Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1986, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1986, Blaðsíða 13
I merkileg siglingaþjóð í þúsund ár Þeir smíðuðu betri skip en áður höfðu þekkst, fundu upp stafletrið, dreifðu tækni og þekk- ingu fornþjóða vestur á bóginn og það var skipatækni þeirra að þakka að Grikkir sigr- uðu Persa í orustunni við Salamis og urðu síðan það menningar- afl sem Evrópa hefur búið að síðan. Ásgeir Jakobsson þýddi. Föníkar voru mesta siglingaþjóð við Miðjarð- arhaf og þá einnig í heiminum, um þúsund ára skeið. Þeir sigldu fyrir Góðrarvonarhöfða í suður, til Bretlandseyja og sennilega inní Eystrasalt í norður, til Azoreyja í vestur og yfir Arabíska flóann í austur. Um 1500 f.Kr. tók að halla mjög undan fyrir egypzka keisaradæminu og þá tóku Föníkar að sækja sig sem siglingamenn. Það er i raun ekki mikið vitað um hið mikla sæveldi Föníka, en þó hefur sagn- fræðingum tekizt að reita saman brot í heillega mynd. Það hafa fundizt töflur frá því um 1500 f.Kr. og í grískri sögu er sitt- hvað að finna um Föníka. Það væri nátt- úrulega miklu meira vitað um þessa fornu þjóð, ef Rómverjar hefðu ekki unnið það óbætanlega skaðaverk, árið 146 f.Kr., að brenna Karþagó og þá um leið 500 þúsund binda bókasafn borgarinnar. Land Föníka var mjó landræma, hátt í 200 mílna löng, þar sem nú er Sýrland og Líbanon. Svo dökkir hafa Föníkar verið á hörund, að Grikkir kölluðu þá rauð- skinna. Sagnfræðingar margir telja Fön- íka hafa verið Semíta og hafi þeir flutzt frá Babylon. Aðrir halda aö þeir hafi verið af indóevrópskum stofni. Þá má nefna, að það hefur vakið athygli manna, að Semítar sýnast hafa króknef ekki ósvipað Aztekum og Mayonum í Amríku. Föníkar koma mikið við sögu í bibliunni, því að Kanaansland var Fönikía. I Gamla testamentinu bregður fyrir, að Föníkar eru kallaðir Sidonistar og þá kenndir við eina af borgum sínum, Sidon, sem nú er Saida. ÞEIR Smíðuðu Betri Sskip En aðrir Eins og margar þjóðir, sem bjuggu við lítið landrými, þá leituðu Föníkar á hafið. í þennan tíma byggðist öll þekking á sigl- ingaleiðum um Miðjarðarhafið á reynsl- unni. Kaupsiglingamenn urðu að þekkja, hvernig vindar höguðu sér hér og þar við strendur hafsins, hvernig háttað var sjáv- arföllum, svo sem hvort í þessum eða hinum staðnum væri mikið útfiri, hvar lágu svo sandrif og hvar voru sker og hvernig var háttað straumum. Þessa nauðsynlegu þekkingu til siglinga um Miðjarðarhafið öðluðust Föníkar um fram alla aðra sæfarendur í þeirri gráu fornöid, þegar siglingaveldi þeirra stóð í blóma. Þegar Föníkar voru farnir að stunda siglingar af meira kappi en aðrar Miðjarð- arhafsþjóðir kom fljótlega að þvi, að þeirra skip væru betur búin til siglinga og sjó- ferða en annarra. Föníkar lærðu að vísu margt af Egyptum, en þeir endurbættu skipagerðina og allan útbúnað skipanna og einnig siglingatæknina. Þeir urðu til dæmis fyrstir til að leiðbeina skipum til hafnar með ljósblossum. Þá er og sagt, að þeir hafi lært það af Babyloníumönnum að taka mið af fastastjörnum í norðri. Gríski sagnaritarinn Heródótus hefur þá sögu að segja, að Necho, egypskur faraó um 700 f.Kr., hafi sent af stað „flota mannaðan Föníkum og skipað þeim að sigla umhverfis Afríku ... Þessi floti sigldi suður Rauðahaf og umhverfis Arabíska flóann (og þá austur undir Indlandsskaga Á.J.) og síðar suður með strönd Afríku. Einhvers staðar á leiðinni meðfram þeirri sólríku strönd tóku Föníkar land og sáðu korni, biðu eftir uppskerunni og sigldu síðan áfram hlaðnir korninu. Það liðu þrjú ár frá því þeir lögðu upp í ferðina og þar til þeir sigldu um Njörvasund, eða eins og Heródótus nefnir það „framhjá Súlum Herkúlesar“ en svo nefndu Grikkir Gibr- altar, og heim til Egyptalands. Svo segir Heródótus: „Þannig uppgötvaðist að hægt var að sigla umhverfis Afríku." Stýrt Með Tveimur árum Ekki létu Föníkar eftir sig neinar myndir af skipum sínum en það má þó gera sér allgóða hugmynd af útliti þeirra af teikn- ingum á vösum og i grafhvelfingum hinna fornu Egypta og Grikkja. Það er vitað að kaupskip Föníka voru breið um bógana til að auka lestarrými og burðarmagn. Lunningin var há og senni- lega til að hægt væri einnig að hafa farm á þilfari. Seglin voru ferköntuð þversegl á rám og voru þau heist með fölum, sem lágu uppí masturtoppana, eflaust í einföldum blökkum. Kaðalstigi lá upp vantana. Á framstafni var venjulega hests- eða hrúts- höfuð en á afturstafni fisksporður. Til að stýra með voru hafðar tvær stórar árar aftast í lyftingunni og hafa verið á þeim handföng eða einhverskonar handfesta til að menn hefðu tök á þessum stóru árum. Það munu hafa verið höfð leðurbönd á árunum til að tryggja að menn töpuðu þeim ekki fyrir borð, ef þeir misstu á þeim tökin. Á teikningu frá því um 800 f.Kr. má sjá að á því skipi hefur verið tunna í mastri fyrir mann að standa þar útkíkk. Það er hald manna, að það hafi verið slíku skipi, sem Föníkar sigldu til Bretlandseyja og hugsanlega einnig til Eystrasaltsins og þar sé að finna skýringuna á þeirri líkingu, sem er með þessu skipi og Víkingaskipunum 1500 árum síðar. „Ég hef aldrei," segir Xenoton hinn gríski, „séð betra fyrirkomulag á öllu um borð í skipi en ég sá á fönísku skipi. Þarna sá ég allskonar blokkarútbúnað, sem komið var fyrir hér og þar á skipinu til að hífa með varning. Það er ekki lítið sem slíkt skip þarf til sín af köðlum, seglum, margs- konar tækjum og vopnum og síðan allt jafnt og þarf til heimilis í landi. Þetta skip var fullt af varningi og það lá með fleiri skipum Föníka. Þótt skipin væru mörg og lægju saman, var því þannig hagað til, að ekkert þeirra varð fyrir öðru, þótt það þyrfti að fara úr höfn ... stýrimaður skipsins hafði reiður á öllu, sem var um borð og gat nefnt tölu af varningi og hvar hvaðeina væri að finna í skipinu." HÆGT að róa og Berjast Samtímis Þá áttu Föníkar sér einnig herskip og þau eru þekkt undir nafninu biremes. Þessum skipum var róið og var árunum haganlega fyrir komið í tveimur röðum, hvorri upp af annarri og stundum þremur, ef ekki allt að fimm. Skip með tveimur áraröðum var tviþilja. Þeir sem reru á neðri þiljunum sátu í miðju skipi en þeir, sem reru á efra þilfari sátu út við síöurnar. Árunum var víxlað þannig, að hver ár í efri röðinni kom milli tveggja i neðri röðinni. Það er erfitt að hugsa sér, að hægt hafi verið að koma fyrir fimm áraröðum; þær efstu hefðu orðið að vera feiknalangar, og varla viðráðanlegar, þótt vitað sé, að það voru þrír menn á stærstu árunum. Sjálft orrustudekkið á þessum herskip- um var í miðju skipsins og fyrir ofan róðr- arþiljurnar, þannig að ræðararnir gátu róið, þótt barizt væri á þessu efsta þilfari. Þá var í stafni þessa skips við sjávarmál einskonar nashyrningshorn, til þess ætlað að skadda óvinaskip með ásiglingu. Þetta mikla horn framan á skipinu var bylting í sjóhernaði þessa tíma. Þar sem ræðararn- ir gátu róið í skjóli, árarnar lágu útum göt í síðunum, og skipið þá látið að stjórn í orrustunni, það var auðvelt að snúa því eftir skipunum skipstjórans og það náði sex sjómílna hraða, á fullu skriði. Það hefur því verið skaðvænlegt högg, sem hornið gat gefið óvinaskipi, ef það lánaðist að renna því á fullri ferð á síðu þess. Það er talið að Föníkar hafi ekki notað þræla til róðrar á þessum skipum, þvi að þeim var illa treystandi og kostnaðarsamt að halda þann þrælaskara, sem þurft hefði um borð. Ræðararnir voru því menn sem teknir voru í herþjónustu og þjálfaðir til þessa verks. Assýríumenn og Persar réðu oft fönísk herskip með skipshöfnum þeirra til að styrkja með sinn eigin flota, sem var lítill og verr búinn en sá föníski. Föníkar virðast hafa haft lítinn áhuga á að leggja undir sig landsvæði nema til verzlunar. Þeir settust að vísu víða að, svo sem á Sikiley, Möltu og Krít og síðar stofn- uðu þeir nýlenduborgir, svo sem Karþagó á norðurströnd Afríku og Kadix á Spáni. Þeir notuðu þá staði, sem þeir komu sér fyrir á, sem birgðastöðvar eða verzlunar- stöðvar og einnig unnu þeir þar vörur, sem þeir framleiddu, ef þeim var það hagfellt. Flestir þeir staðir, sem Föníkar settust aö á til verzlunar, uxu smám saman í borgir og er Karþagó þeirra frægust. Föníkar stofnuðu til viðskipta við hverja einustu þjóð eða þjóðflokk við Miðjarðar- hafið. Þeir fluttu ekki einungis sinn eigin varning, heldur einnig egypzkan, og babyl- ónskan og arabískan; krydd og ilmvötn sem Arabar fluttu til hafna þeirra í Fönikíu á úlföldum sínum. Leyndardómur Purpurans Varningur þeirra var korn, vín, skart- gripir úr gulli og silfri, kryddvörur og vefnaðarvörur og af þeirri vörutegund voru litklæðin frægust og dýrust. Purpuralitinn á þeim klæðum unnu Föníkar úr skel, sem veiddist við strönd lands þeirra. Þessi skel heitir á latínu Murex Trunculus og er lík- lega ekki veiðanleg lengur við þessa strönd, sem hefur breytt sér svo mjög síðan á dögum Föníka, en það má enn finna stóra hauga af tómum skeljum á þessum slóðum. Það hefur þurft óhemju magn af skeljum til að lita úr klæði í stórum stíl, því að það var sáralítið, sem hver skel gaf af lit. En þessi litur fölnaði ekki né rann burt úr klæðinu og Föníkar höfðu mikla leynd á þessari framleiðslu. Svo mikla, að eitt sinn elti rómverskt skip annað fönískt í þeim tilgangi að komast að leyndarmáli Föníka. Heldur en það yrði, renndi föníski skip- stjórinn skipi sínu á rif úti fyrir ströndinni og Rómverjinn fylgdi á eftir viss um, að þarna væri hnífur hans að komast í feitt. Bæði skipin eyðilögðust á rifinu, en föníska stjórnin launaði sínum manni með því að gjalda allan varning, sem í skipi hans hafði verið. Purpuraklæðin voru svo dýr, að einungis tignarmenn og æðstu hofprestar gátu keypt þau. Eftir því sem segir í rómverskri heimild, þá kostaði eitt pund af purpura- silki sem svaraði 30 þúsund dollurum á árunum um 300 e.Kr. „Hlutu Fyrirlitningu ALLRA“ Föníkar höfðu þann hátt, þegar þeir LESBOK MORGUNBLAOSINS 8. MARZ 1986 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.