Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1986, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1986, Blaðsíða 3
0@H[ö][y][N]®[k]®[i>]®E®® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Bjöm Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 691100. Miðbærinn er á dagskrá í tilefni umhverfísvemdunardags og sérstaklega þá tillögur tveggja arkitekta um endurreisn, nýtt útlit og aukningu á mannabú- stöðum í miðbænum. Yfírvald skipulagsmála segir aftur á móti: „Reykjavík er ekki svona" og þá vaknar sú spuming, hvort til sé einhver löggiltur svipur á Reykjavík, sem ekki má bregða út af Umhverfis- verndunar- dagur er í dag og af því tilefni er verulegur hluti Lesbókar helgaður þessu þarfa málefni. I þeirri umfjöllun kennir margra grasa og má nefna grein um andstæðu tveggja sjónarmiða: Að opna landið — og vemda það. Einnig eru viðtöl við landvörð í Mývatnssveit, formann ferða- málaráðs og tveir ferðamálafulltrúar rita pistla Listmenning virðist vera bundin við höfuðborgina og sá helmingur þjóðarinnar sem býr utan hennar, hefur ekki úr miklu að moða á því sviði, nema koma „suður“. Um þetta og fleira skrifar Signý Pálsdóttir, sem verið hefur leikhússtjóri á Akureyri á móti gufar oftast upp ef menn telja sig þurfa að þola ágjöf vegna hans. Hér er ekki verið að gera lítið úr því að menn leggi mesta áherslu á það varðandi samskipti að þau séu þægileg. Síður en svo. Það er gott og gilt sjónarmið. Slíkt fólk er gjaman þægilegt, elskulegt í viðmóti og gott að starfa með því og umgangast það. Auk þess er það oft hugulsamt gagnvart ókunnugum sem eiga erfítt. Þetta er stund- um ljúfasta fólkið. Hinsvegar em aðrir, eins og áðurncfndur skiptinemi, sem leggja meira upp úr að kynnast fólki vel og stofna til vináttusambanda sem endast og skipta máli. Slíkt fólk verður stundum ráðvillt þegar það mætir þessu vingjamlega en „komdu ekki of nálægt mér“ viðmóti. Það er alveg óþarfí. Hér er ekki á ferðinni eitthvað sem snýr að viðkmandi, heldur eðlislægur munur og ólíkt gildismat. Miklu skiptir að taka fólk eins og það er og njóta þess eins og það er. Vera ekki að gefa því einkunnir út frá eigin gildis- mati, þ.e. að það sé þeim mun meira varið í það, sem það er líkara manns eigin hug- myndum um hvemig fólk eigi að vera. Með þeim hætti fer maður á mis við það sem er kannski skemmtilegast í mannlegum samskiptum, að uppgötva og kynnast í öðmm ýmsu sem maður sjálfur ber ekki í sér, bæta því við reynslu sína og víkka sjón- deildarhringinn. Þetta tekst auðvitað aldrei ef manni þykir sem allir bregðist sér, sem ekki draga andann með sama hætti og maður sjálfur. Eðli málsins samkvæmt drögumst við að þeim sem eru mest í takt við okkur sjálf. Fólk er hluti af lífí manns og umhverfi. Meðvitað og ómeðvitað byggir maður kring- um sig það umhverfi sem fellur áreynslu- minnst að eigin eðli. Það skapar vissa örygg- iskennd. En þetta öryggi verður að fjötrum ef við verðum háð því og hættum að kunna við okkur nema innan um þá sem eru eins og við í skoðunum og lifnaðarháttum. í öðru félagskerfi missum við öryggiskennd- ina og verðum eins og útlendingar sem geta ekki gert sig skiljanlega og skilja ekki aðra. Þá gerum við þá óþægilegu uppgötvun að við höfum sótt öryggiskennd til annarra en ekki inn í okkur sjálf. Þegar við búum yfir innra öryggi þurfum við ekki að vera umkringd af skoðanabræðr- um til að okkur líði vel. Það öryggi fæst ekki með velþóknun annarra. Það býr í okkur sjálfum. JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR EINAR BENEDIKTSSON Einræður Starkaðar — brot — Migdreymir um eina alveldissál, um anda, sem gjörirsteina að brauði. Minn hlátur ersorg. Við skrum og við skál ískotsilfri bruðla éghjarta míns auði. Mungátin sjálf, hún ber moldarkeim. Ermælthér eitt orð, sem ei fyrr var kunnað? — Ég leita mig dauðan um lifenda heim að Ijósiþess hvarms, sem égget unnað. Á hjartaðsinn eiginn áfellisrétt, er andinn bær að rengja sig sjálfan ? Nei. Lífiðá vé. Þarskalleita aðfrétt. Ljósmynd vors hugar þarf skuggann hálfan. Með efa og grun er stofnað vort stríð. í stundlegri trú er þess sijpir ogfriður. Sjálfdæmi á engin ævi né tíð. I eilífð sín leikslok á maður og siður. En örlætið glatar frændsemd ogfylgd. Fagna skal hóglega kynni og vinum. Svo stopult er margt í venzlum og vild, — vinnirðu einn, þá týnirðu hinum. Hugsirðu djúpt, sé mundþín mild ogmælistþérbezt, verða aðrir hljóðir. — Ofund og bróðemi eru skyld; — ótti er virðingar faðir og móðir. Það smáa erstórt íharmanna heim, — höpp ogslys bera dularlíki, — ogaldrei ersama sinniðhjá tveim, þótt sama glysi þeir báðir flíki. — En mundu, þótt veröld sé hjartahörð, þótt hrokinn sigri ogrétturinn víki, bölið, sem aldrei fékk uppreisn ájörð, var auðlegð á vöxtum íguðanna ríki. Eitt bros geturdimmu idagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúizt við atorð eitt. Aðgát skal höfðínærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í bijósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt lífeitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. íhallarglaum varmitt hjarta fátt. Hreysið ég kaus með ijáfrið lága. Geðið ber ugg, þegargengi erhátt. Gleðin er heilust og dýpst við það smáa. Meðjarðneska kraftsins veig á vör — úr visnandi höndum égskálinni fleygði. Ég heyrði Ijóð, — mitt líf var á för. Ljósiðhandan viðdaginn égeygði. — Dagurmíns heims varð helsvört nótt. — Hann hvarfeins ogstjaman í morgunbjarma. Guðsdyrnar opnuðust hart og hljótt. Hirðsveinar konungsins réttu út arma. Fjördrykkinn eilífðarfast égdrakk; þá féll mín ásýnd á jörð eins oggríma. Heiðingjasálin steypti stakk. — Ég steig fyrir dómara allra tíma. Einar Benediktsson, f. 1864 á Elliðavatni við Reykjavik, d. 1940 i Herdisarvik, þar sem hann bjó síöasta áratuginn. Einar er einn þeirra sem taldir hafa veriö til þjóðskálda. Hann nam lögfræöi, varð aðstoðarsýslumaður, málflutningsmaöur og ritstjóri, hafði afskipti af stjórn- málum og stundaöi fésýslu erlendis um langt skeið og bjó þá bæði í Bretlandi, Þýzkalandi ogTúnis. Einarer jarðsettur í heiðursgratreitnum á Pingvollum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14.JÚNI1986 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.