Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1986, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1986, Blaðsíða 6
Hvenær hefstþað upprunaJejra? Varla meðbárujárninu. Þetta erennþá upprunalegrimiðbærámyndSigfúsarEymundssonar frá 1875. Kannskiþettaséhin verðuga fyrirmynd fyrir höfuðborg Islands? „Reykjavík er ekki svona“ Atak í þá veru að afmá að einhveiju leyti þann kotrassabrag fátæktar og vanþróunar, sem einkennir miðbæ Reykjavíkur umfrarn flest annað í íslandi, er til umræðu hér. í sem fæstum orðum sagt: Miðbærinn er til skamm- Pistill á umhverfisvemdardegi um gagnrýni á fram komnar tillögur arkitektanna Dagnýjar Helgadóttur og Guðna Pálssonar varðandi nýbyggingar og endurbætt svipmót á miðbæ Reykjavíkur. EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON ar landi og þjóð. Það sæmir ekki, þegar skammt er til aldamóta, að hvergi meðal svokallaðra menningarþjóða verði fundið dæmi um annan eins miðbæ í höfuðstað. Varla þarf að fjölyrða um það hér, svo margir sem þekkja vel til í útlöndum, að ótal smábæir, með öllu ókunnir heims- byggðinni, geta státað af ólíkt meiri glæsi- brag. Ekki svo að skilja að Reykjavík sé gersneydd glæsibrag. Til dæmis getur þegar tímar líða orðið nokkur glæsibragur á nýja kjamanum í Kringlunni. En það er merki- legt, að önnur eins ósköp og byggt er í Reykjavík, virðist svo sem tíminn standi í stað í miðbænum; þar gerist ekki neitt annað en það, að fram hafa komið tillögur arki- tektanna Dagnýjar Pétursdóttur og Guðna Pálssonar um dálitla andlitslyftingu, sem felst í lítið eitt hærri og þéttari byggingum, en nú eru þar. Jafnframt er gert ráð fyrir því að á efri hæðum þessara húsa verði íbúðir og með því verði stuðlað að því, að fólk búi á nýjan leik í miðbæ Reykjavíkur. Með öðrum orðum: Reynt verði að spoma við því, að miðbærinn deyi uppúr kl. 6 dag hvem. Hann á samkvæmt tillögunum að verða lifandi borgarhverfi og til þess að svo megi verða verður að byggja ný hús eða hækka þau sem fyrir era og fóma ýmsu aflóga kofadrasli. Sumt af því hefur ekki nokkurt byggingarsögulegt gildi og er ein- ungis leifar frá þeim tíma, þegar þjóðin hafði ekki bolmagn til að byggja skárri hús. Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni hér í Lesbók, að mér þykja tillögur þeirra Dagnýjar og Guðna byggðar á smekkvísi og skynsemi. Þar er ekki lagt til að neitt verði gert, sem erfítt yrði að framkvæma. Arkitektar virðast sem betur fer hafa aðrar skoðanir á útliti en var fyrir einum eða tveimur áratugum. Þá vora byggð í mið- bænum tvö hús, sem skera sig úr fyrir sálar- lausan og vélrænan ljótleika; hús Almennra trygginga við hliðina á Hótel Borg og Silla og Valda-húsið, sem svo er nefnt í Austur- stræti. Það er þó út af fyrir sig fagnaðar- efni, að ekki skyldi meira endurreist af miðbænum meðan á þessu ömurlega skeiði stóð í byggingarlist, ef list skyldi kalla. Þar birtist móderisminn, afkomandi Bauhaus- stefnunnar, í nakinni mynd og með upp- byggingu í anda hans hefði Austurstræti orðið eins og hver önnur eyðimörk. Enda þótt þau Dagný og Guðni geri ráð fyrir húsum, sem hafa manneskjulegan svip í anda þess bezta, sem byggt hefur verið í Reykjavík frá upphafí, og þar að auki mannabyggð þar sem henni hefur verið út- rýmt, gerast þau undur og stórmerki, að upp rís fólk, sem áhuga hefur á framvind- unni og mótmælir. Því er mótmælt rétt einu sinni, að timburkofar verði á nokkram stöð- um að víkja til þess að betri heildarsvip og betri nýtingu verði við komið. BYGGÐASAFNEÐA LifandiMiðbær I námunda við miðbæinn standa mörg gullfalleg og vel með farin hús frá tíma- skeiði bárajámshúsanna. Þau bera af kofun- um í miðbænum og auk þess hefur verið komið upp safni húsa frá þessu skeiði í Árbæ eins og allir þekkja. íhaldssemi í menningar- málum er bráðnauðsynleg, en fyrr má nú vera íhald ef miðbærinn þarf helzt að vera safn til viðbótar við Árbæjarsafnið. Þar að auki hefur sú skoðun verið lífseig, að varð- veita beri húsin í Grjótaþorpi, sem öll era breytt frá upphaflegri gerð. Gijótaþorpið er nú eins og hvert annað rasl og fær líkast til að vera það áfram vega pat-stöðu ólíkra sjónarmiða. Allt hefur þetta verið rakið áður. En tilefni þessa pistils var útvarpsum- ræða, þar sem skipulagstillögur Dagnýjar og Guðna vora til umræðu. Því miður heyrði ég þessa umfjöllun ekki í heild, en hlustaði mér til mikillar furðu á sjónarmið Guðrúnar Jónsdóttur, arkitekts sem hefur nú með höndum sérstök skipulagsverkefni í Vestur- bænum og víðar. Eg hef miklar mætur á Guðrúnu, bæði sem ágætiskonu og mikil- hæfri í starfi sínu. En ég varð gáttaður þegar Guðrún mín blessunin fór að tjá sig um útlitið á þessum nýju húsum, sem eiga samkvæmt skipulagstillögum Dagnýjar og Guðna að setja svip sinn á miðbæ Reykjavík- ur. Henni fannst útlit húsanna afleitt og hver haldið þið að röksemdin hafí verið: „Reykjavík er ekki svona.“ Þetta er út af fyrir sig alveg rétt hjá Guðrúnu: Reykjavík er ekki svona — og þá eigum við bæði við miðbæinn. Hann er að alltof miklu leyti samsafn ljótra, lélegra og ósamstæðra húsa og þessu átaki er ætlað að bæta úr því. En þegar Guðrún segir, að Reykjavík sé ekki svona, þá felst í því, að miðbærinn eigi að stranda í tímanum og hafa um ókomna framtíð á sér svipmót kreppunnar. Þetta er víst það sem sumir kalla að snobba íaðalatriðum hefur litið breyzt hér aíðan Austurstræti var nefnt Langa- fortov. Húsin hafa verið endurbætt, en yfirþyrmandi Ijótleiki einkennir heild- ina. Þaðerað visurétt, aðhærrihús þama mundu varpa skugga á götuna, þegarsólin skín. En hvemigá þá aðfara að, þegarhún skín ekki?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.