. Undanfarin 10—15 ár hefur að- búnaður erlendra ferðamanna er koma til íslands breyst mjðg til batnaðar. Hótel og matsölustaðir hafa risið víða um landið, flestir aðstandend- um sínum til mikils sóma. Vegir hafa stór- batnað, hópferðabílar hafa verið endumýj- aðir, menntun leiðsögumanna hefur verið endurskoðuð og bætt og þannig mætti lengi telja. Flestir þeirra erlendu gesta sem hingað til lands koma hrífast mjög af hinni fögru náttúru sem við höfum af að státa og vilja sjá sem flest markvert, oft á sem stystum tfma. Þær ferðaskrifstofur sem auglýsa ís- land, bæði innlendar og erlendar, láta oft fylgja með litmyndir af geysifallegum nátt- úruundrum, ótilgreindum, þannig að þegar þeir sem hingað koma ætla síðan að skoða þetta tiltekna náttúruundur, þá er það oft ekki í alfaraleið og illmögulegt að komast þangað nema örstuttan tíma ársins. Nokk- urs andvaraleysis hefur gætt hjá ferðaskrif- stofunum og ferðamálaráði hvað varðar flölfömustu ferðamannastaðina, s.s. Geysi og Gullfoss. Merkingar við þessa staði eru litlar sem engar og oft setja þeir sem þessa staði sækja sig í stórhættu þegar þar er farið um. Vissulega útskýra leiðsögumenn fyrir hópum sem þeir fara með þær hættur sem fyrir hendi eru, en það nægir oft ekki. Má sem dæmi nefna þegar geysistórir hóp- ar, oft u.þ.b. 1 þúsund manns (skemmti- ferðaskip, ráðstefnuhópar o.fl.), eru í einu staddir við Gullfoss. Þar eru göngustígar, hluti af þeim er oft mjög háll, og oft fellur úr þeim og þeir brotna þannig að stórhætta getur orðið af. Hvergi við göngustígana eru merkingar um hættu sem af þessu getur stafað. Ferðamálaráð mætti að ósekju veija hluta af sínum markaða telqustofni til að koma merkingum sem þessum í lag og sjá um að göngustigum verði haldið við. A síðastliðnu ári gaf Geysisnefnd út bækling um Geysissvæðið. Bæklingur þessi var afar vandaður og átti ágóði af sölu hans að renna til uppbyggingar á Geysis- svæðinu. Það er von allra að þessi upp- bygging verði að veruleika sem allra fyrst, og að þetta einstaka svæði geti verið okkur íslendingum til sóma. Um þessar mundir er verið að byggja við gamla hótelið við Geysi af miklum myndarbrag, auk þess sem á að opna matsölu í einu gróðurhúsanna gegnt hverasvæðinu innan skamms. Þrátt fyrir þetta hefur sá aðili sem á að sjá um Geysissvæðið ekki séð sóma sinn í því að breyta skilti við aðalinnganginn að Geysis- svæðinu þar sem látinn maður er sagður vera umsjónarmaður svæðisins. Það er augljóst að margt mætti betur fara í því sem gert er fyrir erlenda gesti okkar. Margir líta ferðamenn óhýru auga og halda að þeir vaði um landið eins og Atli Húnakonungur, þannig að ekki vaxi neitt í fótsporum þeirra. Þessi hugsunar- háttur fínnst mér vera rangur. Það er þjóð- hagslega hagkvæmt fyrir okkur íslendinga að taka vel á móti erlendum ferðamönnum, þeir eru gjaldeyrislind og veita fjölda manns atvinnu. Það ætti samt ekki að vera neitt takmark í sjálfu sér að fjölga ferðamönnum til íslands ár frá ári, heldur ætti að bæta þá aðstöðu sem við höfum og gera enn betur en nú er gert. Ferðamálasamtök sem risið hafa upp víða um larid mættu að ósekju gera úttekt á fjölfömustu ferðamannastöð- um í heimabyggðum sínum og meta í samráði við t.d. Ferðamálaráð hvað mætti færa til betri vegar á hveijum stað. Að lokum vil ég taka það fram að mér fínnst leitt til þess að vita að oftast er það landinn sem gengur einna verst um sitt eigið land, skilur eftir sig rusl og drasl hvar sem er, en gerir samt óspart gys að hinum er- lendu ferðamönnum, þar sem þeir ferðast í misstórum hópum, eins og þæg bamaheimil- isböm í bandi. við hjá Kynnisferðum sf. leggjum á það áherslu að senda þrautþjálf- aða leiðsögumenn með hveijum einasta hópi, leiðsögumenn sem útskýra og segja frá viðkvæmu, hijóstrugu og ægifogm landi. Sóðaskapurina er aldrei langt undan. Kjörorðið er samt eins og áður: Hreint Iand — fagurtland. Sjálfboðaliðar Enginn vill þurfa að setja skorður Rætt við Kjartan Lárusson, verkfæri til starfsins og þurfa sjálfboðaliðar því aðeins að koma sér á staðinn, með nesti til dagsins, viðeigandi klæðnað og vilja til verks. Þegar unnið er við verkefni í nokkra daga, koma sjálfboðaliðarmr að öllu jöfnu með viðlegubúnað og myndu þá matarinn- kaup og eldamennska geta verið sameigin- leg. Hafið þið þá skipulagt verkefni nú í sumar? Já, áætlað er að vinna á a.m.k. fjórum stöðum nú í sumar. Við ætlum að byija á því að halda áfram verki sem sjálfboðaliðar unnu sumarið 1983 í Krísuvík. Þar voru gerðir trégöngustígar um hverasvæðið. Þeir þarfnast lagfæringar og fúavamar, en auk þess munum við marka gönguleiðina kring- um hverasvæðið. Það verður farið í rútu frá Reykjavík að morgni 7. júní og komið til baka síðari hluta dags. 20.—22. júní ætlum við að fara í Skafta- fell til þess að vinna við göngustíga og verður lagt upp frá Umferðarmiðstöðinni að morgni 20. júní, en allan júnímánuð verður í gangi sjálfboðavinna í Skaftafelli og getur fólk haft samband við landvörð þar til þess að tilkynna sig vilji það vinna aðra daga í júní. Svo ætlum við að vinna í umhverfis- fræðslusetrinu að Alviðm í Ölfusi helgina 28.-29. júní, en þar verða stikaðar göngu- leiðir, málað og tekið til. Þar er svefnloft og þar geta sjálfboðaliðar, sem verða alla helgina, hreiðrað um sig. Fólk þarf helst að láta vita hvenær það kemur og hvað lengi það ætlar að vera, þegar það skráir sig til verkefnisins, þannig að hægt sé að skipu- leggja vinnuna samkvæmt því. 9.-10. júli höfum við skipulagt ferð í þjóð- garðinn við Jökulsárgljúfur til þess að vinna við göngustíga, en þar verður sjálfboðavinna í gangi allan júlímánuð og geta sjálfboðalið- ar því komið þar hvenær sem er í júlímánuði. I ágúst höfum við hugsað okkur að fara aftur að Alviðru, en það verður nánar ákveð- ið síðar. Þetta eru þau verkefni sem þegar hafa verið ákveðin, en þau, og e.t.v. önnur, verða auglýstjafnóðum. Ef maður vill taka þátt í starfinu, hvernig getur maður fengið nánari upplýsingar? Við gefum út fréttabréf sem við sendum öllum félagsmönnum og dreifum einnig víð- ar. Við setjum fréttatilkynningar í dagblöð, nú og svo getur fólk hringt í okkur og fengið allar upplýsingar. Þið segið að félagsmenn fái fréttabréfíð sent, hverniggetur maðurgerst félagi? Það geta allir, sem vilja vinna, gerst félag- ar, með því að hringja í okkur og skrá sig. Nú í fyrsta fréttabréfínu verða lög félagsins birt og einnig nákvæm áætlun sumarsins. Þeir sem áhuga hafa á að skrá sig til starfa í sumar geta hringt í: Eygló Gísladóttir, s. 666981. Helgu Edwald, s. 30918. Hlyn Óskarsson, s. 611150. Salbjörgu Óskarsdóttur, s. 641623 á kvöldin og um helgar. Spumingin er sú, hvort það er við Ferðamálaráð eitt að sakast, segir Kjartan Lárusson, þegar minnst er á þá gagnrýni, að lítll hluti af fjár- ráðum Ferðamálaráðs renni til umhverfís- mála. „Þama koma til margir þættir“, segir Kjartan, „en ef til vill má fyrst staðnæmast við slæma stöðu ríkissjóðs og jafnvel skiln- ingsleysi fjárveitingavaldsins. Slæm fjár- hagsstaða Ferðamálaráðs veldur því að það verður að sleppa ýmsum verkefnum, eða í besta falli sinna illa ýmsum þeim verkefnum sem ráðinu er ætlað að sinna samkvæmt lögum. Og það verður að segja eins og er að það er vont að geta ekki einu sinni sinnt verkefnunum illa. Lítum aðeins á hver verkefni Ferðamála- ráðs eru samkvæmt lögum: Ferðamálaráð á að skipuleggja og gera áætlanir um íslensk ferðamál og annast landkynningu. Á þessu ári höfum við orðið að skera þátt okkar í landkynningu niður um helming. Við eigum að aðstoða ferðamálafélög, en sinnum því lítið sem ekkert. Við erum eina ráðið á landinu af þeim sem starfa á svipuðum grunni sem er ætlað að sinna fagmenntun og starfsþjálfun, þ.e.a.s. leiðsögumanna. Ég tel að slík fræðsla eigi best heima innan menntakerfisins sjálfs. Við eigum að hafa forgöngu um upplýsinga- og þjónustustarf- semi fyrir ferðamenn, það er í algeru lág- marki. En taktu eftir, það er Ferðaskrifstofa ríkisins sem hefur hlaupið þama undir bagga ár eftir ár og staðið straum af kostn- aði við upplýsingaþjónustu fyrir ferðamenn formann Ferðamálaráðs hér í Reykjavík, ekki Ferðamálaráð eða Reykjavíkurborg. Síðan em tveir liðir sem fjalla um sam- starf við Náttúruvemdaráð og fleiri aðila um umhverfísvemd og að ráðið hafí fmm- kvæði um fegran umhverfis og snyrtilega umgengni. Þama tel ég að við verðum að standa okkur sæmilega og ástæðumar: Þjóðemiskennd — og að það er náttúra landsins sem verið er að selja og ef þessu er ekki sinnt verður ekkert til að selja. Og það er góð umgengni sem er málið. Náttúra- vemdarráð er með eftirlitshlutverkið en Ferðamálaráð reynir að ná góðu samstarfi við þá. En hvað með sveitarfélögin? Yfirleitt standa þau sig ekki sem skyldi, en með undantekningum þó sem sanna regluna. Það nægir í því sambandi að benda á þau sveitarfélög sem hafa af myndarskap staðið að gerð góðra tjaldsvæða. Annars er ógetið tveggja atriða sem við stöndum okkur í, eða þeirra að opna kvört- unarbréf og sinna slíkum málum og að gangast fyrir ferðamálaráðstefnum. En um umhverfismálin vil ég segja að það er að verða vakning í þeim málum, en þau hafa verið í lægð að undanfömu. Ég trúi ekki öðru en að þessir 60 fulltrúar sem eiga að teljast ábyrgir fyrir rekstri þess fyrirtækis sem þjóðfélagið er, eigi eftir að bæta um betur varðandi umhverfísvemd í tengslum við ferðamennsku. Við erum að reyna að sækja framávið og auðvitað vilja

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.