Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1986, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1986, Blaðsíða 3
I-EgBtTg ®[Ö]l][Ö]@[Nlll[L]®lB]ta[T][N][D Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 10100. Forsíðan Forsíðumyndin er úr bókinni „íslenskur útsaumur“ eftir Elsu Guðjónsson, sem er allra manna fróðust um þau efni hér á landi. Myndin er af rúmábreiðu frá Hólum í Hjaltadal frá 17. öld, líklega úr búi Vigfúsar Scheving. Bragi Asgeirsson fer lofsamlegum orðum um þessa bók í grein sinni í opnu Lesbókar og vill vekja athygli almennings á henni. Miðborgir Þriðjagrein Bjarka Jóhannessonar arki- tekts og skipulagsfræðings um miðborgir er í þessari Lesbók. í þetta sinn fjallar Bjarki um hvemig halda á eldri miðborgum lifandi og birtar eru myndir málinu til stuðnings. Skógardauði Skógardauðinn í Vestur-Þýskalandi er mönnum bæði þar í landi og annars staðar í Evrópu vaxandi áhyggjuefni. Halldór Vilhjálmsson hefur þýtt merka grein um þetta efni sem hér birtist. Jóhannes úr Kötlum: Ýskelfir Égliljuriddarinn rakti við stjörnuskin hinn rökkvaða skóg með hjartað í bláum loga og sofandijörðin hrökk upp viðdimman dyn ogdauðinn þaut íhiminsins spennta boga. Allt líf var skuggi: úr moldinni myrkrið fló ogmáninn huldist skýi sem slokknað auga og tíminn villtist og vindurinn beit ogsló er vofurnar báru gullið ísína hauga. Svo þung var öldin að allan skilningmigþraut og uglur vældu ogloftið titraði afrógi: églagði höndina á himinbogann ogskaut oghæfði fegursta dýrið í Goðaskógi. I saklausri angist drúpti drottningin Hind er dreyrinn seytlaði úr brjósti konungsins Hjartar: ínótt var eðli mitt nakið og sál mín blind ínótt urðu hvítu liljurnar mínar svartar. Þegar honiim hlakkar til að við hittustum R Mér finnst ástæða til að fagna hve miklar umræður hafa orðið um íslenzkt mál og vemdun tungunnar almennt upp á síð- kastið. Vonandi að þar fylgi hugur máli og þessari vemdunar- stefnu verði haldið til streitu. Við emm stolt af tungu okkar og sérkennum hennar og við höfum lagt okkur fram um að íslenzka ný orð og laga þau að reglum íslenzkunnar í stað þess að gleypa þau nánast hrá einsog tíðkast illu heilli hjá mörgum þjóðum, t.d. Norðurlandafrændum okkar. Þó að orð hafi verið búin til í sumum hinna Norðurlanda- málanna yfír til dæmis sjónvarp, er fjernsyn ekki tamt á tungu á þeim bæjum. Þar er talað um Tevien, svo að nefnt sé aðeins eitt dæmi og koma mörg upp í hugann. Fjölmiðlar eiga drjúgan þátt í að ný orð festist í málinu og því er ábyrgð þeirra mikil og Ijölmiðlar eru einatt gagnrýndir fyrir óvandað eða hroðvirknislegt mál og sú gagnrýni er oft réttmæt. Um beinar málvillur er þó ótrúlega sjaldan að ræða og „slettur" eru að minnsta kosti mjög oft settar innan gæsalappa. Það hefur alltaf verið talað um það í ákveðnum virðingartón, ef einhver skarar fram úr í notkun tungunnar í ræðu eða riti og þarf ekki að nefna nein nöfn. Allt er þetta gott og blessað en furðulegt fínnst mér þó hversu daglegt talmál á í vök að veijast. Þegar ég var í bamaskóla hér á árum áður var rík áherzla lögð á það í ís- lenzkutímum að benda nemendum á hversu mikil lýti væru að sumum þeim villum sem gætti í talmáli. íslenzkukennari minn þá og kennarar síðar töldu t.d. þágufallssýkina vondan kvilla og kapp var lagt á að uppræta hana eða koma í veg fyrir að hún styngi sér niður að ráði. Enda þótt sumir sjái kannski ekki ástæðu til að gera veður út af stöku málvillum, fer þeim nú svo, sem læra það ungir að rangt sé að segja „honum eða þeim langar" að þessi ranga beyging sker í eyru. Einnig að heyra ákveðin orð vitlaust notuð, svo sem orðið einkunnir. Að heyra „við vonustum og við hittustum" er heldur ekki aðeins hvimleitt, það vekur spumingar um, hvort íslenzkukennarar ungra bama og unglinga telji litlu skipta þessar kórvillur, sem ég hef hér minnzt á og er af mörgu að taka. Sú kynslóð sem er að ala upp böm nú og sú hin næsta á undan henni geta ekki skotið sér bak við þá skýringu eða afsökun, að þær hafí ekki hlotið nægilega menntun. En það liggur við borð að þágufallssýkin sé að verða að óstöðvandi faraldri, sem hefur lagzt á eldri sem yngri. í þessu og öðm sem að málfari og framburði lýtur hefur skólinn skyldu að gegna. Hvemig má það þá vera að böm sem hafa lært íslenzku upp að grunnskólaprófí og kannski lengur eru hijáð af sýkinni. Em kennarar orðnir kæmlitlir og skortir þá sjálfa tilfinningu fyrir réttu töluðu máli, ellegar er það fijáls- lyndið sem hefur tekið völdin og það svo að allir mega tala eins og þeim dettur í hug, það sé bara afturhaldssemi að vilja halda málinu réttu. En ekki er nóg að hlú aðeins að máli og stafsetningu, að ekki sé nú minnzt á að leiðbeina unglingum að tjá sig í skipulögðu og réttu máli. Það verður einnig að huga að framburði málsins. Það er engin sérstök speki að benda á að áherzlur í íslenzku máli em nær undantekningarlaust á fyrsta at- kvæði orðs. En þetta má nefna hér vegna þess að framburði málsins hefur, að mínu viti stórlega hrakað. Þar hafa fjölmiðlamir enn hlutverki að gegna og á það einkum og aðallega við um útvarp og sjónvarp. Á Rás 2 halda frjálslegir og glaðsinna menn upp fjörinu klukkutímum saman og talsmáti á auðheyrilega að vera „gífurlega" óþving- aður og hress. Með þeim undarlegu og af- leitu afleiðingum, að allar reglur um fram- burð em brotnar þar svo að það er hörmu- legt á að hlýða. Sama má segja um sjón- varpið upp á siðkastið, sams konar „hress- og fijáls-hyggja" tröllríður fréttatímum. Og það er margsannað og kannað mál að lang- mest er hlustað á fréttir allra dagskrárliða — auðvitað mætti orða það svo líka eins og er í tízku sums staðar — að fréttir ná mestri hlustun ... Þessara galla gætir ekki, að mínum dómi í fréttum á Rás 1 að neinu marki að minnsta kosti og það verður auðvitað að taka það fram, svo að allrar sanngimi sé gætt, að ekki eru allir með þessu marki brenndir. Útvarpsstjóri var í þeirra hópi sem gengu fram fyrir skjöldu fyrir nokkmm mánuðum og töiuðu um málvemd og reisn tungunnar o.s.frv. Sjálfur hefur útvarpsstjóri ágæta tilfinningu fyrir máli og réttum framburði. Því meiri ástæða er til að hann hugi að á sínum bæ. Og það er raunar verðugt verk- efni allra þeirra ágætu manna, sem hafa með höndum forsjá hinna ýmsu þátta um íslenzkt mál að taka upp skömlega baráttu og hnitmiðaða. Á því er vissulega full þörf, og nú ætti jarðvegurinn að vera betri en oft áður. JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR. LESBOK MOROIINRI RMARZ1986 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.