Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1986, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1986, Blaðsíða 12
ÓLAFUR ÞORSTEINSSON Vorið Það rennur hér lítill lækur sem liðast um græna haga. Hér undu margir áður ylríka sumardaga. Hæst upp í Hlíðarfjalli hulduvættir búa, á sólríkum sumardegi að sumarblómum hlúa. Þar búa sér blómaálfar bústað ífögrum liljum, blóðbergi og birkiskógum, bláklukku ídjúpum giljum. Fífill, sóleyogfjóla fögur túnin skreyta. Lóa oglítill þröstur um loftið flugið þreyta. Þú óspiilti íslenski gróður ert ávallt í huga mínum, það eru svo undur fáir sem una ífaðmiþínum. Ólafur Þorsteinsson er frá Háholti í Gnúpverja- hreppi en hefur verið lengst af verzlunarmaöur í Reykjavík. SIGURÐUR STEFÁN BALDVINSSON Þrællinn - þú eða ég Er ásjóna heimsins hellist yfir mig heitum, starandi augum, — brestur mig kjark — égkikna íhnjánum — ég kemst ekki úr stað. Erásjóna heimsins horfirámig hijúfum, stingandi augum, — ferhrollur um bakið — bresta mér stoðir — blaktirmín vitund. Er ásjóna heimsins hæðistaðmér hlýjum, staðföstum augum, — hverfurmér þor —þreytan íalgleymi —þrælsóttinn lifir. Sigurður Stefán er Reykvíkingur og hefur fengist við Ijóðagerö í mörg ár en ekkert verið birt áður. Hann starfar sem aöstoðarverkstjóri hjá ÁTVR. V í S U R JÓN GUNNAR JÓNSSON TÓK SAMAN Baldur Eiríksson frá Dvergsstöð- um við Eyjafjörð er fæddur 1910, stúdent frá Menntaskól- anum á Akureyri, skrifstofu- maður þar, og nokkuð fengist við blaða- mennsku. 1981 kom út eftir hann ljóða- bókin Dvergamál. Þaðan er eftirfarandi vísum hnuplað, án skýringa, færðar úr réttu samhengi. Með einstakri gætni gerast má að grafa í jarðar iður, þvi búenda óðul aðeins ná eitt hundrað metra niður. En allar götur þar ofan frá og ofan í heljardýkið, afnotaréttinn enginn má eigna sér, nema ríkið. Ég hugsa til myrkrahöfðingjans, að honum það ekki dámi, — ef mennirnir taka hitann hans og heimkynni eignarnámi. Tvær sumarleyfisvísur. Þótt vikurn saman sé veður bjart og vegina ríkið hefli, þá verður það alltaf undur margt, sem er manni fótakefli. Stundin er týnd við töf og kák, tækifærin að baki, og úrslitaleikir i lífsins skák leiknir í tímahraki. Bflaviðgerðarmaður í Kópavogi hafði verkstæði áfast við hús sitt. Þegar mikið var að gera, sem raunar oftast var, gleymdi hann stundum að renna upp buxnalæsingu á ónefndum stað, og þótti konunni hans þetta leiðinlegt, sem von- iegt var. Einhverju sinni sem oftar leit hún inn til hans og sagði: Nú held ég að flestir séu búnir að loka búð nema þú. Eiginmaðurinn sá að hún hafði rétt að mæla, en svaraði með þessari vísu: Ertu komin enn með rex, sem aldrei trúi ég linni? Ekki loka ég alltaf sex eðlisbútík minni. Bróðir þessa manns er líka hagmælt- ur. Hann fór ásamt konu sinni til lækn- is. Konan fór inn á undan. En þegar maðurinn hafði líka lokið erindi sínu, vék hann talinu að veikindum konu sinnar, sem höfðu löngum verið meiri en hans og vöktu meiri áhyggjur þeirra hjóna. Einkenni þeitra voru meðal annars ótímabærar blæðingar. Hafði læknirinn lengi átt við þetta að stríða, en engin ráð fundið. Hann svaraði því eftir- grennslunum eiginmannsins með þessum orðum: Satt að segja held ég að þetta sé nú mest á sálinni hjá konunni. Eiginmaðurinn tók þessari athuga- semd með litlum skilningi. Og varð fátt um kveðjur. Þegar hann kom heim skrif- aði hann þessa stöku á bréfkort og sendi lækninum og sagði sig um leið úr læknis- söfnuði hans fyrir sig og konu sína: Eflaust dæmast alveg rétt öll þin læknisfræði, ei þó hafi ég áður frétt að úr sálum blæði. Hér eru þrjár vísur eftir Ólínu Jónas- dóttur frá Fremrikotum í Skagafirði f. 1885 og átti því aldarafmæli á síðasta ári. Dánarártal hennar hef ég ekki til- tækt, en hún varð gömul kona. Vísna- og minningasafn kom út eftir hana 1945, seinna minningabókin aukin. Haustið að sér hug minn dró, helst þó fram til dala, þar sem gegnum þögn og ró þúsund raddir tala. Heim í æsku hlýjan stað hugann aftur langar. Veslings Jarpur, veistu það, við erum bæði fangar. Sólin hrindir svala frá sveigum bindur hólinn, gullnar myndir grefur á gamla Tindastólinn. J.G.J. Horft á heiminn eftir GABRIEL LAUB Fjandaher utan úr geimnum Einhver UFO-sinninn varð á sínum tíma til þess að saka annan UFO-sinna um njósnir í þágu geimveranna. Báðir trúðu mennim- ir á verur þessar sem hingað koma á fljúgandi diskum. Þeim bar ekkert á milli nema hvað annar leit á þetta sem vini en hinn trúði að þetta væru fjandsamlegar verur. Hvemig sem því var nú farið verður hinu víst ekki neitað að fyllstu varkámi er þörf því reynslan segir að vinir njósni stundum líka um vini sína og sitji um þá öllu fremur en óvinina jafnvel. Hefði málið komist fyrir dómstóla og þessi UFO-maður fengið sína refsingu fyrir njósnir á vegum grænu, eða kannski fjólubláu krílanna, þá hefði málið haft ófyrir- sjáanlegar afleiðingar. Tilvera viti borinna geimvera sem hingað til hefur reynst örðugt að sanna með neinum vísindum hefði þar með fengið lagalega staðfestingu. Og slíkt hefði óðara leitt af sér óhemju mörg þjóðréttarleg vandamál, hreinræktaða lögfræðisprengingu, sem skapað hefði fjölda atvinnutækifæra handa málafærslu- mönnum og lögspekingum. Þessi dómur hefði þótt sögulegur viðburður, ef ekki beinlínis tímamótamarkandi: því dómurinn hefði óðara verið kunngjörður um allan heim sem þaðan í frá hefði líklega gert sér grein fyrir því að nú vofði yfír honum innrás voldugra afla utan úr himingeimnum. Það gat orðið til mikillar blessunar fyrir marga fleiri en þá sem beijast fyrir afnámi takmarkana á fjölda námsmanna í lögfræðideildum. Því ekkert magnar eindrægnina eins og sameiginlegur fjandi. Strax og við gerðum okkur grein fyrir þvílíkri vá utan jarðarinnar mundi allur fjandskapur hjaðna á milii jarðarbúa sjálfra. Risaveldunum má vera rétt sama hvort þau græða á skammdrægum vopnabúnaði ellegar kjamorkusprengjum sem skjóta á milli fjarlægra stjama; og við sem bara stritum fýrir daglegu brauði, eða megmrthrfæði ef svo ber undir, mundum vitaskuld sofa betur á nóttunni ef við hefðum vissu fyrir því að hér á jörðu væru einungis til vopn sem spryngju ekki fyrr en í milljón kílómetra fjarlægð héðan. Einræðisherrum veraldarinnar mætti líka vera sama um það hvort þeir nota heimsvaldasinna, síonista og hryðjuverkamenn til að fóðra ótta þegnanna við lög- regluna, ellegar þá alheimsógnina og féndur jarðarinnar! Og hvað væri raunar fegurra en sameinað herforingjaráð jarðarinnar allrar til vamar innrásinni utan úr geimnum, með bandarískum, rússneskum, arabískum, ísraelskum ... jafnvel íslenskum hershöfðingjum? Þá yrðu nú til feit embætti handa metnaðarfullum höfðingjum og væntanlegum stórmennum að sitja í orðsins fyllstu merkingu og líta niður á smástyijaldir jarðarinnar einsog hver önnur brek frá bemskudögum mannkynsins. Ellegar þá tækifæri stjómmálamannanna! Að sitja í alheimsstjóminni og ráðuneyt- unum þar, vera kosnir á alheimsþingið, í nefndir og samhæfíngarráð, deildir og undirdeildir. Allir þeir sem aldrei nýttust heima fyrir gætu fengið eitthvað þama. Þar yrðu gerðar áætlanir gegn hverskyns undarlegum geimógnum, hemaðartæknin þrauthugsuð, rannsóknir skipulagðar, umræðum stjómað... Erfiðið fengist margborgað með hluta af þeim milljörðum sem árlega er þegar eytt tii vopnaframleiðslu og vígbúnaðar í heiminum. Vísindum og tækni mundu opnast nýir sjóndeildarhringir, viðskiptin mundu blómgast á ný. Vanþróuð lönd yrðu tæknivædd oggerð samkeppnisfær því heimspólitíkin mundi krefjast þess. Og það albesta væri náttúrlega það að þetta mundi allt vera gert til að ógna fjandmanni sem hvergi væri til nema í lagalegum skilningi. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.