Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1986, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1986, Blaðsíða 12
f T* x— W.T" ■■ ■ ■ - M u R H E 1 M 1 T jr 0 N L 1 S T A R 1 N N A R UPPRENNANDI STÓRSTJARNA jt Dimitri Sgouros hefur aflað sér mikils frama þótt hann sé aðeins 16 ára að aldri. Hann heldur tónleika hér á vegum Tónlistarfélags- ins 13. marz og leikur með Sinfóníunni 15. marz. Hann gengur inn á sviðið löngum, allt of stór- um skrefum — það er næstum því eins og hann sé annað hvort tímabundinn eða þá örlítið hræddur við þessa sex sjö metra af opnu sviði yfir á svalimar, brosir um leið vingjamiega og hneigir sig, þannig að hendumar, sem hann hafði áður haldið þétt niður með hliðunum, teygjast aftur. Hann hneigir höfuðið enn einu sinni Iftillega til að heilsa áheyrendunum, sezt niður, leggur hendumar á hné sér til að einbeita huganum, hlustar hið innra með sér, tekur sig á og byijar. í hverri hreyfíngu og hveijum drætti kemur fram látæði hins þjálfaða atvinnu- manns. Ungi maðurinn er rétt sextán ára. Ævintýralegur Listamannsferill Þegar hann hélt fyrir skemmstu hljóm- leika í Tónlistarhöllinni í Hamborg gat hann státaö af sjö ára hljómleikaferli, sem hann á að baki: Fæddur árið 1969, hóf nám í píanóleik sex ára að aldri; kom einu ári síðar fram opinberlega, og „auðvitað" birt- ist um leið fyrsta sjónvarpsviðtalið við hann. Átta ára að aldri settist hann í tón- listarháskóla og hlaut gullverðlaun þegar hann útskrifast þaðan fimm árum síðar. Meðan hann var enn við nám vann hann í fjögur skipti til fyrstu verðlauna í sam- keppni ungra píanóleikara. Stórmeistarar slaghörpunnar á borð við Svjatoslav Richter, Barenboim og Gidon Kremer, Ashkenazy og Máurice André hafa fyrir löngu tekið að líta á hann sem jafningja sinn. Sellósnillingurinn og hljómsveitarstjórinn Mstislav Rostropo- vitsj hefur lagt sig fram við að greiða götu hans, Rubinstein áleit hann vera bezta pí- anista, sem hann hefði nokkurn tíma hlustað á „að mér sjálfum meðtöldum"; hljómsveitarstjórinn heimskunni Herbert von Karajan hefur fengið hann til að leika fyrir sig, og hann hefur einnig oftsinnis spilað fyrir önnur stórmenni. Er Dimitris Sgouros undrabarn? Fiðlu-chaconne Bachs, útsett fyrir píanó af Busoni, „Appassionata" eftir van Beet- hoven, F-moll-fantasían eftir Chopin og „Symphonische Etúden" eftir Schumann — efnisskrá, sem hlyti að skjóta hverjum fullþroskuðum, fjörutíu og eins árs göml- um píanista skelk í bringu. Hafi maður aðeins fjórtán ár að aldri yfir nægilegri tækni að ráða til þess að gera slíkri efn- isskrá fullnægjandi skil, þá hafa ekki ein- ungis tölurnar, sem tákna fjölda æviár- anna, algjörlega snúizt við, heldur fer það afrek jafnframt langt fram úr yztu mörk- um alls þess, sem menn geta framast vænzt og vonað. Eiginlega er þetta ekki hægt — eiginlega er þetta kraftaverk. En það er sem sagt hægt, Dimitris Sgouros sýnir það hverjum og einum, sem það vill heyra og sjá, og hann sýnir það með fjölmörgum, níðþungum aukalögum; reyndar væri hann lika fær um að sýna það með 35 (bókstaflega sagt: þrjátíu og fimm) píanókonsertum, sem hann hefur fullæfða til reiðu, svo og með „flestum ein- leiks píanóverkum" tónbókmenntanna. Drengurinn sá hlýtur að hafa til að bera svo undursamlegt og furðulegt minni, að sennilega myndi meira að segja hið marg- lofaða dæmi um frábæra minnisgáfu Moz- arts, sem svo oft er vitnað til, falla út í yztu myrkur og blikna í þeim samanburði, — og það þótt Mozart eigi að hafa getað skrifað villulaust niður eina mótettu eftir að hafa heyrt hana aðeins einu sinni. En „Miserere" eftir Allegri má þó skoðast all- miklu léttara og aðgengilegra verk að muna utan að en píanóverk af flóknustu gerð frá rómantíska tímabilinu. Því það, sem Dimitris Sgouros hefur fram að færa, er hrein og skær snilld, sem kemur öllum til að falla einfaldlega í stafi af undrun og aðdáun. Hann er gæddur hreinræktaðri snilligáfu, hvorki meira né minna, því það er ekki hægt annað en dást af alhug og án nokkurrar úrtölu að þessu undri. Það mætti svo sem vel kalla þessa tækni hans einstakt furðufyrirbrigði eða algjör- lega frábæra eða æðislega — lýsingarorðin geta tæpast orðið nægilega sterk. Og drengurinn rennir í gegnum þessa tækni eins og þetta sé sjálfsagðasti hlutur i heimi, eitthvað áþekkt því, þegar við för- um út í búð til að kaupa eitt pund af sykri eða þegar útvarpsþulurinn les fréttir dags- ins. Þegar maður situr svona heillaður og undrandi, og upp í hugann kemur jafn hversdagslegur samanburður úr daglega lífinu eins og ósjálfrátt og óviðeigandi, þá tekur líka að læðast að manni einhver grunur um þetta atriðið eða hitt. UNDUR - í EINU EÐA ÖLLU? Af hverju leikur hann svona geysi- flókna, gífurlega krefjandi efnisskrá? Nú, en hvað ætti hann annars að spila? Ætti hann ef til vill að bjóða upp á tví- eða þríraddaðar inventionen eftir Johan Seb- astian Bach? Sónötu eftir Clementi? Eða kannski moment musical eftir Schubert? Eða þá nokkur verk úr „Mikrokosmos" Bartóks? Það voru þó þess háttar verk, sem „við hin“ vorum að spila í píanó- tímunum, þegar við vorum fjórtán ára. Nei, hann verður að sýna hve mikið hann kann — það er að segja hið erfiðasta af öllu erfiðu. Af hverju spilar hann næstum því ein- göngu fortissimo-verk? Já, en hvað ætti hann þá að spila annað? Kannski pianiss- imo eins og í „Tráumerei" eftir Schumann eða E-dúr-etýðu Chopins? Ó, nei, hann verður jú að sýna, að hann sé orðinn stór og hafi náð fullum þroska, að hann geti geists áfram í fortissimo eins og fjörutíu og eins árs gamall listamaður, sýna að hann sé fullgildur karlmaður, sem líta beri á í einu og öllu sem hvern annan færasta píanóleikara. Af hverju spilar hann eingöngu róman- tísk verk? (Eg bið forláts, auðvitað er hann líka með Beethoven — en er „App- assionatan" annars svo ýkja langt frá rómantíkinni?) Já, en hvað ætti hann svo sem að spila annað? Hraðskreið píanóverk eftir Scarlatti? Eitthvað af því taginu, sem aðrir píanóleikarar Iengja efnisskrá sína með, nota sem aukalög. Píanóverk IX eftir Stockhausen eða aðra sónötuna eftir Boul- ez? Þá kæmi víst örugglega fljótt í ljós hve barnelskir og góðhjartaðir fastagestirnir í tónleikasölum heimsins eru. Nei, virkilegt frægðarorð, viðurkenningu, vegsauka og álit skapa menn sér á einleikstónleikum einungis með þess háttar tónverkum, sem samin voru beinlínis í því skyni að afla frægðarorðs, viðurkenningar og álits, og því er tímabil hinna stórhuga vígreifu pí- anókappa, enn sem komið er, alls ekki á enda. Af hverju spilar hann ekkert eftir Moz- art, ekkert eftir Brahms? Af hverju ekki „hinar hliðarnar" á Beethoven, Chopin eða Schumann? Hann er örugglega tilbúinn með allar útgáfur þeirra i pokahorninu; þótt hann væri ræstur út klukkan þrjú um nótt, þá kæmi víst i ljós, að hann gæti hrist þetta allt fram úr erminni, utanað og óaðfinnanlega. Það er einmitt þarna, sem hundurinn liggur grafinn: Sú „Appassionata", sem Dimitris Sgouros flytur, er nú þrátt fyrir allt ofurlitið annað og meira en eingöngu æðisgengin tónsmið, þrauthugsaður óhemjugangur; það kemur strax i ljós í fyrstu þrettán eða kannski ekki fyrr en i fyrstu 34 töktunum. Þar verður ekki að- eins að ná fram litbrigðum tveggja lína, sem hreyfast samhiiða í tveggja áttunda fjarlægð, ekki einungis að draga ljóslega fram andstæðu stefs og mótífs, ekki bara að leiða fram áhrifamáttinn milli fortiss- imo samhljóma og pianissimo „bankaðra" tóna. Þarna í fyrstu töktunum verður auk- in heldur strax að leggja undirstöðuna fyrir sex síðustu takta kaflans, og reyndar meira en það: fyrir niðurlag sónötunnar í heild. Þarna verður að bregða upp útlínum og eyða þeim strax aftur; þarna verur að sýna fram á djöfullega undiröldu, tvö- feldni, tvíræðni, andstæður — það er alls ekki nein tilviljun, að Beethoven lætur þennan kafla, en hann samdi aldrei aftur nokkuð þessu likt, einmitt enda í þreföldu piano með leiðsögustefið í dýpstu hljómum vinstri handar; þarna á að lýsa hrapi, nei, öllu heldur eiga hljómarnir að leiða niður til hraps, óstöðvandi falls niður í ómælis- dýpi. Það er í þessu völdunarhúsi sem maður tekur eins og ósjálfrátt að velta hlutunum fyrir sér nokkuð á annan hátt. Án þess að bera hinar minnstu brigður á snilligáfu þessa rétt nýlega fjórtán ára gamla pilts, Dimitris Sgouros, án minnstu efasemda um einstaka afburðahæfileika hans, en úr því að hjá honum er fyrir hendi þetta hreinasta undur í tæknilegri færni, — af hverju þá ekki líka þetta óvenjulega kraftaverk, sem felst í músikölskum þroska, mikilfengleika, í músíkalskri inn- sýn, guðdómlegri náðargáfu, túlkunar- hæfni, í myndrænum hugarsýnum. Það væri einmitt allt þetta, sem vera þyrfti til staðar til þess að spila Mozart og Brahms og „hinar hliðarnar" á Beethoven, Chopin og Schumann. Maður getur að nokkru stuðst við fengna reynslu og því sagt að tíminn muni leiða allt þetta fram á sjónarsviðið, án efa. En hver er þá sá, sem reyndist fær um að hjálpa unga manninum i þessum efnum? Sjálfur býr hann nú þegar yfir meiri og skærar leiftrandi tækni en allir aðrir — hverjum ætti hann þá að trúa? Hver mun taka þennan unga mann undir sinn verndarvæng; hver er eiginlega fær um það? Það er ekki hægt að greina nein minnstu blæbrigði í vingjarnlegu brosi hans, þegar hann hneigir sig fyrir áheyrendum sínum; eftir tveggja klukkustunda hörkuvinnu við hljóðfærið er það ennþá vingjarnlegt bros en heldur ekki minnstu ögn hamingjusam- ara, gleðiríkara, „eðlilegra". Það situr nákvæmlega jafn örugglega og fingra- setningin í takti 125. En svo má líka ef til vill segja, að þetta sé einmitt hið eðlilega, þegar um undrabörn er að ræða. H.J.HERBART

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.