Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1986, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1986, Blaðsíða 4
Prímadonnan Hildegard Behrens Sýningar hófust þann 11. marz sl. á óperunni „Tosca“ eftir Puccini í Metropolitan-óper- unni í New York í nýrri uppfærslu ítalska leikstjórans Franco Zeffirelli. Með hlutverk Floriu Tosca fer vestur-þýzka sópransöng- Um vestur-þýsku sópr- ansöngkonuna Hilde- gard Behrens sem fór með aðalhlutverkið í óperunni „Tosca“ eftir Puccini í Metropolitan- óperunni í New York í fyrra og vakti mikla hrifningu óperugesta og gagnrýnenda. konan Hildegard Behrens. Will Crutch- field, tónlistargagnrýnandi hjá The New York Times, birti grein um söngkonuna í blaðinu 10. marz undir fyrirsögninni: „Behrens er greinilega dagsins príma- donna." Þar dregur hann upp mynd af hinni viljasterku listakonu, sem er ekki síður leikkona en söngkona. Er hún, eins og gagnrýnandi einn komst að orði, „ein af þeim leikkonum vorra daga, sem syngur bezt“ eða eins og annar sagði, „annars flokks söngkona með fyrsta flokks leik- hæfileika"? Hér birtist grein Crutchfields í þýðingu lítið eitt stytt. Það ríkir greinilega mikil eftirvænting í tónlistarheimi New York-borgar vegna sýningarinnar annað kvöld í Metropolitan. Þá hefst ný sviðsetning óperunnar Tosca með Hildegard Behrens í titilhlutverkinu, en það hefur um langt skeið verið eftirlæt- ishlutverk margra frægustu óperusöng- kvenna heims. Rafmagnar Andrúmsloftið Ný uppfærsla ítalska leikstjórans Zeff- irellis er stórviðburður í orðsins fyllstu merkingu á Metropolitan. Þá mæta þar allir. Nærvera Hildegard Behrens hefur aukið enn á hina venjulegu eftirvæntingu, og hún er nú í hámarki. Hér er á ferðinni sópransöngkona, sem er það lagið að hrífa óperuunnendur með sér, að rafmagna and- rúmsloftið í salnum, hetja, sem getur náð fullkomnu valdi á áheyrendum, fjöldanum, sem síðan getur hrópað sig hásan af hrifn- ingu. Donal Henehan, sagði nýlega um hana eftir sýningu á Metropolitan, í grein í The New York Times, að hún væri „ein af þeim leikkonum, sem syngju bezt á vorum dögum". Behrens er greinilega drottning dagsins á því sviði, sem hún hefur valið sér. En ýmsir tónlistargagnrýnendur hafa þó látið í ljós efasemdir varðandi rödd hennar. Sumir efast um, að í hinni dramatísku sópranrödd hennar sé sá veigur, sem þeir telja sig greina hjá Evu Marton og Ghenu Dimitrova, sem báðar hafa á tiltölulega skömmum tíma komizt í röð fremstu söngkvenna heims. Þeir velta því fyrir sér, hvort hún muni geta haldið sínu striki og orðið óumdeild sóprandrottning í mörg ár eins og Kirsten Flagstad eða Birgit Nils- son. Þeir óttast, að henni kunni að svipa meira til Mörthu Modl og Astrid Varney, sópransöngkvenna, sem túlkuðu frábær- lega hetjuhlutverk Wagners, en hinar hörðu kröfur tónskáldsins til radda þeirra reyndu um of á þær. Sjálf hefur Behrens engar slíkar efasemdir. „Mér hefur aldrei dottið í hug að hlífa rödd minni, aldrei," segir hún. Geislar af LÍFS- KRAFTI OG ÞOKKA Hún er hávaxin, sterkbyggð kona á miðjum fimmtugsaldri og andlit hennar geislar af lífskrafti og þokka. í því eru djúpir drættir, sem bera vott um sterka skapgerð og ástríðufullt líf. Hár hennar er stuttklippt og stundum er eins og pönk- stíll yfir henni. Þegar hún er ekki á ferðalögum, býr hún í New York í sambýli við Seth Schneid- man, amerískan myndatökumann og kvik- myndaframleiðanda. Á heimili þeirra er einnig dóttir þeirra ung og sonur Behrens, sem hún ól upp ein í Vestur-Þýzkalandi á fyrstu árum söngferils síns. Það er óhagg- anleg ákvörðun hennar að ræða ekki um fjölskyldu sína og einkalíf. „Þau óska ekki eftir frægð, og ég væri að þröngva henni upp á þau, ef ég reyndi slíkt." En nokkrum dögum eftir frumsýning- una á óperu Alans Berg, „Wozzeck", í Metropolitan í janúar sl. ræddi hún þó um áhrif fjölskyldu sinnar á störf sín og feril. Það var að morgni dags eftir svefnlitla nótt og hún var með bauga undir augum. Schneidman var með slæmt kvef og bæði börnin með inflúensu. „Ég held, að ég fái ekki þessa flensu. Ég er mjög hraust, en í rauninni hefur hugarorka og viljastyrkur sitt að segja: Ég hleypi ekki flensunni að. Ég hef sungið svefnlaus, ég hef gert það úrvinda af þreytu. Ég get skilað öllu mínu á sviði við aðstæður, sem eru bókstaflega hlægilegar stundum. Orkan kemur ein- hvers staðar að. Það er um algera einbeit- ingu að ræða, eins og hjá búddatrúar- mönnum. Það eina, sem dugar, er skýr hugsun." SlGUR HlNNAR HRJÚFU ÁSTRÍÐU Hálfum mánuði síðar hleypti hún flens- unni að. „Það var ömurlegt!" Engu að síður var ákveðið, meðan hún var veik, að hún syngi með Chamber Orchestra of Europe í New York og Boston. Hún stóð við það. í febrúar söng hún verk eftir Beethoven og Mahler í Carnegie Hall. „Það var hræðilegt," sagði hún. „Þetta var sigur hinnar hrjúfu ástríðu," sagði Bernard Holland í „Times" og hældi henni fyrir tilfinningahita og dásamlega, veika tóna. 14. febrúar, er hún var nærri búin að ná sér, mætti hún til æfinga á „Tosca" i Metropolitan og átti sína fyrstu fundi með Zeffirelli og stjórnandanum Giuseppe Si- nopoli. „Þetta var mjög skemmtilegt. Si- nopoli er mjög snjali og veit mikið um röddina. Hann er mjög einlægur og hreinskilinn. Við reynum hlutina á ýmsa vegu. Hann myndi ekki vilja fá mann til að gera eitthvað, sem manni líkaði ekki.“ En Sinopoli vildi ýmsar breytingar samt, og sópransöngkonan var reiðubúin að reyna þær. „Honum líkar ekki við sum af þessum hefðbundnu ópum og gremju- hljóðum," sagði hún. „Svo að við reyndum að ná sömu tilfinningum með skærum, skörpum tónum ... Það er alveg rétt, að maður getur auðveldlega valið helzt til einfalda leið, eins og þegar Tosca rekur Scarpia í gegn og hrópar: „Muori, muori damnato" („Deyðu, deyðu, bölvaður"). „Þetta kostar mikla vinnu, og það er eins og að leggja niður góðar og gamlar aðferð- ir, sem hafa dugað mér mjög vel. En ég er reiðubúin að hlíta þessu, því að það er gaman að glíma við þetta." Sinopoli sagði, að sér hefði fundizt hún „fús til að láta sannfærast". En þótt hún haldi mjög fast við sínar skoðanir og sjónarmið varðandi listræna túlkun, hefur hún það orð á sér að tjalda- baki, að hún sé góður félagi, holl hópnum. Hún ver túlkun sína á hlutverki, en þó fer því fjarri, að hún sé hrokafull prímadonna, sem móðgist við ábendingar. „Það sem henni er ómögulegt," segir James Levine, sem oftast hefur verið stjórnandinn, þegar hún hefur sungið á Metropolitan, „er að standa upp og gera eitthvað, bara af því að henni hafi verið sagt það. Hún verður að vera fullkomlega sannfærð. Allt hennar mikla skap beinist að verkefninu, vinn- unni. Hildegard er eins og söngvari í hópi, hún ætlast ekki til, að allt snúist um sig.“ Við æfingu á „Wozzeck" er hún alúðleg og blandar auðveldlega geði við starfsfé- lagana. í samræðum bíður hún eftir, að röðin komi að henni. Hún notar tyggi- gúmmí, er ekki með andlitsfarða og lætur sér á sama standa, þótt hún sjáist í kjól, sem hún hefur þegar verið í tvisvar áður við sömu æfingarnar. Hún syngur fullum rómi á morgunæfingunum og sparar sem sagt ekki röddina. Túlkaði Brynhildi Á SlNN HÁTT Menn komast fljótt að raun um, að Hildegard Behrens veit sínu viti. Hún hef- ur sinn eigin mælikvarða til að leggja á uppfærslur á óperum: „Ég var ekki beðin um að gera neitt andstætt mínum skiln- ingi á hlutverkinu," sagði hún um upp- færslu nýlega, „svo að fyrir mig var þetta sigur.“ Þannig talar varla meðfærilegur samverkamaður. Og söngkona, sem er eins og „ein í hópi“, getur varla sagt um ágrein- Veruleikans kalda ró Smásaga eftir Guðjón Guðmundsson au gengu hægt niður tröppur sjúkrahússins. Hún hélt á Iítilli ferða- tösku í hægri hendi og með þeirri vinstri studdi hún hann um olnbogann. Hann skimaði í kringum sig eins og hann væri staddur á ókunnum slóðum, en þetta hafði nú samt verið útsýni hans í næstum sex mánuði. Bílastæðið, gulleit grasflötin og fjær lá svört hraðbrautin sem hafði verið honum uppspretta bæði hugsvölunar og ógnarleiðinda allt eftir því hvenær dags var, marga langa dagana. Fjærst, í bakgrunninum lá vogurinn og hafið. Þessi mynd var að vonum óafmáan- leg úr huga hans því hún gein við honum daglangt þar sem hann sat með hálsinn í stífkraga við gluggann og hugsaði. Og þegar þau gengu út að bílnum var eins og hann kannaðist ekki við sig. „Eg hef verið að velta því fyrir mér,“ hóf hann máls um leið og þau óku af stað. En hann þagnaði strax. Það reyndist honum erfitt að orða hugsanir sínar. Reyndar voru það ekki hugsanir, þessi vanstilltu börn sem neituðu að láta klæða sig í orð. Það var einhver djúp og ólgandi kennd, djúpt niðrí honum. Stífluð. Af hugsunum. (Allt stafaði þetta af slysinu.) „Finnst þér ég breyttur Helga?" „Hvað meinarðu elskan?" „Finnst þér ég breyttur?" endurtók hann af þrjósku. „Ég veit ekki. Jónas læknir sagði að það væri ósköp eðliiegt að fólk væri niðurdreg- ið eftir svona slys. Hann sagði að það mætti búast við að þú yrðir dálítið inn- hverfur fyrstu dagana, þar til þú kemst almennilega á ról. Sannaðu til, þegar þú ert byrjaður að vinna aftur og hitta fólk þá fellur allt aftur í góðan jarðveg, sann- aðu til.“ „Ég fer ekki aftur í vinnuna," sagði hann eftir langa þögn. Þetta hljómaði eins og hann væri að bera til hennar löngu gleymd og lítilvæg skilaboð. Hann sá það um leið og bætti því við: „Ég ætla aö taka mér frí um óákveðinn tíma. Ég ætla að fara eitthvað, ég þarf að vera einn.“ „Fara hvert? Ég skil þetta ekki alveg, allt í einu ertu farinn að tala um að fara eitthvað. Það sem þú átt að gera ástin mín er að taka því rólega heima í eina tvær vikur og safna kröftum. Ég ætla að hugsa um þig eins og kornabarn, ég ætla að hjúfra þig upp að mér og láta þér batna á mettíma." Hún lagði höndina á læri hans en hann kipptist við eins og hann hefði brennt sig. Hún greip aftur um stýrið. „Lífið gengur sinn vanagang þrátt fyrir allt svona Oddur minn.“ Já, einmitt, það gengur sinn vanagang og það er engin leið til að stöðva það um eitt sekúndubrot, ekki einu sinni hægja á því. Það gengur svo miskunnarlaust áfram, einsog föstudagsumferðin á hraðbrautinni. Blint og villt en án þess þó að hvika nokkru sinni af hinni einu réttu stefnu, hugsaði hann. „Ég held að það sé allra best fyrir þig að komast sem fyrst aftur inn í daglega rút- ínu. Reyna að gleyma þér í verkefnum. Þannig færðu fljótt fulla heilsu og allt verður eins og áður. Og auðvitað getum við alltaf skroppið eitthvað, ég frestaði loka- ritgerðinni í eitt ár svo við gætum verið meira saman þegar þú útskrifaðist. Við getum farið norður og verið í sveitinni hjá mömmu og pabba í nokkrar vikur. Við get- um jafnvel athugað hvort Villi bróðir þinn í Kaupmannahöfn geti hýst okkur í nokkra daga.“ Það sáust engin viðbrögð hjá hon- um, það var eins og hann væri að hugsa eitthvað allt annað. „Ég þarf að vera einn Helga," svaraði hann loks, „ég þarf að vera einn og komast burt um stundarsakir og það verður aldrei aftur neitt „áður“. „Einmitt það sem Jónas sagði ..." „Hvaða Jónas?" „Jónas Halldórsson, læknirinn þinn 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.