Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1986, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1986, Blaðsíða 2
Austan um Heiði Innan fárra daga minnast íslendingar stofnunar lýðveldis. Land og þjóð skrýðast hátíðabúnaði. Margt er haft til mannfagnaðar og uppbyggingar í sveit og við sjó, þegar dagurinn eini rennur úr djúpi albjartrar sumamætur. Stundum er spurt, hvers virði þess konar hátíðabrigði séu. Svörin eru sund- urleit. Þó ber eitt svar af öðrum: Með því að rifja upp þau tíðindi, er urðu hinn 17. júní 1944, staðreyna menn hann að nýju í huga sér þennan úrslitaatburð íslands sögu á síðari öldum. „Segðu mér, hveijir dagdraumar þínir eru, og ég skal segja þér, hver þú ert,“ var eitt sinn mælt. Sá sem fyllir hugskot sitt helgi, hefur eignazt hlutdeild í hinu heilaga, hversu svo sem honum að öðru leyti kar.n að vera farið. Það „samfélag heilagra" sem um getur í trúaijátningu kirkjunnar, er ekki félagsskapur helgra manna, heldur samneyti hversdagslegs fólks um heilög efni, hugmyndir og hluti. Líkan veg er farið gleði manna á þjóð- hátíðardegi. Við það tækifæri fögnum við ekki eigin ágæti, látum hitt enda kyrrt liggja, sem miður fer — en njótum sameiginlega þeirrar helgu arfleifðar er fram var reidd við fæðingu lýðveldisins. Sú arfleifð er mönnum innri næring og heilsubrunnur á þessum heiðursdegi alþjóðar. Atferli Hátíðahöid á degi lýðveldisins heíjast að jafnaði á tærum tóni og djúpum. Síðar verður hljómkviðan blendnari, og er þó iðulega ekkert við strengjasláttinn að athuga. Eigi að síður vakna spumingar um tilhögun þessa dagamunar. Lengi mágottbæta. Tvívegis hef ég verið svo lánsamur að virða fyrir mér atferli Norðmanna, er þeir halda þjóðhátíðardag í höfuðborg sinni. Ekki verður þeim stórræðum lýst hér í einstökum eftium, enda eru þau mörgum kunn. Frændur okkar kveða og eigin rómi. Það væri á allan hátt út í hött að reyna að apa eftir þeim. Eigj að síður rifja ég upp eitt minnis- EFTIR SÉRA HEIMI STEINSSON stætt atvik frá síðari dvöl minni þar eystra: Um nónbil á nefndum degi hófst í Þjóðleikhúsinu í Osló samfelld dagskrá úr verkum skáldmæringsins Bjömstjeme Bjömson. Húsið var þétteetið og gestir allir með gleðibragði. Úrvals leikarar, lesarar og söngflokkar luku upp hvom tveggja í senn, innviðunum úr æviverki skáldsins og hugþekkum grundvallar- þáttum þjóðlífs og menningar. Að lyktum var fánaiitunum brugðið upp á baksvið- inu öllu. Glæsimenni gekk fram og flutti Ijóð það, er orðið hefur þjóðsöngur Norðmanna. Erindin öll hljómuðu fram um salinn. Því næst risu menn úr sætum og allir sungú þennan söng. Með þessum hætti sleit samkomunni. Ég þóttist nokkm nær en áður um þá þjóð, er byggir hinn þrönga norðurveg austan íslands ála. Umfram allt hafði ég þó lifað fágæta unaðsstund einfaldrar upphafningar. Ætíð síðan hef ég séð fyrir mér hlið- stæða viðburði í íslenzkum leikhúsum á þjóðhátíðardegi, samtímis sjálfsögðum útihátíðahöldum. Matthías Jochumsson leitar á hugann af því tilefni, en eftir hann ótal snillingar aðrir. Ljóst er, að ekki fengi þjóðin öll rúmazt í þeim salar- kynnum, er til ráðstöfunar væm hveiju sinni. En líklegt er að á meðalævi næði hver og einn að njóta góðs af eftir geðþótta. Aðeins ein slík stund varpar löngum ljóma á' veginn fram. Jafnvel meðvitundin um að eiga þess ama kost væri nokkurs verð. Fæðingarstaður lýðveldis Fáar bækur em svo áleitnar á þjóð- hátíðardegi sem „Lýðveldishátíðin 1944“, er samin var af Þjóðhátíðamefnd að tilhlutan Alþingis og nkisstjómar og gefin út ári eftir lýðveldisstofnunina. Bók þessi hefst með „Ágripi af sögu fullveld- ismálanna á íslandi 1918—1944“ eftir Gísla Sveinsson, þáverandi forseta sam- einaðs Alþingis. Þar er stór saga sögð í stuttu máli. Alkunnugt er þó að enn var hann miklu lengri aðdragandi þess viðburðar, er úrslitum réði. Leikurinn barst um land allt og víðar. Dijúgur hluti hans var háður í Kaupmannahöfn á lið- inni öld. Þar sátu synir vorsins góða og slógu þann eld, er heim var borinn um síðir. Þegar að því kom að heíj'a kyndilinn á loft og tendra logann í viðurvist al- þjóðar, virðist það hins vegar lítt hafa vafizt fyrir mönnum, hvar sú athöfn skyldi fram fara. Um það efni segist Guðlaugi Rósinkranz, síðar Þjóðleik- hússtjóra, á þessa leið í tilvitnuðu riti: „Frá þeirri stundu, að Þjóðhátíðar- nefnd tók að ræða hátíðahöld þann 17. júní, leit hún á það sem sjálfsagðan hlut og raunar ófrávíkjanlegt atriði, að þing- fundur sá, er hið íslenzka lýðveldi yrði formlega stofnað og hin nýja stjómar- skrá lýðveldisins íslands gengi í gildi, færi fram á Þingvöllum. Þetta atriði þótti svo sjálfsagt, að það er ekki einu sinni bókað í gjörðabók hátíðamefndar". Um orsök þessa einróma álits þarf vissulega ekki mörgum blöðum að fletta. Einu má gilda um tildrög og afleiðingar þeirra atburða er hæst ber í sögu íslend- inga. Ævinlega urðu Þingvellir við Öxará þau straumamót, þar sem öll vötn komu saman og örlög réðust endanlega. „Gjáin kennd við almenning" var sam- fundarstaður þjóðarheildar, alþýðu. Að Lögbergi flutti Þorgeir það nýmæli, að „allir menn skyldu vera skírðir á íslandi og trúa á einn Guð,“ eins og segir í Kristni sögu. Það ljós Krists, sem þá var brugðið upp, hafði vissulega farið um ýmsa íslenzka vegu, áður en það brann að Lögbergi. En þar var ljósið hafið á loft fyrir allra augum, og síðan hefur það borizt frá berginu helga inn í hveija kirkju og hvert kot frá yztu nesjum til efstu dala. Sjálfgert var að kveikja eld hins unga lýðveldis á þessum stað, „í þessari dýr- legu hamrakirkju.sem þjóðin sjálf hefur yígt og valið“, og þar sem „reis sól kristni íslands og kirkju", svo að vitnað sé til orða, er féllu af vörum herra Sigurgeirs Sigurðssonar biskups að Lögbergi á stofndegi lýðveldisins. Öll sitjum við að sama borði, íslendingar. Minningamar frá 1944 eru margvíslegar. Hver um sig leit neistaflug nýrrar aldar af eigin hóli. En allir horfðu í sama logann. Hann lýsir enn úr augum landsmanna, þegar leiðir þeirra liggja um fæðingarstað lýð- veldisins og í hvem tíma annan, þá er menn íhuga þau dæmi er urðu þennan einstæða dag fyrir meira en fjómm tugum ára. Hlutverk okkar, sem nú lifum, er að glæða eldinn helga með atferli okkar öllu og ráðum góðum, hefja kyndilinn og fá hann þeim í hendur, sem ætlað er að verma sig við logann, þegar við hvílum í moldu þessa elskaða lands. Samskipti Unglingsstúlka frá fram- andi landi sem hefur dvalið hérlendis sem skiptinemi í eitt ár og talar orðið prýðilega ís- lensku, segist vera mjög ánægð með dvölina hér, að einu undanskildu; það sé nánast útilokað að kynnast fólki vel, þegar frá er talið heimilisfólkið sem hún hefur verið hjá. Hún segir að aðrir skiptinemar sem hún hefur rætt við hér á landi séu á sömu skoðun. Fólk sýni þeim velvild og kurteisi, en virðist ekki hafa áhuga á að kynnast þeim. Hún segist til dæmis stundum hafa hitt fólk á skemmtistöðum eða í boðum sem hún hafi átt góðar stundir með, en þegar hún hitti það næst, geri það ekki meira en að kinka kolli. Varanleg kynni eða vinátta standi bersýnilega ekki til boða. Ef þetta er rétt er það verðugt umhugsun- arefni með tilliti til þeirra hugmynda sem við höfum um okkur sjálf og þjóðargestrisn- ina. Hinsvegar er ekki ólíklegt að margir kannist við reynslu af þessu tagi þótt þeir séu ekki útlendingar. Þótt við séum í eðli okkar félagslynd og getum öll tekið undir að maður sé manns gaman er það mjög mismunandi hvað við viljum leggja af mörkum og þiggja í mann- legum samskiptum. Fyrir mörgum árum var ég að ræða við jafnöldru mína um konu sem við þekktum báðar og sagði um hana að mér þætti mest varið í hvað hún væri hrein- skilin og sjálfri sér samkvæm. Viðmælandi minn sagði að það væri svo sem ágætt en hún fyrir sitt leyti kysi miklu frekar að hafa fólk þægilegt en hreinskilið. Þetta svar var nánast opinberun fyrir mig á þeim tíma, því í barnaskap mínum hafði það aldrei flögrað að mér að einhver kysi þægilegheit fram yfir að vita hvar hann hefði þá sem hann umgengist. Síðan hef égelst og vitkast og hef fyrir löngu áttað mig á þvi að þessi kona á mjög marga skoðanabræður þótt þeir séu ekki endilega margorðir um þetta sjónarmið, eða jafnvel átti sig ekki á að þeir hafi það. Þeim sem sælga hin ýmsu mannamót í einhveijum mæli, verður fljótlega ljóst hvað lítið er um raunveruleg samtöl miíli manna sem þar hittast. Það sem kannski lítur út fyrir að vera samtal er ekki annað en það að fólk talar til skiptis og iðkar kurteisis- leiki. Einlægur áhugi á viðmælandanum eða því sem hann er að segja, er engan veginn eins algengur og maður skyldi ætla þegar vinir og kunningjar hittást. Við það er heldur ekkert að athuga. Þetta eru samskiptahætt- ir sem fólk velur sjálft og það unir sér vel í leiknum og metur hann mikils. Þetta er líka ágætis leikur og hann gerir ekki kröfur til að fólk gefi mikið af sjálfu sér. Margir kjósa að halda raunverulegum tilfinningatengslum innan fjölskyldunnar og þykir djúp og alvarleg vináttusambönd utan hennar óþægilega krefjandi og jafnvel óvið- eigandi. Þess í stað koma þeir sér upp notalegum, ljúfum og yfirborðskenndum samskiptatengslum og góðum kunningja- og vinahópi sem myndar traust félagskerfi. Þar ríkja samskiptareglur sem allir skilja og eru sáttir við og það kemur illa við menn þegar einhveijir bijóta sig út úr þessu hegðunarmynstri. Þá myndast ósýnilegur radíus í kringum viðkomandi og allir gæta þess að halda sig utan við þennan radíus, til þess að ekki endurvarpist á þá sú van- þóknun sem viðkomandi hefur áunnið sér með því að vera öðruvísi eða btjóta leikregl- umar. Það er við slíkar aðstæður sem kemur upp á yfirborðið sá reginmunur sem er á kunningsskap og vináttu. Vinir manns geta farið hveija þá leið sem þeim hentar, hversu lítið sem manni er sú leið að skapi, án þess að það hafi áhrif á vináttuna sjálfa. Það segir ekki að maður í nafni vináttunnar gerist sporgöngumaður eða samheiji, en vináttan er óbreytt ef hún á annað borð stendur undir nafni. Kunningsskapur aftur 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.