Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1986, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1986, Blaðsíða 7
Til þess eru vítin að varast þau — ogþað sem vel hefur tekizt til að hafa tti fyrirmyndar. Efri myndin: Nýbygging- in, sem Almennar trygg- ingar stóðu fyrir á sínum tima milli Hótel Borgar og Reykjavíkur apóteks er smekklaust klastur og hefurfrá upphafi verið til óprýði við AusturvöU. Neðri myndin: Dæmi um nýtthús, sem feUur vel að umhverfisínu. Einnig það er við hliðina á Hótel Borg.Arkitektar: Guð- mundur Kr. Guðmunds- son, Ólafur Sigurðsson ogísamstarfi við þá, Dagný Helgadóttir. niður á við, en aðrir að halda í menningararf- inn. En þá hlýtur sú spuming að vakna, hvers vegna svipmót fyrstu áratuga aldar- innar og kreppuáranna sé svona frábært, að því verði að halda hvað sem raular og tautar. Það væri sjónarmið út af fyrir sig ef Reykjavík hefði upprunalega verið byggð þannig og væri kannski búin að standa þannig um aldir. En það er nú eitthvað annað. Tímaskeið bárujámshúsanna nær kannski yfír liðlega 50 ár. Uppúr 1870 sást þetta byggingarefni fyrst hér og á Reykja- víkurmyndum Sigfúsar Eymundssonar má sjá, að fyrir réttri öld, 1886, er bárujám aðeins komið á þök sárafárra húsa. Þetta byggingarefni og það sérstaka útlit, sem því tengist, er næstum alls ráðandi í byijun aldarinnar og allt fram á kreppuárin. En frá og með stríðsámnum hefst steinsteypu- öld fyrir alvöru, enda þótt allmikið sé til af steinhúsum frá því um 1920 og jafnvel fyrr. Þegar farið var að byggja bámjáms- klædd timburhús í Reykjavík hefði einhver getað risið upp og sagt: Nei takk, Reykja- vík er ekki svona. Sá hinn sami hefði haft jafn rétt fyrir sér og Guðrún. Á fyrmefndum ljósmyndum Sigfúsar Eymundssonar má sjá, að fyrir einni öld var langstærsti hluti húsa í Reykjavík einnar hæðar timburhús, oftast með risi og klædd reisifjöl, bæði veggir og þak. Sum hús vom með láréttri vatnsklæðningu, sem svo var nefnd, og til vom hús með þakhellum. HIÐ UPPRUNALEGA SVIPMÓT REYKJAVÍKUR Á teikningum erlendra ferðamanna, sem hingað komu um miðbik síðustu aldar, má sjá hvemig bærinn hefur litið út þá. Á sjáv- arkambinum stóð röð timburhúsa, sem yfir- leitt vom með háu risi að dönskum hætti. En fyrir utan þessi hús, Alþingishúsið, dóm- kirkjuna og bústaði einstakra embættis- manna, var bærinn í Kvosinni einkar óhijá- legt samsafn fátæklegra kofa og húsa. Þegar búið var að hressa þetta ögn við fyrir 100 ámm og svartbikuð hús, klædd reisifjöl, settu mestan svip á Kvosina hefðu sannir íhaldsmenn átt að mótmæla hástöfum og krefjast þess að torfkofamir, þurrabúð- imar og fjósin fengju að standa óáreitt fyrir þessum ófétis spýtuhúsum, sem sum vom þar að auki klædd með óþjóðlegu bámjámi. Það hefur ugglaust verið mikið athugunar- leysi og menningarslys að vemda ekki þann þjóðfræga fjóshaug Thomsens kaupmanns við Hafnarstræti, sem mikil málaferli urðu útaf. Og hugsa sér hvað það væri yndislegt ef á hafnarsvæðinu stæðu nokkrar þurra- búðir, sem í ferðabókunum em nefndar fiskimannakofar. Því er verið að rifja þetta upp, að það hlýtur að teljast fjarstæðukennt að fram- reiða það sem einhvem Stórasannleik, að bámjámshúsatímabilið frá aldamótum og fram að stríði geti eilíflega staðið, sem einhverskonar klassík. Þetta tímabil spann- ar um það bil íjórðunginn úr 200 ára sögu borgarinnar; tímabilið þar á undan er miklu lengra og steinsteypuöldin nær að minnsta kosti yfir 60-70 ár. Nægilegt er, að gullfal- leg hús frá fyrstu áratugum aldarinnar em varðveitt og vel við haldið. Flest standa þau utan við sjálfan miðbæinn og þurfa ekki að standa í vegi fyrir sjálfsagðri uppbygg- ingu þar. í Kvosinni og víða í Vesturbænum standa piýðileg hús frá fyrstu ámm stein- steypunnar, þegar sjálfsagt þótti að gera eitthvað fyrir augað og að hús ætti ekki að vera eins og fmmstæður kassi. Kosturinn við miðbæjartillögur Guðna og Dagnýjar er að mínu viti sá, að samkvæmt þeim á að byggja manneskjuleg og hlýleg hús þar sem lágreistir kofar em fyrir. Hvergi em þar nein bákn eða skýjakljúfar; þetta er smávegis andlitslyfting fremur er byltingarkennd nýbygging. Eftir sem áður yrði miðbærinn ósköp smáþjóðarlegur. En hann yrði ekki til skammar. Að sjálfsögðu mundi ég fremur kjósa, að ráðist yrði í endurreisn miðbæjarins af margfalt meiri metnaði, til dæmis með yfír- byggðum ylstrætum og torgum með suð- rænum hitabeltisgróðri eins og Þórður Ben Sveinsson hefur bent á, m.a. í Lesbókar- greinum. Það er átak sem vísar framá við til 21. aldarinnar, en er þó vel framkvæm- anlegt tæknilega séð. En þeir sem helzt vilja viðhalda kreppusvip og kotrassabrag á miðbæ Reykjavíkur eru varla líklegir til að stuðla að framkvæmd þeirrar hugmyndar. Reykjavík er svona — það eraðsegja miðbærinn. Ogsvo erhelzt að skUja á sumum, aðþetta sé hinn eini og sanni Reykja víkursvipur, sem beri að halda í. Sem sagt: Meira og minna ónýtt kofadrasl, sem margsinnis er búið að breyta, svo ekkert erlengur upprunalegt. Aðalstræti samkvæmt tillögu Dagnýjar Helgadóttur og Guðna Pálssonar. En Reykja vik er ekki svona, segir Guðrún Jónsdóttir. Að neðan: Aðalstræti eins ogþað er núna. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 14.J0NI1986 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.