Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1986, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1986, Blaðsíða 10
mméá ■ • 'fM. /‘ÆwWíteipp., • ';-v. , ■ ' ■ ' ' '■ l . • ' Deyjandi tré í Vogesa-fjöllum. Barrlausa stofnana ber viðhimin. SKOGARDAUÐI MAGNAST Víða um heim hafa menn vaxandi áhyggjur af skógardauða — ekki hvað síst í iðnríkjum Evrópu eins og Þýska- landi. Menn eru ef til vill ekki á eitt sáttir um hvernig skuli bregðast við — enda sennilega engin ein aðgerð sem dugir. Hér er um flókið mál að ræða eins og raunar oftast þegar maðurinn ætlar að fjalla um lífkerfi náttúr- unnar og laga það á ný sem hann hefur spillt. Eitt eru allir þó sammála um — brýn þörf er á úr- bótum, því tilvera mannsins á þessari jörð er undirorpin lífi skóg- anna miklu fremur en öðrum jarðargróða. Hvítur kross málaðurá stofn þeirra tijáa sem ekki verður bjargað. öfugþróun fer sívaxandi. Hinir svartsýn ustu meðal landsmanna álíta, að um næstu aidamót, eða eftir tæplega tuttugu ár, verði meginhluti Þýzkalands orðinn skóg- laust land með öllu. Höfundur þessarar greinar, Giinter Haaf, er blaðamaður við hið virta þýzka vikublað Die Zeit í Hamborg. Þegar barrnálarnar tóku að hrynja ótt og títt af milljónum jólatrjáa á þýskum heimilum um gjörvallt landið á síðustu jólum, gátu Þjóðverjar litið á það sem óhugnanlegt tákn um þann voða, sem er að gerast utan dyra: Einnig úti í skógum landsins deyja orðið árlega tugir milljóna trjáa; hið langa, þurra og heita sumar 1982 varð til þess að auka trjádauðann um allan helming. Þessi ógæfulega hnignun í nátt- úrufari landsins virðist með öllu óstöðv- andi, því eyðing skóganna af völdum eitr- unar vex sífellt og gerist æ hraðari með ári eð úrtölum og töfraformúlum verður ekki komið í veg fyrir þann mikla voða, sem núna er að gerast í náttúru Þýzka- lands. Skógardauðinn breiðist jafnt og þétt út þar í landi, og hraðinn í þessari hverju. Stöðugt bætast ný og ny skogiaus svæði við innan þeirra landflæma, sem áð- ur voru vaxin þéttum, hávöxnum og heil- brigðum nytjaskógum. Af öllum þeim hrakspám, sem birtar hafa verið núna í upphafi þessa árs um þá örðugleika, sem árið 1984 muni bera í skauti sér, var þó engin á jafn gildum rök- um reist og spáin um vaxandi óðafár í skógartrjám Þýzkalands. Aldrei áður í aldalangri sögu landsins hefur dauðinn herjað jafn ósleitilega á skógana og á síð- astliðnum árum. Skógleysi Er Gjaldið Fyrir Vaxandi Iðnvæðingu Ein af ástæðunum fyrir þeim aukna hraða í dauða skóganna, sem svo mjög hef- ur orðið vart við á liðnu ári, er hið heita og þurra sumar í fyrra, því slík hitasumur eru skógunum alltaf mjög erfið og örlaga- rík. Meginástæðan liggur þó enn dýpra, nefnilega í fullkomnu skeytingarleysi, sem sýnt er gagnvart þeim aragrúa iðnfyrir- tækja og milljónaflota bifreiða, sem lát- laust og óhindrað hafa fengið að spúa eitri sínu út í andrúmsloftið. Það er augljóst orðið, að hinar iðnvæddu þjóðir heims hafa stórlega ofmetið sjálf- hreinsunarhæfni andrúmsloftsins og hafa um leið ofboðið aðlögunarhæfni lífríkisins. En í stað þess að snúa sér að lífsnauðsyn- legum úrbótum á þessu ógnvænlega vandamáli með oddi og egg, grípa stjórn- málamennirnir — og það ekki eingöngu í Sambandslýðveldinu Vestur-Þýzkalandi — til sinna gamalkunnu og þrautreyndu undanbragða og sandkassaleikja: í fyrstu reyna þeir að þræta fyrir, að nokkurt slíkt vandamál sé yfirleitt til; síðar þegar vand- inn er orðinn öllum einkar augljós, bera þeir fyrir sig, að þeir hafi bara ekki nægi- lega sérþekkingu á slíkum vandamálum og einnig þurfi að koma til alþjóðleg sam- ræming aðgerða til þess að vel fari. Þannig er slíkum þrúgandi málum einfaldlega skotið á ótímasettan frest. Nú orðið stoða ekki lengur neinar fljót- færnislegar, vanhugsaðar úrtölur og spekjandi yfirlýsingar af hálfu æðstu yfir- valda landsins. Læknisráð eins og „tvær skóflur af kalki" handa hverju skógartré, sem fyrrverandi atvinnumálaráðherra, Herbert Ehrenberg, mælti á sínum tíma fastlega með, er í reynd ekkert annað en haldlaust fjas, sem bægir hinum vaxandi háska engan veginn frá. Smásmugulegar hártoganir með eða móti ýmsum vangaveltum um það, hvort þetta sé nú fremur að kenna súrri rign- ingu, ózoni eða eiturefninu X, sem upp- veðraðir stjórnmálamenn og þröngsýnir vísindamenn nota til þess að koma sjálfum sér í sviðsljósið, gera ekkert annað en að leiða athygli alls almennings frá höfuð- vandanum. Hin banvæna ógnun, sem vofir yfir þýðingarmesta þættinum í lífríki um- hverfis okkar — skóginum — á ekki raunverulega rætur sínar að rekja til ein- hvers eins eiturefnis, heldur til tækni- menningarinnar sjálfrar. Þess vegna er heldur ekki unnt að bægja þessari hættu frá með því að beita einhverjum einhliða töfraformúlum, heldur eingöngu með fjöl- þættum, samstilltum ráðstöfunum, en þær

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.