Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1986, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1986, Blaðsíða 11
eiga svo aftur að sínu leyti eftir að ýta mjög rækilega við þeim viðhorfum, sem álíta nútíma iðnaðarþjóðfélög í þeirri mynd, sem við þekkjum þau í dag, ein- hvern alveg sjálfsagðan hlut. VOÐINN VÍS Það eru ekki til og verða heldur aldrei til neina algildar, alhliða stjórnunar- og við- gerðaleiðbeiningar fyrir skóga; það gildir raunar um öll lífkerfi. En hins vegar er nú þegar fyrir hendi nægilega mikil og áreið- anleg þekking á þessum málum til þess að unnt sé að greina vandann: Skógarnir eru sjúkir. Um það bil 8% af öllu skóglendi Sam- bandslýðveldisins Þýzkalands þjást aug- ljóslega af hraðfara trjádauða. Þarna er því um að ræða um það bil 80 milljónir trjáa. Það sem jafnvel er ennþá verra en ofangreind vitneskja, er sú þróun mála, sem liggur að baki þessum ógnvænlegu tölum. í fyrsta lagi: Á síðastliðnum fimm árum hefur trjádauðinn tekið að aukast með gíf- urlegum hraða — sé langlífi flestra trjá- tegunda haft í huga, er nánast hægt að tala um óðatæringu í skógunum. I öðru lagi: Það eru ekki eingöngu hinar tiltölulega sjaldgæfu grenitegundir í skóg- um Þýzkalands, sem strádrepast, heldur eru einnig þær tvær trjátegundir, sem telja verður aðaltrjátegundirnar í skógun- um, þ.e.a.s. beyki og fura, farnar að týna ískyggilega tölunni. í sambandsfylkinu Nordrhein-Westfalen var einungis unnt að flokka um sjö prósent af vaxtarsvæðum furunnar sem „alheilbrigð", þegar fram fór allsherjar athugun á heilbrigðis- Draugaskógur í Bavaríu-héraði. Brennisteinsdíoxíð Og Brennisteinssýra Skógarfár það, sem núna geisar um landið þvert og endilangt, er álíka sam- bærilegt við þann trjádauða, sem varð á fyrstu áratugum þýzkrar stóriðju, eins og gamaldags kolakynt eimreið getur talizt sambærileg við nýtízku breiðþotu. Þar sem svo mikil orka er notuð á okkar dögum, breiðist drepsóttin í trjánum miklu örar út en áður, og lætur engin landamæri ríkja aftra för sinni; hún breiðist stöðugt út um alla álfuna. Orkunotkunin í Mið-Evrópu, sem hélzt nær óbreytt á tímabilinu 1910 til 1950, hefur á síðastliðnum þrjátíu árum náð að þrefaldast, og um leið hefur magnið af þeim gastegundum, sem myndast við brennslu orkugjafanna olíu og kola, þre- faldazt í andrúmsloftinu. Þar er fyrst og fremst um brennisteinsdíoxíð að ræða, en jafnvel lítið magn af því í andrúmsloftinu nægir til að framkalla miklar skemmdir á barrtjrám. Haldist brennisteinsdíoxíð um nokkurt skeið uppi í efri lögum andrúms- loftsins, vegna staðviðra og eins vegna þess að hæstu verksmiðjuskorsteinar blása gasinu mjög hátt í loft upp, þá geng- ur brennisteinsdíoxíðið í samband við rak- ann í loftinu og myndar brennisteins- megna sýru: Súra rigningin er þar með orðin til. Afleiðingar af velmeintri stefnu til verndar umhverfinu, þ.e.a.s. hækkun verk- smiðjureykháfanna, eru núna að koma í ljós á heldur hrikalegan hátt, því hinir himinháu reykháfar leysa eiturgasvand- ann á engan hátt, heldur hafa þeir þvert á móti aukið það vandamál — líka land- fræðilega séð — og magnað til mikilla ástandi skóganna í öllu landinu á síðast- liðnu ári. Einn fjórði huti furutrjánna í hinum afar víðlenda Bælenzka skógi var meira að segja langt leiddur af sýkingu. í þriðja lagi: Hin eðlilega endurnýjun skóganna við sjálfsáningu hefur orðið fyrir varanleguni skakkaföllum. í stórum hlutum Þýzkalands lætur svo til ekkert plöntuungviði á sér kræla, jafnvel á þeim árum, þegar vaxtarskilyrði ættu að vera með allra bezta móti. Banvænn Jarðvegur Vísindalegar athuganir staðfesta þessar voðafregnir skógarvarðanna. Líffræðingar finna stöðugt meira af eiturefnum (eins og t.d. eitraða þungamálma) í barri, blöðum og viði trjánna en stöðugt minna af lífs- nauðsynlegum næringarefnum, svo sem kalsíum og magnesíum. Ennþá skelfilegri eru niðurstöður þær, sem efnafræðingar leggja fram, eftir að hafa rannsakað efn- asamsetningu jarðvegsins, því það hefur nú komið í ljós, að í skógarbotninum ríkja orðið þannig skilyrði í stórum hlutum Þýzkalands, að hvorki trjárætur né nauð- synlegar örverur eiga sér þar hina minnstu lífsvon til langframa. Jarðvegur- inn er orðinn allt of súr. Allt þetta flóð hinna hörmulegustu tíð- inda hellist einmitt yfir þá atvinnugrein í Þýzkalandi, sem svo lengi hefur getað ver- ið stolt af sínum gömlu hefðum í náttúru- verndandi nýtingu skóganna. Yfirstjórn þýzku skógavörzlunnar hefur á síðastliðn- um hundrað árum haldið sig mjög strang- lega við þá grundvallarreglu, að árlega megi einungis'Cella nákvæmlega jafn mik- ið af skógartrjánt og nemur tölui þess ungviðis, sem í staðihft-v^x á sama tíma úr grasi. Áður en tekið var‘'-ftð~fcamíylgja þessari höfuðreglu, var víða mjög tekið að Fjöldafundur í Freiburg þar sem fólk vill vekja athygli á hættunni vegna skóg- ardauðans. A krossinum stendur: Fyrst deyr skógurinn — síðan mannkyn. ganga á skógana með hreinni rányrkju svo við lá, að sumt skóglendi eyddist með öllu. Að vísu drapst fyrir einni öld líka mikið af skógartrjám, sem uxu áveðurs við fyrstu reykspúandi verksmiðjuskorstein- ana, en slík umhverfisvandamál voru mjög svo staðbundin í þá daga, og með heil- brigðri skynsemi reyndist líka unnt að hefta þá öfugþróun. muna. Það voru Norðurlandabúar og Kanadamenn, sem fyrstir allra urðu veru- lega fyrir barðinu á hinu súra syndaflóði. í þessum löndum tóku fiskar að drepast í hrönnum í vötnum og lygnum vatnsföllum, af því að þar er lítið af kalki í vatni og jarðvegi til þess að stemma stigu við áhrif- um sýrunnar, sem féll úr lofti. í skógunum komu áhrif sýruregnsins ekki eins fljótt fram og heldur ekki á eins hrikalegan hátt en núna eru afleiðingarnar af súru rign- ingunni fyrir skógana þegar orðnar með öllu ófyrirsjáanlegar, einnig í þessum ofangreindu löndum. Mjög svipaða sögu er líka að segja frá stórum svæðum í löndum Austur-Evrópu, þótt þessi vandamál hafi enn ekki komizt í hámæli þar austur frá, heldur þagað yfir þeim eins og um viðkvæm ríkisleyndarmál væri að ræða. Varnaraðgerðir Fyrir Miluarða Marka Þess sjást þó að minnsta kosti stöðugt fleiri merki, að vestur-þýzkir stjórnmála- menn séu loksins farnir að trúa frásögnum vísindastofnana og skógarvörzlu um þá yf- irstandandi bráðapest, sem herjar á skóga landsins. Þannig voru það alveg greinilega áhyggjurnar af ástandi skóganna í Bæjar- alandi, sem áttu sinn verulega þátt í því, að Friedrich Zimmermann, innanríkisráð- herra Sambandslýðveldisins, tók algjör- lega upp á sína arma það lagafrumvarp sósíaldemókrata og frjálslyndra, sem kveður á um mun strangara aðhaid vegna loftmengunar verksmiðja. Hið nýja há- mark varðandi langhættulegasta eiturefn- ið, brennisteinsdíoxíð, er að vísu ennþá þrefalt það magn, sem furuskógarnir eru álitnir þola, en samt er þetta þó skref í rétta átt. Þá er reglugerð sú um stærstu og elds- neytisfrekustu notendur landsins, eins og til dæmis flestar hinna stærri málm- vinnsluverksmiðja og olíukynt raforkuver, sem staðfest var núna á síðastliðnu vori, heldur alls ekki vel til þess fallin að sporna verulega gegn hættunni á skógadauðanum. Það sem gera verður er alveg augljóst: Það þarf þegar í stað, og hvað sem það kann að kosta, að stöðva fyrst hina æðis- gengnu eyðingu skóganna — en þetta er slíkt risaverkefni, að það á örugglega eftir að kosta ótalda milljarða marka. Þann kostnað er vitaskuld ómögulegt að leggja eingöngu á herðar skógareigenda. Hins vegar verður svo undir eins að fara að framfylgja, stöðugt og út í yztu æsar, öll- um þeim lögum og fyrirmælum, sem kveða á um minnkun loftmengunar, og verður í því sambandi að halda uppi alveg sérstak- lega ströngu eftirliti með þeim aðiium, sem þurfa að brenna hvað mestu eldsneyti. Langtum Strangara Aðhald Framundan Frumvarp það til laga um visst brenni- steinsafgjald á verksmiðjur og orkuver, sem umhverfismálaráðuneyti Hessen- fylkis í Frankfurt am Main lagði fyrir fylkisþingið fyrir nokkru, gæti orðið það fordæmi, sem síðar yrði fylgt um allt Þýzkaland eða jafnvel víðar í álfunni. Samkvæmt þessu lagafrumvarpi er þeim verksmiðjum og raforkuverum, sem dag- lega þurfa að brenna hvað mestri hráolíu og mestu magni af kolum, gert skylt að greiða sérstakt afgjald — eða 2000 þýsk mörk — fyrir hvert það tonn af brenni- steinsdíoxíði, sem blása verður út í and- rúmsloftið, þar sem ekki reynist nægileg tæknikunnátta fyrir hendi til þess að unnt sé að sía það svo til allt úr útblæstrinum. Markmiðið með þessu gjaldi er meðal annars það að ýta enn undir frekari þróun fullkomnari hreinsibúnaðar í þessum verksmiðjum, þannig að útkoman verði stöðugt betri síur og bættar brennsluað- ferðir. Eins og sakir standa hafa þær brennslu- freku verksmiðjur, sem lagt hafa sérstakt kapp á að koma sér upp sem beztum hreinsibúnaði og sía sem mest af eiturefn- unum úr útblæstri reykháfanna, hingað til ekki hlotið neins konar viðurkenningu eða umbun opinberra aðila fyrir viðleitni sína til meiri aðgæzlu og fyrir aukalegan kostn- að við betri og árangursríkari hreinsitæki. í þessu kemur meðal annars fram ein greinilegasta brotalömin á misheppnaðri stefnu í umhverfisvernd og orkumálum, sem fylgt hefur verið fram til þessa. Af- leiðingarnar tala nú þegar skýru máli, hvert sem litið er. Það „borgar sig“ sem sagt ennþá fyrir þýzku rafveiturnar að keyra á fullum krafti mestu drulludreifarana meðal kola- og hráolíukyntra raforkuvera í landinu. Gífurleg Verðmæti í Húfi Afleiðingarnar af eyðingu skóganna í stórum stíl myndu ekki einungis verða þær, að tilfinningalíf Þjóðverja almennt byði stóran hnekki þar af, heldur gætu þá skógarnir, sem núna klæða um það bil einn þriðja hluta Þýzkalands, ekki lengur ann- azt sitt veigamesta verkefni, en það er endurnýjun og hreinsun vatns og lofts í landinu. Missir rúmlega 600.000 vinnu- plássa í timburiðnaðinum mætti jafnvel telja léttvægara áfall, samanborið við ofangreind ósköp. Þaö sem núna þarf bráðnauðsynlega að koma til, er pólitískur vilji á æðstu stöð- um. Það hefur nógu lengi liðizt að hin lægra settu yfirvöld í landinu drægju mögulegar og nothæfar gagnráðstafanir til verndar skógunum á Ianginn eða létu tillögur þar að lútandi sem vind um eyru þjóta. Nú hefnir það sín, að ekki skyldi þegar í kringum 1970 hafa verið skipaður ábyrgur umhverfismálaráðherra fyrir allt Þýzkaland með nægilega víðu valdsviði, að dugað hefði til úrbóta. Því nú er að áliti flestra sérfróðra manna um þessi efni ekki lengur nægur tími til stefnu til að bíða eftir stofnun starfshæfs umhverfismála- ráðuneytis í Bonn, ef bjarga skal mestum hluta þess skóglendis, sem nú er fyrir hendi. Ef ekki koma til framkvæmda mjög bráðlega ströngustu ráðstafanir gegn Ioftmenguninni, missir sjálft lífríki skóg- arins hið náttúrulega jafnvægi sitt: Þýzku skógarnir væru þá endanlega dauðir. Svartsýnismenn eins og jarðvegsfræð- ingurinn prófessor Bernhard Ulrich í Göttingen, sem lengur en nokkur annar þýzkur vísindamaður hefur fengizt við víð- tækar rannsóknir á skógardauðanum, álíta, að þýzku skógarnir verði svo til allir dauðir eftir tuttugu ár. Halldór vilhjálmsson þýddi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. MARZ 1986 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.