Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1985, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1985, Blaðsíða 12
Fjórír ítalir á Grongo frá v.: Ricciero háseti, 1. vélstjórí, skipstjórínn („aðalskipstjórínn Francisco") og íoftskeytamaðurinn. bobbinga og ýmislegt fleira viðvíkjandi vörpum ítölsku togaranna. Varð að bíða eftir afgreiðslu en um borð kom það og fylgdi þessu góssi íslenskur maður, sem þeir nefna Valgarð, og starfaði hann hjá fyrirtæki því sem skaffaði veiðarfærin, ög var hann með til Færeyingahafnar. Ér þangað kom var strax hafist handa við að breyta vörpum togaranna. Það hafði nefnilega komið í ljós að ítölsku trollin voru mjög óhentug en þetta voru geysistór fótreipistroll eins og þeir voru vanir að brúka til veiða á grunnu vatni suður í höf-. um. Voru nú vörpurnar styttar að fyrir- sögn íslensku fiskiskipstjóranna, þeirra Gísla Guðmundssonar á Orata og Finn- boga á Nascello í þá stærð, sem þeir voru vanir, með 85—105 höfuðlínu, og settir á þær bobbingar. Á Grongo fannst gamalt enskt troll sem Arnbjörn Gunnlaugsson fiskilóðs á þvi skipi taldi nothæft eftir dá- litla viðgerð þó að það væri stökkt. Voru nú skipin betur búin til veiðanna og gengu þær miklu betur úr þessu. Byrjunarörðug- leikar ítölsku sjómannanna voru líka brátt úr sögunni. Flestir þeirra voru óvaningar en samt voru með nokkrir vanir sjómenn frá San Benedetto del Tronto við Adría- hafið, fornfrægum fiskibæ. Yfirleitt lærðu allir fljótt og vel af íslendingunum og fór hið besta á með þeim þjóðunum tveim við vinnu á dekki. En þá er þess að geta að þeir ítölsku voru mjög illa útbúnir með allan klæðnað yst sem innst. Aðeins örfáir höfðu sjó- stakka og enn færri stígvél, þó sumir hefðu keypt sér í Reykjavík, en flestir voru á tréklossum með leðurlegghlífum sem þeir telgdu sér sjálfir og stundum voru þeir berfættir. Skjólflíkur höföu þeir af mjög skornum skammti og voru þær allar stag- bættar. Furðuðu íslendingarnir sig mjög á því að nokkurri útgerð kæmi til hugar að senda svo illa búna menn norður í höf. Gáfu sumir þeim það sem þeir máttu án vera af notuðum fötum eða seldu þeim ný- leg plögg, og þar eð þeir ítölsku hirtu vel um það litla sem þeir höfðu bjargaðist þetta furðanlega. Á hverju skipi voru 16 ítalir: 9 hásetar en hinir voru yfirmenn. Á Grongo var og loftskeytamaður og fylgdust skipverjar á því skipi einna best með því sem var að gerast úti í heimi með aðstoð hans (t.d. fundi Hitlers og Chamberlains og atburð- um í Spánarstríðinu). Þá var skipstjórinn á Grongo einna atkvæðamestur og alltaf leitað til hans ef eitthvað bar út af. Hann var málamaður ágætur, talaði t.a.m. ensku ágætlega, og hinn þægilegasti maður. Arn- björn fiskilóðs á Grongo var eini íslend- ingurinn sem var kunnugur á þessum slóð- um og rataði oft betur á fisk en hinir fiski- lóðsararnir. Voru skipin ekki alltaf á veið- um á sömu slóð. Arnbjörn hafði ekki trú á því að fara norður undir Disko-eyju, en það gerðu hinir er leið á sumarið. Entella lá kyrr inni á Færeyingahöfn og komu togararnir inn að landa í hana. Við- gerðarverkstæði um borð og birgðir af kol- um, salti og vistum. Þar var einnig maður að nafni Merlini og kom hann stundum um borð í togarana. Hann var kallaður um- boðsmaður og var líklega hinn eiginlegi leiðangursstjóri, þó í samráði við skip- stjórann á Grongo. Var þetta hár og glæsi- legur maður, verkfræðingur að mennt. Viðmælendur mínir segja frá því að margar stórar myndir af Mussolini, u.þ.b. 50x50, hafi verið í íbúðum og stýrishúsum togaranna; einnig af konunginum, Vittorio Emanuele III, syni hans Umberto ríkis- arfa og af reiðurum skipanna. Leiðangur- inn hafi verið á vegum italska ríkisins og Mussolini sérlegur verndari hans. Skip- verjar, a.m.k. margir hásetanna, sýndust þó fremur lítið hrifnir af leiðtoganum. Einn þeirra, háseti á Grongo, mikill ær- ingi, rak stundum út úr sér tunguna fram- an í skiliríið af „II Duce“ í hásetaklefanum en passaði sig á því um leið að ekki sæist til sín úr brúnni. Hét sá Giuseppe, söng- maður góður og hafði verið á kafbát. Sum- ir yfirmannanna höfðu verið í Abessiníu- stríðinu sem foringjar í sjóhernum. Frá Slano Dagstund Hersegowm eftir SIGURJÓN GUÐJÓNSSON Moska, tyrkneskt bænahús Dalmatíuströnd, dagur að morgni. Veður eins og bezt verður á kosið, enda miður júnímánuöur. Til hægri eru fjöllin há, skógi vaxin til efstu brúna. Til vinstri yndisblátt Adríahaf slétt og rólegt að vanda á þessum árstíma. Víðivaxnar ævintýraeyjar, heil röð, nokkuð frá landi. — Leiðsögumaðurinn lætur langferðabíl- inn doka lítið eitt við frekar lítinn bæ, sem heitir Slanó. Þar hef ég litið einna fjöl- breyttastan og fegurstan trjágróður. Með- al sýprusa og olífutrjáa gægist fram pálmavíðir hér og hvar, enda miðjarðar- hafsgróður við ströndina. Vitið þið hvað Slanó þýðir? spyr leið- sögumaður. Enginn veit svar, íslenzkir farþegar eru illa að sér í króatísku, sem ekki er að furða. — Jú, Slanó þýðir salt. Það þykir okkur skrítið bæjarheiti. „Ég skal segja ykkur ástæðuna fyrir því: Tevta Illýríudrottning, fræg söguper- sóna, sem átti í deilum við Rómverja á þriðju öld fyrir Krist og laut í lægra haldi fyrir þeim að lokum, var hér eitt sinn á ferð, en nokkur byggð hafði þá þegar myndast á ströndinni. Mikill þorsti ásótti drottningu. Henni var gefið vatn að drekka, en af því var töluvert saltbragð. Hún drakk það samt, en mælti á eftir: „Þessi staður skal heita Slanó," og nafninu hefur bærinn haldið síðan." Tyrkneskust Borga í JÚGÓSLAVÍU Að loknum alllöngum akstri eftir ströndinni er beygt til hægri og inn til landsins. Takmarkið er Mostar í Bosníu og Herzogóvínu, sem er eitt af sex sam- bandsríkjum Júgóslavíu. Mostar er höfuð- borgin í þeim hluta, sem heyrir Herzegóv- ínu til, og er nú mikil iðnaðarborg með 130 þúsund íbúum. Herzegóvínufylkið er þekkt fyrir gróðursæld og eitt fremsta landbún- aðarhérað allrar Júgóslavíu. Við ökum eftir löngum, frjósömum dal, þar sem allt er gróðri vafið og stórfelld ræktun. Vínyrkja er þar geysimikil og tób- aksrækt, svo að önnur héruð landsins ná ekki lengra á því sviði. Dalurinn er breiður og láglendi miklum mun víðara en í öðrum héruðum, Bosníu og Herzegóvínu. Eftir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.