Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1986, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1986, Blaðsíða 5
ing vegna túlkunar við leikstjóra: „Hingað til hef ég alltaf haft mitt fram Árið 1983 söng hún hlutverk Brynhildar í Niflungahring Wagners í helgidómi hans í Bayreuth í Þýzkalandi. Þá vann hún listsigur og öðlaðist traust óperuheimsins fyrir frammistöðuna í þessu geysierfiða hlutverki. En hún lagði sitt eigið mat á útkomuna: Hún fékk að túlka Brynhildi, eins og henni sýndist. Þess vegna gekk allt svona vel. Hún á að syngja hlutverkið í Metropolitan í Niflungahring, sem þar hefst 1986 undir stjórn James Levine. Wagner-söngur hefur alltaf verið erfitt svið. Hin róttæka aukning á hlutverki hljómsveitarinnar og lengd óperanna gera áður óþekktar kröfur til söngvara um þrek og orku. Það hefur sjaldan reynzt mögu- Iegt að samræma þær kröfum um hinn fegursta söng og áreynsluminnstan. I ár- anna rás eru það aðeins nokkrar einstæðar raddir, sem hafa náð að uppfylla þessar kröfur til fulls í þeim miklu hlutverkum, sem Hildegard Behrens er nú að taka að sér. Á þessari öld hafa það ef til vill verið 8 eða 10 söngkonur, sem sungið hafa hlut- verk Brynhildar með markverðum árangri, en tvö nöfn standa öllum öðrum langtum ofar: Kirsten Flagstad (1895—1962) og Birgit Nilsson, fædd 1918, en hún syngur enn við sérstök tækifæri. Þessar fáu, einstæðu raddir ... er ein þeirra í barka Behrens? Það er tæpast neinn, sem heldur það, og það er efasemd- in, sem fylgir hinum glæsta ferli hennar. John Stean, gagnrýnandi tímaritsins „Englands Gramophone magazine", sem er afar geðfelldur og skilningsríkur sem slík- ur, segir þrjú slæm atriði hafa spillt ánægjunni af að hlusta á hljóðritun Georgs Stolti á „Fidelio", en þau hafi verið þrjár helztu aríurnar og ein þeirra var „Komm Hoffnung", sem Behrens söng. ÓHRÆDD VlÐ BRJÓSTRÖDDINA John Rockwell í New York Times gekk svo langt að kalla hana „annars flokks söngkonu með fyrsta flokks leikhæfileika". Margir sérfræðingar hafa hrist höfuðið vegna þess, hve hún er óhrædd við að nota brjóströddina, hina karlmannlegu tóna, sem hægt er að ná neðst á raddsviði kvenna, en Behrens fer þar hærra en sum- ir telja ráðlegt. í þessu sambandi er það markvert, að plötur hennar hafa aldrei fengið eins góðar móttökur og beinn flutn- ingur hennar. Hingað til hefur það verið svo, að söngur Behrens einn virðist ekki hrífa menn eins og Behrens gerir ævin- lega, þegar hún syngur holdi klædd. Að sjálfsögðu er sönkonunni þessi gagn- rýni vel ljós og hún tekur henni illa. Gagn- rýnandi nokkur komst svo að orði, að hún hefði sungið hlutverk Maríu í Wozzeck með prýði, „þó að“ það geri kröfur á borð við Wagner-hlutverk. „Segið mér,“ spurði Behrens, „felur þetta „þó að“ í sér, að hann haldi, að ég geti ekki sungið Wagner? Því að hann var svo ánægður með mig í Bay- reuth!" Laðast Að Hlutum Sem Gerast af Sjálfu sér Henni er meinilla við að vera kölluð syngjandi leikkona. „Hvað á það að þýða? Ég er tónlistarmaður. Ef ég hefði viljað verða leikkona, hefði ég snúið mér að leikhúsunum. En ég er í tónlistinni." Hvað raddbeitingu snertir, fullyrðir Behrens, að hún viti gjörla, hvað hún sé að gera. „Brjóströddin! Já, ég er alltaf að heyra þetta. Þeir eru hræddir við þetta í Þýzkalandi líka, og mér var kennt að nota hana aldrei, en einu sinni, þegar ég var að syngja í Dusseldorf, kom bandaríski ten- órsöngvarinn Jerome Lo Monaco til mín og hvatti mig til þess og skoraði á mig að beita brjóströddinni „eins og ítalir", þang- að til ég sagði á endanum: „Allt í lagi, finnum okkur píanó og þú leiðbeinir mér.“ „Ég verð honum alla tíð þakklát. Nú æfi ég mig með brjóströddinni alla leið upp í það, sem myndi vera háa C fyrir tenór. Ég hef komið úr æfingasal og fólk hefur spurt mig, hver þessi tenór hafi verið, sem hafi verið þar með mér. Ef þetta væri hættu- legt, þá held ég, að ég ætti að verða vör við það, þegar ég reyni við háu nóturnar eða syng píanissimó. Ef ég veit, hvað ég vil og einbeiti mér, get ég gert það áreynslulaust. Skýr hugsun, hún skiptir öllu.“ Það hlýtur að bera vott um frábæra hæfileika hennar á leiksviði, að hún skuli hafa náð svo glæsilegum árangri án þess að syngja á þann hátt, sem menn eru sam- mála um að sé hinn rétti. Hvenær nær hún slíkum áhrifum? Allir þeir, sem hafa séð Behrens eða unnið með henni, minnast hennar á sinn sérstaka hátt. Sópransöngkona segir svo frá í einu at- riði í „Fidelio": „Þegar hún skoðaði andlit fanganna, var maður með öndina í hálsin- um. Maður horfði með henni, á hvern og einn. Þegar Shirley Verrett lék sama at- riði, þá hvarf hún bara, fyrir framan aug- un á manni.“ Hin listræna trúarsetning Behrens um hina „skýru hugsun" er í huga hennar tengd þeirri nauðsyn að gera það, sem henni finnst hún knúin til að gera. „Ég laðast að hlutum, sem gerast af sjálfu sér, af innri þörf,“ segir hún. Tosca hlýðir innri rödd: Uppljóstrunin á leyndarmáli Ca- varadossis skreppur út úr henni. Morðið á Scarpia verður fyrir hugboð hennar. Bryn- hildur er persóna, sem fylgir eðlisávísun sinni umfram allt. „Brynhildur elskar föður sinn öllu ofar. En hún finnur, að hún verði að snúast gegn honum og fylgja sinni innri rödd, eins og Leonore í „Fidelio" og eins og við öll. f því er harmleikurinn fólginn, því að það veldur dauða föður hennar, sem er það sem við óttumst, þegar við brjótumst und- an valdi. forfeðra okkar, og í þessu tilviki veldur það hruni þeirrar veraldar, sem hún þekkti. En hún gerir það, sem hún verður að gera, alltaf. Mér dettur í hug setning Kants: „Stjörnuhiminninn fyrir ofan mig og siðferðislögmálið hið innra með mér.“ Það er þetta, sem laðar mig að þessum persónum, því að ég fylgi þessari „innri rödd“ sjálf.“ Sv.Ásg. þýddi. elskan. Hann talaði um „intróversíft ástand" sem liði. Sem liði Oddur," sagði hún með áherslu. „Ég vil ekki að það líði. Ekki strax." Hann horfði beint fram fyrir sig á veginn sem kom þjótandi á móti þeim. Á kinn- fiskasogið andlit hans höfðu myndast harðneskjulegir drættir sem hún kannað- ist ekki við, eins og það væii meitlað í gráan stein. Af augum hans mátti ekkert ráða um sálarástandið, þau voru eins og spurningamerki, þögul og hlutlaus. Eftir dálitla þögn sagði hann loks: „Þú hefur heyrt talað um mystíska uppljómun? Að- eins örfáum mönnum hefur hlotnast að verða hennar aðnjótandi og þó ekkert ann- að, alls ekki neitt bæri við í lífi þeirra, nægði þessi eina uppljómun til að réttlæta það og gera það barmafullt af tilgangi. Yfirleitt er litið á þessa menn sem verk- færi eða boðbera duldra afla í tilverunni sem öðrum mönnum er að eilífu hulin. Þetta eru yfirleitt miklir merkismenn, trú- arbragðafrömuðir, skáld og vísindamenn sem leysa einhverja gestaþraut tilverunn- ar svo að hið augljósa blasir við. En í fyrsta sinn í sögunni varð þessu dulda afli á mistök í vali sínu á boðbera. Það valdi blauðan og óbreyttan skrifstofumann frá íslandi. Og hann nýtir sér það á þann hátt að hann gerist „intróversífur" eins og læknirinn þinn ... læknirinn minn orðar það, þunglyndur, óráðinn og ófær um mannleg samskipti. Helga, ég varð fyrir mystískri uppljómun þegar ég hálsbrotn- aði. Nema bara að það var ekkert mystískt. við hana, hún var hversdagsleg, hlægileg og lamandi sársaukafull. En samt ger- breytti hún mér, ég er ekki sami maður og áður, ég hugsa öðruvísi núna. Áður fannst mér allt hafa tilfinningu til mín, fólk, hús, bílar og jörðin sem ég gekk á. Mér fannst eins og ég skipti þessa hluti einhverju máli, eins og þeir gætu ekki verið án mín fremur en ég án þeirra. Og þetta allt fannst mér án þess að hugsa nokkurn tíma út í það, þetta var bara sjálfsagt. Þá var ég haldinn sama einkennilega mikilmennsku- brjálæðinu og þessar lífverur sem kallast menn og eru skríðandi um alla jörðina eru haldnir. En þegar ég þaut í gegnum loftið og lenti á jörðinni sem ég hafði gengið á, fótum troðið frá fæðingu, þá launaði hún mér mikilmennskuna. Hún tók kuldalega á móti mér, beyglaði hálsinn á mér í vinkil og haggaðist sjálf ekki. Haggaðist ekki, eins og ég hefði aldrei verið til. Ég veit að þetta hljómar allt mjög bjánalega, eins og óráðshjal geðsjúklings og það má auðvitað segja að ég hafi fengið högg á höfuðið og eitthvað losnað ... eða farið af stað. Hvað sem því líður þá verður klukkunni ekki snúið afturábak, það verður ekkert eins og áður, áður er liðið." Hann talaði hratt og hiklaust, orðin hrutu af vörum hans en allan tímann hafði hann ekki litið af veg- inum. Þau óku áfram í ljósaskiptunum og í þögn þeirra hlóðust upp hugsanir og í mælaborðinu ultu kílómetrarnir hver um annan endilangan. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 8. MARZ 1986 ■ ■ ... ... — rfliiwawn in- —m*»»é.ii .............. i i 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.